Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLl 1983 33 Hartnær 4000 manns sóttu sumarhátíð UÍA á Eiðum um helgina. Fjölmenni á sumar- hátíð UÍA að Eiðum Kgilsstöðum, 10. júlí. HINNI árlegu sumarhátíð UÍA lauk að Eiðum í dag með veglegri rjölskylduskemmtun. Fjölmenni var á sumarhátíðinni — sem fór vel fram í blíðskaparveðri. Sumarhátíðin hófst síðla föstudags með frjálsíþrótta- keppni aðildarfélaga UÍ A — sem var fram haldið í gær. Alls munu um 500 íþróttamenn hafa tekið þátt í hinum margvíslegu keppn- isgreinum. Þá var ennfremur keppt í knattspyrnu. Kvennalandsliðið keppti gegn úrvali UÍA-kvenna og sigraði landsliðið með 4 mörkum gegn engu. Einnig keppti kvennalandsliðið við Þróttar-stráka í 3. flokki og lauk þeim leik með tveimur mörkum gegn tveimur. Urslit urðu þau í meistara- móti Austurlands í frjálsum íþróttum að Höttur, Egilsstöð- um, sigraði í keppnisgreinum 14 ára og yngri með 205,5 stigum; í öðru sæti varð Súlan, Stöðvar- firði, með 150,5 stig og Þróttur, Neskaupstað, varð í 3. sæti með 141,5 stig. í keppnisgreinum 15—18 ára sigraði Höttur, Egilsstöðum, með 320 stigum; í öðru sæti varð Súlan, Stöðvarfirði með 177 stig og Þróttur, Neskaupstað, í 3. sæti með 109 stig. Stigahæstu keppendur í hverj- um aldurshópi hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir árangur sinn: Hrafnhildur Guðjónsdótt- ir, Hugni, Seyðisfirði og Gutt- ormur Brynjólfsson, Hetti, Eg- ilsstöðum, úr hópi 12 ára og yngri; Lillý Viðarsdóttir, Súl- unni, Stöðvarfirði og Frosti Magnússon, Leikni, Fáskrúðs- firði, úr hópi 13 og 14 ára — og úr hópi 15—18 ára, Helga Magn- úsdóttir, Hetti, Egilsstöðum og Óskar Finnsson, Hugni, Seyðis- firði. Þá hlaut Helga Magnús- dóttir (15 ára), Hetti, Egilsstöð- um, viðurkenningu fyrir 100 m hlaup sem hún hljúp á 12,7 sek- úndum — og Haraldur Guð- mundsson (18 ára), Þrótti, Nes- kaupstað, hlaut viðurkenningu fyrir árangur í hástökki, en hann stökk 1,85 m, sem er nýtt Austurlandsmet í viðkomandi aldurshópi. Volvo-umboðið í Reykjavík hefur undanfarin ár gefið veg- legan bikar fyrir besta íþrótta- afrekið á sumarhátíð UÍA. Að þessu sinni hlaut Lillý Viðars- dóttir (14 ára), Súlunni, Stöðv- arfirði, Volvo-bikarinn, en hún stökk 1,55 í hástökki og hlaut 1065 stig — en stigagjöf fer eftir alþjóðlegri stigatöflu. A fjölskylduhátíðinni í dag var margt til skemmtunar. Magnús Þór Sigmundsson söng um póstinn Pál og fleira gott fólk; Bubbi Morthens flutti þar- áttuljóð sín; Djasssmiðja Aust- urlands lék undir stjórn Árna ís- leifs; kvennahljómsveitin María frá Seyðisfirði lék og Ingunr. Gylfadóttir söng. Þá söng Karla- kór Stöðvarfjarðar undir stjórn Elínar Óskar Óskarsdóttur og svo skemmtu auðvitað Jörundur og Laddi. Heiðursgestur sumarhátíðar- innar nú var Helgi Seljan, al- þingismaður, og hélt hann að sjálfsögðu tölu venju samkvæmt. Veður var gott, sól — en nokk- ur gjóstur nú síðla dags. Að sögn framkvæmdastjóra UÍA, Sigur- jóns Bjarnasonar, munu hart- nær 4000 manns hafa sótt sumarhátíð 