Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1983 Saga úr raun- veruleikanum Bókmenntír Jenna Jensdóttir Sara eftir Kerstin Thorvall. Monica Schuitz myndskreytti. Þorgerður Sigurðardóttir íslcnzkaði. Æskan. Sagan um Söru er frásögn úr lífi fimm ára telpu sem á einstæða móður og elst upp í borg. Um höf- und veit ég ekki neitt, en sagan er þýdd úr sænsku. Telpan er á dagheimili meðan móðirin vinur hjá gleraugnasala, sem einnig selur úr og klukkur. Faðir Söru er strætisvagnabíl- stjóri sem „býr í annarri íbúðð með Bertu og þau eiga lítið barn sem heitir Lilli". Mæðgurnar eiga alltaf góðar stundir saman. A kvöldin heima, eða þegar þær fara eitthvað sam- an. Söru þykir líka gaman að fara skógarferð með móður sinni og Óla sem er kærasti móðurinnar. Þótt Óli dragi stundum athygli móðurinnar frá Söru meira en þeirri litlu líkar, er hún samt ánægð með hann. Stundum þarf Sara ekki að vera á dagheimilinu, ef faðir hennar sækir hana, eða amma hennar sem vinnur í þvottahúsi lofar henni að vera þar hjá sér, eða heima hjá sér og honum Jakob sem spilar svo vel á harmonikku. Hún fer stundum með móðurinni í vinnuna. Sara er heima hjá Bertu þótt faðirinn sé að vinna. Þá fær hún að aka litla bróður í vagninum með Bertu. Það finnst henni gam- an, en öllu erfiðara reynist þegar hún ætlar að gefa stráknum að borða, þá endar allt með ósköpum. Móðirin kemur fram að skiln- ingi og góðvild er Sara verður út- undan í afmælisboði Ellu, sjö ára telpu á dagheimilinu. Þegar móð- irin kemst að því að Sara ætlar að kaupa sig inn með því að gefa Ellu „gömlu, gylltu gleraugun" talar hún um fyrir Söru og gerir henni daginn eftirminnilegan með því að bóða henni í bíó og kaupa síðan pylsur og franskar kartöflur á torginu. Sagan um Söru er ágæt saga úr lífi lítilar telpu. Það staðfesti líka tíu ára vinkona mín þegar hún hafði lesið söguna fyrir mig einn morgun um daginn í öðru landi. Henni þótti hún skemmtileg og virtist skilja furðuvel þessi marg- þættu fjölskyldubönd í sögunni, þótt sjálf búi hún við ástríki for- eldra sinna ásamt yngri bróður í litlu kauptúni austur á fjörðum. Frágangur bókarinnar er góður, en að mínu mati eru bækur í broti sem þessu, ekki heppilegar fyrir yngstu lesendurna. Myndir sérstæðar en samræm- ast vel efni sögunnar. Feyerabend hefur alltaf verið andstæður tilburðum vísinda- manna til að útiloka allar hug- myndir, sem ekki falla inn í eigið kerfi, sem er byggt á ákveðnum kennisetningum skynsemisstefn- unnar, hann er arftaki Herders og Hamanns og einnig Lassings, en þeir tveir fyrrnefndu gagnrýndu skynsemisstefnuna hvassast á sín- um tíma. Feyerabend aðhyllist skoðanir Burkes, um að útilokað sé að skipuleggja samfélag manna samkvæmt áætlunum og upp- dráttum. Polányi, Kuhn og fleiri hafa gagnrýnt ráðandi skoðanir skynsemis-efnishyggjunnar á svipuðum forsendum. Hin svokall- aða vísindalega aðferð er að mati Feyerabends þröng og ónóg menskri gerð, með þeirri aðferð telur hann að ímyndunarafl og til- finningar séu afskrifaðar. Höf- undurinn telur að hin svonefnda skynsemi eigi ekki fremur rétt til allra viðmiðana en aðrar stefnu- hefðir, svo sem hin ýmsu trúar- brögð, sem reist eru á allt öðrum forsendum. í öðru bindinu gerir höfundur- inn harða hríð að hroka og „bess- erwisser" afstöðu vísindamanna og vísinda og pólitískra gutlara. Kenningar Feyerabends benda til þess, ásamt atburðarás síðustu áratuga, að glæstur búnaður skynsemishórunnar, sem tyllt var á háaltarið í Notre Dame hér um árið, sé nú tekin að tötrast. Feyerabend Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson P.K. Feyerabend: Philosophical Papers I—II. Realism, Rationalism & Scientific method — Problems of Empiricism. Cambridge University Press 1981. Paul Feyerabend er prófessor í heimspeki við háskólann í Berke- ley í Kaliforníu, einnig prófessor í vísinda-heimspeki í Zúrich. Hann starfaði áður við háskólana í Bristol, Yale, Berlín og víðar. Að- algreinar hans voru áður en hann sneri sér að heimspekinni sem að- alfagi, stærðfræði, eðlisfræði og stjörnufræði ásamt leiklistarfræði og óperu. Áhugasvið hans er vítt og hann hefur ritað fjölda greina í tímarit og vísindarit. Nýjustu bækur hans eru „Against Met- hod“, 1975 og „Science in a Free Society" 1978. Báðar gefnar út af NLB, London. í þessum bindum eru birtar greinar höfundar frá ýmsum tím- um og hefur höfundur breytt sum- um nokkuð og aukið við, en jafn- framt er þess getið hverjar breyt- ingarnar og viðaukarnir eru. Greinarnar eru alls 17 og bera vott um hin víðfeðmu áhugamál höfundar. Fyrra bindið fjallar einkum um raunsæi, skynsemisstefnu og vís- indalega aðferð, seinna bindið um raunhyggju. í báðum þessum bindum fjallar höfundurinn um þrjár hugmyndir, sem hafa löngum haft lykilþýð- ingu í sögu vísinda, heimspeki og menningar, sem eru gagnrýni, fjölbreytni og raunsæi. Höfundur- inn leitast við að kynna og útlista þessar hugmyndir og sýna fram á afleiðslu þeirra. „Gagnrýnin er þáttur menning- arinnar frá upphafi, gangrýni er t.d. snar þáttur í heimspeki Búdd- ismans og einnig í mystík. Gagn- rýni er m.a. grundvöllur nítjándu aldar vísinda og vísindaheimspeki. Gagnrýni þýðir að við samþykkj- um ekki fyrirbrigði og afleiðingar þeirra við fyrstu sýn né heldur gildi stofnana og kenninga, heldur rannsökum þetta allt nánar og reynum að breyta þeim sam- kvæmt nánari athugunum. Það eru margar hliðar á hverju máli og sjónarhornið skiptir höfuðmáli, fjölSreytileikinn er til staðar, það er ekki gjörlegt að binda sig við eina kenningu, plúralisminn verð- ur alltaf nauðsyn og sjálfsagður." Venjuleg plata með snillingi Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Marcus Miller Suddenly Warner Bros. Rec. Ekki veit ég hvort nokkur sem þetta les ber einhverjar taugar til Marcus Millers. Hvernig sem það nú annars er, þá var hann mér óþekkt nafn áður en ég hlustaði á hljómleikaplötuna frá jazz-hátíðinni í Montreux. Framlag hans á þeirri plötu er með ólíkindum gott og vakti það upp margar spurningar um þennan pilt. Ég var einn af þeim sem fór að leita eftir plötum með þessum gæðingi og komst að því eins og allir hinir, að ekkert var fáanlegt. En mér til sáluhjálpar las ég skömmu seinna að væntanleg væri frá undrabarninu sólóplata og ætti hún að heita „Suddenly“. Þá var það bara að bíða og sjá hvort þessum háu herrum þóknaðist að flytja inn drenginn góða. Og viti menn. Platan kom og meira að segja fékkst hún til um- sagnar. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Eftir að hafa spilað „Suddenly" einu sinni var mér efst í huga nokkur vonbrigði. Þ.e.a.s. platan var ekki eins og ég hafði búist við, eða öllu heldur ætlast til að hún yrði. Sú hugmynd sem ég hafði gert mér um plötuna var sú að á henni mundi fara fyrir hæfileikar Marcusar sem bassaleikara og annað skipti í raun ekki máli. Það sem hins vegar kom í ljós var næstum venjuleg jazz-fusion- plata, sem í næstum engu var frábrugðin þeim sem maður hafði áður heyrt. Og þannig er platan í raun. Að mínum dómi fer alltof lítið fyrir fingralipurð Marcusar og því meiri áhersla lögð á að hafa plötuna þannig að hún höfði til sem flestra. Hins vegar verður því ekki neitað, að á gripnum er að finna marga ágætis hluti. Þar ber