Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1983 19 Bíður dauðans • Jimmy Lee Grey bíður þess nú að heyra hvort hæstiréttur muni ákveða að láta aftöku hans fara fram þrátt fyrir allt, en henni var frestað fyrir nokkrum árum og Grey hefur síðan verið í haldi í hinni svokölluðu „dauðaröð", eða Death Row eins og deildin er kölluð vestra. Grey var sekur fundinn um að hafa rænt, nauðgað og síðan myrt 3ja ára telpu. Slmamynd-AP Skyndifundur Agca og blaðamanna var „slys“ Rómarborg, 10. júlí. AP. VIÐBRÖGÐ við yfirlýsingum tyrkneska hryðjuverkamannsins Mehmet Ali Agca um að sovéska leynilögreglan KGB hafi skipulagt tilræði sitt við Pál páfa hafa verið með ýmsu móti og margar spurn- ingar hafa vaknað. Mikið hefur verið fjallað um hinn óvænta skyndifund Agca og fréttamannanna. komið hefur fram að fundurinn braut í bága við lög og reglur á Ítalíu og talið að ýmsir embættismenn sem hlut áttu að máli fái alvarlegar ávítur, eða verði hreinlega rekn- ir. Lögreglustjóri sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði að fundurinn hefði verið slys, lög- reglan hefði neyðst til að flytja Agca á milli staða vegna yfir- heyrslu um ránið á 15 ára stúlku, en meintir ræningjar hennar hafa sett það skilyrði fyrir vel- ferð hennar, að Agca verði sleppt úr haldi. Þegar verið var að flytja Agca til yfirheyrslu, sáu blaðamenn hann óvart og fór þá allt í bál og brand. „Þetta var Kosningastjórar Carters: Fréttu af bókinni í höndum Reagans Washington, 10. júlí. AP. STÓRBLAÐIÐ Washington Times greindi frá því á sunnudaginn, að kosningastjórar Jimmy Carters Stone hitti ekki skæru- liðaforingja ■San Salvsdor, El Salvador, 1«. júlí. AP. RICHARD Stone, sérlegur sendi- fulltrúi Ronalds Reagan Bandarfkja- forseta í Mið-Ameríku, kom til San Salvador á sunnudaginn eftir að hafa rætt við ráðamenn í Costa Rica. Ekkert varð úr að Stone ræddi við vinstri sinn- aða skæruliðaforingja í Costa Rica eins og margir höfðu reiknað með. Talsmenn skæruliða lýstu á sunnudaginn yfir vonbrigðum sínum með að ekkert hefði orðið úr fundin- um. Sögðu þeir í tilkynningu, sem þeir sendu frá sér, að „áróðursand- rúmsloftið" sem loftið var orðið þrungið af hafi eyðilagt allt saman. „Við óskuðum eftir leynifundi, en ýmsir ætluðu að gera blaðamat úr honum,“ stóð í orðsendingu sem und- irrituð var af æðstu foringjum skæruliðanna. hefðu haft af því spurnir að Ronald Reagan hefði undir höndum afrit af málflutningsbók hans og ætlaði sér að nota hana í eigin þágu. Segir blaðið að Timothy Smith, kosninga- stjóra Carters, hafa fengið fréttina frá aðstoðarmanni sínum Caroll Darr, en góðkunningi hans, Charl- es Crawford, starfaði á kosn- ingaskrifstofu Ronald Reagans. Blaðafregnin segir Smith hafa fundist svo ótrúlegt að Reagan hefði bókina í fórum sínum, að hann hlustaði ekki á það sem að- stoðarmaður hans var að reyna að segja honum. Aðhafðist hann því ekkert. Richard Allen, einn af yfir- mönnum kosningabaráttunnar hjá Reagan sagði rannsókna- Naut stang- aði Svía Pamplona, Spáni, Ið. jttlí. AP. SÆNSKUR ferðamaður slasaðist illa er gríðarstórt naut hljóp hann niður og traðkaði á. Atvikið átti sér stað