Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ1983 Helgi Guðmundsson, formaður iðnþróunarnefndar Eyjafjarðarsvæðisins: Grundvallaratriði úrbóta að heimamenn séu reiðu- búnir að kosta til fjármunum Iðnaði almennt í landinu séu búin skilyrði til eðlilegrar þróunar um tvær meginaðgerðir að ræða, sem við leggjum til. í fyrsta lagi, að sveitarstjórnir á svæðinu marki sameiginlega stefnu nú þegar varð- andi opinberar framkvæmdir og raði þeim niður í því skyni að þær komi byggingariðnaðinum og sveit- arfélögunum að sem mestu gagni. Þarna skiptir meginmáli, að ríkis- valdið standi við sinn hlut í þessum framkvæmdum, sem því miður hef- ur síður en svo verið. í öðru lagi Akureyri, 7. júní. Sl. löstudag skilaði samstarfsnefnd um iðnþróun á Eyjafjarðarsvæðinu af sér ítarlegri skýrslu til iðnaðarráðherra um iðnað og iðnþróun á Eyjafjarðar- svæðinu fram til ársins 1990. Fyrrverandi iðnaðarráðherra, Hjörleifur Gutt- ormsson, skipaði nefndina 4. febrúar 1982 og er greinilegt að nefndarmenn hafi lagt mikla og góða vinnu í vinnslu þessarar skýrslu. Formaður nefndarinn- ar var Helgi Guðmundsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, en aðrir nefndarmenn voru: Gunnar Ragnars, Valdimar Bragason, Bjarni E. Guðlaugsson, Helgi Bergs, Sigurður Arnórsson, Sigurður Guðmundsson og Þóra Hjaltadóttir. Jón Sigurðarson tók á lokastigi sæti Sigurðar Arnórssonar í nefndinni. Morgunblaðið ræddi nýlega við Helga Guðmundsson um störf nefndarinnar og helstu niðurstöð- ur. — Hverjar eru helstu niðurstöð- ur, Helgi? „Fyrst af öllu vil ég taka fram, að nefndarmenn voru sammála um að gera ráð fyrir að Eyjafjarðar- svæðið næði aftur sínum hlut i fólksfjölgun á landinu miðað við það sem áður var. Undanfarið hef- ur svæðið vart náð meðaltalsmann- fjölgun og er það breyting frá því sem verið hefur. Við gerum ráð fyrir að fram til 1990 verði meðal- talsaukning á svæðinu 1,4% á með- an gert er ráð fyrir að landsmeðal- tal verði 1,1%. Varðandi helstu niðurstöður, þá má í fyrsta lagi benda á að verulegt átak þarf að geta í almennum iðnaði og að þær ábendingar og tillögur, sem nefnd- in gerir, geta skapað 500—600 ný störf. Þar að auki gerum við ráð fyrir að hagræðingaraðferðir og framleiðniaukning muni á þessu tímabili, þ.e. til ársins 1990, svara til 590 starfa í almenna iðnaðinum, Þetta svarar til þess að í þessum atvinnugreinum verði um að ræða 1.200 ársverka aukningu frá ástandinu í dag. Þetta sýnir ljós- lega og afar skýrt hina góðu stöðu iðnaðarins á svæðinu. Þá gerum við ráð fyrir að hlutfall þjónustugreina í atvinnulífinu aukist lítillega, eða úr 41,6% í 43,6% af heildarmann- afla. Á móti gerum við ráð fyrir nokkurri fækkun í landbúnaði og fiskveiðum. Segja má, að eina greinin í iðnaðinum, sem nú stend- ur verulega höllum fæti, sé bygg- ingariðnaður. í sambandi við þann iðnað gerum við tillögur um að- gerðir þegar i stað, sem komið gætu í veg fyrir varanlega fækkun mannafla í þessari grein. Þar er Úr Slippstöðinni bendum við á samræmt átak i við- haldi og endurbótum á eldri mann- virkjum." — Hvar liggja, að ykkar mati, helstu vaxtarmöguleikar í atvinnu- lífinu á svæðinu? „Fyrst skal þar nefna skinnaiðn- aðinn. Þar gerum við ráð fyrir að sútunin geti orðið fjórum sinnum meiri en nú er og það gefi skilyrði til framleiðslu á margfalt fleiri ljóst að framundan er á allra næstu árum veruleg endurnýjun á þessum skipum. Á því byggist þessi tillaga okkar. — Þetta eru tveir stærstu vaxtarbroddarnir í þessum efnum, en auk þessa leggjum við kapp á að efnt verði til ýmissa samstarfsverkefna á þessum og öðrum sviðum, sem eiga að geta leitt til umtalsverðrar fjölgunar atvinnutækifæra." — Þið