Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 Nýyöknuð í fanginu i mömmu. Dagur í lífi hreyfíhamlaðs barns Arnór bróðir Lindu fylgist grannt með þegar spelkumar eru settar i h»n» Málefni fatlaðra barna hafa töluvert verið til umræðu að undanförnu og eru nú liðin tíu ár frá því stofnað var for- eldrafélag barna með sér- þarfír. Til að kynnast málinu betur fékk blm. Mbl. að fylgjast með Lindu Sigurð- ardóttur í einn dag en Linda fæddist með klofínn hrygg og vatnshöfuð. Er hún því lömuð og tilfínningalaus neðan mittis. Þegar Linda var þriggja mánaða gömul gekkst hún undir aðgerð þar sem ventill var settur í höfuð henn- ar til að stöðva óeðlilega vökva- myndun þar. Fram að þeim tíma hafði höfuðið stækkað um 18 cm í þvermál frá fæðingu en hefur aðeins stækkað um tvo cm síðan. Þá var gerð mikil aðgerð á Lindu þegar hún var átta mánaða gömul þar sem bakinu var lokað. Aðgerðin tókst vel og er Linda eins og hvert annað þriggja ára gamalt barn, nema hvað hún þarf aðstoð við hreyfingu. Fötl- un hennar kemur á engan hátt í veg fyrir að hún lifi eðlilegu lífi á heim- ili sínu ásamt foreldrum og tveim yngri bræðrum. Hún er indælt og greint barn sem lætur fötlun sina ekki hindra sig i leik og tekur þvf sem eðlilegum hlut að geta hvorki gengið né hlaupið eins og önnur börn, það er í lagi því svo margt annað er til sem hún getur gert. Linda fer núorðið f reglulega skoðun hjá barnalækni en ljóst þyk- ir að bati fáist ekki við fötlun henn- ar. Hún er á sérdeild fyrir fötluð börn á barnaheimilinu Vfðivöllum í Hafnarfirði þar sem Linda býr. Deildin tók til starfa í október 1977 og hefur Linda verið þar í eitt og hálft ár en börnin á deildinni eru á aldrinum tveggja til sex ára. „Góöan daginn“ Dagurinn hófst hjá Lindu þegar hún vaknaði, nuddaði stýrurnar úr augunum og bauð góðan dag. Mamma tók hana í fangið og hélt á henni fram í stofu þar sem hún var lögð á gólfið og klædd i peysu og sokkabuxur. Utanyfir sokkabux- urnar var Linda sett í spelkur, sem eru þannig gerðar að þær ná frá mitti og niður undir tær. Einnig eru spelkurnar með hreyfanlegum liða- mótum þannig að Linda getur setið f þeim og gengið með hjálp göngu- grindar. Notar hún göngugrind bæði á barnaheimilinu og heima fyrir en fyrstu spelkurnar fékk hún 18 mán- aða gömul. Voru þær án liðamóta og því á engan hátt eins þægilegar og spelkurnar sem Linda notar nú og hefur gert frá því í október sl. Eftir að mamma hafði fest spelk- urnar klæddi hún Lindu í buxur og skó. Sfðan var beðið eftir skólabíln- Stöllurnar Linda og Ásbjörg á leið til Víðivalla. Guðrúnu Svöru, fóstru, bjálpað rið að festa mynd á töfluna. um sem sækir Lindu eins og öll börnin á sérdeildinni. Deildin er starfrækt fyrir allt Reykjanesið og eru börnin sótt og keyrð heim dag- lega. Á meðan Linda beið eftir bílnum spjallaði hún við mömmu, pabba og Adda bróður sinn og lét forvitni blaðamanns og ljósmyndara ekkert á sig fá, enda fannst henni bráðsnið- ugt að sýna ókunnugum dagheimilið sitt. Þegar rútan renndi í hlað var fjölskyldan kysst bless og haldið af stað til Víðivalla. Á sérdeildinni við dagheimilið Víðivelli, sem er önnur tveggja slfkra á höfuðborgarsvæðinu, eru daglega 11 börn, flest ailan daginn. Átta starfsmenn eru á deildinni og skipta með sér fimm stöðum. Þegar Linda og skólasystkin hennar voru mætt settust allir við morgunverð- arborð en að því loknu hófst morg- unstund. Skiptist hópurinn síðan f tvennt og fór Linda með tveim öðr- um börnum í morgunstund hjá Guð- rúsu Svövu Guðmundsdóttur, fóstru. Var fyrst rifið af dagatalinu, en börnin skiptast á um það. Sfðan ræddu þau um hvaða dagur væri kominn, hver hefði verið á undan og hvaða dagur kæmi þá næst og sungu saman lag um dagana. Þá var merkt við í kladdann og fékk Guðrún Svava dyggilega aðstoð við að sjá hverjir væru mættir og hverjir ekki. Börnin spjölluðu um það sem þau gerðu eftir að skóla lauk, deginum áður, það sem þau höfðu séð, hvert þau fóru og sögðu frá þvf sem þeim Rösldega tekið tíl maUrins við morgunverðarborðið. F.t. Ásbjörg E. Kristjánsdóttir, Rut Brynjaredóttir, starfsmaður, Linda í sjúkraþjálfun hjá Báru, deildarstjóra. Tbeódóra Lind Thorarensen, Agla Bjarnadóttir, starfsmaóur, Linda Sigurðardóttir, Guðrún Halla Guðmundsdóttír, þroskaþjálfi og ísak Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.