Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 33 Framleiðsla úr íslenskum selskinnum: Möguleikar á sölu jakka og pelsa kannaðir NÚ ERU í athugun mögu- leikar á sölu íslenskra selskinnsjakka og sel- skinnspilsa, en að þessum athugunum stendur Guð- mundur Halldcrsson for- stjóri á Húsavík. Hann hef- ur látið hanna og sauma jakka sem sýndur hefur verið og hefur hann vakið athygli. Guomundur sagðist áður hafa flutt út selskinn, en sá markaður hefði eyðilagst. Hins vegar hefði hann látið súta skinn sem ekki seldust og látið sauma jakka, og sagði hann að jakkinn hefði vakið hrifningu. Einnig sagði hann að hægt væri að bjóða upp á fleiri flik- ur, allt eftir óskum markaðar- ins. Guðmundur sagðist hafa verið í samvinnu við Þjóðverja við athugun á þessari vinnslu og hefði fyrrgreindur jakki verið saumaður þar, en hins vegar gat hann þess að hann hefði góð orð fyrir því að í té yrði látin tækniþekking, þann- ig að unnt yrði að sauma flíkur sem þessar hér á landi. Guðmundur kvaðst telja að unnt væri að finna markað fyrir selskinnsflíkur erlendis, ef menn gætu komið vinnsl- unni á hér á landi. Hins vegar væri margt óframkvæmanlegt vegna hinnar miklu verðbólgu, þar sem útreikningar stæðust ekki deginum lengur. Guðmundur gat þess að hann ætti nokkurt magn af selskinnum og gæti hann af- greitt flíkur innan skamms tíma, en einnig hefði hann tryggan aðgang að fleiri sel- skinnum og möguleika á að láta vinna þau. Pú getur flogið beint til hjarta Evrópu og fengið flug+hótel eða bílaleigubíl á frábæru heildarverði Nú liggur leiðin beint til Amsterdam, hinnar lífsglöðu heimsborgar með hollensku smáþorpin, baðstrendurn- ar, vindmyllurnar, ostamarkaðina, leikvellina og skemmtigarðana í seil ingarfjarlægð. Við bjóðum flug+hótel- gistingu í Amsterdam á frábæru verði og fullyrðum að leitun sé að skemmti- legri stórborg til lengri eða styttri heimsókna. En það er ekki síður erfitt að hugsa sér ákjósanlegri upphafspunkt en Amsterdam þegar stefnan er sett á ökuferð vítt og breytt um Evrópu. Frá Amsterdam, þessu eina og sanna Evrópuhjarta, liggur leiðin til allra átta og stutt er til fjölmargra skemmtilegra landa og fjölda stórborga sem gaman er að sækja heim. Með áætlunarfluginu til Amsterdam býðst þér einkar hagstætt heildar- verð fyrir flug og bílaleigubíl. Og það er notalegt til þess að vita að í okkar verðtilboði höfum við innifalið sölu- skatt, tryggingar og ótakmarkaðan akstur og um leið verndað þig fyrir óvæntum aukakostnaði þegar til út- landa er komið. Verð miðað vlð 4 í bíl 1 vika 2 vikur 3 vikur Flokkur A 11.022 12.217 13.412 Flokkur B 11.048 12.269 13.489 Flokkur C 11.154 12.481 13.807 Flokkur D 11.315 12.802 14.290 Flokkur E 11.527 13.226 14.926 Flokkur F 11.870 13.914 15.957 Innifalið: Flug( söluskattur, tryggingar, ótakmarkaður akstur. F.kki innifalið: Flugvallarskattur. Verð miðast við hvern einstakling. Verð miðast við gengi 1. júlí 1983. Amsterdam—óskabyrjun á ökuferð um Evrópu Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, slmi 84477 É Þú ert kannske að leita að þessari auglýsingu? Ætlar þú eöa fyrirtæki þitt að taka þátt i IÐNAÐARSÝNING- UNNI '83 í Laugardalshöll? Við gætum kannske hjálpað þér með básinn þinn, sett hann upp og gengið frá honum fyrir sýninguna? Ef þú ert í vandræðum með kynningarbæklinga eða annað þess háttar, láttu okkur vita, við gætum orðið þér að liði. Útgáfu- og auglýsingaþjónustan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.