Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 17 Banaslysið í Grímsey: Sáum ekki til þeirra sföasta spölinn Segir Alfreð Jónsson fréttaritari Mbl. (■rímsey, 12. júlí. VIÐ VORUM stödd við flugbraut- ina, 20—30 manns, og fylgdust með fallhlífarstökkinu, en þeir ætluðu að lenda á afmörkuðum bletti hérna rétt norðan við flugbrautina. Þeir komu hinsvegar niður austan megin við eyjuna og fóru í hvarf frá okkur séð og sáum við því ekki til þeirra síðasta spölinn. Aðdragandi þessa atburðar var sá, að seint í gærkvöldi kom hingað hópur fólks með flugvél frá Á þessum uppdrætti af Grímsey, sem Þorleifur Einarsson jarðfræðingur hefur gert, hefur staðurinn sem fallhlífastökkvararnir lentu á austan til á eyjunni veriö merktur og einnig staðurinn norðan við flugbrautina vestan til á eyjunni þar sem fyrirhugað var að lenda. Flugfélagi Norðurlands í því augnamiði að stökkva í fallhlífum í stjörnu sem kallað er, og lenda á afmörkuðum bletti rétt norðan við heimskautsbaug en það mun ekki hafa verið gert áður. í þessum hópi voru átta bandarískir at- vinnumenn í fallhlífarstökki að þvi er mér er sagt og voru þeir hér á landi á vegum Flugbjörgunar- sveitarinnar til að kenna fallhlíf- arstökk. Bandaríkjamennirnir átta, en ein kona var þeirra á meðal, og tveir íslendingar fóru með flugvél- inni í loftið héðan frá flugbraut- inni klukkan 01.58 í nótt. Það tók vélina um 10 mínútur að klífra upp í 14.000 feta hæð og stukku þeir þar út. Þau létu sig fyrst falla langleiðina niður án þess að opna fallhlífarnar, alveg niður í 3.500 feta hæð, að því er mér skilst. Þeg- ar þau opnuðu fallhlífarnar í þeirri hæð virðist það hafa komið í ljós að þau voru í það mikilli fjarlægð frá eynni að þau næðu varla inn á hana og hafa því farið að velta því fyrir sér hvar þau gætu lent, og varð því sjórinn fyrir valinu hjá þeim sem ekki náðu örugglega landi. Fimm þeirra lentu þá í sjónum skammt frá eynni, 4 komust inn yfir eyj- una en konan hefur lent utan í klettunum eða á brúninni og fallið niður í fjöruna þar sem ekkert er nema stórgrýtisurð undir. Bjargið er tæplega 100 metra hátt þarn^. Staðurinn þar sem þau lentu er norðarlega. í Sveinagarðabjargi, skammt frá þar sem heitir Vænghóll og Hrútagjá. Blanka- logn var á meðan á þessu stóð, en fjarlægðin á milli þess staðar þar sem þau lentu og fyrirhugaðs lendingarstaðar er um 2 kílómetr- ar þó þau hafi gert allt sem þau gátu til að ná inn til lands. Strax og okkur fór að gruna að ekki væri allt með felldu, en eins og áður sagði þá var staðurinn þar sem þau lentu austan megin á eyj- unni og í hverfi frá okkur, kölluð- um við flugmann vélarinnar upp og létum hann kanna máliö. Hann sá fljótlega að einhverjir höfðu lent í sjónum. Við sendum þá strax mann á vélhjóli suður að höfn þar sem við vissum að hrað- skreiðum báti. Fóru tveir bátar strax af stað, hraðbáðurinn Lukka frá Siglufirði og Fagranes frá Árskógssandi. Lukka kom á stað- inn eftir stuttan tíma og tók mennina úr sjónum og konuna úr fjörunni og sigldi með þau til - lands. Konan virtist látin um það leyti sem komið var með hana til hafnar, en flugvél hópsins fór strax með hana til Akureyrar þar sem læknir beið hennar og var hún flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Mennirnir sem lentu í sjónum voru búnir björgunarvestum sem fest voru við fallhlífarbeltin og i bvi á „Við erum allir felmtri slegniru Segja íslensku fallhlífastökkvararnir, Guölaugur Þórðarson og Sigurður Bjarklind Akureyri, 12. júlí. TVEIR AF þeim sem stukku úr flugvélinni, eru íslendingar. Þeir eru Sigurð- ur