Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 * v''V'!sí • -***■ ' WMBM ■■ ■■ :-x -V '■■ , >• <*&, r:'".., -*r **.; ,r r •: ****** - «.'■». ' * "''ri^vs■" ' ^ »>;,** ",>SKv"',k . •> > <<. .• •*" • ~ '"*• •" ' .' m i-r/- ■ ■■ \ 'j* ^ ■■ ****** -•« **r :“ • ' f w: ••; . **■«• .•• A »- MorgunblaÖið/ Jóhann G. Kristinsson. Sláttur hafinn í Norðfjarðarsveit Sláttur hófst síöastliðinn laugardag á nokkrum bæjum í Norðfjaröarsveit. Hér er Reynir Jónsson, sonur Jóns Bjarnasonar á Skorrstað, við heyskapinn. Hraðfrystihús Patreksfjarðar: Launagreiðslur taf- ist í nær tvær vikur „LAUNAGREIÐSLUR hafa oft taf- ist um einn eða tvo daga, en aldrei svo lengi sem nú,“ sagði Gunnar Snorri Gunnarsson, varaformaður verkalýðsfélagsins á Patreksfirði, um launagreiðslur Hraöfrystihúss Patreksfjaröar hf., en frystihúsið á að greiða starfsmönnum laun viku- lega. Launagreiðslur hafa nú dregist síðan 30. júní sl. Starfsfólk Hraðfrystihúss Patr- eksfjarðar hf. hefur ekki fengið greidd út laun fyrir störf sín síðan 30. júní og að sögn Gunnars Snorra Gunnarssonar á því starfs- fólkið inni tveggja vikna kaup hjá frystihúsinu nk. fimmtudag. Eitt- hvað er enn af fiski í frystihúsinu og sagði Gunnar að starfsfólkið hefði samþykkt að verka hann og yrði því lokið nk. fimmtudag. Eftir það væri óvíst hvað við tæki. Gunnar sagði að verkalýðsfélagið hefði ekki í hyggju að stofna til verkfalls vegna þessa en allir von- Fasteignaverð á höfuðborgar- svæðinu lækkaði um 11% FASTEIGNAVERÐ á höfuðborg- arsvæðinu hefur undanfarna mán- uði lækkað miðað við fast verðlag, samkvæmt upplýsingum sem koma fram í nýjasta fréttabréfi Fasteignamats ríkisins, en þar segir að mikil eftirspurn hafi verið eftir litlum fbúðum, en minna eft- ir einbýlishúsum og raðhúsum, þrátt fyrir mikið framboð. Samkvæmt síðustu könnun var söluverð íbúða í fjölbýlis- húsum 11% lægra í apríl síðast- liðnum en í sama mánuði í fyrra. Þá er miðað við láns- kjaravísitölu og fast verðlag. Innan tímabilsins lækkaði verð þó mest síðari hluta þess frá október til apríl, samtals um 9%. Söluverð sérbýlishúsa virðist hafa lækkað meira á þessu tímabili. Verðþróun þeirra er ekki þekkt af nákvæmni allt tímabilið. Nokkur vísbending er þó að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs lækkaði raunverð þeirra um 6%. Á fyrrnefndu tímabili hækk- aði fasteignaverð um 52%. Lánskjaravísitala hækkaði um 70% og byggingarvísitala um 75%. Þá verður að gæta þess að fasteignaverð var mjög hátt í apríl 1982, raunar hið hæsta sem mælst hefur í áratug. * Litlar íbúðir voru hlutfalls- lega mjög dýrar í apríl sl. Þá kostaði hver fermetri í tveggja herbergja íbúð 12% meira en í fjögurra herbergja íbúð. Mun- urinn var 6% í október 1982 og hefur farið vaxandi. Síðustu ár hefur hann oft verið 3-5% en ákaflega sjaldan farið yfir 7%. Loks segir, að telja megi víst, að skortur á lóðum undir fjöl- býlishús með litlum íbúðum hafi hér haft talsverð áhrif. Seyöisfjöröur: Nýtt skip bættist í fískiskipaflotann Seyðisfirói, 12. júlí. í DAG BÆTTIST nýtt og glæsilegt skip í fiskiskipastól landsmanna, Guliver Ns 12, 420 lesta skuttogari, smíðaður í skipasmíðastöðinni Flekkefjörd-skip og Maskinfabrikk í Flekkefjörd í Noregi. Það var indælisveður, sól og hiti, eins og verið hefur að mestu leyti hér um mánaðartíma, þegar skipið kom inn á Seyðisfjörð. Fjöldi smærri báta sigldi til móts við hið nýja skip fánum prýddir. Eftir tollskoðun hér úti á firðinum lagðist skipið að bryggju klukkan 16 stundvíslega. Fjöldi fólks tók á móti skipinu og skipshöfn þess og ríkti hátíðarblær yfir Seyðisfirði hér í dag. Sóknarpresturinn, sr. Magnús Björn Björnsson, flutti bæn og blessunarorð, Jónas Hall- grímsson, bæjarstjóri, bauð skip og skipshöfn velkomna fyrir hönd íbúa Seyðisfjarðar, en auk hans tóku til máls Tómas Árnason, fyrrverandi viðskiptaráðherra, Helgi Seljan, alþingismaður, og Egill Jónsson, alþingismaður. Þetta nýja skip, Gullver Ns 12, er hið fjórða í röðinni sem ber þetta nafn í eigu Gullbergs hf., en þeir félagar Olafur M. Olafsson, útgerðarmaður, og