Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 Um 54,2% samdráttur í innflutningi á litsjón- vörpum í janúar—maí Svipaða sögu að segja af þvotta- vélum, kæli- og frystitækjum INNFLUTNINGUR hefur dregizt verulega saman á þessu ári, eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblað- inu. Nú liggja fyrir tölur yfir fyrstu fimm mánuði ársins og þar kemur fram, að samdráttarþróunin er óbreytt. Stórmótið á Víðivöllum: Glæsir með gott forskot í A-flokki Á FöSTUDAGINN hófst hesU- mannamótið á Víðivöllum og fyrsta daginn voru dæmdir gæð- ingar í A-flokki. Á föstudagskvöld voru dæmdir gæðingar í A-flokki á stórmótinu á Víðivöllum. Efst- ur stóð Glæsir frá Glæsibæ með 8,52 í einkunn, annar var Sókron frá Sunnuhvoli með 8,39 en þriðji Rekkur frá Kirkjubæ með 8,30. í fjórða sæti varð Laski, einnig frá Kirkjubæ, með 8,21 og fimmti Erpur frá Kýrholti með 8,17. Þessir fimm hestar mæta í úr- slitakeppni á sunnudaginn, svo og fimm efstu hestarnir i B-flokki, en í Mbl. í gær var sagt að átta hestar í B-flokki kepptu til úrslita og er það hér með leiðrétt. V.K. Sem dæmi um innflutningssam- dráttinn má nefna, að fyrstu fimm mánuðí ársins var flutt inn sam- tals 1.241 litsjónvarpstæki, en til samanburðar 2.710 tæki á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn milli ára er um 54,2%. Fyrstu fimm mánuði ársins voru fluttar inn samtals 1.728 þvottavélar, en til samanburðar 2.643 á sama tíma í fyrra. Sam- drátturinn milli ára er því um 35%. Þá má geta þess, að fyrstu fimm mánuði ársins voru flutt inn sam- tals 1.654 kæli- og frystitæki, en til samanburðar 3.131 á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn milli ára er um 47%. ___________—J Guðmundur Jónsson Guðmundur Jónsson Hafnarfirði látinn GUÐMUNDUR Jónsson, Hafnar- firði, lést síðastliðinn fimmtudag, 56 ára að aldri. Guðmundur fæddist í Reykjavík 2. júlí 1927, sonur hjónanna Jóns Jónssonar og Þóru Guðmunds- dóttur. Guðmundur var lærður rafvirki og með framhaldsnám úr Vélskóla Islands. Hann starfaði fyrst að iðn sinni en síðan sem rafmagnseftirlitsmaður hjá Rafmagnsveitum ríkisins þar til árið 1965 að hann stofnaði verk- fræðistofuna Rafteikningu með Agli Skúla Ingibergssyni og veitti hann fyrirtækinu forstöðu til dauðadags. Guðmundur var knattspyrnu- maður á sínum yngri árum, bæði með Knattspyrnufélagi Reykja- víkur og íþróttabandalagi Ákra- ness, en á Akranesi bjó hann um 10 ára skeið. Eftirlifandi eigin- kona Guðmundar er Guðfinna Jó- hannesdóttir. Þau eignuðust þrjú börn. Þeir voru í rækjuleiðangri á Bjarna Sæmundssyni er þessi myndarlega skata kom í trollið á Seyðisfjarðardýpi. Þeir Ólafur Páll Rafnsson og Kristinn Johnsen halda gripnum á milli sín. Akureyri: Engin beiðni um út- burð borist til fógeta Förum ekki úr þessari íbúð nema borin út, segir Ólafur Rafn Jónsson Akureyri, 9. júlí. „ÞAÐ LIGGUR Ijóst fyrir, að úr þessari íbúð fdrum við ekki, nema við verðum borin héðan út,“ sagði Ólafur Rafn Jónsson í samtaii við Mbl. í dag. „Lögmaður okkar í Belgíu hefur nú kært úrskurð Hæstaréttar íslands fyrir mannréttindanefnd í Strass- burg og þaðan fer málið rétta boðleið til Mannréttinda- dómstóls Evrópu. í bréfi, sem mér barst á fimmtudag frá lögfræðingnum, segir hann, að svo framarlega sem mannréttindi séu einhvers virt í heiminum í dag, þá verði þessum úrskurði örugg- lega hnekkt.“ Samkvæmt dómi Hæsta- réttar frá 25. mars sl. eiga þau hjón, Ólafur Rafn og Danielle Somers ásamt 5 börnum sín- um, að rýma íbúð sína í dag, laugardag. „Embættinu hefur engin formleg beiðni borist um að- gerðir í þessu máli og meira DÓMKIRKJAN efnir til sumar- ferðar eldri borgara í Dómkirkju- sókninni þriðjudaginn 12. júlí nk. Farið verður til Þingvalla og boðið upp á kaffi í Valhöll. Þátttaka er bundin við fólk í Dómkirkjusókn- inni 67 ára og eldra. Þátttökugjald er kr. 50,-. Farið verður frá Dóm- hef ég ekki um málið að segja,“ sagði Elías I. Elíasson, bæjarfógeti á Akureyri, þegar Mbl. ræddi við hann. Það virðist því ekki koma til þess, a.m.k. ekki í dag, að þau hjón verði borin út úr íbúð sinni. GBerg. kirkjunni kl. 13.00 þriðjudag 12. júlí og komið til baka um kl. 17.00. Þeir sem hug hafa á að fara með eru beðnir um að