Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLl 1983 Púlað með hressum sjálfboðaliðum Viðtal við Sigrúnu Helgadóttur Hér er sjálfboðaliðahópurinn breski, sem var að leggja göngustíg við Norðursjávarströndina. Sigrún Helgadóttir á miðri mynd með kaffibolla í hendi. Matinn sér hópurinn um sjálfur. Sigrún Helgadóttir, starfsmaður Nátturuvemdarráðs.er manna fróð- ust ura útivist og þjóðgarða. Hún er kennari og líffræðingur að mennt og hefur raeð starfi af þessu tagi hér heima og erlendis dregið að sér góð- an reynsluforða. Þegar barst í tal við hana starf sjálfboðaliöa í Þjóðgörð- um og friðlýstum svæðum { Bret- landi og áhugi á að gera eitthvað svipaö hér, þótti upplagt að fá við hana viðtal um það og fleira nú á vordögum, meðan útivist og aðstaða til að fara um og njóta náttúrunnar er í brennidepli. Eftir líffræðinámið hér í Háskóla íslands dvaldist Sig- rún í Bandaríkjunum í ár og ferðað- ist m.a. um suraarið um bandaríska þjóðgarða og kynnti sér þar aðferðir við rekstur og stjórnun. Síðan var hún í 2 ár í Edinborg og stundaði nám í ýmsum þáttum umhverfis- fræða. Þá var hún einnig 5 ár land- vörður í Jökulsárgljúfrum. Ritgerð Sigrúnar við Edinborgarháskóla fjallaöi um þjóðgarða í Bretlandi, Bandaríkjunum og á íslandi og sam- anburð á starfsemi þeirra. Og hún velti fyrir sér hvað við íslendingar gætum lært í þessura efnum af þess- um tveimur þjóðum. Taldi hún að ef ura skipulagningu á þjóðgörðum væri að ræöa, þá ættum við heldur að Ifta til Bandaríkjanna en hins þéttbýla Bretlands. Aðstæður væru svo gerólíkar í þessum löndum, þar sem Bretar eru rúmlega 200 á hvern km2 lands, Bandaríkjamenn 20 og íslendingar 2. I upphafi samtalsins sagði Sig- rún Helgadóttir að viðhorf fólks hér á iandi hefði að mörgu leyti breyst mikið frá því hún fór að hafa afskipti af útivistarmálum. „íslendingar eru farnir að ganga miklu meira en áður var og um leið kynnast þeir landinu betur og bera virðingu fyrir því.“ Þegar Sigrún byrjaði 1974 var land- varðastarfið í mótun, en landvörð- um er ætlað að veita þjónustu við ferðafólk, leiðbeina því um göngu- leiðir og náttúru svæðisins og sjá um að vel sé gengið um. Sjálf kvaðst hún hafa mestan áhuga á að sameina kennaramenntun sína og þá menntun sem fylgdi í kjölfar umhverfisfræðslu í þjóðgörðum. „í bandarískum þjóðgörðum er umhverfisfræðsla geysimikil. Þessir garðar eru orðnir 100 ára gamlir.A fyrstu árunum var her- inn settur til að gæta þeirra. Þá var þetta gæsla og verið að reka út sauðfé o.s.frv. En síðan var tekin upp önnur stefna og stjórnunarað- ferð. Þá var fengið fólk sem ætlað var fremur að fræða gesti og gera þeim ljóst af hverju þessi vernd- uðu svæði væru svona mikilvæg. Semsagt að fá fólkið til að vinna með sér af því að það skilur. Ef það ekki skilur hvað er þarna, þá hefur það vitanlega ekki áhuga á því. Ég hefði kosið að svipuð þróun gæti orðið hér,“ sagði Sigrún. „Landvörðunum er ætlað að þrífa svæðin og tína upp rusl, sem verð- ur sífellt meira verk eftir því sem fleiri gestir koma. Þetta verður vítahringur, þannig að minni tími gefst til að tala við fólk og fræða það. Ég held að það verði ekki fyrr en fólk fær meiri fræðslu, þekkir og virðir landið, að það gengur sjálft betur um það.“ Sjálfboðaliðar á frið- lýstu svæðunum —Við ætluðum, Sigrún, að tala um sjálfboðaliðavinnu á friðlýst- um svæðum. Segðu mér eitthvað af reynslu þinni af slíku. „Árið 1978 var ég landvörður í þjóðgarðinum við Jökulsárgljúfur. Þar var þá nýbúið að byggja hús handa landvörðum og til stóð að hlaða grjótgarð umhverfis húsið. Talið var að um mjög dýrt fyrir- tæki væri að ræða og var mál manna, að líklega yrði veggurinn aldrei hlaðinn. Það fór á annan veg, því Náttúruverndarráði buð- ust breskir sjálfboðaliðar í hleðsl- una. Þetta voru bráðhressir og skemmtilegir krakkar, sem dvöldu í þjóðgarðinum í hálfan mánuð og skildu þar eftir sig þennan fallega vegg, sem sumir segja að sé eitt undrið í viðbót í þjóðgarðinum. Sumarið 1979 ferðaðist ég um bandaríska þjóðgarða, en þar er mikil vinna framkvæmd af sjálf- boðaliðum. Ég reyndi að kynnast því eins og föng voru á. í upphafi árs 1980 flutti ég til Edinborgar og sumarið eftir datt mér í hug að rifja upp gömul kynni við sjálf- boðaliðana, sem verið höfðu í Gljúfrum." „Sá sem verið hafði fararstjóri breska hópsins í Gljúfrum 1978 heitir John Iles,“ hélt Sigrún áfram. „Hann er verkfræðingur að mennt og vann við kjarnorkuver í Bretlandi fyrstu árin eftir að hann lauk