Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 Svartidauði skýtur aftur upp kollinum SVARTIDAUÐI, drepsóttin sem út- rýmdi fjórðungi allra íbúa í Evrópu á miðöldum, hefur á síðustu mánuðum oröið fjórum einstaklingum að bana í Bandaríkjunum. Rúmlega tuttugu tilfelli hafa komið við sögu heilbrigðisyfir- valda í Bandaríkjunum og óttast þau nú að nýr faraldur kunni að vera í uppsiglingu. Þrátt fyrir að bregðast megi við drepsóttinni með ónæmislyfjum, er hún ennþá talin vera lífshættu- leg. Benda líkur til að hún smitist einkum með flóm, sem virðast hafa dafnað einkar vel í þeirri vætu og kuldatíð, sem hrjáð hefur vesturströnd Bandaríkjanna í sumar. Einnig er talið líklegt að svartidauði smitist með dýrum, sem ánetjast hafa flóm. Sjúk- dómseinkennin eru gríðarleg hita- sótt, óráð og kirtlabólgur í hand- arkrika og nára. Eitt nýjasta tilfelli sjúkdómsins snertir dauða níu ára gamals drengs frá Klamath Falls í Ore- gon, en á undanförnum mánuðum hafði orðið vart við fjöldann allan af sjálfdauðum rottum á götum í borginni. Hafa íbúar allir verið hvattir til að sótthreinsa hunda og ketti með flóavarnarefni. Önnur dauðsföll af völdum svartadauða hafa orðið í Arizona, Nýju Mexíkó og Utah. Heilbrigðis- yfirvöld í mörgum bæjum og borg- um hafa varað ferðamenn við að hleypa húsdýrum lausum i al- menningsgörðum til að verjast út- breiðslu hinnar skæðu drepsóttar. Israelar sagðir hafa selt írönum vopn í stórum stíl ParÍD, 12. júlí. AP. HIÐ vinstrisinnaða franska blað Li- beration birti í dag frétt, þar sem sagði að ísraelar hefðu selt írönum vopn í stórum stfl þrátt fyrir öflugan and-zíónískan áróður hinna síðar- nefndu. Kvaðst blaðið byggja frétt sína á öruggum skjalfestum heimild- um. Sú sala, sem blaðið er einkum að vitna til, átti sér stað þann 24. júlí 1981. Var sá kaupsamningur und- irritaður af Kouchak Dehghan, Fé og happdrættis- miðar í barna stað Nýju Delhí, 12. júlí. AP. EASWARI Subramaniam, eiginkona bónda og tveggja barna móðir í litlu afskekktu þorpi í suðurhluta Ind- lands, getur ekki eignast fleiri börn en hún er nú litin öfundaraugum af öllum konunum í þorpinu, að því er segir í opinberri tilkynningu frá hér- aðsstjórninni. Easwari gekkst fyrir mánuði undir ófrjósemiaðgerð til þess að koma í veg fyrir frekari barneign- ir, en aðgerðir þessar eru af hálfu stjórnvalda til þess að stemma stigu við offjölgun fólks í landinu. Fyrir að gangast undir þessa að- gerð fékk Easwari sem svarar 460 íslenskum krónum og að auki 5 miða í happdrætti ríkisins. Og viti menn. Easwari datt í lukkupottinn. Dregið er mánaðar- lega í þessu happdrætti og strax í fyrstu umferð eftir að hún gekkst undir aðgerðina kom miði hennar upp i drættinum. Verðlaunin voru svimandi há á hennar mæli- kvarða, eða um 270.000 íslenskar krónur. Þá fékk hún aukavinning fyrir að eiga næsta númer fyrir ofan og neðan vinningsnúmerið. Indverjar, sem nú eru um 700 milljónir talsins, hafa verulegar áhyggjur af offjölgunarvandamál- inu. Miðað við óbreyttar aðstæður eiga þeir samkvæmt spám að vera orðnir 1400 milljónir um aldamót- in. Með hinum nýju aðferðum gera Indverjar sér vonir um að mann- fjöldinn verði ekki meiri en 980 milljónir árið 2000. aðstoðarvarnarmálaráðherra Ir- ana, og Jackob Nimrodi, fyrrum hernaðarmálafulltrúa ísraela við sendiráð þeirra í Teheran. Þriðja aðilann að samningnum sagði blaðið hafa verið fulltrúa alþjóð- legs fyrirtækis, Desalination Equipment Ltd. Samkvæmt fregn Liberation var samningurinn upp á tæplega 136 milljónir dollara. Var þannig frá málum gengið, að varningnum yrði pakkað sem um hverja aðra verslunarvöru væri að ræða og hann sendur með skipi til hafnar- borgarinnar Bandar Abbas. Mark- azi-bankinn íranski átti að sjá um greiðslurnar og var helmingurinn greiddur við undirskrift samn- ingsins og helmingur við afhend- ingu vopnanna. Segir Liberation, að sannanir blaðsins séu óyggjandi, þar sem fréttin sé byggð á afriti kaup- samningsins, sem blaðið komst yjf- Föllnum félaga fylgt til grafar Franskir gssluliðar