1983. — Ólafur. Sýning Félags íslenskra iðnrekenda í ágúst: 115 til 120 fram- leiðendur sýna „ÞESSI IÐNSÝNING er haldin í tilefni 50 ára afmælis Fé- lags íslenskra iðnrekenda, sem reyndar var í febrúar. Sýning- in stendur frá 19. ágúst til 4. september og fjöldi sýnenda er milli 115 og 120, við getum ekki tekið mikið fleiri,“ sagði Bjarni Þór Jónsson hjá Félagi íslenskra iðnrekenda í samtali við Mbl. vegna væntanlegrar sýningar félagsins í Laugardals- höll. „Laugardalshöllin er um 3000 fermetrar að flatarmáli og allt sýningarrými í höllinni verður nýtt, anddyrið, forsalur, aðalsal- ur og neðri salur og þar munu rúmlega 100 fyrirtæki sýna. Síð- an verður 250 fermetra eininga- hús á útisvæði, sem líka verður notað sem sýningarsvæði. Það verða nærri tuttugu fyrirtæki sem þar sýna, en á útisvæði verða einnig sýndar ýmsar gerðir af einingahúsum, kúluhús og sumarbústaðir. Einnig verða þar bátar til sýnis, sem og margt fleira. Margir framleiðendur verða með kynningu á framleiðslu sinni, og einnig verður boðið upp á tískusýningar og fleira for- vitnilegt þar sem fléttað verður saman kynningu og skemmtun. Sýningin verður opin á virkum dögum frá 15 til 22 og um helgar frá 13 til 22,“ sagði Bjarni Þór Jónsson og bætti því við að fram- kvæmdir við lagfæringar á úti- svæði hefðu hafist í gærmorgun og gert sé ráð fyrir því að vinna við að reisa einingahús hefjist í lok vikunnar. Borgarnes: Sýning Kolbrúnar framlengd KOLBRÚN Björgólfsdóttir kera- miker, sem að undanförnu hefur haldið sýningar á verkum sínum í versluninni Húsprýði í Borgar- nesi, hefur ákveðið að framlengja sýninguna út þessa viku. Fjöldi leirmuna er á sýningunni, unnir með margskonar aðferðum og úr ýmsum leirtegundum, meðal ann- Kolbrún Björgólfsdóttir ars Búðardalsleir, sem Kolbrún hefur unnið að rannsóknum á í Búðardal. I 1 H tafctfr Gódcm doginn / smáauglýsingar — smáauglýslngar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Ódýrar Hljómplötur og músikkassettur. Einnig nokkrir titiar af átta rása spólum meö íslensku efni. j Ferðaviðtæki, bílaútvörp hátal- arar og loftnet. T.D.K. kassettur. National rafhlööur. Opið á laug- ardögum kl. 10—12. Radioverslunin Bergþórugötu 2, sími 23889. Atvinna óskast Röskan 22 ára námsmann, meö viötæka starfsreynslu, vantar vinnu á kvöldin og um helgar. Uppl. í síma 16714 á kvöldin. Steypum plön og gangbrautir, sjáum um hita- lagnir (snjóbræöslurör). Sími 81081 og 74203. Hilmar Foss Lögg.skjalaþýö. og dómtúlkur. Hafnarstr. 11, sími 14824. Miðvikud. 13. júlí kl. 20.00. Djúpavatn — Sog. Létt kvöld- ganga um litrikt svæói. Veró kr. 200. Frítt fyrir börn. Brottför frá bensinsölu BSÍ. SJÁUMST! ÚTIVIST. Óska eftir sumarafleysingum frá 15. júli, er vön afgreiöslustörfum. Tala ensku og þýsku. Tilboö sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: .0 — 2109". ÚTIVISTARFERÐIR Víxlar og skuldabréf i umboössölu Fyrirgreiöslustofan, Vesturgötu 18. simi 16233. Þorleifur Guö- mundsson, heima 12469. