Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 25 Nýtt skilti blasti við handan götunnar. Newcastle stóð þar og brotin píla vísar á afleggjarann niður að Kleppi. Hvað veit mað- ur um Newcastle, umfram það Að þetta er borg í Bretlandi? Jú, framkallast í hugann orðatil- tækið alkunna „to carry coal to Newcastle". Og við þessar að- stæður eru þá stutt hugartengsl- in í farandsöguna um Símon Dalaskáld og að vísu ekki kola- burð heldur sandburðinn á Kleppi. Hún hljóðar svo, eins og hún birtist neðanmáls í Minn- ingum um Símon Bjarnason eft- ir Þorstein Magnússon frá Gil- haga. Hafði hann heyrt hana úr ýmsum áttum, með breytingum þó. Samtíma Símoni á Kleppi var annar Skagfirðingur, Hafliði Gunnarsson frá Skálahnjúk. Þeir voru látnir bera sand í poka á bakinu neðan úr kjallara og upp á loft. Þar losuðu þeir posa sína, en sandurinn rann í gegn- um trekt niður í kjallara aftur. Var þetta gert til að kanna vitsmuni sjúklinganna, eins kon- ar gáfnapróf. Símon var viljugur að bera sandinn í fyrstu, en Haf- liði aftur á móti hyskinn nokkuð. Einu sinni, þegar Símon ber sinn poka upp á loftið, dokar Hafliði við niðri í kjallaranum og sér þá að sandhrúgan vex drjúgum eft- ir að Símon hefir losað upp á loftinu. Rann þá upp fyrir hon- um ljós, og segir hann við Símon, þegar hann kemur niður aftun „Þetta geri ég ekki. Það er alltaf sami sandurinn, sem við erum aft bera.“ Símoni þóttu þetta mikil tíðindi og ill, ef sönn væru. Eftir nokkra umhugsun segir hann. „Ef þo er, bleþþaður, þá dein- hættum við að bera helvitiþ þandinn". Þóttu báðir menn aft meiri eftir þessa uppgötvun, og hættu þar með sandburðin- um. —R.G.Sn." Um þetta skrif- aði Agnar Þórðarson, sem alinn er upp á Kleppi, leikritið Sandur, sem sýnt var í Þjóðleikhúskjall- aranum. Enda sagan skondin og gott dæmi um fjörugt ímyndun- arafl 'og skopskyn farandskálda. Út af fyrir sig er atarna fyrir- taks líkamsþjálfun. Ekki vit- lausara en að taka sig til og skokka hring eftir hring án markmiðs eða gagns. Virðulegur borgari skokkaði t.d. í allan vet- ur hringinn sinn, iðulega af stað yfir svellið á tröppunum og skaflana á stéttinni og framhjá skóflunni og gamla sambýl- ismanninum að basla við að ryðja leið út úr húsinu, svo að enginn færi sér þar að voða. Enda snjómokstur ekki viður- kennd líkamsþjálfun. Símoni Dalaskáldi leið vel á Kleppi, hvort sem hann fékk nú líkamsþjálfun við að bera sand eða ekki. Um það ber merki ljóðabréfið upp á a.m.k. 70—80 erindi, sem hann skrifaði Jósepi Húnfjörð um 1910, þar sem hann hrósar Þórði lækni og hans fólki mikið, þótt hann færi þangað eins og hann segir: Þó án dvalar fljóði frá fór með kala næman, því til kvala keyrðist á Klepps-spítala slæman. Læknir góður Þórður þó þykir hnjóði sviptur, öðlast hróður, elskar ró, auðarslóð nýgiftur. Gáfan sanna gjörðist treg geðs um ranninn hljóða; hálft um annað árið ég ekkert vann að ljóða. Þar er lundin þeigi glöð, þrátt sem undrum drekka, koma stundum kvala böð köld yfir sprund og rekka. Lifnaði þróttur, Blestublær, blíðugnótt af hreinni, gáfan fljótt og kvæða kær kom á nóttu einni. Svona ortu bágstaddir sér til hugarhægðar og uppörvunar f baslinu hér áður fyrr, enda ekki sálfræðileg hjálp á hverju strái. En kolin í Newcastle og sandur- inn á Kleppi leiddi okkur að vís- unum hans Símonar, sem sjálfur var farandsöguberi. En svo aftur sé tekinn upp bláþráðurinn, þá þýðir orðtakið „to carry coal to Newcastle" ekki einfaldlega að flytja kol