Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 47 Líka úr „Casanova". ViA matarborðið í „Amarcord". Susanne Nielsen, hin danska, í Casanova. Claudia Cardinale f ,,8'/i“. Andlit Fellinis Federico Fellini strauk ungur, varla eldri en sjö ára, úr heimavist- arskóla og elti ferðasirkus í nokkra daga, þar til honum var skilaö aftur til foreldra sinna. Atvikiö setti mark sitt á drenginn unga og sirkusinn varð honum varanleg ástríöa og brunnur andagiftar í verk- um hans seinna, sem kvikmyndaleikstjóra. Staöreyndir um bernsku Fellinis liggja ekki á lausu. Þær eru ruglandi og mótsagnakenndar þar sem þær hafa tekiö talsveröum breytingum í gegnum tíðina, allt eftir því hvernig Fellini hefur kosiö aö segja frá í þaö og þaö skiptiö. Fjölskylda hans tilheyröi millistétt á ítalíu, bjó á Rimini, og faöir hans ferðaöist um og seldi konfekt, lyf og kaffi. Hann vildi aö sonur sinn yröi lögfræöingur. í skóla haföi Fellini ekki áhuga á ööru en teikningu. Lögfræöingur varö hann aldrei. Þaö er margt sem rætt hefur veriö og ritaö um leikstjórann Fellini á litríkum ferli hans. Nú síöast kom út bókin „Fellinis Faces“ í útlandinu. í henni eru 418 Ijósmyndir af manninum og úr verkum hans en formálsorð skrifar þekktur breskur sálfræöingur, R.D. Laing, og segir hann þar m.a.: „Fellini hlífir okkur viö augum hinna dauöu, viö hinu vitfirringslega, hinum hungruðu, hlífir okkur viö hinum glöt- uöu og hinu viðbjóðslega og klámfengna. Undirtónninn í myndum hans er hlýlegur en aldrei lítilfjörlegur, aldrei eftirlátur eöa ónákvæm- ur. Aðeins af því stíll hans er undir ströngum aga, heillandi og umhyggjusamlega íhugaöur, kemst hann af.“ Má vera aö einhver sé á annarri skoöun, en hér fylgja nokkur sýnishorn úr myndabókinni um Fellini. í Baðgestur í „Amarcord“. * * JL H I sL ítalski leikstjórinn, Federico Fellini, leiðbeinir við gerð mvndarinnar, ,,8'/2“. Úr „Kvennabærinn“. Donald Sutherland í „Casanova" til hægri á myndinni. Donald er Bowie og Deneuve f hrollvekjunni The Hunger (bls 8). og mun vera fjórða ruglfilma þeirra félaga. Og þá er von á þriðju Jaws myndinni. Verður hún í þrívídd. Hvað annað? ★ ★★ • Af öðrum myndum, sem gera feikilukku vestanhafs um þessar mundir má nefna WarGames, The Man With Two Brains, með Steve Martin, Blue Thunder, gerð af John Landis; endurgerð Schraeders á Breathleas Godards, sem kvikmyndaunn- endur á mínum aldri (og eldri), ættu að minnast úr „Firðinum", meðan hann var háborg kvik- myndalistarinnar á fslandi. ★★★ • Af eldri myndum sem enn ganga við góða aðsókn má nefna Flashdance, þar sem ung stúlka, Beals að nafni, dansar af þvílík- um eldmóði að diskópíur verða grænar af öfund. Þá er fTootsie enn á blaði, svo og Gandhi, Betra- yal, (einnig með Kingsley), Sophi- e’s Choice, An Officer and a Gentleman og E.T. er ekki dauð úr öllum æðum. • í annarri mikilli kvikmynda- borg, London, er Return of the Jedi lang-vinsælust, en á hæla hennar kemur Octopussy, Bond er lífseigur hjá Bretum; áströlsk mynd með Sigourney Weaver og Bryan Brown, The Year of Living Dangerously, leikstýrð af Peter Weir; Gandhi, An Officer and a Gentleman, og tvær Breskar myndir, Heat and Dust og Local Hero' ★★★ • í