Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLl 1983 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1983 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Eyðsla um efni jóðhagsstofnun hefur ný- lega gefið út endurskoð- aða þjóðhagsspá fyrir árið 1983. Hún sýnir enn svo ekki verður um villst hve ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen hafði stýrt þjóðarskútunni inn á hættulega leið á síðasta ári, þegar eyðsla var orðin langt um efni fram. Að mati Þjóð- hagsstofnunar hafa erlendar skuldir þjóðarinnar og greiðslubyrði þeirra vegna náð þeim mörkum „að ekki virðist ráðlegt að halda lengur áfram á þeirri braut að jafna veru- legan viðskiptahalla með er- lendu lánsfé, nema á móti standi framkvæmdir, sem ótvírætt munu bæta stöðu þjóðarbúsins út á við á næstu árum,“ segir í lokaorðum hinnar nýendurskoðuðu þjóð- hagsspár. Þessi orð verða ekki skýrð nema sem gagnrýni á stefnu ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen sem frestaði því einmitt að gera ráðstafanir til að stemma stigu við eyðslu umfram efni með því að auka skuldabyrðina í útlöndum — taka erlend lán til að standa undir eyðslunni án þess að á móti kæmu framkvæmdir sem ótvírætt bættu stöðu þjóðar- búsins. Raunar þarf engan að undra að í ríkisstjórn þar sem kommúnistum var falið úr- slitavald í orku- og iðanað- armálum skyldi verða stöðnun í þeim framkvæmdum sem arðbærastar eru fyrir þjóðar- búið. í hinni endurskoðuðu þjóð- hagsspá segir, að rýrnun þjóð- artekna á hvern vinnandi mann sé um 11% árin 1982 og 1983. Er talið að í ár verði þjóðarframleiðslan um 6% minni í ár en í fyrra. Reiknað á hvern vinnandi mann er lækkun þjóðarframleiðslunnar um 12% á árunum 1982 og 1983. Segir Þjóðhagsstofnun að lækkun þjóðarframleiðslu og -tekna stafi að nokkru af auknum vaxtagreiðslum til út- landa. Undan þeirri staðreynd verður ekki vikist að á árinu 1982 héldu þjóðarútgjöld áfram að vaxa þótt þjóðar- framleiðsla drægist saman. Fráfarandi ríkisstjórn sat frá ágúst 1982 fram í apríl 1983 án þess að hafa bolmagn til að stemma stigu við eyðslunni umfram efni. Með aðgerðum nýju ríkisstjórnarinnar hefur hins vegar verið stigið harka- lega á bremsurnar. Spáð er 11% minnkun þjóðarútgjalda í heild í ár ekki síst vegna 13% afturkipps í kaupmætti ráð- stöfunartekna einstaklinga. fram Á árinu 1982 var viðskipta- jöfnuður óhagstæður um 10% af þjóðarframleiðslu, sem er skýr mælikvarði um eyðslu um efni fram. í þjóðhagsáætlun fyrir 1983, sem lögð var fram haustið 1982, var reiknað með að viðskiptahallinn í ár yrði 6% af þjóðarframleiðslu. Skömmu fyrir kosningarnar í apríl taldi Þjóðhagsstofnun líklegt að þessi halli yrði um 4% af þjóðarframleiðslu en í nýjustu þjóðhagsspánni, sem gerð er eftir stjórnarskipti, er talið að hann verði tæplega 2'Æ% af þjóðarframleiðslu. Allar þessar tölur og at- hugasemd Þjóðhagsstofnunar um nauðsyn stefnubreytingar í erlendum lántökum sýna, að ríkisstjórn Gunnars Thorodd- sen var á villigötum í ráðleysi sínu og gat ekki sniðið þjóðar- búinu stakk eftir vexti. Auk þess sem nú liggur fyrir sam- kvæmt grein Gunnars Thor- oddsen hér í blaðinu sl. laug- ardag, að forsætisráðherra hafði ekki bolmagn til að fá samaðila sína að ríkisstjórn- inni til að fallast á breytingar á verðbótakerfi launa, sem hann kallar „sjálfvirkt, verð- bólguaukandi kerfi" — en það var fyrsta verk nýju stjórnar- innar að taka það úr sam- bandi. KGB og páfinn Mehmet