til hafnarborgarinnar Newcastle í kolahéraðinu mikla, heldur það sem við íslendingar köllum „að bera í bakkafullan lækinn". Það skiljum við þó ailt- af á þvílíku vori, þegar vatnsveð- ursdagar í júní eru 25 af 30 mögulegum, að það er ofrausn að bæta vatni á læki eða raunar hvað sem er annað. Alveg eins og það er ofrausn að flytja kol til Newcastle. Við erum heldur ekki að flytja kol þangað í sumar, heldur skipsfarm af ísiendingum og öðru mannfólki í viku hverri með Eddunni. Áleiðis þangað á skiltið góða eflaust að vfsa. Ekki hefur heyrst að þarlendir kvarti yfir að sá flutningur sé til ama. Aftur á móti að gestirnir ís- lensku uni sér vel þar í borg, sem bætist nú í sumarstaðabúnt Is- Iendinga. í báðum tungumálunum hitta þessi máltæki í mark. Og það sem, meira er, þau hljóma vel, eru vel mynduð. Standa f hljóðstöfum, „carry coal“ og „bera í bakkafullan", hafa hrynj- andi sem myndar málið ef það fær að vera í friði fyrir bögubós- um. Ekki veit ég hvort þeim hef- ur fjölgað, en iðja þeirra hefur blásið út með hraðari breyting- um í þjóðlífinu og fengið vængi með örari tækni og afkastameira skólakerfi. Eitt slíkt orð á flug- ferð rak á mínar fjörur í vik- unni, á leið sinni í bréfi frá framhaldsskóla til fræðsluráðs. Það er námsbrautin þjálffræði. Reynið að segja það upphátt, án þess að það detti í sundur í miðj- unni. Vissulega þarf þjálfun til þess eins að segja það án þess að brjóta í sér tunguna. Þetta orð mun koma úr ráðuneyti, sem kennt er við menntir, og skðla- kerfið orðið svo þjálfað í að taka við hverju sem er, að það er vit- anlega meðtekið án viðnáms. Það er eins og engin stofnun hafi neinn til að leiðbeina um ís- lenskt mál, sagði Árni Böðvars- son í útvarpsþætti sínum um daginn og átti víst við aðra stofnun eða Ríkisútvarpið. En ætli öðru eins hafi ekki verið eytt, eins og að fá íslenskumann eða bara orðhagan sveitamann í menntamálaráðunneytið til að hortittahreinsa fræðslukerfið. Með miðstýringunni er það svo óhugnanlega afkastamikið. Orð- hagir menn hljóta að finnast enn með vorri þjóð, menn á borð við Pálma Hannesson, Jón Eyþórs- son og aðra slíka, sem skírðu staði á hálendinu með svo falleg- um íslenskum nöfnum sem við búum að, eins og t.d. í Kerl- ingarfjöllunum. Menn sem ekki týndu tilfinningunni fyrir ís- lensku máli þótt þeir fengju menntun í útlöndum. Ekki trúi ég að í öllum skólafólks- skaranum í landinu finnist ekki orðhagur maður, sem andæfir og finnur betra orð en þjálffræði. Hvernig væri að reyna? Vaxandi samkeppni Ávöxtur þeirrar nýju hugsunar, sem hefur verið að ryðja sér til rúms í atvinnulífinu er m.a. stór- aukin samkeppni á flestum svið- um athafnalífsins, samkeppni, sem skilar sér í lægra verði á vöru og bættri þjónustu á allan hátt. Merki um þessa stórauknu sam- keppni má sjá hér og þar. Yfirleitt leggja atvinnufyrirtæki nú stór- aukna áherzlu á markaðsstarf- semi af margvíslegu tagi. Þeir, sem ekki gera sér grein fyrir því, að markaðurinn hér heima hefur gjörbreytzt á einum áratug sitja eftir með sárt ennið og minnkandi viðskipti. Fyrirtæki, sem áratug- um saman hafa ekki þurft að hafa fyrir því að selja framleiðsluvörur sínar, standa nú frammi fyrir því, að annaðhvort er að bretta upp ermarnar og hefja sölustarfsemi eða leggja upp laupana. Fyrirtæki á borð við Hagkaup er á margan hátt brautryðjandi í þeirri nýju öldu samkeppni, sem nú gengur yfir viðskiptalífið enda er Hag- kaup orðið ein helzta brjóstvörn einkaframtaksins í