París flykkjast mennn á nýj- ustu mynd Jean Beckers, One Deadly Summer, sem vakti tals- verða athygli á Cannes í vor. ★★★ • 1 Rómu er það kunningi okk- ar, Tootsie, sem hefur töglin og hagldirnar ásamt Sophie’s Choice; sömu sögu er að segja frá Ástralíu og Japan. ★★★ • í ljósi hinna miklu vinsælda „sumarmyndanna" hafa bandar- iskir kvikmyndaframleiðendur nú lagt fram stórkostlegri áætl- un fyrir næsta ár en um langt tímabil og er á henni að finna einmitt margar rándýrar mynd- ir og forvitnilegar. Verða þær kynntar á næstu opnu. ★ ★★ Þeir ætla seint að hætta að gera Tarzanmyndir. Um þessar mundir er í vinnslu enn ein apamyndin, Greystoke: The Legend of the Apes og á James nokkur Fox að leika hetjuna. S.V. Bréf Agæta kvikmyndasíða. Ég þakka skýr og greinargóð svör við síðasta bréfi mínu og enn langar mig að angra þig ofurlítið. Mig fýsir að vita hvort, (og þá hvenær), eftirtaldar myndir eru væntanlegar til sýn- ingar hérlendis: 1. Jinxed. (Aðalhlutverk Bette Midler). 2. Kvikmynd með Barbara Streisand og Gene Hackman í aðalhlutverkum, sem mig minnir að heiti All Night Long, eða eitthvað í þeim dúr. Lík- lega gerð 1981. 3. Poltergeist, eftir Steven Spiel- berg. 4. Ný kvikmynd með David Bowie í aðalhlutverki, þar sem hann eldist um ein 200 ár. Nafn myndarinnar man ég ekki. (The Hunger, eða eitt- hvað slíkt?) 5. The VerdicL Aðalhlutverk Paul Newman. 6. Let’s Spend the Night Together. Splunkuný mynd með Rolling Stones, frumsýnd í Banda- ríkjunum nú nýverið. Ætli við látum ekki þetta duga. Vonandi getur kvikmynda- síðan eitthvað aðstoðað þennan einlæga kvikmyndaaðdáanda, sem á erfitt með að bíða eftir góðum myndum. Með þakklæti og kveðju, Norðlendingur. Svar: Ég vil í upphafi taka það skýrt fram að lesendur „angra" okkur síður en svo með skrifum sínum. Aftur á móti viljum við sem mest frá ykkur heyra. Þá vil ég biðja „Norðlending" afsökunar á þeim drætti sem orðið hefur á birtingu þessa svars. 1. Jinxed, er frá MGM/UA, og verður hún á næsta samningi sem Tónabíó mun gera í haust við UA. Verður því að öllum líkindum frumsýnd þar innan árs. 2. All Night Long, var eitt af meiriháttar kvikmyndalegum mistökum síðasta árs, en mun þó væntanlega skjóta upp kollinum í Austurbæjarbíó, þar sem myndin er frá Warn- er Bros. Það er rétt að þau Streisand og Hackman fara mað aðalhlutverkin. Sagt er að sú fyrrnefnda svo gott sem eyðileggi myndina en Hack- man karlinn þykir góður. 3. Kvikmyndin Poltergeist er ekki gerð af Spielberg, heldur Tobe Hooper. Áhöld eru hinsvegar um hversu mikinn þátt Spielberg á leikstjórnar- lega í myndinni, sem hann hinsvegar framleiddi og átti hugmyndina að. Nú, þessi vinsæla mynd verður sýnd seinna á árinu í Nýja Bíó, þar sem hún er frá MGM armi UA/MGM samsteypunnar. 4. The Hunger var frumsýnd fyrir skemmstu vestan hafs og er, að því ég best veit frá MGM, Nýja Bíós-mynd. Ásamt Bowie fara Catherine Denevue og Susana Sarandon með aðalhlutverk. Leikstjóri er Tony Scott. 5. The Verdict er frá 20th Cent- ury—Fox og verður sýnd í Nýja Bíó mjög fljótlega. 6. Þessi tónleikamynd Rolling Stones verður ein af sumar- myndum Regnbogans. Sæbjörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.