námi. Síðan sneri hann alveg við blaðinu og tók að starfa að alls kyns náttúruverndarmálum. Þeg- ar ég kynntist honum, vann hann með BTCV, sem er skammstöfun fyrir British Trust for Conserva- tion Volunteers. Þar vinnur hann enn og er nú einn af yfirmönnum þeirra sjálfboðaliðasamtaka." —Hvernig er þeim fyrir komið? „f Bretlandi er löng og mikil hefð fyrir sjálfboðaliðsvinnu. Alls kyns samtök hafa skipulagða sjálfboðavinnu á sínum vegum, en BTCV eru langstærst þeirra sam- taka sem vinna að umhverfis- málum. Þau voru stofnuð 1970 og hafa skrifstofur um allt Bretland. Þar vinnur fólk sem skipuleggur verkefni, þjálfar leiðbeinendur og margt fleira. Á síðasta ári störf- uðu rúmlega 300 hópar sjálfboða- liða og skiluðu yfir 100.000 dags- verkum. Þetta fólk vinnur að alls kyns verkefnum, en markmiðið með þeim öllum er að bæta og fegra umhverfið og gera fólki auð- veldara að njóta þess. Unnið er að lagningu göngustíga, gerð göngu- brúa, plöntun trjáa, viðhaldi á grjótgörðum, sem liggja langs og þvers um allt Bretland, og þannig mætti lengi telja. Sammerkt með öllum þessum verkum er það að þau yrðu seint eða aldrei unnin ef fá ætti launaðan vinnukraft til að gera þau.“ —Þú vannst eitthvað sjálf með þessum samtökum, var það ekki, Sigrún? „Jú ég hringdi í John Iles í sumarbyrjun 1980 og spurði hvort hann hefði eitthvað fyrir mig að gera. Ég vildi mjög gjarnan læra handbragð, sem gæti komið sér vel hér heima, t.d. við að leggja göngustíga á ýmiskonar landi. Hann dreif mig í sjálfboðaliðahóp, sem var að vinna úti við Norður- sjávarströndina. Var að leggja þar göngustíg neðan frá ströndinni upp snarbratta brekku. Stígur þessi er hluti af Clevelandstígnum svonefnda, sem er um 150 km langur göngustígur, sem að mestu leyti er innan North York Moors- þjóðgarðsins. Sjálfboðaliðarnir á vegum BTCV þurfa að borga allan kostnað sjálfir, bæði ferða- og fæðiskostnað. En hinum síðar- nefnda er þó haldið mjög niðri með sameiginlegum innkaupum og svo skiptast sjálfboðaliðarnir á við matseldina." „Við unnum eða hreinlega púl- uðum mestallan daginn," hélt Sig- rún áfram frásögninni. „Ræstum stíginn fram, útbjuggum þrep í hann þar sem hann var brattastur og þöktum svo allt saman með möl, sem við bárum ofan úr fjöru. Við lukum við stíginn, en á undan okkur höfðu tveir aðrir hópar unn- ið við sama verkefni. Hver hópur vinnur ekki nema um 10 daga og þar af eru einn eða tveir dagar notaðir til þess að fara um og kynnast landinu í kring. Eftir að þessu verkefni var lokið, var ég í borginni Doncaster í nokkra daga, en þar eru höfuðstöðvar BTCV í NA—Englandi. Ég kynnti mér ýmislegt í sambandi við starfsemi BTCV og var svo send sem hóps- stjóri með flokk til þorpsins Edale í Peak-þjóðgarðinum. Þar var líka verið að vinna að gerð göngustígs, sem var að því leyti frábrugðinn hinum fyrri að þarna var allt ann- ars konar land. í Edale bjuggum við í tjöldum í 10 daga í grenjandi rigningu og unnum mest allan daginn. Ég held samt að öllum hafi þótt gaman og í minningunni er þessi tími með sjálfboðaliðun- um í Bretlandi ævintýri líkur." Púlvinna fyrir ánægjuna eina —Heldurðu , Sigrún, að sé grundvöllur fyrir slíka sjálfboða- liðsvinnu úti í náttúrunni hér á íslandi? „Ég veit það ekki. Flestir sjálf- boðaliðar BTCV eru unglingar á aldrinum 15—20 ára. Þeir hafa að- eins 6 vikna sumarleyfi í skólum og í Bretlandi hefur ekki ríkt sama hefð og hér að unglingar ynnu í sumarleyfum. Reyndar er algengt að eldra fólk komi líka og vinni með BTCV. í báðum þeim hópum sem ég vann með sumarið 1980, voru nokkrir sem voru í sumarleyfi frá störfum. Þarna voru læknir, hjúkrunarkona, skrifstofufólk og líffræðingar, svo eitthvað sé nefnt. Hér hefur aftur á móti tíðkast að allir byrji að vinna sér inn einhver laun strax og vettlingi er valdið. Annað þykir hin mesta firra. Þegar hópurinn breski var að hlaða grjótvegginn í Gljúfrum, þá forvitnuðust margir ferðamenn um hvað þarna var á seyði og oft var sagt: „þurfti nú að vera að flytja inn fólk til að gera þetta, gátum við ekki gert það sjálf?“. En þegar upplýstist að hópurinn hlæði vegginn kaup- laust, þá breyttist hljóðið og menn voru sammála um að ekki hefði verið hægt að fá íslendinga til að Stígagerð utan í brattri brekku, þar sem alltaf er hált. Þarna er grafinn skurður með brekkunni til að taka við vatninu úr henni, hann fylltur með grjóti svo vatnið renni eftir honum í holrúmunum milli steinanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.