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almennur bibliulestur í kvöld kl. 20,30. Ræðumaöur Einar J. Gíslason. 5 daga hálendisferðir Reykjavík — Sprengisandur — Mývatn — Akureyri — Skaga- fjöröur — Hveravellir — Gull- foss/Geysir — Reykjavík Brott- för aila mánudaga. Næsta brott- för 18. júlí. Innifalið: Gisting i tveggja manna tjöldum. Verð 3.900. Snæland Grímsson hf. Kirkjustræti 8. Simi 19296 — 75300. m Sumarleyfisferðir: Þórsmörk. Vikudvöl i góöum skála í Básum. Ódýrt. 2. Hornstrandir I. 15,—23. júli. 9 dagar. Tjaldbækistöð i Hornvík. Ferö fyrir alla. Fararstj. Lovisa Christiansen. 3. Hornstrandir III. 15.—23. júii 9 dagar. Aöalvík — Lónafjöröur — Hornvík. Skemmtileg bak- pokaferö. ÚTIVISTARFERÐIR 4. Suóausturland. 19, — 24. júlí. 6 daga rútuferö meö léttum göngum. Lón — Hoffellsdalur j o.fl. 5. Hornstrandir — Hornvík — Reykjafjöröur. 22. júlí — 1. ágúst. 10 dagar. Bakpokaferö j og tjaldbækistöö í Reykjafiröi. 6. Hornstrandir — Reykjafjörð- ur. Tjaldbækistöö meö göngu- feröum i allar áttir. 10 dagar. 22. júlí — 1. ágúst. 7. Eldgjá — Strútslaug (bað) — Þórsmörk. 25. júlí — 1. ágúst. Góö bakpokaferð. 8. Borgsrfjörður eystri — Loömundarfjöröur. 2. —10. ágúst. 9 dagar. 9. Hálendishringur 4.—10. ágúst. 11 dagar. Odýrt. 10. Arnarvatnsheiði — Hesta- ferðir — Veiði. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Helgarferðir 15.—17. júlí: 1. Tindafjallajökull — Gist í tjöldum. 2. Þórsmörk: Gist i sæluhúsi. Gönguferöir um Mörkina. 3. Landmannalaugar. Gist í sæluhúsi. Gönguferöir um ná- grenniö. 4. Hveravellir. Gist i sæluhúsi. Gönguferöir um nágrenniö. Brottför í allar feröirnar kl. 20 föstudagskvöld. Farmiöasala og allar upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Feröafélag íslands. ^QEOVERNOAÍtFtLAQ ISLANOSN FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Sumarleyfisferðir: 1. 15 —20. júlí (6 dagar); Land- mannalaugar — Þórsmörk. Gönguferö milli sæluhúsa Fá sæti laus. 2. 15,—24. júli (10 dagar): Noróausturland — Austfiröir. Gist í húsum. Ökuferö/göngu- ferö. 3. 16.—24. júlí (9 dagar): Hornvik — Hornstrandir. Gist i Hornvík i tjöldum Dagsferöir út frá tjaldstaö. 4. 16.-24. júlí (9 dagar): Hrafnsfjöröur — Gjögur. Göngu- ferð með viðleguútbúnað. 5. 16.-24. júlí (9 dagar): Reykjafjöröur — Hornvík. Gönguferö meö viðleguútbúnað. 6. 19.-25. júli (7 dagar): Baröastrandasysla. Gist i hús- um. 7. 20.-24. júlí (5 dagar): Tungnahryggur — Hóla- mannaleiö. Gönguferö meö viðleguútbúnaö. 8. 22.-26. júli (6 dagar): Land- mannalaugar — Þórsmörk. Gönguferð milli sæluhúsa. UPP- SELT. 10. AUKAFERO. 29.-3. águst (6 dagar): Landmannalaugar — Þórsmörk. Nauðsynlegt er að tryggja sér farmiöa i sumarleyfisferöirnar timanlega Allar upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Feröafélag Islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Miðvikudaginn 13. júlí: Kl. 08. Ferð i Þórsmörk. Njótiö sumarsins og dveljiö i Þórsmörk Kl. 20. Tröllafoss og nágrenni (kvöldferö). Feröafélag Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.