Bjarklind frá Akureyri og Guðlaugur Þórðarson frá Reykjavík. Mbl. ræddi við þá félaga í morgun. „Tildrög þessa stökks okkar eru þau, að sjö fallhlífarsstökkvarar frá Kaliforníu, allt mjög reyndir stökkvarar, hafa verið hér á ís- landi á vegum Flugbjörgunar- sveitarinnar í Reykjavík. Var til- gangurinn sá, að þeir kenndu með- limum sveitarinnar ýmislegt varð- andi fallhlífarstökk. Eftir að við höfðum verið við æfingar á Suður- landi, var ákveðið vegna hag- stæðra veðurskilyrða á Norður- landi að fara til Akureyrar og þar stukkum við allmikið í gær. Seinnipartinn í gær varð það svo að ráði, að leigð var Tvin Otter-vél frá Flugfélagi Norðurlands og var ætlunin að setja heimsmet i fall- hlífarstökki norðan heimskauts- baugs. Flogið var þangað og síðan stokkið út í 14.000 feta hæð. Veð- urskilyrði voru hin ákjósanlegustu og stokkið var út úr vélinni á rétt- um stað að okkar mati. Við viljum taka fram, að allur útbúnaður var mjög fullkominn, meðal annars var gert ráð fyrir því að allir kynnu að lenda í sjónum. Síðan gerðist það í niðurfallinu, þegar við reyndum að mynda svokallaða 10 manna stjörnu, að tveir okkar náðu ekki inn í hópinn. Við bár- umst aðeins austur fyrir eyjuna og varð það til þess að aðeins fjórum okkar tókst að stýra okkur inn til lendingar á eynni. Hinir lentu ýmist í fjöruborðinu eða sjónum, þó enginn langt frá landi. Rose- marie gerði tilraun til þess að ná inn til eyjarinnar, en sú tilraun hennar mistókst. Hún lenti utan í klettabeltinu og hrapaði niður klettana. Við teljum að þarna hafi átt sér stað átakanlegur atburður, Morgunbladid/ GBerg Sigurdur Bjarklind, Akureyri, og Guðlaugur Þóröarson, Reykjavík. sem í raun engum er hægt að kenna um, slíkir hlutir einfaldlega gerast. Öryggisútbúnaður allur var til fyrirmyndar, ekkert var að veðri, stokkið var út á réttum stað, en samt verður þessi sorgarat- burður. Við erum allri flemtri slegnir." G.Berg. Helgi Hálfdanarson: Bókmenntaverðlaun Fátt hefur vakið hatrammari úlfúð í þjóðfélaginu en svo kölluð verðlaun og styrkir til skálda og rithöfunda. Má nær einu gilda hvernig að hefur verið staðið. Vitrir menn hafa stundum á það bent, að allur sá gauragang- ur sé ekki annað en það sem hljóti að verða, þegar bók- menntaverk eru launuð opinber- lega samkvæmt huglægu mati, því eina mati sem lagt verður á list, en er að sjálfsögðu allsendis marklaust. Þó myndu rithöfundar sjálfir að líkindum manna síðastir leggja til, að þessari meingun í andrúmslofti menningarinnar yrði bægt frá, hvað sem því veld- ur. Ef líta ber á fjárveitingar þessar, hverju nafni sem þær nefnast, sem ölmusu handa bónbjargastétt, tekur ekki betra við, og gildir þá einu, hvort þiggjandanum er ætlað að skrimta á klípunni hálfan mán- uð eða eitt ár. Ef skáld er í borg- aralegu starfi, ætti því naumast að vera meiri vorkunn en öðrum að draga fram lífið á kaupinu sínu án þess að fá til þess auka- styrk af almannafé. Sé það hins vegar af einhverjum ástæðum atvinnulaust og ófært um að afla sér viðurværis, hvað á þá að verða um þann vesaling, þegar viku-, mánaðar- eða árs-hýruna þrýtur? Á hann þá að deyja drottni sínum úr ófeiti með þakklæti fyrir andagiftina? Bókmenntaverðlaun leysa engan vanda; þau eru, þegar bezt lætur, annaðhvort þarflaus eða gagnslaus. Þetta er ekki annað en hégómlegur ósiður, sem ís- lendingar hafa að ófyrirsynju dröslað heim í hlað frá útland- inu, þar sem alls konar tildur- sjóðir af því tagi hafa sprottið upp. Rithöfundur, sem er svo slyng- ur að geta lifað af list sinni einni saman, gerir það vitaskuld, ef honum sýnist