Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 íslending- ar í Alta EINS OG greint var frá í blaðinu í gær sigraði ísland í Kalott- keppninni í frjálsum íþróttum sem fram fór í Alta í Norður-Nor- egi um helgina. Frjálsar íþróttir eru greinilega í uppgangi hér á landi og þrátt fyrir aö ekki hafi fleiri en tvö íslandsmet verið sett, bættu margir sinn per- sónulega árangur viö þá góöu aö- stööu sem boðiö var upp á í Alta. Það var mjög athyglisvert að sjá hve góö keppnisaðstaða var í ekki stærra byggöarlagi en Alta. Þessi nýi völlur var tekinn í notkun aö- eins viku áöur en Kalott-keppnin var haldin þar, en þá fór fram meistaramót Noröur-Noregs í frjálsum íþróttum. Allir keppend- urnir voru mjög ánægöir meö aö- stööuna, nema kastararnir — sem fannst hringirnir heldur hálir er rigndi. Frjálsíþróttafólkiö fær mörg tækifæri til aö bæta árangur sinn enn frekar í sumar — og strax um næstu helgi veröur bikarkeppni FRÍ á dagskrá. Síöan rekur hvert stórmótiö annaö — sjö landa keppnin í Edinborg, Evrópumeist- aramót unglinga í Vín og Evrópu- meistaramótiö í Dublin. Hór á síöunni og þeirri næstu birtum viö fleiri myndir frá Kalott- keppninni í Alta. — SH. • fslendingar unnu öll boöhlaup Kalott-keppninnar með glaasibrag. Hér sjást sigurvegararnir ( 4x400 m boðhlaupi. I aftari rööinni eru frá vinstri: Egill Eiösson, Hjörtur Gíslason, Þorvaldur Þórsson og Guðmundur Skúlason. Fyrir framan standa svo frá vinstri: Berglind Einarsdóttir, Valdís Hallgrímsdóttir, Sigurborg Guðmundsdóttir og Helga Halldórsdóttir. MorgunbMM/skapii • Oddný Árnadóttir (nr. 2) önnur frá hasgri kemur í mark sem stgurvegari (100 m hlaupinu. • Siguröur Einarsson varð annar í spjótkastinu. • Ragnheiður Ólafsdóttir (tJi.) sigraði örugglega ( 800 m hlaupi. Hrönn Guömundsdóttir varð önnur. Hér eru þasr stöllur nýkomnar f mark. Morgunblaðið/ Skapti Hallgrímaaon. Jóhann afhenti verðlaun FRÍ tók á leigu þotu frá Arnar- flugi í ferðina til Alta og meö í ferðinni voru auk keppenda og fararstjóra margir frjálsíþrótta- unnendur — og var hér um að ræða stærsta hóp sem farið hefur utan á vegum FRÍ. Einn þeirra sem fór meö var Jóhann Jóhannesson, gamall ís- landsmethafi og meistari, og kunnur frjálsíþróttafrömuöur. Jó- hann er alveg aö veröa 87 ára gamall en lét sig ekki muna um aö skreppa til Alta og fylgjast meö keppninni. Jóhann afhenti verðlaun fyrir 110 m grindahlaup karla og á myndinni sóst hann óska Þor- valdi Þórssyni til hamingju meö þriöja sætiö. — SH. • Sigurður T. Blgurðsson stgreðt í stangarstökki. Hér reynir hann við 5,20 en fellir. • Jón Diðriksson kemur hér ( mark sem öruggur sigurvegari (800 m hlaupinu. Jón átti mjög góðan endasprett og keppinautar hans fengu ekki rönd viö reist. • Vésteinn Hafsteinsson varð annar ( kringlukastinu — og hann keppti einnig ( kúluvarpinu. Meö samtali við hann ( blaðinu (gær uröu þau mistök aö það birtist mynd af Guðrúnu Ingólfsdóttur. En hér er Vésteinn kominn — aö þessu sinni í kúluvarpinu. MorgunbMM/SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.