Jón Pálsson, skipstjóri, hófu samstarf og út- gerð á fyrsta Gullverinu árið 1959. Skipið er búið öllum nýjustu sigl- ingar- og fiskileitartækjum sem völ er á. Aðalvél skipsins er af Mak-gerð, 1770 hestafla, 900 snún- inga. Spilkerfi er af Brattvag-gerð og útbúið með „auto“-trolli. Það er 49,85 metrar á lengd og 9,5 á breidd. Ganghraði skipsins reynd- ist 13,2 sjómílur við reynslusigl- ingu og burðargeta þess er um 170 tonn af fiski, ísuðum í 90 lítra kassa. Á skipinu er 15 manna áhöfn, skipstjóri er Jón Pálsson, stýrimenn Axel Ágústsson og Jón- as Jónsson, vélstjórar Einar Hilm- arsson, Sigurður Hilmarsson og Jón Þorgeirsson. Fréttaritari. uðust til þess að unnt yrði að leysa fjárhagsvanda frystihússins sem fyrst, þrátt fyrir dökkt útlit. Framkvæmdastjóri Hraðfrysti- hússins á Patreksfirði, Jón Krist- insson, er staddur í Reykjavík um þessar mundir, en Mbl. hefur ekki tekist að ná sambandi við hann. Bandaríska sendiráðið fékk lóð BORGARRÁÐ samþykkti í gær að úthluta sendiráði Bandaríkjanna lóð fyrir skrifstofubyggingu í Nýja mið- bænum. Afmarkast lóðin af Ofanleiti og Háaleiti og er lóðarstærð áætluð 11.700 fermetrar. Gatnagerðar- gjaldið af lóðinni er áætlað tæpar 4,7 milljónir króna og er það jafn- framt lágmarksgjald, en við það er miðað að nýting verði 0,5 og meðallofthæð 4,0. Vegna sérstöðu úthlutunarhaf- ans var samþykkt að heimila gerð lóðarleigusamnings við hann til 75 ára. Hitaveita Reykjavíkur: Sótt um 43,5% hækkun BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að óska eft- ir því við iðnaðarráðuneytið að fá heimild til hækkunar á gjaldskrá Hitaveitu Reykja- víkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. fékk hjá borgarstjóra í gær. Sótt er um að hvert tonn af heitu vatni hækki úr 8,36 krónum í 12 krónur, en það jafngildir 43,5% hækkun. Þá er sótt um 8% hækkun á gjaldskrá Rafmagnsveitunn- ar, auk hækkunar sem verður hjá Landsvirkjun. 0 INNLENT Tjónamatið á Patreksfirði: Endurstofnverð húsa 26,4% hærra en brunabótamat Nýja Esjan á leið til landsins Esja, hið nýja strandferðaskip Skipaútgerðar rfkisins, var afhent Skipaút- gerðinni á föstudag í Lowestoft í Englandi, þar sem hún var smíðuð, við hefðbundna athöfn. Var þá íslenski fáninn dreginn að hún á skipinu í fyrsta skipti. Áætlað er að skipið komi hingað til lands næstkomandi föstudag. Gamla Esjan er nú í slipp í Reykjavík til viðgerðar en hún verður afhent þeim aðila á Grænhöfðaeyjum sem fest hefur kaup á henni í Rotterdam um næstu mánaðamót. Guðmundur Einarsson tók þessa mynd af nýju Esjunni í Low- estoft. MIKIÐ misræmi er á milli brunabótamats og endurstofnsverðs húseigna á Patreksfirði, sem skemmdust eða eyðilögðust í náttúruhamförunum þar í vetur. í Fréttabréfi fasteignamats ríkisins, sem nýlega kom út segir, að samanlagt endurstofnverð þeirra íbúðarhúsa, sem skemmdust sé 26,4% hærra en brunabótamat, en eftir því voru húsin bætt. Kemur þetta fram í skýrslu tæknideildar FMR um samanburð á endurstofnverði og brunabóta- mati þeirra 17 húsa á Patreksfirði, sem bætur komu fyrir úr viðlagatrygg- ingu. I Fréttabréfinu segir ennfrem- ur, að brunabótamat atvinnuhús- næðis hafi á hinn bóginn verið 40% hærra en endurstofnverð. í ljós hafi komið, að FMR hafi met- ið 9 af íbúðarhúsunum nýlega og séu því til stærðarreikningar, upp- drættir og matslýsingar hjá stofn- uninni. Þessi gögn og matsupp- hæðir hafi ekki verið notuð við tjónamat á eignunum. Matsmenn hafi sennilega ekki vitað um til- vist þeirra því eftir þeim hafi aldrei verið leitað. Þá segir ennfremur: „Hér verð- ur ekki lagður dómur á hvort brunabótamat þessara eigna eða endurstofnverð er réttara. Athug- un beggja aðila mun væntanlega leiða það í ljós. Hins vegar er augljóst að það er ekki í þágu al- mennings að gengið sé fram hjá nýlegum upplýsingum FMR um eignirnar þegar tjónið var metið. Sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að nokkur áðurnefndra húsa gjöreyðilögðust svo meta varð þau eftir skriflegum heimildum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.