Ali Agca, sá sem reyndi að myrða Jó- hannes Pál páfa II á Péturs- torginu fyrir rúmum tveimur árum, hefur nú lýst því yfir að sovéska ógnar- og öryggislög- reglan, KGB, hafi lagt á ráðin um launmorðið. Kemur þessi yfirlýsing Agca í beinu fram- haldi af staðfestum yfirlýsing- um ítalskra yfirvalda um að búlgarska öryggislögreglan hafi sent Agca til að fremja ódæðið. Enginn efast um áhrif KGB í Búlgaríu, hlýðnasta leppríki Kremlverja. Akvörðun um launmorð á páfanum er ekki tekin af und- irtyllum í miðstýrðu ógnar- stjórnkerfi Sovétríkjanna. Þegar launmorðið var skipu- lagt var Júrí Andropov yfir- maður KGB. Hann er nú for- seti Sovétríkjanna og leiðtogi sovéska ^ommúnistaflokksins. Með yfirlýsingu sinni beinir tilræðismaðurinn sjálfur aug- um manna beint að Kreml og segir að sér hafi verið fjar- stýrt þaðan. Farið íseiöa- sleppingu meö Langár- mönnum „Samstaða er meðal eigendanna um að gera Langá að sem bestri laxveiðiá“ ?£&!»!&■ • C! t w* ..... • . jimæQL) Langá á Grenjadal. Fossin heitir Tófufoss en Langá er nú laxgeng ad honurn, en verið er að gera laxastiga í fossinum og við það opnast mjög skemmtilegt laxveiðisvæði sem nær alveg upp að Langavatni. Ingvi Hrafn Jónsson frétta- maður við sleppingu laxa- seiða. : . . T* SntOi^rja; Vífill Oddsson verkfræðingur hellir úr poka með sumaröldum laxaseið- um frá Laxalóni. Ungir upprennandi laxveiðimenn hjálpa til við seiðasleppinguna. Þeir eru með seiðin í höndunum. Seiðin voru yfirleitt um 5—6 sm að lengd þegar þeim var sleppt, og sum stærri. Hildur Haraldsdóttir Laxalóni ber seiðapoka að ánni. Horgunbiaöið/ HPj. Veiðifélag Langár á Mýrum stóð nýlega fyrir sleppingu á 40 þúsund sumaröldum laxaseiðum frá Laxalóni í efri hluta Langár. Ingvi Hrafn Jónsson, sem er einn af land- eigendum við Langá, sagði við blaða- mann sem slóst í förina upp með Langá, að þessi seiðaslepping væri lið- ur í víðtækum tilraunum á Langá og lífríki hennar sem veiðifélagið hóf árið 1976 og hefur unnið að síðan í sam- vinnu við Árna fsaksson fiskifræðing hjá Veiðimálastofnun. Fyrir allmörgum árum var Langá gerð laxgeng upp að Tófufossi á Grenjadal með laxastigum í Skuggafossi og Sveðjufossi og við þá aðgerð varð áin ein af fimm bestu laxveiðiám landsins, hún fór úr því að gefa 500—800 laxa á ári og upp í 3300 laxa, þegar best lét eftir að- gerðina. Nú er unnið að því að gera Langá laxgenga upp fyrir Tófufoss með laxastiga og verður hún þá laxgeng alveg upp í Langavatn. Ef allt gengur að óskum þá opnast þar tíu kílómetra laxveiðisvæði en áin og umhverfi hennar er einmitt ein- staklega falleg á þessu svæði. Ekkert náttúruklak hefur fundist á þessu svæði, en með sleppingu sumaröldu seiðanna undanfarin ár og byggingu laxastiga í Tófufossi vonast veiðiréttareigendurnir til að laxinn skili sér til baka og klekji og náttúran taki síðan við og geri seiðasleppingarnar óþarfar. Ingvi Hrafn sagði að öll undanfarin haust hefði áin verð rafmagnsveidd, þ.e. seiðin eru veidd með sérstökum áhöldum, á nokkrum völdum stöð- um til að fylgjast með viðgangi ein- stakra árganga. Komið hefði í ljós að átuskilyrði væru mjög góð í efri hluta árinnar og stækkuðu seiðin mikið yfir sumarið. Komið hefur í ljós að Langá er svo köld að það tekur hana fjögur ár að koma seiðunum í sjóinn og er það mun lengri tími en í öðrum borg- firskum ám. Ingvi Hrafn sagði að rafmagnsveiðarnar sýndu ástand hvers árgangs fyrir sig, þannig að ef illa liti út með einhvern