nefnið sérstaklega raf- eindaiðnað. „Já, við leggjum sérstaka áherslu á að skotið verði fótum undir raf- eindaiðnað ýmis konar. Skilyrði eru fyrir hendi til þess að koma á fót öflugum rafeindaiðnaði, því ýmsar framleiðslugreinar, svo sem vefjariðnaður, skipasmíðar og frystiiðnaður, þurfa á mikilli þjón- ustu að halda í þessum efnum í flíkum úr skinnum en nú er, þannig að störfum í þessum iðnaði geti fjölgað um allt að 130 alls, þar með talin nokkur störf í öðrum greinum vefjariðnaðar. Varðandi málmiðn- aðinn leggjum við beint til að Slippstöðin hf. á Akureyri verði stækkuð um 50%, sem er tiltölu- lega ódýr framkvæmd miðað við þá aukningu á starfsmönnum, sem slíkt myndi orsaka, en við það eitt myndu myndast atvinnutækifæri fyrir 150 manns, en framkvæmdin er talin kosta á bilinu 50— 75 millj- ónir króna. Við skulum hafa það í huga, þrátt fyrir umræðu um minnkun skipastólsins í dag, að ís- lenski báta- og togaraflotinn er vel við aldur, eða 18 ára. Togaraflotinn okkar er að meðaltali tæplega 10 ára gamall, en meðallifaldur tog- ara er talinn vera 16 ár. Þannig er Helgi Guðmundsson, formaður Iðn- þróunarnefndar Eyjafjarðarsvæðis- WS. MorgunblaJið/G.Berg. framtíðinni. Ef við ekki komum upp þjónustu á þessu sviði, þýðir það einfaldlega að leita verður út fyrir svæðið að öðrum kosti. Slíkt viljum við fyrirbyggja." — Orkufrekur iðnaður hefur verið viðkvæmt mál á Eyjafjarð- arsvæðinu. Hver er niðurstaða nefndarinnar í þeim efnum? „Það er rétt. Deilur hafa verið upp um slíkt — og eru sjálfsagt enn. En nefnin varð sammála um að bygging orkufreks iðnfyrirtæk- is, sem veita myndi 200—250 manns atvinnu, væri af þeirri stærðargráðu, að ekki þyrfti að koma til umtalsverðrar röskunar á atvinnulífi né skaðleg áhrif yrðu á atvinnurekstur sem fyrir er. Þvert á móti, nefndin telur að þegar fyrir liggja athuganir er varða veðurfar og mengunarhættu, þá sé ástæða til að gera upp málið í heild. Fjöl- menni byggðar er slíkt á svæðinu, að við teljum að ekki þurfi að koma til verulegrar eða umtalsverðrar byggðaröskunar af völdum stór- iðjuvers. Við leggjum mikla áherslu á að sveitarfélög á svæðinu afli nægra upplýsinga sem fyrst um þessi mál og kynni þær fyrir almenningi. Til ýmissa pólitískra atriða varðandi stóriðju, svo sem eignaraðild útlendinga og fleira, tekur nefndin ekki afstöðu, enda liggur fyrir að nefndarmenn hafa þar mismunadi skoðanir." — Hvað gerist nú næst eftir út- komu þessarar skýrslu? „Ja, það er nú ekki okkar verk að segja til um það, en ég tel, að nú ættu atvinnumálanefndir, iðn- þróunarfélagið og aðrir aðilar, sem skýrslan varðar, að taka upp tillög- ur okkar og ábendingar og hrinda sem fyrst sem mestu af þeim í framkvæmd. Ég vil leggja sérstaka áherslu á það, að til þess að nokkur iðnþróun geti átt sér stað á svæð- inu þarf tvennt til. í fyrsta lagi, að iðnaði almennt í landi sé búinn eðlileg vaxtarskilyrði til eðlilegrar þróunar. í öðru lagi, og ekki síður mikilvægt, raunar grundvallar- atriði, að heimamenn sjálfir séu reiðubúnir til að kosta til þess fjár- munum og vinnu. Það er lykilatriði. Sama væri þótt við sem í þessari nefnd unnum, hefðum skilað 1.000 blaðsíðna skýrslu og komið með enn fleiri og ítarlegri tillögur, ef framtak heimamanna er ekki fyrir hendi, þá er slík athugun tilgangs- laus. Ég vil biðja framtakssama aðila á Eyjafjarðarsvæðinu — og raunar íbúa alla — að líta nú upp úr svartnættishugsunarhættinum, sem einkennt hefur umræðu um at- vinnumál um of á síðustu tímum, líta upp og huga að þeim möguleik- um sem fyrir hendi eru. Þeir eru miklir ef menn gefa þeim gaum. íbúar þessa lands hafa áður þurft að ganga í gengum kreppuástand og komist frá