Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 7 ———> 1LÖGUN afléttvíni og þú sparar minnst 1.800 kr. ÁMAN ÁRMÚLA 21 / Sumarfatnaóur barna Sundföt — bikini — stutt- buxur Hagstætt verð er málgagn F»Wri"9«Svertisson. BitstjóriogábyrgilarmaaurNeis ml4stlornar FBH [JJiMEMOMM*- ícttir tttnaSuen^ Afrekaskrá Alþýðubandalagsins „Nú gerist þess engin þörf aö rifja upp fyrir lesendum Neista alla afrekaskrá þeirra ríkisstjórna sem Alþýöubandalagiö hefur staö- iö aö undanfarin fimm ár .. . þessar ríkisstjórnir hafa ítrekaö ráöist á geröa kjarasamninga með þeim árangri aö kaupmáttur kauptaxta hefur lækkaö um þaö bil 15% á valdatíma þeirra . . . þrátt fyrir allan þennan tíma á ráöherrastólum hefur ekki neinu veriö áorkaö í meiriháttar málum, t.d. eru húsnæðismál almenn- ings og ástandið á leigumarkaðinum verra nú en veriö hefur lengi...“ (Úr forystugrein Neista 7. tbl. 1983, blað Fylkingarinnar.) Formaöur FSN um stór- iðju á Norðurlandi Áskell Kinarsson, for- maður Kjórftungssambands Norólendinga, segir í helg- arviðtali við I)ag á Akur- eyri: „Menn verða að gera sér grein fvrir því að staða okkar hér er ekki sérlega sterk orkulega séð, en virkjun Blóndu mun breyta þessu fyrst um sinn en ekki til lengri tíma séð. Menn verða jafnframt að gera sér grein fyrir því að flest allar hinar hefð- bundnu atvinnugreinar hér eru naer fullnýttar. Hér eru góðar hafnir og mikið vinnuafl og hér er góður grundvöllur til þess að byggja upp mótvsgi við höfuðborgarsvæðið. Menn úr öllum flokkum eru nú farnir að skilja að við þurf- um að hrökkva eða stökkva varðandi stóriðju. Við verðum að taka af skarið fljótlega, því ef það verður ekki gert, þá er hætta á að við missum af lestinni og við nýtum ekki það lag sem nú er f þjóðfé- laginu og kemur kannski aldrei aftur.“ Húsnæðis- kreppa Enginn vafi er á því að húsnæðislánakerfið, eins og það var byggt upp til skamms tíma, leysti úr læðingi framtak þúsunda vítt um land, sem hrundu fram húsnæðisbyltingu á sl. nokkrum áratugum. Breiðholtið, þar sem nú búa um 20.000 manns, reis t.d. mestpart á rúmum ára- tug. l>etta framtak hins breiða fjölda, sem leyst var úr læðingi, leiddi til mjög mikillar verðmætasköpun- ar sem ella hefði orðið hverfandi. I»að var þvf mjög misráðið þegar Svav- ar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins og fyrr- verandi húsnæðismálaráð- herra, svipti húsnæðislána- kerfið helztu tekjustofnum þess, þ.e. launaskattinum, og batt það á bónbjarga- klafa fjárlaga. Arangurinn af húsnæð- isstefnu Alþýðubandalags- ins hefur komið fram í mun færri, lægri og verri húsnæðislánum; samdrætti ■ bvggingariðnaði; húsnæð- iskreppu og mun hærra kaup- og leiguverði íbúð- arhúsna'ðis en ella. Al- þýðubandalagið ber höfuð- ábyrgð á því vandræða- ástandi sem nú ríkir á fs- lenzkum húsnæðismarkaði og þeim þröskuldum, sem nú eru í vegi ungra hús- byggjenda. Lóðaframboð umfram eftirspurn hegar lóðaframboð er meira en eftirspurn er hagsmuna borgarbúa bezt gætt á þessu sviði. Þá er ekki ha-gt að sakast um klíkuskap við lóðaúthlutun. I»á þarf ekkert fáránlcgt punktakerfi til pólitískrar úthlutunar. I>á eru engin lóðaréttindi á „svörtum" markaði. Keykjavíkurborg býður nú fram fleiri lóðir — í fyrsta skipti um árabil — en þarf til að fullnægja eftirspurn. Einnig á þessu sviði hefur hinum unga borgarstjóra okkar tekizt að standa við fyrirheit sín. Á sl. kjörtímabili vinstri meirihluta snéru mál öðru vísi við. I>á dró ónógt lóða- framboð úr tilurð íbúðar- húsnæðis — og lagðist því á eitt með fyrrverandi hús- næðismálaráðherra, sem skekkti og veikti húsnæð- íslánakerfið. Hér hefur orðið ánægjuleg og mikil- væg breyting til hins betra. Urtölumaöur aldarinnar Tvær af þremur megin auðlindum landsins, nvtja- flskar og gróðurmold, eru á mörkum fullrar nýtingar, hóflega orðað. Þriðja auð- lindin er hinsvegar stór- lega vannýtt: orka fall- vatna okkar. Framtíðarat- vinnuöryggi og framtíðar- lífskjör kunna að ráðast af því, hvern veg verður stað- ið að nýtingu hennar. Ef sl. fimm ár hefðu verið nýtt til að byggja hér upp orkuver og orkumarkað, þ.e. til að skapa möguleika á því að hreyta þessari orku í út- flutningsverðmæti, þá stæðum við mun betur að vígi í dag, hvað þjóðartekj- ur, atvinnuöryggi og lífs- kjör varðar. Iljörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra Alþýðu- bandalagsins, hafði meiri áhuga á því að loka álver- inu í Straumsvfk en byggja upp nýja möguleika. Hann er úrtölumaður aldarinnar í orkumálum okkar. Van- rækslusyndir hans eru þær dýrustu sem nokkur ís- lcnzkur stjórnmálamaður hefur skilið eftir sig. HEIMSBORGARAR Ósvikinn hamborgori og franskar NÝBVLAVEGI22 KÓPAVOGI S46085.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.