árgang væri hægt að bjarga einhverju með sérstökum seiðasleppingum. Einnig sýndu þessar veiðar hvað seiðin stækka ört og á hvaða svæðum skil- yrðin eru best. Auk sumaröldu seiðanna hefur veiðifélag Langár gert tilraunir tvö síðastliðin sumur með að sleppa 4000 merktum gönguseiðum hvort sumar við Sjávarfoss í Langárósi, en þar gætir seltu. Ef góðar heimtur verða á þessum fiski er þar kominn vísir að hafbeitarstöð og er þá ann- aðhvort hægt að láta allan laxinn ganga upp í ána eða slátra hluta af honum við ósinn. Laxinn í Langá hefur þótt heldur smár og hefur veiðifélagið verið með tilraunir í þá átt að stækka stofninn með því að sleppa seiðum af stærri laxastofnum en ekki hefur orðið raunverulegur árangur af þeim tilraunum enn sem komið er, enda kom kuldinn 1979 niður á þessu starfi og setti allt úr skorðum. Ingvi Hrafn sagði að góð samstaða væri meðal eigenda Langár um að gera hana að sem bestri laxveiðiá, enda gæfi hún þá eigendum sínum betri arð og meiri ánægju. HBj. r-------- Eru þeir að fá 'ann ■? m i-------- Sæmilegt í Laxá í Dölum. Veiðin í Laxá í Dölum hefur gengið allsæmilega það sem af er veiðitímabilinu, en nú eru komnir á land um 90 laxar úr ánni, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk í veiðihúsinu við ána í gær. Veiði í Laxá hófst seint, eða 28. júní, en laxinn gengur að jafnaði seint í ána. Það sem af er veiðitímanum hafa aðeins fs- lendingar verið að veiðum í Laxá, en sem kunnugt er hefur áin verið leigð til útlendinga mörg undanfarin ár. Að sögn heimildarmanns Mbl. er því veiðin það sem af er sumri betri en á sama tíma í fyrra. Ekki verða útlendingar að veiðum í Laxá nema í tvær vikur í sumar, og verða þar Englengingar á ferð, en Bandaríkjamennirnir sem undanfarin ár hafa haft ána á leigu, munu ekki koma að þessu sinni. Flestir fiskarnir sem veiðst hafa það sem komið er, hafa gin- ið við ánamaðki, sem hefur verið sjaldséð agn í Laxá sl. ár, því útlendingarnir sem þar hafa verið hafa veitt á flugu. Hins vegar hafa nokkrir laxar veiðst á flugu í sumar, og hafa Frances og rauð Túba reynst skæðastar það sem af er. Lítið líf í Hofsá Veiði hófst í Hofsá í Vopna- firði á sunnudaginn og var opnuninni frestað vegna þess hve seint voraði á þeim slóðum. óhætt er að segja að veiðin hafi byrjað illa í ánni, aðeins einn lax veiddist fyrsta daginn, 5 punda lax. Sá er laxinum náði mun hafa séð til ferða tveggja ann- arra laxa, sett í þá en misst. Meira líf sást ekki og í gær sáu veiðimenn ekkert líf fyrir há- degi. Ain hefur verið vatnsmikil og ytri hluti hennar skolaður lang- tímum saman. Þá hefur áin verið köld þó breyting hafi orðið til batnaðar í hitunum á norð- austurlandi síðustu vikurnar. Viðmælandi Mbl. í veiðihúsinu við Teig gat þess að það stæði veiðum enn fremur fyrir þrifum, að illa hefur gengið að selja • Laxveiðin hefur gengið nin- jafnlega hér á landi það sem af er sumri, allt eftir því hvar á landinu menn hafa borið niður. Þessir ungu veiðimenn eiga fullt í fangi með þann stóra ekki síður en hinir reyndari . Myndin er frá Víkurá í Strandasýslu. veiðileyfi í Hofsá, væntanlega vegna aflabrestsins síðustu sum- ur. Þannig voru aðeins tvær stangir af sex leyfilegum að veiðum fyrstu dagana. Byrjar vel í Setbergsá Stundum vill brenna við að litlar fréttir berist af hinum minna þekktu laxveiðiám og kemur fleira til en eitt, m.a. að stundum er ekki hægt að hafa beint samband við veiðihúsin þar sem skýrslur