því. Það verður verk- efni okkar á næstunni að vinna að slíku á Eyjafjarðarsvæðinu." G.Berg. í deilum við „kerfið“ Bréf númer tvö til Ingvars Gíslasonar — frá Hallgrími Hróðmarssyni Mikið þótti mér vænt um, Ingvar, að ásókun mín um pennaleti þína var eitthvað málum blandin. Asök- unin var sprottin af símtali sem við áttum um þessi bréfaskipti og ann- aðhvort hef ég misskilið orð þín eða þú hefur gleymt að orða hugsanir þínar. En nóg um það — snúum okkur að tilefni bréfaskiptanna — þ.e. að umsókn minni um ársorlof var hafnað. KAliieg lögskýring? Þú segir í bréfi þínu: „Hallgrími Hróðmarssyni var synjað orlofs- ins, en ekki á röngum forsendum eins og hann gefur í skyn, heldur fyrir eðlilega túlkun á laga- og reglugerðarákvæðum og sérkjara- samningi Hins ísl. kennarafélags. Miðað við reglur, sem við var að styðjast, gat niðurstaðan ekki orð- ið nema á einn veg. Hér var hvorki um geðþóttaákvörðun né mein- bægni að ræða heldur ákvörðun sem gerð var á grundvelli eðlilegr- ar lógskýringar. Þetta bið ég Hall- grím Hróðmarsson að gera sér grein fyrir.“ Nokkru seinna seg- irðu um synjun orlofsins: „sú gerð var reist á því að kennarar geti sótt um orlof til að endurmennta sig í sérgreinum sínum (greinum á sínu „kennslusviði") en ekki til að hefja nám í „nýjum" greinum. Þetta er tiltölulega auðskilið mál.“ Þarna erum við komnir að kjarna málsins, Ingvar minn, en með nokkuð öðrum hætti en þú hyggur. Það er nefnilega ekkert í gildandi ákvæðum um veitingu orlofs sem kveður á um í hvaða greinum nám skuli stundað — sérgreinum eða nýjum greinum. Og það væri virkilega gaman að fá mat annars lögfræðimenntaðs Hallgrímur Hróðmarsson manns á því hvort hér er um „eðli- lega lögskýringu" að ræða. Kjarni málsins er að svo virðist sem ákveðnar reglur hafi skapast innan ráðuneytisins um hverjum skuli veita orlof. Þessar reglur eru algjörlega byggðar á túlkunum ráðuneytismanna og eiga sér enga stoð í gildandi ákvæðum. Og álit annarra virðist engu skipta t.d. hvorki stjórnar HIK né rektors MH — túlkanir ráðuneytisins skulu gilda. (Sjá nánar í bréfi mínu til Árna Gunnarssonar 6. júlí sl.) Breytt stefna Ingvar minn, þú segir það „vera umhugsunarefni, hvort breyta eigi þessum reglum, (um úthlutun inn- skot HH) marka nýja stcfnu í þeim anda sem Hallgrímur Hróðmars- son boðar". (Þ.e. að menn megi nema nýjar greinar í orlofi sínu eða greinar sem menn hafa ekki formleg kennsluréttindi í.) Og í síðasta kafla svars þíns þykist ég greina að skoðanir okkar séu ekki svo ýkja skiptar hvað þetta varð- ar. En það er annað sem mér finnst í rauninni meira um vert að ræða og það er að starfsmenn ráðuneytisins virðast geta skapað sér ákveðnar innanhússreglur sem eru ofar lögum, reglugerðum og samningum. Ef menn eru sam- mála um að ákveðin ákvæði skuli vera í reglugerðum eða samning- um þá er sjálfsagt að breyting sé gerð á gildandi ákvæðum. En túlk- anir ráðuneytismanna sem ég hef lýst í þessum bréfaskiptum eru fyrir neðan allar hellur. Einstaklingurinn og kerfiö Völd embættismanna „kerfis- ins“ hafa alla tíð verið mikið til umræðu manna á meðal. Öllum er ljóst að við verðum að hafa ein- hverjar reglur til að fara eftir í samskiptum einstaklinga við „kerfið". Best er ef þessar reglur eru í stöðugri endurskoðun og taki tillit til breyttra aðstæðna og skoðana manna almennt. En ég held að jafnframt sé flestum ljóst að ef embættismenn „kerfisins" setja sjálfir nýjar reglur og hafi einir dómsvald um hvernig eigi að túlka þær — þá séum við ekki á réttri braut. Hallgrímur Hróðmarsson er kenn- ari við Menntaskólann við Hamra- hlíð. .......................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.