tilkynna þátt- töku milli kl. 13.00 og 17.00 mánu- daginn 11. júlí. Frétutilkynning. Dómkirkjan: Ferð eldri borgara til Þingvalla Ólafur Ólafsson landlæknir: Ættum að vera nokkuð óhultir fyrir AIDS í Morgunblaðinu í dag birtist grein um þær félagslegu afleiðingar, sem ónæmissjúkdómurinn AIDS (áunnin ónæmisbæklun) hefur haft í för með sér í Bandaríkjunum. í blaðinu laugardaginn 2. júlí sl. birtist grein úr heilbrigðisbréfi Harvard-háskóla um sjúkdóminn, sem enn er ólæknandi og leiðir til dauða. Sjúkdómurinn eyðileggur ónæmiskerfi líkamans. Morgunblaðið hafði samband við Ólaf Ólafsson landlækni og Ólaf Jens- son yfirlækni Blóðbankans til að fræðast um hugsanlegar fyrirbyggjandi ráðstafanir íslenskra heilbrigðisyfirvalda, en enn sem komið er hefur ekkert tilfelli AIDS greinst hér á landi. „Við höfum setið á fundum vegna þessa máls og rætt hvern- ig eigi að varast ónæmisbæklun- ina og gert ráðstafanir í sam- ræmi við það, aðallega varðandi blóðgjöf," sagði ólafur ólafsson landlæknir. „Grunur lék á, að einn sjúkl- ingur hér á landi væri haldinn AIDS, eða hinni áunnu ónæm- isbæklun. Við nánari athugun og próf erlendis kom í ljós, að svo var ekki,“ sagði ólafur ennfrem- ur. „Hugsanlegt er, að sjúkdóm- urinn smiti um blóð við blóðgjöf eins og t.d. lifrarguluveiran. Það er hins vegar unnt að greina þá veiru með prófi, en því miður er ekkert sérstakt próf til fyrir ónæmisbæklunina. Hætt er við, að smitun komi frá sérstökum áhættuhópum. Ég nefni t.d. eit- urlyfjaneytendur. Fólk fær greitt fyrir blóðgjöfina í Banda- ríkjunum og því verður blóð þar ekki eins vandað og það blóð, sem notað er til lækninga á Is- landi, en mjög er erfitt að fá fólk til blóðgjafar þar í landi. ís- lenskt blóð fer allt til Blóðbank- ans, sem eykur mjög öryggi blóð- þega. Erlendis er um nokkur hundruð blóðbanka að ræða. Þá koma blóðgjafar hér sem sjálf- boðaliðar, þeim er ekki greitt fyrir blóð sitt. Blóðgjafarsveit okkar hefur því tiltölulega ómengað blóð, sem blóðgjafi gef- ur til lækninga endurgjalds- laust. Sjúkdómur þessi hefur sett talsverðan óhug í fólk,“ sagði ólafur ólafsson landlæknir. „Og starfsmenn heilbrigðisþjónust- unnar velta því nú fyrir sér, hvernig best verði að verjast sjúkdómnum. Við höfum sloppið við lifrarguluveiruna með varúð- arráðstöfunum og þá vísa ég sér- staklega til þeirra prófa, sem gerð hafa verið í Blóðbankanum. Eg held, að með góðum varúð- arráðstöfunum verði slíkt hægt, enda þótt ekki sé unnt að úti- loka, að sjúkdómurinn berist til landsins. Sérstaklega verður við blóðgjöf að fylgjast með ferða- mönnum, er ferðast til svæða, þar sem vart hefur orðið ónæm- isbæklunarinnar. ísland hefur þó mikla sérstöðu í þessum efn- um hvað varðar legu landsins og miðað við allar aðstæður ættu íslendingar að vera nokkuð óhultir fyrir sjúkdómnum." „Varnir felast í vali á blóð- gjöfum og efnum úr blóði," sagði Olafur Jensson yfirlæknir Blóð- bankans. „íslenskir blóðgjafar líkjast bestu blóðgjöfum eins og reyndar blóðgjafar á Norður- löndunum. Starfsmenn Blóð- bankans hafa góða hugmynd um sjúkrasögu blóðgjafanna og má reikna með, að þeir séu fullkom- lega heilbrigðir. Hins vegar er nauðsynlegt að fylgjast náið með ferðamönnum, er ferðast hafa um sýkt svæði.“ „Við gerum próf á lifrarbólgu- veiru B og syphilis," sagði ólafur ennfremur. „Þessir sjúkdómar eru oftast fylgifiskar áunninnar ónæmisbæklunar, vegna þess, að líkamar sjúklinganna verða oftast áningarstaðir fyrir alls kyns smitsjúkdóma. Ekkert sér- stakt próf er til fyrir AIDS, en hann má greina á grundvelli samsteypu af prófum og sjúk- dómseinkennum. Við höfum beint athygli okkar að storku- þætti VIII (Faktor 8), en hann er unninn úr blóði Finna fyrir þá blæðara, sem eru hér á landi. Það gildir það sama um finnska blóðgjafa og þá íslensku, að þeir eru með bestu blóðgjöfum." „Það má geta þess, að Blóð- bankanum bárust fyrir skemmstu ráðleggingar frá sér- fræðinganefnd Evrópuráðsins varðandi varúðarráðstafanir við blóðgjöf," sagði ólafur Jensson yfirlæknir. „Þær eru samhljóða þeim ráðstöfunum, sem við höf- um gert og getið er í yfirlýsingu okkar, sem birtist í Morgunblað- inu í dag.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.