Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 Agnetha Fáltskog, Ijóskan úr ABBA: Rainbow-flokkurinn gistir ísland víst okki (ár. Höllin var ekki laus fyrir tónleika Rainbow Ekkert veröur af þvi aö bresku þungarokkararnir í Rainbow meö Ritchie Blackmore í broddi fylk- ingar troöi upp hér á landi, a.m.k. ekki í ár. Eftir því sem Járnsíöan kemst næst stóö til að tónleikarnir yröu um miöjan ágústmánuö, en þegar kanna átti dæmiö frekar kom i Ijós, aö umboösaöili hljómsveit- arinnar vildi helst halda tónleik- ana á bilinu 26. ágúst — 4. sept- ember. í sjálfu sér heföi ekkert veriö viö þaö aö athuga ef hægt heföi veriö aö fá Laugardalshöllina á þeim tíma. Hún reyndist vera upptekin vegna vörusýningar. Svona meira upp á von en óvon var umboösaöilanum boöiö upp á Háskólabíó, en því var al- fariö hafnaö. Af Eddy Grant, sem sömu aðil- ar hþfa verið meö í athugún, er þaö aö segja, aö svipaöir erfiö- leikar steöja aö. Laugardalshöllin er ekki laus til afnota þá og í fá hús aö venda, utan Háskólabió. Hins vegar er ekki alveg loku fyrir þaö skotiö, aö hann geti kíkt á mörlandann. í Ijósi reynslunnar af tónleikum Classix Nouveaux og Echo & The Bunnymen, þar sem stórtap varö í báöum tilvikum, er hins vegar erfitt aö segja nokkuö fyrir um framtíö tónleikahalds hér á landi. Fyrstu kynni mín af tónlist? Þau man ég vel, enn þann dag ( dag, segir Agnetha Fáltskog, sú Ijóshærða úr ABBA, sem hefur lagt kvartettnum þeim til silf- urskæra söngrödd sína í tíu ór. — Ég var sex óra þó og haföi nýlega hafið píanónóm. Fyrst aö »fa aö- eins haagri höndina. Síðan þá vinstri. Loks ótti ég aö samrstma gerðir beggja og þaö var veru- lega erfitt. En loksins tókst þaö. Tónarnir féllu saman. Þaö var tónlist, sem skilaöi sér, og ónægja mín var ósvikin. Agnetha var jafnvel enn yngri, þegar hún uppgötvaöi, aö hún gat samiö lög. Fimm ára gömul fór hún aö fikta viö píanóið á heimili sínu, og komst fljótlega að því, að hún gat sjálf búiö til litla lagstúfa. Ánægjuna af þeirri músíksköpun man hún enn. Og þessi litlu lög voru síóur en svo neitt fikt. Öll bernskuárin var hún sísemjandi lög og texta. Foreldrar Agnethu skrifuöu þau í bækur og eiga þessi æskuverk dótturinnar enn þann dag í dag. Allt frá því Agnetha var barn aö aldri snerist líf hennar um tónlist. Hún átti ánægulega æsku og í henni segir hún grundvöllinn aö baráttu og sigrum fulloröinsáranna hafa verið lagðan. Hún lauk skóla- námi og fékk sér vinnu sem síma- stúlka. En þess háttar starf var tónlistaráhuganum til trafala, svo aö hún hóf aö syngja með dans- hljómsveit. Átján ára gömul flutti hún frá fæöingarbæ sínum, Jön- köbing, og fór til Stokkhólms. Það sama ár, 1968, komst hún á topp ttu, sænski vinsældalistinn meö lagiö „I Was So In Love“. Hún hafði samið bæöi lagiö og textann. Hún átti oft eftir aö komast á topp tíu næstu árin með eigin lagasmíöar. Eitt þessara laga bar nafnið „All- ting har förándrats" (Allt hefur breyst). Titill þessi varö aö vissu , FÁLTSKOG /▲'4 Photo: G. Mankowil Skvísan Ijóshæröa, Agnetha Fált- skog. leyti lýsandi fyrir lif hennar um þaö leyti. Þá kynntist hún Birni Ulva- eus. Þau trúlofuöu sig og giftust nokkru síöar. ABBA-ævintýriö hófst og hefur nú staðið í tíu ár. Áratug, sem Agnetha segir þann mikilvægasta í lífi sínu. En aö sumu leyti er gott, aö þessi ár eru liðin, segir hún. Þetta var dásamlegur tími, — en ákaf- lega erfiöur. Þaö má ekki gleym- ast, aö á þessum árum eignaöist ég börnin mín tvö. Fæöingunum