liggja fyrir. Ein slík á er Setbergsá sem fell- ur til sjávar skammt frá Stykk- ishólmi. Veiði hófst þar um síð- ustu mánaðamót og komu 9 lax- ar á land fyrsta daginn, einn 5 punda og átta 8 punda laxar. Veiðin dofnaði lítillega eftir fyrsta kippinn, en um síðustu helgi var kominn meiri kraftur í laxgengdina, þannig voru 30—40 laxar fyrir neðan laxastigann sem er skammt frá sjónum. Setbergsá er fremur lítt þekkt laxveiðiá, í henni er veitt á tvær stangir og veiðitíminn er 2'k mánuður. Þó hefur hún gefið 100—200 laxa á sumri síðustu árin. Magnús Sólmundarson, sem tefldi fyrir Samvinnuferðir-Landsýn t.v. og Jóhannes Gísli Jónsson, sem var eins og sjá raá rekilega merktur Sparisjóði vélstjóra. Ljósmyndir Mbl. kOe Helgi Ólafsson sigr- aÖi á útiskákmótinu SKÁKSAMBAND íslands hélt í gær hraðskákmót á Lækjartorgi þar sem margir af sterkustu skákmönnum landsins voru á meðal þátttakenda. Mótið var teflt úti undir beru lofti og að þessu sinni voru veðurguðirnir skákgyðjunni hliðhollir, því ekki kom dropi úr lofti á meðan mótiö stóð yfir. 32 fyrirtæki styrktu Skáksambandið með því að vera með í mótinu, en dregið var um hvaða skákmaður tefldi fyrir hvert þeirra. Helgi ólafsson, sem tefldi fyrir Þjóðviljann, sigraði á mótinu eftir æsispennandi keppni þar sem úr- slitin réðust ekki fyrr en í síðustu umferð. Helgi hefur verið mjög sig- ursæll á Lækjartorgsmótunum, en þetta er í fimmta skiptið sem hann fer með sigur af hólmi á torginu. Helgi leiddi mótið lengst af, en í næstsíðustu umferð tapaði hann fyrir Guðmundi Sigurjónssyni sem tefldi fyrir Tímann. Þar með komst Jóhann Hjartarson, Arnarflugi á toppinn, en í síðustu umferð tapaði hann fyrir Margeiri Péturssyni, Morgunblaðinu og það þýddi að Helgi endurheimti fyrsta sætið. Úrslit mótsins urðu sem hér seg- ir: 1. Helgi Ólafsson (Þjóðviljinn) l'k v. af 9 mögulegum. 2. -3. Jóhann Hjartarson (Arn- arflug) og Guðmundur Sigurjóns- son (Tíminn) 7 v. 4. Margeir Pétursson (Morgun- blaðið) 6'k v. 5. Jóhannes Gísli Jónsson (Spari- sjóður vélstjóra) 6 v. 6.-8. Björn Þorsteinsson (Út- vegsbankinn), Jóhann Örn Sigur- jónsson (Landsbankinn) og Þröstur Þórhallsson (Álafoss) 5'k v. 9.—13. Stefán Briem (Samvinnu- bankinn), Hrafn Loftsson, (Hamp- iðjan), Egill Þorsteins (Verzlun- arbankinn), Ásgeir Þór Árnason (Dagblaðið og Vísir) og Snorri Bergsson (Flugleiðir) 5 v. 14.—19. Karl Þorsteins (Bruna- bótafélag íslands), Magnús Sól- mundarson (Samvinnuferðir-Land- sýn), Sævar Bjarnason, (B.M. Vallá), Hilmar Karlsson (Búnað- arbankinn), Ögmundur Kristinsson (Henson) og Hannes Hlífar Stef- ánsson (Sanitas) 4'k v. 20,—23. Georg Páll Skúlason (Dentalía), Jón Friðjónsson Helgi Ólafsson með verðlaunagripinn. Af þeim sex mótum sem haldin hafa verið á Lækjartorgi hefur Helgi unnið fimm. (Hljómbær), Páll Þórhallsson (Móna), og Arnór Björnsson (Grandos kaffi) 4 v. 24.-25. Jón Þorsteinsson (Eim- skip) og Lárus Jóhannesson (Sam- vinnutryggingar) 3 'k v. 26.—30. Tómas Björnsson (Vöru- merking), Guðmundur Árnason (Impak), Stefán Þórisson (Þýzk- íslenska verzlunarfélagið), Sveinn Ingi Sveinsson (Blondie) og Jóhann Þórir Jónsson (Tímaritið Skák) 3 v. 31. Guðlaug Þorsteinsdóttir (Guðmundur Arason — Smíðajárn) 2 v. 32. Hjörleifur Sveinbjörnsson (Spegillinn) 1 v. Keppandi Spegilsins mætti með jógúrt og dulsálfræðing til leiks að hætti frægra taflmanna í útlönd- um, en sá gambítur brást að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.