Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 41 í gðaprert um deUdina. „Kak*n“ tilbúin úr ofninum. Lindn og Jón Þorgeir GuAbjðrnsson bfiVa á meAan skrifað er í bckur þeirra. Fötluðum börnum lítið hjálpað með vorkunnsemi Rœtt við foreldra Lindu Þegar Linda var lögst fyrir og sofnuð ræddi blm. við foreldra hennar, þau Sigrúnu Bald- vinsdóttur og Sigurð Arnórsson, en þau starfa bæði innan foreldrafélags barna með sérþarfír. Fyrst voru þau spurð hvort mikill munur væri á að annast hreyfihamlað barn eða heil- brigt og sögðu þau að uppeldi Lindu fylgdu vissulega ýmsir erfiðleikar umfram það sem gerðist með synina. Annars væru engir erfið- leikar svo miklir að þeir væru ekki yfirstíg- anlegir, foreldrar og aðstandendur mættu ekki einblína um of á fötlun barns síns og erfiðleika henni samfara. Hverju barni fylgdu of margar bjartar hliðar til þess og ekki sögðust þau geta hugsað sér heimilið án Lindu. Aðspurð sögðust þau telja það mjög æski- legt að fötluð börn væru inn á heimilum sín- um, þar sem því yrði við komið, og töldu það ómetanlegan styrk fyrir Lindu að alast upp með bræðrum sínum. Með því að fötluð börn væru hvorki látin finna til vanmáttar síns né þeim vorkennt um of, væri þeim best hjálpað. Sá tími kæmi að þau þyrft að gera sér fulla grein fyrir fötlun sini, slík uppgötvun hlyti alltaf að vera áfall og því þyrftu hreyfihöml- uð börn eins og Linda uppörvun og traust umfram vorkunn. Á þann hátt væri þeim auðveldað að standa á eigin fótum. Hvað framtið Lindu varðar sögðu þau hjón að fram til þessa hefði uppeldi hennar ekki verið svo frábrugðið uppeldi og umönnun annarra barna, að undanskildu fyrsta árinu en þá lá Linda í 9 mánuði á spítala. Vanda- mál fatlaðra barna yxu með þeim og erfiðara hefði verið að ala þau systkinin þrjú ef ekki hefði notið við ómetanlegrar aðstoðar fjöl- skyldna þeirra beggja, Sigrúnar og Sigurðar. „Linda getur verið á barnaheimilinu við Víðivelli fram til sex ára aldurs, en þá von- umst við til að aðstaða verði fyrir hana til að fara í venjulegan forskóla. Annars hugsum við sem minnst um framtíðina. Hver dagur með Lindu og drengjunum er of dýrmætur til að eyða honum í hugsanir um hluti sem ger- ast eftir mörg ár,“ sögðu þau að lokum. ve fannst markverðast. Linda taldi það merkilegast við gærdaginn að hún hafði farið til ömmu og sofnað þar. Þá dró Guðrún Svava upp spjald sem á var mynd af lambi og kind. Ræddu börnin um kindina, hvað hún segði og hvað hún gæfi af sér. Næst hófst leikfimitími og fór Linda í sjúkraþjálfun hjá Gíslnýju Báru Þórðardóttur, þroskaþjálfa, sem jafnframt er deildarstjóri sér- deildarinnar eða „Kisudeildar" eins og hún er kölluð. Linda lagðist á dýnu og Bára tók af henni spelkurn- ar. Þjálfunin sem Linda fær á hverj- um degi byggist upp á fótaæfingum ýmiskonar og fótanuddi. Eru slikar æfingar skipulagðar fyrir hvert barn sérstaklega. Linda gerði æf- ingarnar af miklum eldmóð, enda stúlkan lítt gefin fyrir uppgjöf. Að þjálfunartíma loknum var Linda sett aftur i spelkurnar og gekk hún í göngugrindinni inn á baðherbergi til að láta þvo sér. Þá léku börnin sér í frjálsum leiktíma sem oft er notaður til útiveru, en rigningin sá til þess að leikir fóru fram innandyra þennan dag. Að loknum leik hófst samverustund og fóru börnin með Guðrúnu Svövu inn í sama herbergið og Linda gerði æf- ingarnar í, settust eða lögðust á dýnur og létu fara vel um sig. Var mikið spjallað og sungið og klappað eftir hvert lag. Eftir hressilega samverustund var hádegismatur borðaður en að honum loknum var hvíldartími þar sem hver og einn lagðist undir sæng og sofnaði. Hvíldartíma lauk um kl. 14.30 og eftir að allir voru vaknaðir byrjaði tími sem skiptist í frjálsan leiktíma og talkennslustund fyrir þá sem þess þurfa. Linda lék sér í dúkku- horninu fram að kaffitíma þegar allir settust saman, borðuðu kex og drukku mjólk. Að loknum kaffitíma var frjáls leiktími og samverustund en Linda fór þá inn á almennu deildina, en á henni eru um 60 börn. Krakkarnir á „Kisudeild" fara flest í hálfa klukkustund á degi hverjum og leika sér á almennu deildinni. Þar er að finna bílahorn, smíðahorn, leskrók og heimilishorn. Linda valdi strax eldhúskrókinn i heimilishorninu og sýndi mikil tilþrif í húsmóður- störfum. Hún tók til við „bakstur”, notaði dúk sem deig, setti i form og stakk inn ( ofn. Beið siðan þar til kakan var tilbúin. Bakstrinum lauk um það leyti sem ávaxtatfmi var að hefjast á sérdeildinni svo Linda fór inn, beið og borðaði epli á meðan fóstrurnar skrifuðu f bækur barnanna. Sá hátt- ur er hafður á, til að sem best tengsl séu á milli foreldra og starfsmanna sérdeildarinnar, að börnin koma á hverjum degi með stílabækur sem í eru skrifuð skilaboð og annað sem tengist hverju barni. Þegar búið var að skrifa f bók Lindu og setja á hana heimferðar- bleiu fór hún heim með mömmu. Komu þær mæðgur við f verslun á leiðinni og fannst Lindu búðarferðin hreint ævintýri. Þegar heim kom lék Linda sér við bræður sfna, þá Arnór, sem er eins og hálfs árs, og Harald, sem er þriggja mánaða gamall. Sfð- an sagði hún pabba og mömmu frá því sem gerst hafði á barnaheimil- inu. Eftir kvöldverð fór pabbi með Lindu inn f svefnherbergi, klæddi hana f náttföt og tók úr spelkunum og þegar fjölskyldan hafði verið kysst góða nótt lagðist þreytt þriggja ára gömul stúlka á koddann sinn og sofnaði vært. ViðbarAir dagsins ræddir viA kvtfldverAarborAiA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.