Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLl 1983 13 Kór Öldutúnsskóla: Vel heppnuð ferð til Ungverjalands KÓR Öldutúnsskóla tók ný- lega þátt í alþjólegu kóra- móti, sem haldið var í Komló í Suður-Ungverjalandi. Mbl. hafði samband við Egil Friö- leifsson, stjórnanda kórsins, og spurði hann um tónleik- ana. „Mótið, sem er haldið á tveggja ára fresti, er tileinkað ungverska tónskáldinu Ko- daly, og var að þessu sinni sér- staklega minnst aldarminn- ingar hans,“ sagði Egill. „Ko- daly var eitt fremsta tónskáld Ungverja á þessari öld, en hann lést árið 1967. Var hann mikilvirkur í söfnun þjóðlaga og upphafsmaður nýrra að- ferða í tónlistaruppeldi og tón- listarkennslu barna. Hafa að- ferðir hans víða rutt sér til rúms á undanförnum árum, m.a. á íslandi. Á mótinu voru auk íslenska kórsins, kórar frá Búlgaríu, Svíþjóð, Áusturríki, Tékkóslóvakíu og Ungverja- landi. Ekki verður annað sagt en að ferðin hafi gengið í alla staði sem best,“ sagði Egill. „Kórinn fékk framúrskarandi viðtökur, en hann söng fjórum Eru allar stúlkur svona fallegar á íslandi? var textinn við þessa mynd, sem birtist í ungverska dagblaðinu „Dunátúlí Napló“ 13. júní sl. sinnum, auk þess sem stúlk- urnar komu fram bæði í sjón- varpi og útvarpi. Áheyrendur tóku kórnum mjög vel og sama er að segja um blaðadóma og umsagnir, þar er allt á einn veg. Þá var okkur sýndur mik- ill heiður er ekkja Kodaly var viðstödd þá tónleika sem tekn- ir voru upp fyrir sjónvarp. Aðspurður um mótið sagði Egill: „Þetta var ekki keppni sem slík en allir fengu kórarn- ir umsögn dómnefndar. Sá sem hafði orð fyrir nefndinni er fjallað var um kór Öldutúns- skóla var tónskáldið Balázs. Sagði hann m.a.- orðrétt: „Kór- inn er mjög vel þjálfaður, raddirnar tærar og hreinar. Hljómurinn er jafn og fallegur og túlkun hinna vandasömustu verka á háu listrænu plani." Stúlkurnar vöktu allstaðar at- hygli fyrir prúðmannlega framkomu," sagði Egill enn- fremur, „og var þess sérstak- lega getið í blöðum. í kórnum eru 18 stúlkur á aldrinum 12-16 ára. í lok ferð- arinnar var kórnum boðið að sækja Ungverja heim í annað sinn árið 1985 „Megi tónlistin verða fyrir alla“. Kóriu ayngnr á trtfppMB ráMiwtaa í Kolmó undir stórri mynd af Kodaly og eiikuuanrtw kau. „Málefnið sanngjarnt“ — segir Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra um tillögur Félags ís- lenskra bókaútgefenda „MÉR finnst málefnið mjög sanngjarnt og tel að það geti orðið íslenskri bókaútgáfu mikil lyftistöng. Hins vegar er ómögu- legt að taka ákvörðun um það á þessu stigi, enda verður það að gerast í samráði við fjármála- ráðherra og ríkisstjórnina yfir- leitt,“ sagði Ragnhildur Helga- dóttir, menntamálaráðherra, í viðtali við Mbl. vegna tillögu Fé- lags íslenskra bókaútgefenda þar sem skorað er á ríkisstjórn Islands að fella niður söluskatt af íslenskum bókum. í tillögum Félags íslenskra bókaútgefenda segir að eðli- legt þyki að sama gildi um ís- lenskar bækur og innlend dag- blöð, sem undanþegin hafa verið söluskatti, þar sem ís- lensk bókaútgáfa eigi um þess- ar mundir við mikinn vanda að etja. WL Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Einbýlishús í Seljahverfi 190 fm gott tvílyft einbýlishús. Bíl- skursplata. Falleg loö Verö 3 millj. Raðhús við Sæviöarsund 140 fm einlyft gott raöhús, 20 fm bíl skúr. Byggingaréttur. Verö 3 millj. Við Furugrund 4ra herb. 95 fm falleg íbúö á 6. hæö (efstu) í lyftuhúsi. Þvottaherb. á hæö- inni. Bílhýsi. Verö 1,7 millj. í Norðurbænum Hf. 7 herb. 175 fm glæsileg ibúö á 2. hæö Þvottaherb. innaf eldhúsi. Sauna. 30 fm bílskúr. Verö 2,3—2,5 millj. Skipti æsk- ileg á einbýlishúsi í Hf. eöa Garöabæ. Við Mosabarð Hf. 4ra til 5 herb. 110 fm sérhæð. Bíl- skúrsplata. Fallegur garöur. Verö 1,6 millj. Við Álfaskeið Hf. 4ra til 5 herb. 108 fm mjög falleg íbúö á 2. hæö. 25 fm bílskúr. Verö 1,6—1,7 millj. Við Hraunbæ 3ja herb. 100 fm vönduö ibúö á 1. hæö. Tvennar svalir. Laus fljótlega. Verö 1350 þús. Viö Furugrund 3ja herb. 90 fm góö ibúö á 3. hæö. Verö 1450 þús. í Kópavogi 3ja herb. 80 fm vönduö ibúö á 1. hæö í fjórbýlishúsi. Herb. fylgir i kjallara húss- ins. Verö 1,5 millj. Við Kríuhóla 4ra herb. 117 fm góö íbúö á 1. haBö. Þvottaherb. innaf eldhúsi. Verö 1450 t>ú*. Við Eskihlíð 2ja herb. 70 fm góö íbúö á 2. hæö. Herb. i risi fylgir. Laus strax. Verö 1,2 millj. Við Fögrukinn Hf. 2ja—3ja herb. 75 fm góö íbúö. Verö 1050 þús. Við Vesturberg 2ja herb. 65 fm góö íbúö á 3. hæö. Verö 1050—1,1 millj. Laus strax. FASTEIGNA MARKAÐURINN óömsgotu 4 Stmar 11540 21700 Jón Guómundsson. Leó E Love lógfr ER FRAMTÍÐIN Nú bjóðum við þak og veggklæðningar úr stáli með inn- brenndum litum, hvítt, brúnt og rautt. Plöturnar eru 1.07 m á breidd. Lengd að óskum kaupanda allt að 10 m. klæðningarbreidd er 1 m. Klæðningsstálið er auðvelt í uppsetningu og hefur viðurkennda yfir- borðsáferð. Við afgreiðum alla fylgihlutit.d. við glugga, hurðir, horn, enda- samskeyti og kyli á þök. Afgreiðum pantanir á 2 dögum. Verðið er með því ódýrasta sem þekkist á þessu sviði. Leitið nánari upplýsinga í síma 33331. B.B. BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.