Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 5 7-------- Eru þeir að fá 'ann -> ■ i-------- Vié Lazá í Kjós. Mi—.G.»«Wt. Gengur vel í Laxá í Leir „Veiðin hefur bara gengið nokkuð vel það sem af er og hún hefur verið talsvert betri en í fyrra ef miðað er við svipaðan tíma. Það hefur hins vegar ekki veiðst eins mikið og möguleiki væri á þar sem áin hefur oft vax- ið mikið og þá er erfiðara að fanga laxinn en ella. Mest hefur þó veiðst neðarlega í ánni, lang- mest í Laxfossi," sagði Sigurður Sigurðsson í Stóra-Lambhaga í samtali við Morgunblaðið í gær. Sigurður hafði ekki nákvæmar tölur á reiðum höndum, en taldi þó óhætt að segja vel á þriðja hundrað laxa komna á land. Sagði Sigurður ennfremur að mikill lax virtist vera kominn í ána. Veitt er á sjö stangir nú, en þær voru færri í byrjun. Veiðin hófst 15. júní og voru íslendingar þá við veiðar. Gekk vel, um 100 fiskar komu á land og meðal- þunginn var afar góður, sárafáir fiskar undir 8 pundum. Erlendu veiðimennirnir tóku við um mán- aðamótin og hafa þeir veitt ágæt- lega og einungis á flugu, íslend- ingarnir heldur meira á maðk. Hins vegar hefur laxinn smækk- að nokkuð er á júlí hefur liðið. Stærstu laxarnir til þessa hafa verið 16 punda. sumri. Þegar á líður veiðist lax einnig í hinum vötnunum tveim- ur. Aðstaða fyrir veiðimenn er góð þarna. Reyndar er ekki veiðihús, en veiðifélagið Straumur, sem nýlega tók vötnin á leigu, hefur gert tjaldstæði þar sem góð fjöl- skylduaðstaða er fyrir hendi og heimilt er að nota báta. Veiðileyfi fást í Ferstiklu á Hvalfjarðar- strönd og í versluninni Utilíf í Glæsibæ. Dauft í Laxá í Aðaldal Heldur gengur veiðin rólega í Laxá í Aðaldal enn sem komið er, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk í veiðihúsinu við ána í gær, en þó er hún frek- ar að glæðast. Nú eru komnir um 230 laxar úr ánni, en það er mun minni afli en á sama tíma í fyrra. Áin er vatnsmikil og tiltölulega lítill fiskur genginn í hana enn og einnig er hann óvenju smár, en stærsti laxinn sem veiðst hefur nyrðra var 19 pund að þyngd. Flestir fiskarnir sem á land hafa komið hafa veiðst á maðk, en í Laxá er einnig veitt á flugu og spún. Veður við ána var ágætt í gær, þannig að ekki hamlaði veðrið veiðunum. Góð silungsveiði Mbl. hefur haft spurnir af mjög góðri silungsveiði í þremur fal- legum stöðuvötnum í Svínadal fyrir norðan Hvalfjörð, en úr neðsta vatninu, Eyrarvatni, fell- ur einmitt Laxá í Leirársveit. Hin vötnin heita Þórisstaðavatn í miðjunni og Geitabergsvatn efst. Þessi vötn hafa jafnan verið talsvert sótt enda ekki nema um klukkustundar akstur þangað frá Reykjavík. Bæði urriði og bleikja eru í vötnunum af ýmsum stærð- um og gerðum. Meira er af bleikju, en urriðarnir hins vegar yfirleitt vænni. Hafa margir fengið góðan afla þarna í sumar, auk þess sem góð laxavon er þeg- ar komið er fram í júlí. Fer lax- inn fyrst að veiðast neðst, þ.e.a.s. í Eyrarvatni og hafa þónokkrir laxar veiðst þar það sem af er Góð veiði í Haffjarðará Mjög vel veiðist nú í Haffjarð- ará, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, og eru nú komnir á land úr ánni um 200 laxar sem er um 50% betri veiði en á sama tíma í fyrra. Einnig er laxinn óvenju stór og hafa marg- ir vænir fiskar veiðst. Eins og kunnugt er er einungis