Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 37 Konráð Gylfason Grímsey - Kveðja Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. í gær, laugardag, var til moldar borinn í Grímseyjarkirkju einn af þríburunum, Konráð Gylfason, að- eins fimm ára gamall. Konráð var sonur hjónanna Sig- rúnar Þorláksdóttur, Þorláks Sig- urðssonar og Huldu Reykjalín, og Gylfa Gunnarssonar, Gunnars Konráðssonar og Stellu Stefáns- dóttur. — Að morgni föstudags hringdi síminn hjá okkur, og okkur bárust þau hörmulegu tíðindi, að Konráð litli væri dáinn, eftir slys er hann lenti í heima í Grímsey kvöldið áður. Það er erfitt að trúa og skilja, hver tilgangur lífsins er, þegar svona ungt fólk er snögglega num- ið brott frá okkur. Sagt er, að þá, sem deyja ungir, elski guðirnir mest, og verður það að veita okkur huggun. Mikið er á litla fólkið lagt, þá bræður Bjarna og Svafar, og systur, Huldu Signýju, að þurfa nú að kveðja einn bróann sinn. — Þeir voru yndislegur hópur, þríburarnir, samrýndir mjög, duglegir og kraftmiklir strákar. Margar góðar og skemmtilegar sögur eru til af afrekum þeirra bræðra, og geymast þær sem góð minning. Stórt hlutverk er nú skilið eftir, í faðmi fjölskyldunnar í Sól- brekku, að sjá á eftir Konráð litla, en við verðum öll að vona, að hon- um líði vel á þeim stað sem honum er nú falið að fara til, í ríki Guðs. Við biðjum algóðan Guð að geyma og varðveita þennan litla dreng vel, halda verndarhendi * m. sinni yfir honum og fjölskyldu hans allri. Arna Rún og Björn Þór þakka elskulegum Konna litla margar ógleymanlegar samveru- stundir, er við áttum með honum ásamt Svafari, Bjarna og Huldu Signýju, og geymum í hjörtum okkar minningu um glaðan, falleg- an og fjörmikinn strák. — Elsku Sigrún, Gylfi og börn, afi og amma, Garði, afi og amma, Lækjargötu 22, allir Grímseyingar og aðrir vandamenn, Guð gefi ykkur öllum styrk og þrek í ykkar mikla harmi og sorg. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Far þú í friði. Arna Rún, Björn Þór, Þórný og Guðmundur. Kristján Jónsson frá Kambi — Kveðja Fæddur 31. júlí 1915 Dáinn 20. júní 1983 Kristján föðurbróðir minn er mér harmdauði. Ég hafði náin kynni af honum frá 4. ára aldri. Hann vann með föður mínum í um 25 ár og við systkynin kynntumst honum fljótt. Hann var alltaf að gleðja okkur og reyna að gera okkur allt til geðs. Hann vann frábært starf hjá pabba. Betri og samviskusamari starfsmann sagðist hann aldrei hafa haft. Kristján var með afbrigðum laginn og fjölhæfur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ég man alltaf eftir því, þegar hann byrjaði að kenna mér ungum undirstöðu í rafmagnsfræði og öðru sem því viðkom. Hann talaði alltaf við mig sem jafningja, þó ég væri þá barn. Ég get ekki lýst því, hve það tekur mig sárt að Kristján frændi skuli vera farinn frá okkur, við á Melhaga elskuðum hann öll. Megi guð blessa minningu hans. Örn Olafsson. t Innilegar þakkir færum vlö öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúö vlö fráfall fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa. KRISTJÁNS bjarnasonar. bónda, Noröur-Hvoll, Mýrdal. Bjarni Kristjánsson, Elfnborg Kristjánsdóttir, Ester Kristjánsdóttir, Friörik Kristjánsson, Magnús Kristjánsson, Þórarinn Kristjánsson, Sigríöur Kristjánsdóttir, Sigurður Kristjánsson, barnabörn Snjólaug Bruun, Baldur Jóhannesson, Bjarni Gestsson, Auöur Siguröardóttir, Thordfa Kristjánsson, Guörún Hallgrfmsdóttir, Gunnar Þorvaldsson, barnabarnabörn. grindurnar koma víða við sögu CombiCarl ruslapokagrindurnar frá Skandinavien koma þér skemmtilega á óvart og sanna þaö svo ekki verður um villst aö jafnvel þegar rusliö er annars vegar getur sniöug hönnun aukiö þægindin og létt lundina til muna. Tilvalin grind í verksmiöjuna, verkstæöið, lagerinn, verslunina, bílskúrinn eöa garö- inn. Upplagt fyrir rusliö, heyiö, óhreina þvottinn, út á snúruna, ölkassana, feröa- töskuna eöa hvaö annaö sem þú þarft að skjótast meö. CombiCarl grindin hentar ótrúlega víöa! Heitgalvaniseraöar meö eöa án loks. Útsölustaðir: BB byggingavörur, Suðurlandsbraut 14. Byggingavörur hf., Ármúla 18. Byggingavöruverslun Tryggva Hannessonar, Síðumúla 37. Kaupfélag Borgfirðinga, Ólafsvík. Fjölritun sf., Selási 13, Egilsstöðum. Sendum í póstkröfu -STEMSILL Nóatúni 14, sími 24884.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.