Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 • Hallgrímur á haimHi ainu (garfcvMdi. MofpwbliOIO' Ouðión. Nýtt heimsmet í Hallgrímur bætti metið í kúluvarpi um 1,36 metra „ÉG FÓR fyrst og fremst noröur til þess aö vera é hóraösmóti HSÞ sem fram fór um helgina síðustu. En svona til gamans og til aö freista þess aö setja nýtt heims- met þá tók ég þátt í kúluvarpi og mór tókst aó bseta þaö talsvert mikió og er aó vonum ánægöur meö það,“ sagöi Hallgrímur Jóns- son frá Laxamýri þegar Mbl. náói sambandi viö hann en hann var þá nýkominn aö norðan þar sem hann kastaði kúlunni 13,12 metra og bætti þar með heimsmetið í flokki 56 ára og eldri. Eldra metiö sem V-Þjóðverjinn Kult Werner átti var 11,76 þannig aö Hallgrím- ur hefur bætt það mikiö eöa um 1,36 metra. Hallgrímur er gamalkunnur íþróttakappi úr Þingeyjasýslunum. Hann tók lengj þátt í héraösmótum þar nyröra og í ár eru 36 ár síðan hann sigraði í fyrsta skipti á slíku móti, en þaö var í kringlukasti áriö 1947. Hann átti um tíma íslands- metiö í kúluvarpi auk þess sem hann átti mörg héraösmet. „Ég var mjög mikiö í þessu hér á árum áöur en í dag þá nota ég þetta meira sem nokkurs konar trimm. Ætli maöur reyni ekki aö skrifa út til aö fá þetta met staöfest af réttum aöilum því þaö er alltaf gaman aö eiga heimsmet," sagöi Hallgrímur Jónsson aö lokum. sus íslandsmetin í frjálsum íþróttum: Þau elstu eru að nálgast þrítugsaldurinn ÞAU ERU enn nokkur íslands- metin sem eru oröin ansi hreint gömul. Sum eru alveg viö það aö falla, en önnur virðast ætla aö standa í nokkurn tíma enn. Þegar fariö er yfir íslandsmetin í karlagreinum þá kemur í Ijóe aö elstu metin eru síðan 1957, eöa 26 ára gömul. Þetta eru metin í langstökki sem VII- hjálmur Einarsson á, 7,46 m, og í 100 m hlaupi, en Hilmar Þor- björnsson hljóp þá á 10,3 sek. fyrir 26 árum síðan. Vilmundur Vilhjálmsson jafnaöi þetta met áriö 1977 og síöar þaó ár hljóp hann á 10,46 og var þá mælt með rafmagnsklukku og jafn- gildir 10,46 á þannig klukku 10,2 ef tekið væri meö gamla laginu. Nú er allt útlit fyrir aö metiö hans Vilhjálms í langstökki fari aö falla, því Kristján Haröarson hefur þrívegis stokkiö lengra, en þaö hefur alltaf veriö of mikill meövindur þannig aö hann hefur ekki fengiö stökkin viöurkennd sem met. En Vilhjálmur á annaö met sem ekki eru líkur á aö veröi bætt á næstunni og er þaö í þrí- stökki. Þar stökk Vilhjálmur 16,70 metra áriö 1960 og stend- • Kristján Haróarson. Nu er varla nema tímaspursmál hve- nær hann bætir metið í há- stökki. ur þaö enn. Hástökkksmet Jóns Ólafssonar, 2,10, frá árinu 1965 var slegiö á dögunum í Kalott- keppninni og var þaö hinn ungi og efnilegi stökkvari Kristján Hreinsson sem þaö geröi þegar hann stökk 2,11 metra. í 4X400 metra boöhlaupi karla á sveit Ármanns íslandsmetiö síöan 1956, en þeir hlupu þessa vegalengd á 3:19,00. Áriö 1979 bætti landsliössveitin þetta met í landskeppni viö Luxemborg þeg- ar þeir hlupu á 3:15,2 en met Ármanns stendur enn sem besti árangur félags hér á landi. Frjálsíþróttakonur okkar hafa ekki slegiö slöku viö á mótum undanfarin ár og er elsta ls- landsmetiö hjá þeim aöeins síö- an 1976 en þaö er met Ingunnar Einarsdóttur í 200 m hlaupi, 24,6. Aö vísu hljóp Oddný Árnadóttir þessa vegalengd áriö 1981 á 24,63 tekið á rafmagnsklukku. Greinilegt er aö konurnar okkar eru ekki á því aö láta metin standa of lengi því flest ís- landsmet í þeirra greinum eru sett fyrir 1—2 árum síöan. Til gamans ætlum viö aö láta fylgja nokkur íslandsmet í grein- um sem ekki er keppt í nú til dags. 60 m hlaup: Hilmar Þorbjörnsson 6,7 sek. sett 1956. 