veitt á flugu í Haffjarðará og einnig er talsvert um veiðar út- lendinga þar. Hins vegar nýta þeir veiðitímann ekki eins vel og Islendingarnir og veiða oft á færri stengur en leyfðar eru i ánni. Að sögn heimildarmanns blaðsins er mikill fiskur genginn í ána og útlit fyrir að vel veiðist þar í sumar. Ráðstöfun gengismunar: Aðeins framlag til loðnu- útgerðar í formi lána MORGUNBLAÐINU hafa nú borizt nánari upplýsingar um ráðstöfun gengismunar frá sjávarútvegsráðu- neytinu. Þar kemur fram, að aðeins munu 50 til 60 milljónir króna renna í Olíusjóð fiskiskipa, þar sem skuld sjóðsins er ekki meiri. Þá mun framlag til stofnfjár- sjóðs fiskiskipa ekki vera í formi lána. Það er aðeins framlagið til loðnuútgerðarinnar, sem verður með þeim hætti. Að öðru leyti stendur frétt blaðsins frá í gær. Árbók fornleifafélagsins ’82 ÁRBÓK Hins íslenzka fornleifafé- lags 1982 er komin út og er hún helguð minningu Kristjáns Eldjárns, fyrrum forseta íslands og þjóðminja- varðar, en hann var ritari fornleifa- félagsins 1945—79, formaður þess 1979—82 og ritstjóri Árbókarinnar 1949-82. í Árbókinni eru þrjár greinar eftir Kristján Eldjárn; um Þórs- líkneski svonefnt frá Eyrarlandi, Bragarbót vegna textaspjaldsins frá Skálholti og stutt grein, sem nefnist: Enn ein Uslarétt. Þór Magnússon skrifar í minn- ingu dr. Kristjáns Eldjárns og skýrslur um Þjóðminjasafnið 1981 og ’82. Guðrún Sveinbjarnardóttir skrifar um byggðarleifar á Þórs- mörk, Selma Jónsdóttir skrifar um helgimyndir úr tveimur hand- ritum, Lilja Árnadóttir er höfund- ur greinar um Anker Lund og altaristöflur hans á íslandi, Þórð- ur Tómasson er höfundur þriggja þátta, Elsa E. Guðjónsson skrifar um islenzka brúðu 1766, Árni Hjartarson og Hallgerður Gísla- dóttir um Skollhólahelli, Inga Lára Baldvinsdóttir um Daguerro- týpur á íslandi og fyrstu ljós- myndirnar og Árni Böðvarsson um Pálsmessu og kyndilmessu. Vilhjálmur örn Vilhjálmsson er höfundur greinar um heilaga Bar- böru og uppruna hennar, Sturla Friðriksson á í Árbókinni grein sem nefnist Papey eða Lundey og Jón Jónsson er höfundur greinar, sem nefnist Bjarnagarður í Land- broti. Aftast í Árbókinni er svo skýrsla frá fornleifafélaginu um aðalfund 1982. Formaður félagsins er Hörður Ágústsson, listmálari, og ritstjóri Árbókarinnar Inga Lára Bald- vinsdóttir, BA. Með Árbókinni fylgir registur yfir árbækur félagsins 1955—79, sem Vilhjálmur Einarsson hefur tekið saman. Bátur frá Hofsósi Súfavík, 13. júli. BESSI landaði hér 150 tonnum af þorski í gær og Jón Helgason frá Þorlákshöfn landaði 7 tonnum af rækju og í dag er Sigrún nú að landa hér 11 tonnum af rækju. Einn bátur var að bætast í flota Súðvíkinga, og heitir hann Fleygur og var keyptur frá Hofsósi. Fleygur er 14 tonna bátur og eigandi er Magnús Þorgilsson. í flota Súdvíkinga Miklar framkvæmdir standa hér yfir hjá Pósti og síma, en þeir eru að byggja hér símstöð, bæði afgreiðslustöð og fyrir sjálfvirka stöð. Einnig standa yfir miklar framkvæmdir hjá kaupfélaginu og er verið að endurbæta það, sem kannski var ekki vanþörf á. SBÞ styttir upp dagana 18.júlí-5.ágúst. * A meðan lokum við vegna sumarleyfa. Opnum aftur 8.agúst. XualvsiiKjastota Kristínar hf Byko-húsinu Nýbýlavegi 6 sími (91 )-43311

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.