Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 31 • Sæbjðrn Guðmundsson sækir að AsgoM EKsssynl. óskar Ingbnundsrson fylgist moð. MorgunbiaðM/ ouöjón Ovett og Cram á sigurbraut Heimsmethafinn í 1.500 m hlaupi, Bretinn Steve Ovett, sigr- aöi í gærkvöldi á Koen-leikunum í Hollandi í þessu hlaupi. í upphafi þriöja hrings var Ovett í fjóröa sæti, en er 200 m voru eftir tók hann mikinn endasprett og sigraöi á 3:38,94 mín. í gærkvöldi sigraöi annar Breti, Steve Gram, í 800 m hlaupinu. Þessi 22 ára gamli hlaupari, sem hefur átt viö meiösli aö stríöa undanfariö, hljóp á 1:46,36 mín. — sem er rúmum tveimur sek. lakari tími en hans besti. Frú Blankers Koen, sem stendur fyrir þessu móti — sem keppendur frá 24 löndum taka þátt í — vann gullverólaun á Olympiuleikjunum í London 1948. Víðir vann Völsung VÍÐISMENN sigruöu Völsung í i skoraöi eina mark leiksins er átta Garðinum í gærkvöldi 1:0 or liðin mín. voru til leiksloka. Úrslitin voru mættust í 2. deildarkeppninni í í nokkuó sanngjörn — en bæöi liöin knattspyrnu. léku ágætlega og lengst af var Þaö var Grétar Einarsson sem I leikurinn jafn. Tvö mörk hjá KR og Þrótti — en bæði dæmd af vegna rangstöðu „ÉG ER EKKI ánægður með að viö skildum ekki vinna þennan leik. Viö fengum fullt af færum sem viö nýttum ekki og ef við getum ekki kláraö okkur í svona leik þá líst mér ekki á það,“ sagði Ásgeir Elíasson þjálfari og leik- maður meö Þrótti eftir að þeir höfðu gert markalaust jafntefli við KR í l.deildinni í gærkvöldi. Þróttarar léku undan talsverö- um vindi í fyrri hálfleik og lóku þá með þrjá menn í vörn, fjóra á miðjunni og þrjá frammi. Ásgeir sem vanur er aö leika á miðjunni lék að þessu sinni í vörninni og stóð sig mjög vel, var besti maö- urinn á vellinum. Hann tók oft mikinn þátt í sóknarlotum Þrótt- ara sérstaklega ef um snöggar sóknir var aö ræöa. Hann er eld- fljótur og leikinn og hefur sjaldan verið betri en um þessar mundir. Það voru ekki nema tvö umtals- verö færi í fyrri hálfleiknum og í bæði skiptin voru þaö Þróttarar sem léku aðalhlutverkin. í fyrra skiptið var það Sverrir sem braust skemmtilega í gegn um vörnina og gaf góðan bolta á Júlí- us sem var frír inn í teig en hann var alltof seinn að átta sig og KR-ingum tókst að bægja hætt- unni frá. Þorvaldur fékk seinna færiö en var klaufi og skallaði yf- ir. í þeim síðari var meira fjör. Lið- in léku á köflum ágætlega en því miður voru þeir kaflar bæði of fáir og stuttir. Hvoru liði tókst aö skora eitt mark en þau voru bæði réttilega dæmd af vegna rang- stæðu. Það voru KR-ingar sem fengu opnustu færin í leiknum og skoruðu úr einu þeirra, en þaö var dæmt af. Sæbjörn komst einn inn fyrir og í stað þess að skjóta sjálfur þá renndi hann boltanum á Willum sem var rangstæður. Skömmu áöur var Sæbjörn í Fjórir Islendingar í Norðurlandaúrvalinu í GÆR var tilkynnt val á Norður- landaúrvali í frjálsum íþróttum sem mæta mun Bandaríkjamönn- um í ágúst næstkomandi í Stokkhólmi. Fjórir íslendingar eru í þessum hópi: Óskar Jakobs- son, Þórdís Gísladóttir, Einar Vilhjálmsson og Oddur Sigurðs- son. Þaö var fyrir tæpum tveimur ár- um að Örn Eiðsson, formaöur FRÍ kom meö tillögu á þingi forráöa- manna frjálsíþróttasambanda á Noröurlöndum, aö ræöa um þaö viö Bandaríkjamenn hvort ekki væri möguleiki á aö halda slíka keppni. Hinir leiötogarnir tóku dræmt í þetta þá, héldu aö Banda- ríkjamenn yröu ekki til viöræöu um slíkt, en annaö kom á daginn. Þeir fyrir vestan tóku mjög vel í þetta — og nú er keppnin orðin aö veru- leika. _ SH Frlðlsar Ibröttlr Tryggvi maóur mótsins • Tryggvi Helgason sundkappi fré BeWoasl var maður mótsins á meislaramóttnu í aundi