Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 1
r v 48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI IHT^IíW^IllM^ 155. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1983 Prentsraiðja Morgunbladsins Fiskveiðideilan enn óleyst í EBE Briissel, 11. júlí. AP. EKKERT SAMKOMULAG hafði náðst í kvöld á fundi ráðherranefndar Efnahagsbandalags Evrópu um sameiginlega stefnu í fiskveiðimálum. Stendur aðaldeilan um skiptingu aflakvótans milli aðildarlanda EBE og þá fyrst og fremst á peirri sfld, sem heimilt verður að veiða innan EBE á þessu ári. Fundinum verður haldið áfram á morgun, en hann fer fram í Briissel f Belgíu. koma í veg fyrir viðbótarveiðiheim- ild handa Norðmönnum og gera það að skilyrði, að aðildarlönd EBE, sem eru 10, nái fyrst sam- komulagi um það sín á milli, hvern- ig þau skipti innbyrðis þeim 115.000 tonnum af síld, sem heimilt verður að veiða á þessu ári. Vonir stóðu til, að samkomulag næðist um veiðiheimild handa Norðmönnum, sem nema skyldi 31.000 tonnum á þessu ári á veiði- svæðum, sem tilheyra EBE. Til þessa hafa Norðmenn aðeins fengið 3.500 tonna veiðiheimild til bráða- birgða og það magn eru þeir þegar búnir að veiða. Það eru Danir, sem Pólska þingið kallað saman Verður herlögum atlétt bráðlega? V»rsj», ll.júlí AP. 1'OlXk A þingið kemur saman innan tveggja vikna til þess að fjalla um Josef Glemp kardináli kom í ga»r heim til Póllands eftir 11 daga dvöl í Páfagarði. herlögin í landinu. Skýrði Piotr Stef- anski, forseti þingsins, frá þessu í pólska sjónvarpinu í kvöld. Tilkynn- ing þessi er talin fyrirboði þess, að herlög verði afnumin innan skamms f Póllandi að formi til, hugsanlega fyrir lok þessa mánaðar. Er talið líklegt, að þingið komi saman rétt fyrir 22. júlí nk. í þessu skyni, en þá er þjóðhátíð- ardagur Pólverja. Jozef Glemp kardínáli, sem í dag sneri heim til Póllands eftir 11 daga heimsókn til Páfagarðs, sagði í dag, að hann gerði sér vonir um, að her- lögum verði aflétt fyrir 22. júlí. Þá gaf hann einnig í skyn, að sumir af þeim félögum Samstöðu, sem hlotið hafa fangelsisdóma, kunni að verða náðaðir í kjölfar afnáms herlaga í landinu. Þrátt fyrir það, að herlögum hafi verið aflétt að nokkru í Póllandi í desember sl., þá hafa stjórnvöld þar enn vald til þess að taka verksmiðj- ur í landinu beint undir sína stjórn, handtaka fólk fyrir brot á tilskip- unum stjórnarinnar og ráða yfir stofnunum þjoðfélagsins annað hvort með því að leggja þær niður eða setja þær beint undir yfirstjórn stjórnarinnar. Meistaraleg dýfa „Stórkostleg sjón að sjá krakkana í spranginu," segir ljósmyndari Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum, Sigurgeir Jónasson, í bréfi með þessari mynd, sem hann tók fyrir skemmstu í Eyjum. Þetta er Elísabet Benónýsdóttir, sonardóttir Binna í Gröf, sem þarna tekur meistaralega dýfu. Ecuador: U9 fórust í flug- slysi Quilo, Ecuador, 12. jiih. AP. FARÞEGAÞOTA frá Ecuador fórst er hún rakst á fjall í Andesfjölhim, rétt áður hún átti að lenda á flugvelli við borgina Cuenca. Allir fórust sem með henni voru en það voru 119 manns. Þotan var af gerðinni Boeing-737 og var í eigu TAME- flugfélagsins í Ecuador, sem rfkið rekur. Með henni voru 112 farþegar, þar af eitt barn og 7 manna áhöfn. Utvarpið í Cuenca skýrði svo fra, að sprenging hefði orðið í þotunni, áður en hún lenti á fjallinu. Eduardo Duran, yfirflugmála- stjóri Ecuadors, hefur sagt, að alls ekki sé útilokað, að þarna hafi ver- ið um skemmdarverk að ræða. Lík þeirra, sem fórust, lágu dreifð á um 500 metra svæði og er miklum erfiðleikum bundið að gera sér grein fyrir, af hverjum þau eru, sökum þess hve þau eru illa brennd. Flugvélin var í farþega- flugi frá Quito til Cuenca, er slysiö varð og flestir þeirra, sem voru með henni, voru frá Ecuador. Enn kreppt að Arafat í Sýrlandi: Helzti aðstoðarmað- ur hans handtekinn Tripoli, Líbanon, II. júlf. AP. PERSÓNULEGUR aðstoðarmaður Yasser Arafats, leiðtoga