bera hér kistu eins sex félaga sinna, sem létust í Beirút fyrir nokkrum dögum er mannlaus bygging, sem þeir voru að kanna, hrundi til grunna. Mikill vidbúnaöur á N-Irlandi í gæn Fjöldi lögreglumanna slasaÖ- ist í átökum við mótmælendur Belfmst, 12. júlí. AP. FIMM hundruð óeirðaseggir létu til sín taka um flmm klukkustunda skeið í bsnum Baflynahich, skammt frá Belfast, í nótt. í átökunum við þá slösuðust 20 lögreglumenn og tveir óbreyttir borgarar. Óeirðir þessar hófust aðeins nokkrum stundum áð- ur en skipulögð árleg ganga fólks af mótmslendatrú átti að hefjast. Lögreglumenn urðu að beita gúmmíkúlum á mannfjöldann til þess að sundra honum, en það Nítján ára nýsjálensk kjörin Ungfrú alheimur St. Louis, MisHouri, 12. júlí. AP. NÍTJÁN ÁRA gömul stúlka frá Nýja Sjálandi, Lorraine Downes að nafni, mikil áhugamanneskja um líkamsrækt, varð í gær- kvöldi hlutskörpust í keppninni um titilinn Ungfrú alheimur, sem keppt var um í St. Louis í Bandaríkjunum. Er úrslitin voru tilkynnt brast ungfrúin í grát af einskærum fögnuði. Það var forveri hennar, Karen Baldwin frá Bandaríkjun- um, sem krýndi hina nýkjörnu við mikla viðhöfn. Downes er ljóshærð og brúneygð. Ungfrú Bandaríkin, Julie Hay- ek, varð í öðru sæti keppninnar, en þriðja sætið kom í hlut ungfrú írlands, Robertu Brown. Alls komust 12 stúlkur í úr- slitakeppnina. Auk áðurnefndra voru þar á meðal Frederica Morro frá Ítalíu, Lee Lee Bang frá Singapore, Paola Ruggieri frá Venezúela, Karen Dobloug frá Noregi, Lolita Morena frá Sviss, Ana Garcia frá Spáni, Karen Moore frá Englandi, Nina Rekola frá Finnlandi og Loana Rabecki frá V-Þýskalandi. Unnur Steinsson, Ungfrú ís- land 1983, tók þátt í keppninni fyrir Islands hönd, en tókst ekki að komast í úrslitakeppnina. Hún kom heim snemma í morg- un með flugi frá Chicago. Alls er talið, að um 600 millj- ónir manna hafi fylgst með feg- urðarsamkeppni þessari í beinni útsendingu um víða veröld. Á meðan á keppninni stóð söfnuð- ust um 100 manns saman hjá Kiel-samkomuhöllinni til þess að mótmæla keppninni og öllu því umstangi sem henni fylgdi í St. Louis. Héldu þeir því fram, að kostnaðurinn við keppnis- haldið væri ekki undir einni milljón dollara. Ungfrú Indónesía var ein þeirra, sem tóku þátt í keppn- inni. Áður en hún hélt til Banda- ríkjanna fékk hún ströng fyrir- mæli frá stjórnvöldum heima- fyrir að koma alls ekki fram á baðfötum, þar sem það bryti í bága við siðferðiskennd múham- eðstrúarmanna. Andi Botenri, en svo heitir stúlkan, virti þessa beiðni stjórnvalda að vettugi og á nú yfir höfði sér fangelsisdóm er hún snýr heim. Ungfrú Indónesía, Andi Botenri, á yflr höfði sér fangelsisdóm I heimalandi sínu. tókst ekki fyrr en a.m.k. einni bif- reið hafði verið velt og eldur lagð- ur að henni og áðurnefndur fjöldi lögreglumanna slasast. Síðar í dag lösuðust 6 lögregumenn til viðbót- ar er mótmælendur örkuðu um 19 borgir og bæi á Norður-írlandi til þess að minnast sigurs Vilhjálms af Óraníu yfir kaþólikkum í orrustunni við Boyne 1690. Mikil spenna ríkti á Norður- írlandi í dag, þar sem 30.000 lög- reglumenn og hermenn voru í við- bragðsstöðu. Öllum sumarleyfum löggæslumanna var frestað af ótta við að viðtæk ólæti kynnu að brjótast út í þessari árlegu göngu mótmælenda. Breska fréttastofan Press Ass- ociation sagði í dag, að fregnir hefðu borist af því að írski þjóð- frelsisherinn hefði í hyggju mikla sprengjuherferð í samvinnu við aðrar skæruliðahreyfingar, eink- um úr röðum kaþólikka. Talið var að um 150.000 manns myndu verða á götum úti í Belfast í dag þegar fjölmennast yrði. Ríkti mikill ótti í Belfast um að mót- mælendur yrðu fórnarlömb hefnd- atárása kaþólikka. Til óláta kom í Londonderry í gærkvöld þegar 41 bensínsprengja sprakk á 14 mín- útum. Var markmiðið augljóslega það, að leggja höfuðstöðvar óran- íureglunnar í borgunni í rúst. Regla þessi er kennd við Vilhjálm af Oraníu, sem leiddi mótmælend- ur til sigurs í orrustunni við kaþ- ólikkana við Boyne.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.