100 m hlaup: Haukur Clausen 9,8 sek. sett 1949. Kúluvarp beggja handa: Gunnar Huseby 29,13 m sett 1951. Spjótkast beggja handa: Val- björn Þorláksson 101,74 sett 1961. Kringlukast beggja handa: Gunn- ar Huseby 82.75 sett 1950. sus Einar f jórði í spjótinu HEIMSLEIKUM stúdenta lauk í Edmonton í Kanada í fyrrinótt og síöasta daginn var keppt í spjót- kasti. Einar Vilhjálmsson tók þátt í því og lenti í fjóröa sæti. Var Einar nokkuð frá sínu besta — Tveir með fernu og einn með tvennu Tveir leikmenn í sama liöinu skoruðu fernu í sama leiknum í 4. deildinni um helgina. Þetta gerö- ist í leik Hauka og Hrafna-Flóka sem lauk með sigri þeirra fyrr- nefndu 14—0. Úrslit í 4. deild uröu annars þessi: A-riöill: Haukar — Hrafna-Flóki 14—0. Björn Svavarsson og Ómar Strange skoruöu 4 mörk hvor, Guöjón Sveinsson og Helgi Ei- ríksson 2 og Loftur Eyjólfsson og Þór Hinriksson eitt hvor. Reynir — Óöinn. Óöinsmenn mættu ekki. Stefnir — Bolungarvík 3—1. Hall- dór Antonsson, Þorsteinn Guö- börnsson og Örn Hólm skoruöu fyrir Bolvíkinga. Staöan í A-riöli: Haukar 6 5 1 2 1 32— 1 18— 6 9— 8 8—13 12—12 8—20 1—28 Reynir Bolungav. 7 3 1 Stefnir 7 15 Hrafna-F. 5 11 Óöinn 7 0 1 B-riðill: Augnablik — ÍR 2—4. Tryggvi Þ. Gunnarsson og Halldór Halldórs- son skiptu mörkum ÍR bróöurlega á milli sín og þeir Sveinn Ottósson og Birgir Teitsson skoruðu fyrir Augnablik. Grundarfjöröur — Lóttir 1—2. Sverrir Geirsson skoraði seinna mark Léttis en þaö fyrra var sjálfsmark. Mark Grundfiröinga skoraöi Kristján Ragnarsson. Stjarnan — Hafnir 1—1. Brynjólfur Haröarson skoraöi fyrir heima- menn en Einar Haraldsson fyrir Hafnir. Staöan í B-riöli: Stjarnan 7 4 3 0 16— 4 11 ÍR 7 5 0 2 18—14 10 Léttir 7 4 0 3 13—12 8 Augnablik 7 3 2 2 11 — 12 8 Grótta 6 2 13 16—15 5 Hafnir 7 12 4 10—14 4 Grundarf. 7 0 2 5 9—22 1 C-riöill: Drangur — Hveragerði 2—1. Árni Svavarsson skoraöi fyrir Hver- geröinga strax á 1. mín. en Ingvi K. Jónsson og Guöni Einarsson sáu um aö tryggja Drangi sigur. Eyfellingur — Arvakur 0—6. Ragnar Hermannsson skoraöi þrennu, Friörik Þór Friðriksson og Steinn Jónsson skoruöu hvor sitt markiö og ekki fengust upplýs- ingar hver heföi skorað siöasta markiö. Víkverji — Stokkseyri 4—2. Gísli Felix Bjarnason, Hermann Björns- son, Þröstur Sigurðsson og Finnur Thorlacius skoruðu mörk Vikverja en Páll Leó Jónsson og Sólmundur Kristjánsson skoruöu fyrir Stokks- eyri. íþróttir eru einnig á bls. 28, 29, 62 og 63| Staðan Víkverji Árvakur 7 Stokkseyri 7 Hverageröi 7 Þór 5 Drangur 6 Eyfellingur 7 C-riðli: 7 6 1 20— 5 20—10 19—15 13—11 8— 9 8—14 6—29 13 9 7 6 5 4 2 D-riöill: Glóöafeykir — HSS 0—2. Glóöafeykir — Hvöt 1—3. Þetta eru leikir sem voru leiknir fyrr í vikunni og haföi veriö frestaö. Staöan í D-riöli: HSS 4 3 0 1 15— 2 6 Hvöt 3 3 0 0 6— 1 6 Skytturnar 4 112 2—12 3 Glóöafeykir 5 0 14 1— 9 1 E-riðill: Árroöinn — Leiftur 1—1. Hilmar Baldursson skoraöi fyrir heima- menn í fyrri hálfleik en Leifturs- menn jöfnuöu í þeim síöari. Reynir — Vaskur 4—O.Tómas Viö- arsson skoraöi tvö mörk og þeir Guömundur Hermannsson og Fel- ix Jósafatsson