á götum Pamplona meðan hinn árvissi við- burður sem kallaður er „nautahlaup- ið“ átti sér stað. Fyrirbæri þetta er hápunkturinn á vikulöngum hátíð- arhöldum, þá er mikið drukkið og nautaat stundað af kappi. Nauta- hlaupið er svo þegar heilli hjörð nauta er smalað út á þröngar götur borgarinnar og þau æða þar fram og til baka. Kappsfullir nautabanar ögra gjarnan nautunum og hafa margir fengið að súpa seyðið af því. Hátíðir þessar hófust árið 1591, en dauðsföll hafa síðan verið 52, auk þess sem slasaðir skipta orðið þús- undum. Enginn lét lífið að þessu sinni, en Svíinn sem um ræðir hlaut slæmt fótbrot og innvortis meiðsli. Þrír Spánverjar slösuðust lítillega. Veður víða um heim Akureyri 10 þoka í grannd Amaterdam 31 heiftskírl Aþena 32 heiftskírt Berlín 32 heióskírt Brusael 28 heiðskírt Chicago 31 heióskirt Dublin 21 heiðskírl Feneyjar 31 hálfskýjað Frankfurt 32 heiðskírt Fnreyjar 12 þoka Genf 31 heíðskírt Helainki 31 heiðsktrt Hong Kong 31 heiðskirt Jerúaalem 33 heiðskírt Jóhannesarborg 18 heiðakirt Kaupmannahöfn 30 heiðskírt Kairó 39 heiðskírt Laa Palmas 24 lóttskýjað Lissabon 25 skýjað London 29 heiðskírt Los Angeles 36 heiðskírt Madríd 34 heiðskírt Miami 30 skýjað Moskva 23 heiðskírt New York 27 heiðskírt Osló 29 heiðskírt París 32 heiðskírt Peking 32 skýjað Perth 13 haiðskírt Reykjavfk 9 alskýjað Rio de Janeíro 36 heiðskírt Róm 33 heiðskírt San Francisco 31 heiðskírt Stokkhólmur 27 heiðskírt ekki blaðamannafundur, þetta stafaði eingöngu af mistökum, var slys," sagði umræddur lög- reglumaður. Viðbrögð sovésku fréttastof- unnar Tass þóttu forvitnileg. Sagði fréttastofan að yfirlýs- ingar Agca væru raklaus þvætt- ingur. Að svo mæltu fjallaði Tass eingöngu um lúalegan frétta- flutning vestrænna blaðamanna af fundinum en tók ekki nánar fyrir sakagiftir þær en Agca bar fram á hendur KGB. Fjölkvænis- maður dæmdur London, II. júlí. AP. FRED MONKHOUSE, 34 ára gamall atvinnulaus fyrrverandi bílasali í London fékk árs fangelsisdóm, skilorðsbundinn, fyrir fjölkvæni. Monkhouse hefur gengið sex sinnum í hjónaband á síðustu tólf árum og tvívegis láðist honum að skilja við fyrrverandi konur, af því að honum lá svo mikið á að komast í nýja hjónasæng. Saksóknarinn í máli Monkhouse sagði, að óvenjulegt væri að kynnast manni sem væri jafn hliðhollur og jákvæður gagnvart hjónabandi og Monkhouse. Samkvæmt frásögn Daily Mail bar fall Monkhouse að á þann veg, að nágrannar kvöddu lög- reglu á vettvang vegna hávaða og ærsla í íbúð í Totting í Suð- ur-London. Þegar lögreglan kom á vettvang voru tvær fyrrver- andi eiginkonur Monkhouse að berja hann til óbóta. Monkhouse staðhæfir að öll hjónabönd sín hafi verið einkar farsæl — framan af. Þó sé ein giftingarathöfnin liðin honum úr minni og þegar hann var innt- ur nánar eftir því taldi hann þá skýringu hugsanlega að hann hefði verið undir fullmiklum áhrifum áfengis. nefnd á laugardaginn að hann hefði vitað mæta vel að Reagan hefði undir höndum hina marg- umtöluðu bók Carters. Sagði All- en að þar með hefði hallað á Carter og í sjálfu sér hefði það verið ósanngjarnt og rangt. Ekki kvaðst Allen þó hafa séð ástæðu til að