fyrst að nefna fyrsta lag plötunn- ar „Lovin’ you“. Gott lag sem með smá heppni gæti orðið vinsælt. Síðan er frekar lítið af plötunni að segja þar til komið er að seinni hliðinni. Hún er með pínulitlu öðru sniði en fyrri hliðin og þar örlar á að láta bassann njóta sín. En hann fær hvergi að rísa upp í öllu sínu veldi og einhvern veginn verður þetta allt hálfgert hálfkák. En sé platan tekin fyrir án hugsunar um hvernig hún hefði mátt vera, þá fer hér hin besta plata í sínum flokki. Lögin eru góð, sándið gott og öll spila- mennska hreint afbragð. Eða hún ætti ekki að svíkja nokkurn sem á annað borð hefur áhuga á jazz- fusion. Tónlistin XXX % Hljómgæðin XXXX^ FM/AM Að saga sundur nemanda Kvikmyndir Ólafur Jóhannsson Nafn á frummáli: ( lass of 1984. Stjórn: Mark Lester. Myndatökustjórn: Albert Dunk. Tónlist: Lalo Schifrin. Handrit: Mark Lester/John Sax- ton/ Tom Holland, sem einnig á heióur af sögunni. Sýnd í Bíóhöllinni. Undirritaður mætti fyrsti maður á nýjustu mynd Bíóhall- arinnar Skólaklíkan eða eins og sú nefnist á frummálinu „Class of 1984“. Ástæðan fyrir áhuga mínum á mynd þessari var af þeirri rót sprottin að þar er fjallað um fjölbrautaskólanem- endur framtíðarinnar. Það er eins gott fyrir fjölbrautaskóla- kennara að vita á hverju hann á von frá hendi nemanda komandi tíðar. Ef ástandið verður eitt- hvað svipað því og lýst er í Skóla- klíkunni, er eins gott að taka saman föggur sínar og halda á önnur mið í atvinnuleit, því ann- an eins hrottaskap hef ég vart séð á hvíta tjaldinu. Ekki ein- asta selja hinir siðlausu meðlim- ir „skólaklíkunnar“ dóp — allt frá maríúana til englaryks — heldur misþyrma þeir og niður- lægja skólafélagana á alla lund. Hámarki nær djöfulskapurinn í hinum ónefnda ameríska fjöl- brautaskóla þegar einn kennar- anna bregður á það ráð að beina skammbyssu að nemendum sín- um í þeirri von að fá svör við einföldustu spurningum náms- efnisins. Annars er merkilegt hve lítill hluti nefnds fjölbrautaskóla tek- ur þátt í svínaríinu — innsti kjarninn telur fjóra stráka og eina vergjarna stelpu. Meirihluti nemenda skólans virðist til hinnar mestu fyrirmyndar og minnir hvað háttprýði varðar á félaga sína hérlendis. Hitt er svo aftur annað mál að mynd þessi er ekki með öllu án tilvísunar til veruleikans því á síðasta ári voru 287.000 líkamsárásir skráð- ar í bandarískum fjölbrauta- og menntaskólum. Ég þekki reynd- ar kennara sem hefir kennt í slíkum skóla í suðurríkjunum og sá hafði það fyrir sið að hengja upp lokaeinkunnir nemenda á stofutöfluna og hlaupa svo sem fætur toguðu upp í næstu lest. Kannski engin furða þótt Reag- an og Mondale setji menntamál á oddinn í kosningabaráttunni. Og það skal engan undra þótt lægri stig bandarísks skólakerfis taki stakkaskiptum á allra næstu árum; slíkur er fram- kvæmdavilji þessa heimsveldis. Ég veit ekki hvort ég sé ástæðu til að fjalla frekar um Skólaklíkuna. Ég vona bara að mynd þessi hafi lítil áhrif á ís- lenska unglinga. En ég get vott- að að íslenskir fjölbrautaskóla- nemendur eru til slíkrar fyrir- myndar á allan hátt, að ekki er yfir neinu að kvarta á kennara- stofunni. í það minnsta man ég ekki eftir að kennarar hafi þurft að beita valdi (eins og víða er- lendis) og vona raunar að sú blómatíð sem nú ríkir í skóla- kerfinu haldist sem lengst. Andstæðingar íslenska fjöl- brautaskólakerfisins gætu hinsvegar dregið nokkuð annan lærdóm af því að sjá þessa mynd, enda er þeim tamt — sumum hverjum að minnsta kosti — að draga ályktanir sem byggjast á ósýnilegum forsend- um. Skólaklíkan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.