landinu gegn útþenslustefnu Sambandsveldis- ins. Þótt stjórnmálamenn og emb- ættismenn hafi enn ekki afnumið hið fáránlega verðlagskerfi, sem ríkir í landinu og heldur ekki þau gjaldeyrishöft, sem lengi hafa ver- ið við lýði, hefur atvinnulífið sjálft tekið ómakið af þessum herrum og sýnt í verki hæfni til þess að skapa hér frjálsa markaðsstarfsemi, sem býður neytendum upp á umtals- verða verðsamkeppni svo og sam- keppni í gæðum vöru og þjónustu. Frjálsræði í gjaldeyris- viðskiptum og á fjár- magnsmarkaði Ekki fer hjá því að atvinnulífið bindi miklar vonir við störf Sjálf- stæðismanna í núverandi ríkis- stjórn. Til þeirra verða gerðar miklar kröfur og ekki ástæða til annars fyrirfram en að ætla, að þeir geti staðið undir þeim. Fyrst má nefna, að menn vænta mikils af viðskiptaráðherra í sambandi við frelsi í gjaldeyrisviðskiptum. Þar kemur fyrst til sú sjálfsagða þróun, að allir bankar og spari- sjóftir fá rétt til að verzla með gjaldeyri og er þá ekki að efa, að þjónusta við neytendur mun stór- aukast á þessu sviði frá því sem verið hefur og biðtími t.d. að minnka umtalsvert í bönkum. En að auki er sjálfsagt að stórauka frelsi manna til þess að eiga gjald- eyri, kaupa gjaldeyri og flytja gjaldeyri milli landa. Framvinda tímans hefur smátt og smátt verið að ryðja þessum hindrunum úr vegi og margt hefur verið gert til bóta, svo sem heimild til stofnun- ar gjaldeyrisreikninga í bönkum og notkun greiðslukorta erlendis svo að dæmi séu nefnd, en betur má ef duga skal. í annan stað er ástæða til að vekja athygli á þeirri þróun til frjáls fjármagnsmarkaðar hér á landi, sem orðið hefur þrátt fyrir áhugaleysi stjórnvalda um slíkt. Nú auglýsa þrjú fyrirtæki a.m.k. reglulega hér í Morgunblaðinu, Fjárfestingarfélag íslands hf., sem er brautryðjandi á þessu sviði, Kaupþing hf. og Ávöxtun, 'verð á verðbréfum, sem ganga kaupum og sölum á milli einstakl- inga og fyrirtækja og stofnana. Þessar auglýsingar sýna, svo ekki verður um villzt, að frjáls fjár- magnsmarkaður er nú þegar orð- inn til á íslandi. Til marks um getu þessa markaðar má nefna, að Fjárfestingarfélagið hefur í vetur auglýst íbúðir til sölu með verð- tryggðum lánum til 20 ára. Það er enginn opinber sjóður, sem gerir seljendum þessara eigna kleift að veita 20 ára verðtryggð lán, sem eru helmingi lengri lán en bankar og sparisjóðir veita lengst, heldur er það hinn frjálsi markaður, sem gerir þetta mögulegt. Það er augljóst, að hlúa ber að þessum markaði og skapa þau skilyrði t.d., að atvinnufyrirtæki, sem hyggja á verulegar fjárfest- ingar, geti boðið lán út á hinum almenna markaði. Þarna er um leið komin samkeppni við banka, sparisjóði og fjárfestingarsjóði, sem þessir aðilar hafa gott af að fá. I þessu sambandi er ljóst, að menn binda einnig miklar vonir við, að ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins komi fram þeim breyt- ingum á skattalögum, sem leiða til þess, að hlutabréf verði freistandi valkostur fyrir þá, sem vilja ávaxta fé sitt. Takizt að koma slík- um breytingum fram er ekki ólík- legt að mörg fyrirtæki mundu velja þann kostinn, þegar þau standa frammi fyrir mikilli fjár- festingu, að auka hlutafé sitt og afla þannig fjármagns til þess að standa undir fjárfestingunni. Þessar breytingar, sem hér hafa verið nefndar, eru nauðsynlegar til þess að hin nýja kynslóð í at- vinnulífinu sem nú er að koma til sögunnar fái að njóta sín til fulls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.