eitt hvor. Vorboðinn — Svarfdælir 2—0. Páll Þ. Ómarsson skoraöi bæöi mörkin í þessum leik. Staöan í E-riöli: Leiftur 5 4 1 0 20— 3 9 Reynir 5 4 0 1 12— 3 8 Vorboöinn 6 3 0 3 12—14 6 Árroðinn 6 2 13 13—13 5 Vaskur 6 2 0 4 10—17 4 Svarfdælir 6 1 0 5 7—24 2 sus kastaöi 82,48 — en Islandsmetiö sem hann setti fyrir stuttu er 89,90 metrar. Sigurvegarinn, Sovétmaöurinn Dainis Koula, kastaöi 87,80 metra og náöi því strax í fyrsta kasti. Annar varö Helmut Schreiber, V- Þýskalandi, meö 84,12 og þriöji Stanislaw Gorak frá Póllandi meö 83,20. Ekaterina Fesenko frá Sovétríkj- unum sigraöi i 400 m grindahlaupi kvenna á 54,97, sem er nýtt heims- leikamet. Eiena Filipishina, landa hennar, varö önnur á 56,10 sek. í 800 m hlaupi karla sigraöi Ryz- ard Ostrowski, Póllandi, á 1:46,29. Gabriella Dorio, Ítalíu, varö fyrst í 1500 m hlaupi kvenna — hljóp á 4:07,26. Bandarísku stúlkurnar sigruöu svo í 4x100 m boöhlaupi. Þær settu nýtt heimsleikamet er þær fóru vegalengdina á 42,82 sek. Kanadísku stúlkurnar uröu í ööru sæti á 43,21 og þær sovésku í þriöja sæti á 44,20. Sovétstúlk- urnar áttu gamla metiö — 43,14 — og var þaö sett 1979. Tamra Bykova, Sovétríkjunum, vann hástökk kvenna. Hún fór yfir 1,98 m og er þaö nýtt heimsleika- met. Gamla metiö átti hin þekkta Sara Simeoni, (talíu, 1,96, sett 1981. Bandaríkin sigruöu einnig í 4x100 m boöhlaupi í karlaflokki. Þeir fengu tímann 38,50 sek. Kan- adamenn nældu í annaö sætiö á 38,69 og Sovétmenn uröu þriöju á 39,04. Stephan Harris, Bretlandi, sigr- aöi í 5000 m hlaupi karla — hljóp á 13:46,99 mín. Fathi Baccouche, Túnis, varö annar á 13:47,69 og Japaninn Shuichi Yoneshigeo þriöji á 13:48,13. Sovétmenn fengu langflest gull- verölaun á heimsleikunum aö þessu sinni, alls 59. Þeir fengu 29 silfur og 27 brons. Bandaríkja- menn fengu 12 gull, 22 silfur og 21 brons, og Kanadamenn fengu 9 gull, 10 silfur og 19 brons. í stiga- keppninni sigruöu Sovétmenn, fengu 920 stig — Bandaríkjamenn fengu 407, Kanadamenn 329 og ítalir 213. Aörar þjóöir komust ekki yfir 200 stig. islendingar fengu sex stig. Gefin eru tíu stig fyrir fyrsta sæti, og síöan fimm, fjögur, þrjú, tvö og eitt fyrir næstu fimm sæti. Hópferð á Skagann VALUR og Akranes leika í kvöld aö nýju í 1. umferö bikarkeppni KSÍ, en liöin skildu jöfn í síöustu viku eftir framlengdan leik. Nú veröur leikiö á Akranesi og hefst leikurinn kl. 20.00. Valsmenn efna til hópferðar á leikinn og verður lagt af staö frá Valsheimilinu aö Hlíðarenda kl. 18 — stundvíslega og ekiö síöan til baka strax aö leik loknum. Verö er kr. 150. Athygli er vakin á því, aö þeir sem veröa seinir fyrir geta tekiö Akraborgina frá Reykjavík kl. 19. Hún kemur á Akranes kl. 20 — eöa um leið og leikurinn hefst. Ef menn taka bílinn meö, ættu þeir ekki aö missa af mínútum leiksins. nema fyrstu 5 Leiðrétting í FRÁSÖGN okkar af meistara- móti íslands í sundi var sagt aö Ólafur Einarsson Ægi hefði oröiö í þriðja sæti í 1500 m skriösundi karla. Þetta er ekki rótt. Ólafur var meö forustuna þegar um 150 metrar voru eftir en hólt hann væri búinn þegar hann átti 100 metra eftir og stoppaöi, en hon- um tókst þrátt fyrir þetta aö halda ööru sætinu og synti á 18:52,81 og í þriöja sæti varö Birgir Gíslason Ármanni á 18:52,82. Beðist er velviröingar á þessu. SUS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.