Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JtJLl 1983 Morgunbladið/Steinar Garðarsson. Fingurbjðrg er sérkennilegt fjall sem tilheyrir Mávabyggðum og er helsti áningarstaður f jöklaferðunum. Jöklaferdir fyrir unga sem aldna JÖKLA-og háfjallahéruð íslands hafa eflaust eggjað margan ferðamann- inn til klifurs, en flestir hafa látið sérþjálfuðum fjailgöngugörpum eftir að reika um vafasöm en falleg öræfin. Nú gefst hins vegar hinum almenna ferðamanni tækifæri á að heimsækja sjálfan konung íslenskra jökla, Vatnajökul, í fylgd með reyndum mönnum. Það er fyrirtækið Jöklaferðir hf. á Höfn í Hornafirði sem skipuleggur ferðir á jökulinn, mislangar eftir óskum, og þarf lítið annað en venjulegan útilegubúnað í styttri ferðirnar. landinu, og þaðan er eitt stór- kostlegasta útsýni sem gefur að líta á okkar mikilfengna landi. Af Snæbreið sást yfir stóran hluta Vatnajökuls, Hvannadals- hnjúk og snævi prýdd fjöll. Mið- nætursólin dofnaði smám saman og hvarf að lokum, en skaut upp rauðum kolli sínum skömmu seinna. Nýr dagur risinn eftir stutta nótt. Ferð lík þessari tekur 16—18 klst., en í spjalli við þá félaga hjá Jöklaferðum, kom fram að Blaðamanni Mbl. var boðið í eina jökulför með aðstandendum Jöklaferða fyrir skömmu og var lagt upp í blíðskaparveðri frá Reykjavík með Flugleiðum, en Flugleiðir bjóða einmitt sér- fargjöld fyrir þá sem hafa í huga að fara í samskonar ferðir. Á Höfn tók Gísli Geir Sigur- jónsson, einn frammámanna Jöklaferða, á móti jöklaförum og var þá haldið áleiðis að Breiða- merkurjökli, en rétt austan við Breiðalón er ekið upp á jökulinn. Er upp var komið, beið þar snjó- bíll sem notaður er til ferða um snæbreiður Vatnajökuls. Við snjóbílinn voru mættir hinir tveir aðstandendur Jöklaferða, þeir Gísli Hjálmarsson og Guð- laugur Vilhjálmsson auk Ijós- myndara Mbl. á Höfn, Steinars Garðarssonar. Aftan í snjóbílinn voru festar tvær þotur og reipi til að draga skíðamenn og að sögn Gíslanna beggja og Guð- laugs, er alveg tilvalið að fólk taki skíðin með og láti draga sig upp breiðurnar með snjóbílnum, en bruni síðan niður endalausar brekkurnar. Fyrsti áningarstaðurinn var við Fingurbjörg, sem er lítið fjall í stórum fjallaklasa er nefnist Mávabyggðir. Fingur- björg og Mávabyggðir eru helstu áningarstaðirnir í styttri ferð- unum, en í kynningarferðinni var aftur á móti haldið enn lengra, eða upp á Öræfajökul. Ferðinni linnti ekki fyrr en upp á Snæbreið, öðrum hæsta tindi á .. og stuttu seinna reis sólin á ný eftir stutU nétt yfirleitt færu þeir einungis með fólk upp að Mávabyggðum, enda væri ágætt útsýni þaðan og nægði það flestum. Gíslarnir og Guðlaugur höfðu eytt mörgum stundum á jöklin- um áður en þeir ákváðu að stofna fyrirtæki um jöklaferðir fyrir aðra. Upphaflega voru þeir fjórir með fyrirtækið, en sá fjórði, Jóhann Magnússon, er nú hættur. Ástæðuna fyrir stofnun fyrirtækisins sögðu þeir vera þá að leyfa öðrum að njóta fegurð- arinnar sem jökullinn býr yfir. Þeir réðust í kaup á snjóbíl sem hefur kostað þá um eina milljón króna að fullgera, en bíllinn var upphaflega snjótroðari. Þeir hafa einnig í sinni þjónustu rútu sem tekur jafn marga farþega og snjóbíllinn, eða tólf manns, og í henni flytja þeir jöklafara frá Höfn eða Skaftafelli að jöklin- um, en þessa tvo staði hafa þeir hugsað sér sem upphafsstaði jöklaferðanna. Guðlaugur sagði að þetta ár yrði eins konar prófsteinn fyrir fyrirtækið, en ýmsar tillögur og hugmyndir eru í deiglunni fyrir næsta ár, s.s. skáli upp við Mávabyggðir og jafnvel samn- ingur við fyrirtæki í Reykjavík um leigu á skíðum og öðrum út- búnaði fyrir ferðalanga á jöklin- um. Lengd ferðanna sem Jökla- ferðir hf. bjóða upp á fer eftir óskum farþeganna, en stystu ferðirnar eru u.þ.b. 5 klst., þar af 2 á jökli, enda er þá ekki farið nema rétt upp á jökulinn. Slik ferð kæmi til með að kosta um 1300 krónur, en ferðir upp á ör- æfajökul rúmlega 2000 krónur. Engan sérstakan útbúnað sögðu þeir félagar að þyrfti í styttri ferðirnar, nema venjulegan úti- legubúnað, en ef fólk vill dvelja lengur á jöklinum er vissara að útbúa sig vel. Með í þessari kynningarferð var Jóhann D. Jónsson, sölu- stjóri innanlandsflugs Flugleiða, og sagði hann möguleika á að sameina í einn „pakka“ t.d. svona jöklaferð og flugferð og fengist þá heildarferðin á hag- stæðari kjörum. Ef keypt er önn- ur ferðaþjónusta á áfangastað samtímis flugfarseðli, sagði Jó- hann að Flugleiðir byðu veruleg- an afslátt af flugferðum, enda væri á þennan hátt auðvelt og ódýrt að sameina flug, skoðunar- ferðir, hótelgistingu og bíla- leigubíl á áfangastað. „Jöklaferðir eru fyrir fólk á öllum aldri,“ sögðu félagarnir á Höfn, enda voru þeir þá nýbúnir að fara með hóp af öldruðum Frökkum á jökulinn, og hafði allt gengið að óskum. Jökullinn er hættulegur óvönum yfirferðar þar sem hann er síbreytilegur og óútreiknanlegur og fara verður um hann með fyllstu varkárni. Félagarnir þrír hjá Jöklaferðum hf. sögðust sneiða hjá hættu- svæðum og þeir gerþekktu þau svæði sem þeir ferðast um og þess vegna væru jöklaferðir ekki eins hættulegar og margir halda, enda ætla þeir sér að drepa nið- ur „grýluímyndina" sem lengi hefur loðað við konung Vatna- jökul. Besta sólbaðié fæst með því að láta snjóbflinn draga sig um jökulinn, annaðhvort á skíðum eða á litlum þotum. Hvannadalshnjúknr séður ofan af Snæbreið, ððrnm hæsta tlndi íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.