Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 15 Margrét og Nickie við aefingar á heimili foreldra Margrétar á ísafirði sl. mánudag. Ljósm. Mbl. Matthías G. Pétursson. ísafjörður: Margrét Gunnarsdóttir og Nickie Stieda með hljómleika MARGRÉT Gunnarsdóttir píanóleikari og Nickie Stieda fiðluleikari halda hljómleika í Alþýðuhúsinu á ísafirði föstudaginn 15. júlí n.k. kl. 21. Á efnisskrá eru verk eftir Mozart, Beethoven, Jón Nordal og Grieg. Margrét er Isfirðingur, dóttir hjónanna Jónínu Einarsdóttur og Gunnars Jónssonar. Hún hóf píanónám hjá Ragnari H. Ragn- ar í Tónlistarskóla ísafjarðar, en að loknu stúdentsprófi var hún tvo vetur í píanónámi hjá Árna Kristjánssyni í Reykjavík. Síðan hefur hún verið við nám við Sweelenck Conservatorium í Amsterdam í Hollandi. Aðal- kennari hennar þar er Willem Brons. Meðleikari Margrétar á hljómleikunum verður Nickie Stieda. Hún er fædd og uppalin í Kanada en búsett í Amsterdam. Þar starfar hún sem fiðluleikari við hollensku útvarpshljómsveit- inni Radio Philharmonick. Farskip hí stendur fyrir hállsmánaðar íerð um marga dýrðlegustu staði þessara landa. Far með ms Eddu og rútubíl og gisting 12ja manna herbergjum alla leið kostar aðeins kr.: 15.900 Brottför 27. júlí Meðal viðkomustaða má neína: Bremerhaven, Hannover, Göttingen, Núrnberg, Múnchen, Salzburg, Neuschwanstein kastala, upptök Dónár, Schwartzwald (svörtu skóga), Baden-Baden, Heidelberg, Rúdesheim (hinn rómantiska Rinardal). Til að komast í þessa dýrðlegu íerð með heimamanni (hann Róbert okkar er ekki alislenskur, eins og þið vitið) þarí að panta þatttöku hjá Farskip hí, Aðalstrœti 7, sími 25166. Gengi 12/7 83 FARSKIP AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVÍK SÍMI 2 5166 Q !E liðíl kvi Hdl Sll kl.2l Ð HAGKAUP Skeifunni15 Hvað er til ráða? Ef gera á tilraun til endurbóta á núverandi heilbrigðiskerfi er auð- sýnt mál að endurskoða þarf fyrst og fremst það stjórnkerfi sem nú er við lýði. Það eru skiptar skoð- anir í landinu um það hvort hér eigi að ríkja miðstýring og sósíal- ismi eða minni rekstrareiningar, sem eru í betri tengslum við fólk- ið. Við sem búum á landsbyggð- inni höfum mörg persónulega reynslu af því Soviet-Islandi sem ríkt hefur í stjórnun heilbrigðis- mála undanfarin ár. Þessi mið- stýring hefur þróast þrátt fyrir það að mikill meirihluti lands- manna er henni andvígur. Hér þarf að snúa við blaði. 1. Alþingi á að veita ákveðnu fjár- magni til sveitarfélaganna þar til þeim hefur verið veittur sérstakur tekjustofn til þess að sjá um rekstur heilbrigðisstofnana sinna. Fari síðan rekstur þessara stofn- ana fram úr áætlun er það sveit- arfélaganna, eða þeirra einstakl- inga sem sjá um reksturinn, að greiða þann halla sem verður. Þetta virðist vera mjög einföld að- gerð, en gæfi þeim sem þekkja best til aðstæðna heima í héraði, kaupstað og borg, tækifæri til þess að verja þessum miklu fjármunum á þann hátt sem þarfir krefjast hverju sinni. 2. Setja þarf reglugerðir fyrir sjúkrahúsin hvert og eitt, þar sem starfsemi og markmið þeirra eru í aðalatriðum mörkuð. Það sætir furðu að svo skuli ekki enn vera gert og gefur satt að segja tilefni til þess að halda að verið sé vísvit- andi að brjóta eina grundvallar- reglu stjórnunar. En fyrsta regla skrifræðisins takmarkar ekki síð- ur vald yfirboðarans en undirsát- ans. 3. Rekstur læknamóttöku eða heilsugæslustöðvar er eðlilegast að hafa í höndum þeirra sem í rauninni bera ábyrgð á þeim. Rannsóknarstofur, minni sjúkra- hús og heilbrigðisstofnanir er áreiðanlega ódýrast að reka sam- kvæmt samningi. 4. Eftirlit, bæði faglegt og rekstr- arlegt eiga svo heilbrigðisráðu- neyti og landlæknir að hafa með höndum. Að endingu Læknisfræði telst til raunvis- inda. Engin raungrein mun þó eins blönduð andlegum efnum og einmitt hún. Læknislist voru lækningar lengi kallaðar og það vegna þess að þetta starf snertir svo ótal margt annað en það sem sannreyna má með prófum og rannsóknum. Heilbrigðisþjónustan er nú tæknivædd og það svo að mörgum finnst nóg að gert. Þessari þjón- ustu er eignað langlífi lands- manna, þó að líklegra sé að þar ráði lífskjörin fyrst og fremst ferðinni. Það er íhugunarefni hvort að þeim sem heilbrigðir eru í landinu í dag og vinnandi sé um of íþyngt og þá fyrst og fremst andlega. Hin aukna tiðni streitusjúkdóma bendir óneitanlega til þess. Þarfir fólks eru breytilegar, bundnar tíma og kjörum. Heil- brigðisþjónustan þarf því að vera sveigjanleg og í nánum tengslum við þessar þarfir. Miðstýrð heilbrigðisþjónusta getur aldrei orðið það. Bryaleifur H. Steingrímsson er héraðslæknir í Selfassi. "Ja, nein, bitte, danke,, er allt sem þú þarft að kunna. Hann Róbert sér um restina. TIL ÞÝSKALAP1DS OG AUSTURRÍKIS MEÐ RÓBERT ÁRNFINNSSYTiI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.