svo. Þeir sem geta það ekki, eða kæra sig ekki um það, eiga þá skýlausu kröfu á hendur þjóðfélaginu að fá laun- að starf við sitt hæfi. Þá kröfu á hver maður, og siðferðileg frum- skylda þjóðfélags er að full- nægja henni. Og svo sem vinnu- stundum er háttað við flest boð- leg störf nú á dögum, verður tími til bókmennta-iðju engu minni en skynsamlegt er að kjósa, og brauðstritið ekki meira en skáldi er hollt til beinna skipta við eig- ið samfélag. Nú hefur enn verið stungið upp á verðlaunum, sem að þessu sinni yrðu meiri en áður hafa veitt verið hér á landi, fjárhæð sem endast skal einu teknalausu skáldi í eitt ár. Þar er um að ræða hugmynd um „bókmennta- verðlaun forseta íslands í minn- ingu Jóns Sigurðssonar". Og ekki er að sökum að spyrja, blaðadeilur blossa upp um leið og minnzt er á bókmenntaverð- laun. Jafnvel er látið að því liggja, að forseti hafi misbeitt valdi sínu eða valdaleysi með því að kynna hugmynd sína um þessi verðlaun áður en ríkis- stjórn og síðar alþingi hafi um hana fjallað. Slíkar dylgjur eru óréttmætar og ósmekklegar, enda viðurkennt, að forseti gerði ekkert í máli þessu fyrr en feng- ið var samþykki tveggja ráð- herra, sem hefðu væntanlega átt að taka í taumana, hefðu þeir talið þess þörf vegna formsgalla. Ef eitthvað verður fundið að málsmeðferð, hafa ráðherrarnir e.t.v. of snemma veitt hugmynd forseta helzt til fortakslausa við- urkenningu, svo sem þeir hafa drengilega gengizt við. Þetta er ekki annað en mjög lítilfjörlegt óhapp um formsatriði, sem allir ættu að gleyma sem fyrst. Hitt er svo annað mál, að sjálf hugmyndin um þessi verðlaun er óþörf, og myndi sízt bæta það ástand, sem illt er fyrir. Menn geta rétt hugsað sér hvernig framkvæmd hennar yrði, ef til kæmi. í umræðum um vígbúnað er sagt, að stórveldin eigi nú svo margar eldflaugar með kjarna- sprengjum, að til þess að koma þeim í lóg, séu menn farnir að svipast um eftir skotmörkum út um allar þorpagrundir í löndum hugsanlegra óvina auk hinna sjálfsögðu fórnardýra, sem búa í grennd við herstöðvar. Eitthvað því líkt gæti orðið upp á teningn- um, ef hér ætti að fara að veita „mikil“ bókmenntaverðlaun á hverju ári. Hætt er við að brátt upphæfist ramakvein, ýmist út af því, að örfáir menn, valdir af handahófi eða hlutdrægni (fleiri aðferðir eru ekki til), sætu að krásinni hvað eftir annað, eða að farið væri að löggilda annan hvern blekvöðul sem stórskáld, og myndi það naumast hækka staðalinn til muna. Þá yrði hnútukastið varla snyrtilegra en áður, og lítt fýsilegt að kenna þær íþróttir við sjálft samein- ingartákn þjóðarinnar, Jón Sig- urðsson. Það er hægt að skilja ráðherr- ana, sem hikuðu við að kæfa þessa hugmynd í fæðingu, svo sem hún er til komin. Og þó að þeir e.t.v. telji sér skylt að fylgja henni eftir á alþingi, úr því sem komið er, verður þeim tæplega legið á hálsi fyrir það. Hins veg- ar ætti að mega vænta þess, að alþingismenn skilji, þegar þar að kemur, að lögfesting þessarar tillögu, sem vissulega er sprottin af góðum hug, yrði samt til óþurftar, og fari ekki að bauka við að „laga“ hana, heldur hafni henni hreinlega. Engum ætti heldur að vera það ljósara en alþingismönnum, hversu margt þarf fremur fjár- veitinga við en sá hvumleiði hé- gómaskapur, sem allt verð- launa-fargan er í eðli sínu, þegar jafnvel brýnustu nauðsynjamál eins og skólahald og heilbrigðis- þjónusta eru víða í hneykslan- legum ólestri vegna fjárskorts. Væri ekki t.d. nær að verja þessu fé til þes's að bæta, þótt i litlu væri, úr neyð vangefinna’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.