Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 Harald G. Haraldsson og Jón Júlíusson í hlutverkum sínum í leikriti Þórunn- ar Sigurðardóttur, Guðrúnu, sem sett var á svið á síðasta leikári Leikfélags Reykjavíkur. Leikfélag Reykjavíkur: Rúmlega 61 þúsund áhorfendur á leikárinu RÚMLEGA 61 þús. áhorfendur sóttu sýningar Leikfélags Reykja- víkur á síðasta leikári; en því lauk nú fyrir skemmstu með leikför um Suðvesturland þar sem leikrit Kjartans Ragnarssonar Jói var sýnt, segir m.a. í fréttatilkynningu frá Leikhúsinu. 8 leikrit voru sýnd á leikárinu; þar af 4 af íslenzkum toga. Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo hlaut hins vegar mesta aðsókn, en rösklega 22 þús. manns sáu leikritið á 34 sýningum. Tvö íslenzk verk voru frumsýnd á leikárinu. Annars vegar Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson, sem sýndur var 54 sinnum og urðu áhorfendur tæplega 9 þús., og hins vegar Guðrún eftir Þórunni Sigurðardóttur. Þá var haldið áfram á nýloknu leikári að sýna Jóa eftir Kjartan Ragnarsson og Sölku Völku. Urðu sýningar á Jóa 50 talsins í vetur, en 142 alls. Auk ofangreindra leikrita voru þrjú erlend verk frumsýnd á leikárinu: írlandskortið eftir Brian Friel, franski gamanleikurinn Forseta- heimsóknin eftir Regó og Bruneau og sænska leikritið Úr lífi ána- maðkanna eftir Per Olof Enquist. I fréttatilkynningunni kemur einnig fram að fyrsta verkefni næsta ieikárs verður leikrit Jökuls Jakobssonar Hart í bak undir leik- stjórn Hallmars Sigurðssonar. Frumsýningin verður 14. sept. nk.; en á þeim degi hefði höfundur orð- ið fimmtugur. 8 leikstjórar og 33 leikarar störfuðu hjá Leikfélaginu í vetur og voru 17 þeirra síðarnefndu fastráðnir. 5 leikmyndahönnuðir áttu verk hjá leikhúsinu á liðnu leikári. Leikhússtjórar voru Stef- án Baldursson og Þorsteinn Gunn- arsson. Formaður Leikfélagsins er nú Jón Hjartarson, en fram- kvæmdastjóri Tómas Zoéga. "..3V0 feSRGÐI VIÐ RROHERRR'- SRMVISKU MINNRR VEGNR OG SEM RI^NEYTISSTJÖRI ÞINN HLV'T ÉG RÐ LEG6JR TIL RÐ VK> BVRJUM R RtoHERRRBÍLUNUM" The Dark Crystal Nýjasta afkvæmi Prúðuleikarapabbanna — eftir Sigurbjörn Aðalsteinsson Einu sinni I öóru sólkerfí langt langt í burtu frá okkur, lifðu verur mikillar speki og dyggóar. Þær bjuggu í stórum kastala vió strönd Sandhafsins neðan himins hinna þriggja sóla. Land þeirra var land fegurðar, gnægðar og góövilja. Síðan, eins og oft gerist, fóru þessar verur í burtu og skildu eftir „Hinn dökka krystal“ og mátt hans sem vitni um dularfulla burt- Tór þeirra. Kaldur skuggi féll á ver- öldina og vissi á illt. Ríki Skeksesa, af skriðdýraætt, hófst. Þeir hertóku kastalann. Þeir tóku krystalinn dökka í sínar hendur og notuðu mátt hans til ills. Þeir sem snérust gegn skrið- dýrunum dóu. Jafnvel spádómur- inn forni, um að smáar verur af ætt Gelfinga myndu binda enda á veldi Skeksesanna, gat ekki stöðv- að þá, því þeir höfðu fangað hinn fagurrauða hvirfilvind og drepið alla af ætt Gelfinga. En einhversstaðar lifði ungling- urinn Jen ennþá. Hann var Gelf- ingi. Á þennan hátt hefst nýjasta afkvæmi Jim Henson og Frank Oz, kvikmyndin The Dark Cryst- al. Við fyrstu sýn virðist þetta ekki ósvipað innihaldi þeirra ævintýra sem J.R.R. Tolkien skapaði fyrst með sögu sinni af Bilbo Baggins af ætt Hobbita í öðru sólkerfi langt langt í burtu fra okkur. í sögum Tolkiens er