Frelsisfylk- ingar Palestínu-Araba (PLO), hefur verið handtekinn í Sýrlandi. Skýrði talsmaður PLO frá þessu í dag. Maðurinn, sem heitir Mohammed Ævintýralegur flótti til Svíþjóðar: Stökk fyrir borð af pólsku skipi og synti til lands Stokkhólmi, ll.júlí. AP. SÆNSKA LÖGREGLAN hefur handtekið skipstjórann á pólskum bát fyrir að hafa skotið með blysbyssu á einn úr áhöfn bátsins, sem flýði til Svíþjóðar með því að stökkva fvrir borð og synda til lands. Gerðist þetta við suðausturströnd Svfþjóðar á sunnudag. Skipstjórinn verður nú að svara til saka fyrir rétti í Svíþjóð ákærður fyrir líkamsárás, en hann skaut „fimm til átta sinnum" á landa sinn, Andrjez Dsuz, er sá síðarnefndi synti til lands. Sænskt varðskip sigldi síðan í veg fyrir bátinn og færði hann til hafnar í Kalmar. Pólski báturinn var á skemmtisiglingu um 600 metra fyrir utan strönd Svíþjóðar, er Dsuz stökk fyrir borð. Hið eina, sem hann hafði meðferðis, var poki með fáeinum persónulegum munum, vegabréfi og svolitlu af vestrænum gjaldeyri. Síðan synti Dsuz eins hratt og hann frekast gat til lands, en skip- stjórinn hrópaði á eftir honum að snúa við og hóf síðan að skjóta á hann með blysbyssu bátsins. Skýrði Dsuz sænsku lögreglunni frá því, þegar í land var komið, að tvö blys hefðu lent í poka sínum. „Þetta atvik hlýtur að teljast mjög alvarlegt," sagði Lars Jonsson yfirlögreglumaður í Kalmar. „Að mínu mati hefðu þessi skot getað valdið alvarleg- um meiðslum. Skipstjórinn hef- ur gerzt sekur um glæp innan sænskrar lögsögu og svo kann að fara, að hann verði sóttur til saka í Svíþjóð. Pólskum yfir- völdum hefur þegar verið skýrt frá handtöku mannsins." Lögreglan í Kalmar hefur þeg- ar lokið fyrstu yfirheyrslum yfir flóttamanninum. Hefur hann skýrt svo frá, að hann eigi konu og son heima í PóIIandi. Hann var rekinn úr starfi sínu sem rafmagnsverkfræðingur í Bytom í Suður-Póllandi 7. janúar 1982, aðeins nokkrum vikum eftir að herlögum var komið á þar í landi. Ástæðan fyrir brott- rekstrinum var sú, að hann var virkur félagi í Samstöðu, sam- tökum óháðu verkalýðsfélag- anna í Póllandi, og síðan gat hann aðeins fengið vinnu sem ófaglærður verkamaður. Dsuz kvaðst hafa í hyggju að fá hæli sem pólitískur flótta- maður í Ástralíu, þar sem hann gerði sér vonir um að fá starf í sinni grein þar. Hins vegar kæmi vel til greina, að hann settist að í Svíþjóð, ef hann fengi þar viðunandi starf. Allar líkur eru taldar á, að hann hljóti þar hæli sem flóttamaður eins og þúsundir annarra Pólverja, sem þangað hafa flúið i kjö'.i'ar her- laganna 13. desemhi'r 1981 og at- lögunnar gegn Samstöðu. Al Ameri, en er kunnur undir nafn- inu Abu Amer, var eini persónulegi trúnaðarmaður Arafats, sem eftir var í Sýrlandi. Hann var tekinn fast- ur, er hann var á leið frá Tripoli í Líbanon til Damaskus, hófuðborgar Sýrlands. „Hann er í fangelsi og við vitum ekkert um afdrif hans að öðru leyti," sagði talsmaður Arafats í kvöld. Um 2000 palestínskar konur fóru í dag í hópgöngu um götur flóttamannabúðanna í Beddawi í grennd við Tripoli til stuðnings Arafat og fordæmdu öll innbyrðis- átök milli Palestínu-Araba. Hróp- uðu þær óspart ókvæðisorð um Hafez Assad Sýrlandsforseta og bölvun og dauða yfir Moammar Khadafy, leiðtoga Líbýumanna. Hvarvetna í búðunum mátti sjá svarta fána, sem héngu í gluggum og á svölum og áttu að sýna andúð á þeim bardögum, sem staðið hafa innan PLO að undanförnu. Drúsar héldu i dag uppi ákafri fallbyssuskothríð á þjóðveginn norðan við Beirút og munu tveir menn, sem voru þar á ferð í bif- reið, hafa beðið bana og aðrir tveir særst alvarlega. Walid Jumblatt, leiðtogi Drúsa, lýsti því yfir í dag, að hermenn hans muni „aldrei hætta að berjast" gegn her Líban- ons, ef herinn sækir inn í miðhá- lendi landsins til þess að taka þar við af her ísraels. Þessi fjöll hafa um aldir verið virki Drúsa í Líb- anon, sem eru um 200.000 talsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.