Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1983 Efstir f B-flokki gæðinga, frá vinstri talið: Sigvaldi Ægisson i Krumma, Maja Loebell i Haka, Sveinn Hjörleifsson i Dýrlingi, Olil Amble i Blika og Sigurbjörn Birðarson i Mekki. Skeiðhestarnir í mikl- um ham á Víðivöllum Það var mikill hugur í skeiðreiðarmönnum i sunnudag eftir að hafa nið glimrandi tímum i laugardag. Hér hleypa þrír undir Sprota og Reyni Aðalsteinsson, si lengst til vinstri. Þeir sem hleypa undir eru Erling Sigurðsson i Frama og bak við hann er Þórður Jónsson i Hirti og Aðalsteinn Aðalsteinsson og Villingur eru spölkorn i eftir. ÞRIGGJA daga stórmóti hesta- mannafélaga vestan heiðar lauk i sunnudagskvöldið með hesta- mannadansleik í Broadway, þar sem verðlaun voru afhent. Mótið sjálft gekk vel fyrir sig þó dagskri drægist nokkuð á langinn á sunnu- dag. Dræm aðsókn var bæði föstu- dag og laugardag enda veður ekki sérlega gott. Á sunnudag rættist heldur úr bæði aðsókn og veðri. Á sunnudag var reynt nýtt form í úrslitakeppni gæðinga og voru það fimm hestar í hvorum flokki sem kepptu til úrslita. Undanfarin ár hafa aðeins verið sýndar þrjár gangtegundur í úr- slitum og var það form notað á nýafstöðnu fjórðungsmóti. Nú voru allar gangtegundir sýndar og virtist þetta koma nokkuð vel út á þessu móti en hafa ber í huga að á fjórðungsmótum eru átta hestar í úrslitum og á landsmót- um eru þeir tíu. Þegar tíu hestar eru komnir inn á 300 metra hringvöll og sýna stökk þar sem farið er fram á að hestarnir sýni góða snerpu er hætt við að allt fari í einn graut. í A-flokki sigraði Glæsir frá Glæsibæ og virðist aftur á nýjan leik hljóta náð fyrir augum dóm- ara, en eins og menn muna átti þessi erfitt uppdráttar í gæð- ingakeppnum á síðasta ári og var það skeiðið sem menn fundu helst að hjá þessum annars góða hesti. Röð fimm efstu hesta í A-flokki breyttist ekkert frá forkeppninni. í B-flokki urðu nokkrar breyt- ingar á röð fimm efstu hestanr.a, Dýrlingur, sem var efstur fyrir úrslitakeppnina, féll í þriðja sæti, en sæti hans tók Krummi. Haki hélt öðru sætinu og Mökkur og Bliki höfðu sætaskipti þannig að Bliki varð í fjórða sæti og Mökk- ur fimmti. Sýning kynbótahrossa var á dagskránni og má segja um þau að þar hafi verið nokkur þokkaleg hross en ekki neinir úrvals topp- ar. Ekkert hrossanna fékk 1. verðlaun þó nokkur hafi verið stutt frá þeim. Ein hryssa, Hrafnhetta frá Apavatni, hefur að vísu fengið 1. verðlaun en að þessu sinni var skeiðgírinn ekki í lagi og gerði það herslumuninn. Eigi að síður var hún efst í sínum flokki. Lára 5603 frá Hrepphólurn vakti mikla athygli, en hún stóð efst af fimm vetra hryssum, stór og falleg klárhryssa með tölti. I einkunn hlaut hún 7,95 og er það góður árangur hjá skeiðlausu hrossi, því skeiðið hefur hátt vægi í kynbótadómum. Fjórir stóðhestar voru sýndir og voru það svona þokkalegir hestar, þeirra bestur að flestra dómi Hrafn 976 með 7,91 í ein- kunn. Kappreiðarnar voru sá hluti mótsins sem bestum árangri skil- aði og var höggvið nærri meti í einni grein. Var þar að verki Spóla Harðar Þ. Harðarssonar, en hún hljóp 350 metrana á 24 sekúndum sléttum, en metið er 23,9 sek. í skeiðinu voru tímar hreint frábærir og bestum tíma þar