háð barátta á milli góðs og ills um yfirráð yfir hring sem gerir hvern þann ósýnilegan sem ber hann á fingri sér. í The Dark Crystal stendur baráttan hins vegar um máttugan kristal. Á honum er þó einn galli. Það vantar brot í hann sem kemur í veg fyrir að hið góða nái yfir- höndinni í heiminum aftur. Og heimurinn var að deyja vegna harðstjórnar Skekses- anna. Langt í burtu í dal nokkrum sem þeir höfðu ekki enn náð yf- irráðum yfir, dvaldi ættflokkur seiðkarla. Þeir voru uppalendur Gelfingsins unga, jen. Og sá tími kom að Jen var sendur úr dalnum með verkefni að leysa. Á leið sinni inní hið óþekkta hittir Jen annan ungan Gelfing. Hún hét Kira. Saman ætluðu þau að endurheimta týnda brotið úr kristalnum áður en brautir sólanna þriggja skær- ust og eyddu öllu góðu í heimin- um. Bretarnir Jim Henson og Frank Oz eru löngu heimsþekkt- ir fyrir sköpun sína á Prúðuleik- urunum. Jim, hinn eiginlegi fað- ir prúðanna, er röddin á bak við Kermit, Dr. Tönn, hundinn Rowlf, Waldorf og sænska kokk- inn svo einhverjir séu nefndir. Frank á rödd Fossa, Svínku og Dýra auk þess sem hann stjórn- aði álfinum Yoda í The Empire Strikes Back. Einnig mátti sjá hann í litlu hlutverki í myndinni An American Werewolf in Lond- on. Hugmyndin að TDC fæddist fyrir sex árum í samtali á milli Jim Henson og dóttur hans Lisu. Útlit persónanna í myndinni kom svo nokkru síðar er Jim sá ævintýrabók með teikningum eftir ungan Breta, Brian Froud. En þó að Jim Henson hefði þarna fundið mann til að skapa persónurnar var ekki til neitt sem heitið gæti handrit að myndinni. Hann hafði söguna í kollinum en hann vantaði tíma og næði til að koma henni á blað. Það gerðist í febrúar árið 1977 þegar hann varð veðurtepptur ásamt annarri dóttur sinni, Cheryll, á Kennedy-flugvellinum í New York. Þauð feðginin luku þá við tuttugu blaðsíðna grind utan um ævintýrið. Eftir það komu aðrir „Prúðuleikarar“ inní myndina, m.a. Frank Oz, David „Gonzo“ Golez og David Odell sem byrjaði að gera handrit úr þeim blaðsíðum sem Jim og Cheryll höfðu skrifað. Þar sem ljóst var að gerð TDC yrði geysilegt verk, fannst Jim að fólk sem stóð að kvikmyndun- inni sjálfri yrði að kynnast betur áður en lagt væri í ’ann. Þau byrjuðu þess vegna á því að gera myndina The Great Muppet nm, mmu /# V V Vandi barna í um- ferðinni Eitt mesta vandamál barna í umfcröinni er hversu lítil þau eru. Allt Iftur öðruvísi út frá sjón- arhæð barns en hjá okkur hinum fuljorðnu. Þetta getum við sann- reynt með því að setjast á hækjur okkar, t.d. á gangstéttarbrún. Þá fáum við sömu yfirsýn og börnin. Ef bíl hefur verið lagt við gang- stéttarbrúnina, sjáum við ekki yf- ir hann, þannig að ógjörningur er að sjá hvort bflar nálgast eftir akbrautinni. Við þetta bætist svo að bæði heyrn og sjón barna eru vanþroskuð, svo enn erfiðara verður fyrir þau að átta sig á að- vífandi hættu. Ökumenn leiða ekki hugann nógu oft aö því; svona er börnum ætlað að gæta sín í umferðinni. Smæð barnanna skapar líka erfiðleika hjá bílstjórum. Ein- att eiga þeir í erfiðleikum með að koma auga á þau, t.d. við þær aðstæður sem hér hefur verið lýst. Myndirnar sem hér fylgja með voru teknar um dag- inn á Hverfisgötu og sýna nokkuð skýrt þann mun sem er á yfirsýn barna og fullorðinna. Sömu aöstæður frá sjónarhorni barns (110 sm).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.