fylgdi allt þetta venjulega umstang, og þaö bættist ofan á vinnuna — þaö aö vera fjóröipartur af ABBA. Almenningur sér aöeins glæsHeik- ann, okkur brosandi og létt í lund daginn út og inn. En þaö reynir vissulega á mann aö vera á sífelld- um ferðalögum út um allan heim, koma fram fyrir hundruö þúsund aödáendur, vera f stööugum blaöaviötölum og sjónvarps- skemmtiþáttum, koma fram í kvik- myndum og svo framvegis. Allt þetta tekur á taugarnar, en maöur veröur aö standast þaö. ABBA-flokkurinn fer nú aörar leiöir en áöur. Hvert þeirra fjór- menninganna leggur nú aðal- áhersluna á eigin frama. Agnetha segir, aö þaö sé þaö eina rétta, sem þá hafi getaö gert. — Ég hef gaman að aö takast á viö ný verk- efni, segir hún. Áriö 1982 fór Agnetha meö sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd. Myndin var „Raskenstam", sem Gunnar Hellström stýröi. Hún vildi gjarnan leika í fleiri kvikmyndum. Um þessar mundir er fyrsta sólóplata Agnethu, sem hægt er aö kalla þvf nafni, aö koma út. Platan er ætluö á alþjóöamarkaö, og syngur því Agnetha öll lögin á ensku. Platan nefnist „Wrap Your arms Around Me“. Þaö var enginn annar en Mike Chapman, sem haföi með höndum stjórn hennar. Á „Wrap Your Arms Around Me“ syngur Agnetha í fyrsta skipti f mörg ár eigiö lag og texta. „Man“ nefnist lagiö. Einnig haföi hún full- an atkvæðisrétt viö gerö plötunn- ar. Ekkert fór í gegn, sem hún vildi ekki hafa þar sjálf. Chapman gefur Agnethu sín bestu meömæli eftir samstarfiö. Á síöustu árum hefur Agnetha Fáltskog breyst og þroskast mikiö. — Á fertugsaldrinum á maöur aö hugsa, segir hún. Skilnaöur okkar Björns er um garö genginn og allt fór vel aö lokum. Milli okkar er gott samband. Börnin eru aöalatriöiö í Iffi mínu. Ekki kannski bara mín tvö, heldur öll börn í heiminum. Einar Jónsson ( sannkölluóum ham. Einar Jónsson vann sér gott orö sem traustur rokkgítarleikarí é meöan hann lék meö hljóm- sveitinni Þrumuvagninum é meö- an hún var og hét. Hann gekk síö- an til liös vió Start (haust eftir aó Þrumuvagninn leystist upp og hefur leikiö meö þeirri sveit viö góöan oröstír. Athafnasemi Einars er umtals- verö og jafnhliöa þvf aö leika meö Start hefur hann unniö af krafti aö því aö taka upp eigiö efni í kjallara- stúdfói viö neöanvert Skipholt. Járnsíöan hefur fengiö aö heyra sumt af því sem hann er aö fást viö og ber ekki á ööru en þar sé á feröinni athyglisvert efni. Nú hefur Einar sett á stofn hljómsveit, sem ætlaö er þaö hlut- verk aö flytja hans eigin lög meö honum. Hann er því ekki hættur í Start, heldur er Tíví, en svo heitir sveitin, eins konar hliöarverkefni. Hljómsveitin kom í fyrsta sinni fram í Safari á fimmtudag og lék þar viö góöar undirtektir. Einar leikur auövitaö aöalhlut- verkiö í sveitinni, er höfundur alls efnis og syngur, auk þess aö eiga heiöurinn af öllum gítarleiknum. Auk hans eru tvær stúlkur í flokkn- um, Tircy (dulnefni íslenskrar stúlku), sem syngur, og Edda Borg (meö öllu óskyld hinu fræga hóteli miöborgarinnar), sem leikur á hljómborð. Þá eru ótaldir trommu- lefkarinn Siguröur Reynisson og bassaieikarinn Bjarni, hvers fööur- nafn vantar. Ekki liggur Ijóst fyrir hvenær efni Einars kann aó veröa þrykkt í plast, en þangaö til þaö veröur mun Tíví kynna lögin á tónleikum. Hljómsveitin mun svo væntanlega fylgja plötunni eftir þegar hún kemur út. „A fertugsaldrinum á maður að hugsa“ Hljómsveitin Tíví stofnuð í kring- um Einar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.