náði Villingur, 22,0 sek., og bíða menn nú orðið spenntir eftir því að hann setji nýtt íslandsmet en það er 21,6 sek. í fyrra hljóp hann á 21,7 sek. Annar í 250 metra skeiði varð Sproti á 22,2 sek., en hann hefur svo gott sem tryggt sér eða réttara sagt knapa sínum, Reyni Aðalsteinssyni, sæti í keppnissveit íslands sem fer á Evrópumótið í september með þessum árangri. Úrslit í 250 metra unghrossa- hlaupi urðu vægast sagt óvænt því Hylling sem verið hefur nær ósigrandi á þessari vegalengd varð í fjórða sæti. Hrappur varð fyrstur, Eron annar og Örn þriðji. Hrappur hefur fram að þessu ekki blandað sér mikið í toppbaráttuna. Álfur sigraði í brokkinu á 37,3 sek. og er það að öllum líkindum besti tími sumarsins í þessari grein. Er það reyndar svo með flesta bestu tíma á þessum kappreiðum að þetta eru bestu tímar það sem af er árinu. Heldur birti yfir í 800 metrunum bæði hvað varðar þátttöku og árangur. Örvar sigr- aði að venju örugglega á 59,6 sem er góður árangur á hringvelli. Tvistur varð annar á 60,2 sek. en hann náði sama tíma og Örvar í undanrásum, 59,6 sek. Oft hefur skotið upp þeirri hugmynd hjá ýmsum að halda landsmót í Reykjavík og þá að sjálfsögðu á Víðivöllum. Þegar ákveðið var að halda þetta mót, sem hér er fjallað um, töldu margir það vera tilraun til að sanna hvort hægt sé að halda landsmót á þessum stað eður ei. Telja má að sama hvernig litið er á þetta mót, að það sannar ekkert og afsannar heldur ekki neitt. Til þess að svo hefði verið var mótið allt of lítið, alltof fáir áhorfendur og mótið alltof lítið kynnt. Besti prófsteinn á það hvort hægt er að halda landsmót á Víðivöllum er að halda fjórðungsmót fyrst og ef það gefst vel gætu menn gælt við landsmótshugmyndina. En ef litið er á þetta mót þá má segja að það hafi heppnast þokkalega. Framkvæmd mótsins gekk að mestu vel fyrir sig, völl- urinn var mjög góður. Hrossin sem mætt voru til leiks voru yfir- leitt nokkuð góð, en það sem vantaði var meiri og betri stemmning og er það stór spurn- ing hvort hægt sé að ná fjórð- ungs- eða landsmótsstemmningu á þessum stað. En úrslit í öllum greinum mótsins urðu sem hér segir: A-flokkur gæðinga (Einkunnir úr forkeppni): 1. Glæsir frá Glæsibæ, eigandi Jón Ingi Baldursson, knapi Gunnar Arn- arson, 8,52. 2. Sókron frá Sunnuhvol, eigandi Þórdís Sigurðardóttir, knapi Ingi- mar Jónsson, 8,39. 3. Rekkur frá Kirkjubæ, eigandi og knapi Sigurbjörn Bárðarson, 8,32. 4. Laski frá Kirkjubæ, eigandi og knapi Maja Loebell, 8,21. 5. Erpur frá Kýrholti, eigandi og knapi Ólafur Ö. Þórðarson, 8,17. B-flokkur gæðinga (Einkunnir úr forkeppni): 1. Krummi frá Kjartansstööum, eig- andi Ægir Jónsson, knapi Sigvaldi Ægisson, 8,45. 2. Haki frá Kirkjubæ, eigandi og knapi Maja Loebell, 8,53. 3. Dýrlingur frá Krossanesi, eigandi Ragnar Björgvinsson, knapi Sveinn Hjörleifsson, 8,54. 4. Bliki frá Höskuldsstöðum, eigandi Brynjar Vilmundarson, knapi Olil Amble, 8,32. 5. Mökkur frá Höskuldsstöðum, eig- Fjórir stóðhestar voru sýndir og fara þeir hér fram völlinn. Fremstur fer Hrafn 976 frá Hrafnhólum, nætur kemur Leó frá Stóra-Hofi, þá Ái 993 frá Nýjabæ og lengst til vinstri er Hrafnketill frá Sauðarkróki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.