skila bókinni. Hann kvaðst ennfremur aldrei hafa séð bókina sjálfur þó tilvist hennar hafi ver- ið örugg og hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um hvað orð- ið hefði af afriti Reagans. Þá sagði hann að lokum að hann hefði aldrei rætt sjálfur við þann aðila sem kom bókinni á fram- færi við kosningavél Reagans, þó sér væri fullkunnugt um hvað viðkomandi héti. Allen sagði jafnframt, að ef hann hefði sjálfur fengið gögnin í hendurnar hefði hann trúlega skilað þeim eða falið öðrum að gera það og hann hefði flökrað við er hann frétti af því að Reag- an hefði aðgang að bókinni. „Eg er ekki að segja að Reagan hafi vitað af bókinni, ég tel að ef svo hefði verið, hefði hann ekki fært sér það í nyt, það hefði strítt gegn hans innræti," sagði Allen. Skápurinn seldur á uppboði í London. Erfingi keypti Lúðvíks-skápinn lyondon, 11. júlí. AP. TILKYNNT hefur verið í London að Seward Johnson, ekkja eiganda Johnsons-smábarnavaranna, (barna- púðurs, sjampós og fleiri vara sem eru heimsþekktar) hefði keypt skáp þann sem seldur var hjá Sotheby í London á dögunum fyrir um 900 þúsund sterlingspund og er í Lúð- víks XVI-stfl. Seward Johnson sagði að eigin- maður hennar, sem lézt í fyrra ná- lægt níræðu, hefði alltaf haft áhuga á að eignast fagra listmuni. Hins vegar hefði hann ekki haft löngun í sér né vit til að kaupa ósvikinn varning og fagra muni fyrr en þau hefðu gifzt, en hún er listfræðingur frá Póllandi. Ekki er vitað til að nokkru sinni hafi verið greidd jafn há upphæð fyrir hús- gagn. Chile: Forystumenn Kristilegra demókrata handteknir SantiaKo, ('hile, II. júlí. AP. DÓMARI í Santiago í Chile yfirheyrði um helgina formann og tvo aðra forystumenn kristilega demókrataflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokks- ins f landinu í fangelsi og eru þeir grunaðir um að hafa staðið að því að skipuleggja mótmæli gegn stjórn Pinochets. Hópur stuöningsmanna hinna handteknu safnaðist saman við dómshúsið og hrópaði hástöfum „frelsi, frelsi" þegar lögreglan kom með mennina út og ýtti þeim upp í brynvarinn lögreglubfl. Yfirheyrslur stóðu í hátt á sjötta klukkutíma. Að beiðni stjórnárinnar hafði dómarinn kvatt á vettvang Gabri- el Valdes formann flokksins, rit- ara hans Jose Degregorio og fyrrverandi þingmann Jorge Lav- andero til að yfirheyra þá eftir að tveir ungir menn úr flokki kristi- legra demókrata höfðu verið handteknir fyrir nokkrum dögum. Ungu mennirnir voru að sækja dreifirit í prentun, þar sem þeir hvöttu Chíle-búa til að taka þátt í friðsömum mótmælaaðgerðum í landinu á morgun, þriðjudag, sem beinast gegn stjórn Pinochet. Eft- ir yfirheyrslurnar lýsti dómarinn því yfir að mönnunum yrði haldið í fimm daga unz ákvörðun yrði tekin um hvort kæra yrði borin fram á hendur þeim. Forysta kristilega demókrataflokksins hafði að sögn AP ekki tekið beinan þátt í að skipuleggja mótmælaað- gerðirnar á morgun, en skorað á þá að fara ekki í verzlanir og lemja saman potthlemmum í tvær klukkustundir á þriðjudagskvöld. Aftur á móti hafa ungliðar í flokknum og vinstrisinnar hvatt til róttækari aðgerða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.