um síðuaHi helgi. Tryggvi er hér á verðlaunapallinum ásamt Eövarð Eövarössyni fré NJarðvík (lengst til vinstri) sem varð í ööru sæti. Þriöji varö Arnþór Ragnþórsson frá Hafnarfiröi, en hér voru veitt verölaun fyrir 100 m. bringusund. Tryggvi var mjög nærri íslandsmeti, synti á 1:10,87. Eðvarð og Arnþór munu á næstunni fara til Frakklands þar sem þeir taka þátt í Evrópumeistaramóti unglinga en báöir hafa þeir náö tilskildum árangri til þátttöku þar. Tryggvi er á förum til Svíþjóðar þar sem hann mun æfa fram að Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Róm seint i ágúst. Á minni myndinni er Tryggvi með verðlauna- peningana sjö sem hann hlaut, svo og Pálsbikarinn sem forseti íslands gaf áriö 1958, en hann er veittur fyrir besta árangur á mótinu. Tryggvi hlaut einnig bikar fyrir besta árangur milli móta, en þeim árangri náði hann í Finnlandi þegar hann setti hið glæsilega fslandsmet í 100 m. bringusundi, synti á 1:10,77. Morgunblaöiö/ Skúli Sveinsson. góðu færi en skalli hans fór hátt yfir markið, óheppinn þar, hann Sæbjörn. Um miöjan hálfleik átti Ottó þrumuskot af 40 metra færi sem rétt sleikti slána á marki Þróttar og væri óskandi aö tengi- liðir, svo ekki sé talað um sókn- armenn, reyndu að skjóta meira á markið, þá fengju áhorfendur að sjá fleiri mörk og vonandi fjörugri leiki. Skömmu fyrir leikslok skor- aði Þróttur mark eftir aukaspyrnu sem var dæmt af vegna rang- stöðu, og leiknum lauk því með markalausu jafntefli. Einkunnagjöfin: KR: Stefán Jóhannsson 5, Willum Þórsson 5, Siguröur Indriöason 5, Ottó Guömundsson 7, Magnús Jónsson 5, Jósteinn Einarsson 5, Óskar Ingimundarson 5, Jón G. Bjarnason 5, Sœbjörn Guömundsson 5, Helgi Þorbjörnsson 5. Birgir Guöjónsson 5, Björn Rafnsson (vm) lók of stutt, Erling Aöalsteins- son (vm) lék of stutt. Þróttur: Guómundur Erl- ingsson 6, Þorvaldur Þorvaldsson 5. Ársæll Kristjánsson 6, Júlíus Júlíusson 5, Páll Ólafs- son 5, Ásgeir Elíasson 8, Sigurkarl Aöal- steinsson 6, Sverrir Pálsson 6, Kristján Jóns- son 7, Baldur Hannesson 4, Arnar Friöriksson 4, Daöi Haröarson (vm) 4. í stuttu máli. Laugardalsvöllur 1 deild KR - Þróttur 0-0 Gul spjöld: Stefán Jóhannsson KR Dómari: Ragnar örn Pótursson og slapp hann sæmilega frá erfiöum leik. Áhorfendur: 421. sus 2. deild Völsungur 9 5 2 3 11—6 12 Víðir 9 5 2 2 9—6 12 KA 8 4 3 1 15—8 11 Fram 7 5 11 10—4 11 KS 10 2 6 2 10—10 10 FH 9 3 3 3 15—12 9 Einherji 6 1 3 2 2—5 5 Reynir 9 1 2 6 6—20 4 Fylkir 9 117 10—17 3 1. deild ÍBV 10 4 4 2 19—11 12 UBK 10 4 4 2 10—5 12 ÍA 10 5 1 4 17—7 11 KR 10 2 7 1 10—11 11 ÍBK 9 4 14 12—14 9 Valur 10 3 3 4 14—18 9 Þór 10 2 5 3 10—12 9 ÍBÍ 10 2 5 3 11—14 9 Víkingur 9 1 6 2 6—8 8 Þróttur 10 2 4 4 9—18 8 Leikir í kvöld ÞRÍR LEIKIR eru á dagskrá í 2. deild knattspyrnunnar í kvöld. KA og Reynir leika á Akureyri, í Laugardal leika Fram og Fylkir, og á Vopnafirði mætast Einherji og Njarðvík. Allir hefjast leikirnir kl. 20.00. _ SH. Úlfar vann í einvígi Eínherjanna ÚLFAR Jónsson, kylfingurinn bráðefnilegi, sigraöi í Einherja- keppninni í golfi sem fram fór um helgina. Það er keppni þeirra kylfinga sem farið hafa holu í höggi. Engum tókst aö tara holu í höggi aö þessu sinni — en Úlfar sigraði, hann fékk 39 punkta. Sigþór Sæv- arsson og Sveinn Sigurbergsson uröu jafnir í ööru sæti. Báöir fengu þeir 38 punkta. Sveinn komst næst holu í upphafshöggi. Hópferð Vals á Akranes Stuömenn Vals efna til hópferðar á Akranes í dag. Brottför frá Valsheimilinu kl. 18.00. Fariö í bæinn strax að leik loknum. Verd kr. 150.- — Valsmenn! Fjölmennum og hvetjum okkar menn til sigurs. Stuðmenn Vals.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.