Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 Heimsókn til Oporto: Skór - skór -----------------------------og Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Sólin skein af heiðum portúgtílskum himni, þegar ég kom brun- andi á Escortinum í áttina til Oporto frá Braga, elskulegri borg í Norður-Portúgal. Þar var þá dagana verið að halda hátíð til heiðurs heilögum Jóhannesi og borgin var skreytt hátt og lágt, það var engu líkara en jólin væru að koma. Haft er á orði í Portúgal, að í Braga biðjist menn fyrir, læri í Coimbra, vinni í Oporto og skemmti sér í Lissabon. Alténd er iðnaðarframleiðsla með miklum blóma í Oporto og héruðunum þar í grenndinni. Tvisvár á ári síðustu fimm ár halda Portúgalir mikla skósýningu, Mocap, í Oporto, en um það þarf ekki að fjölyrða, að hlutur þeirra í skótausframleiðslu hefur aukizt bæði að gæðum og magni hin síöustu ár. Því var nú meðal annars erindi mitt í þessu ljúfa fríi að þekkjast boð Útflutningsráðsins og heim- sækja Mocap í Kristalshöllinni sem stóð í 3 daga, en þar eru flest- ar vörusýningar haldnar. Ég fór að velta því fyrir mér á leiðinni frá Braga, hvernig ég ætti að finna: í fyrsta lagi hótelið mitt Grand Batalha og síðan Kristals- höllina. Tvisvar áður hef ég komið til Oporto og hvergi hefur aðdáun mín á leigubílstjórum orðið jafn óskipt. Oporto er afar erfið borg ókunnugum, hún er jafn þung- iamaleg og ruglingsleg og Lissa- bon er aðgengileg. Hún tekur eng- um fagnandi í einum grænum, en býr yfir einhverjum þungum sjarma sem verður æ hugnanlegri eftir því sem maður kemur þangað oftar. En því miður er ég ekki búin að kynnast henni nóg til að rata um hana. Ég hafði skoðað kort af henni, en það reyndist til lítils. Var nú ljóst að ég yrði að velja milli kosta: keyra fram og aftur og upp og niður og út og suður í þeirri von, að ég myndi ramba á hótelið eða Kristalshöllina, ellegar grípa til annarra ráða. Svo að ég slakaði mér út úr bílnum á miðri umferð- argötu og varð af hið mesta flaut og fár meðal nærstaddra bílstjóra. En upp úr þvögunni fiskaði ég ágætan leigubílstjóra, sem síðan ók á undan eins og herforingi, fyrst til hótelsins og síðan til Kristalshallarinnar og þóttist ég nú heldur góð með mig. Þegar á Mocap kom var opnun- arathöfninni lokið, enda er hún sjaldnast löng né formleg. Hins vegar heyrði ég að það gæti verið að Eanes forseti Portúgals myndi heiðra sýninguna með því að heimsækja hana daginn eftir. Á Mocap sem nú var haldin sýndu áttatíu og sjö fyrirtæki haust- og vetrartízku 1984. Það vakti athygli mína, hversu áber- andi voru léttir og þægilegir úti- vistarskór, gönguskór sem íþróttaskór og átti þetta jafnt við um barna og fullorðinsskótau. Auðvitað sýndu mörg fyrirtæki einnig spariskó og greinilegt að sú tízka heldur sér, að hælar á kvenskóm hækki ekki að ráði, töluvert er um skemmtilega skondna bandaskó. í tengslum við skósýninguna var gestum afhent mikið rit og veglegt, sem skóframleiðendur gefa út árlega og voru þar talin upp í myndum og máli öll fyrir- tæki í landinu sem skó framleiða. Enda ekki nema lítið brot þeirra sem komast að í Kristalshöllinni. Yfirmaður skódeildar Intituto do Comercio Externo, Fernandes sagði mér að ástæðan fyrir því að mörg þekkt og gróin fyrirtæki voru víðsfjarri sé sú, að þau hafi fest sig svo vel i sessi, að við- skiptavinir snúi sér beint til þeirra. Það hafi orðið þróunin á Mocap, að nýrri fyrirtæki komi með framleiðslu sína á þessar sýn- ingar, en innan um voru auðvitað ýms þekkt fyrirtæki svo sem XAVI, Colibri, Pilar, Felmini og ýmis fleiri. Sýningin gefur því framleiðendum, sem eru að hasla sér völl ágætt tækifæri til að koma á framfæri varningi sínum. f greinargóðum bæklingi sem er gefinn út með öðrum plöggum um sýninguna fá öll fyrirtækin vitn- isburð um gæði, innkaupaaðilum til glöggvunar. En til þessarar sýningar streyma bæði erlendir og innlendir kaupendur og ýmsir urðu til að spyrja mig, hvernig á því stæði að „Maðurinn frá ís- landi“ væri ekki mættur á svæð- inu. Þar var átt við Steinar Waage, sem hefur gert sér tíðför- ult á þessar sýningar og bersýni- lega þekktur að öllu góðu. Eins og áður er getið hafa gæði aukizt hröðum skrefum í skó- framleiðslu, eftir því sem aðstaða fyrirtækjanna hefur verið bætt. Fyrir tiltölulega fáum árum var algengt, að nánast væri um fjöl- skyldufyrirtæki að ræða, skór voru smíðaðir í bílskúrum eða bakhúsum og sat fjölskyldan við. Nú hefur skipt um, fyrirtækjum hefur verið steypt saman og önnur fengið aðstoð til að víkka út starfsemina og bæta vélakost sinn og gæðaeftirlit verið hert innan fyrirtækjanna sjálfra. Árið 1973 framleiddu Portúgalir til útflutnings 4.662.818 pör af skóm að verðmæti í eskútum 538.161 þús. Árið 1978 fer hún að taka hressileg stökk, nær þá 9.437.377 pörum og á árinu 1982 komst hún I rúmar 14 milljónir - skór Eanes */*x* ~ PORTUGUESE SHOE SHOW SPRING - SUMMER - 84 17 -18 -19 June 83 Palócio de Crlstol PORTO - PORTUGAL Eanes er kominn til sýningarinnar. Frá tízkusýningunni. para og útflutningsverðmæti þeirra um 10 milljónir eskútos. Sem fyrr kaupa Þjóðverjar mest, um 18,5 prósent, næstir koma Bretar með 16,9 prósent. Af Norð- urlöndunum kaupa Svíar mest að um 11,2 prósent. Samkvæmt skýrslum keyptu íslendingar á ár- inu 1982 um þrjátíu þúsund skó- pör, þetta er aðeins 0,2 prósent af heildarútflutningi og hefur orðið eilítill samdráttur frá árinu 1981, þá munum við hafa keypt 0,3 pró- sent og má varla minna vera. Þó ber þess að geta, að íslendingar munu ekki alltaf kaupa skóna beint frá Portúgal, af einhverjum ástæðum, sem ég þekki ekki, láta sumir kaupin ganga gegnum Danmörku eða Englandi og því er trúlegt að þetta sé ekki nákvæm tala. En vissulega mættu skókaup okkar aukast til muna, enda ugg- laust hagstæðari en frá ýmsum öðrum þjóðum. Af heildarútflutn- ingi fara um 64 prósent til Efna- hagsbandalagsríkja og 24,5 pró- sent til EFTA-ríkja. Ég er að vísu ekki hagvön á vörusýningum, en allur undirbún- ingur virtist hinn ákjósanlegasti og aðstaðan í Kristalshöllinni fyrirtak. Þar eru básar fyrir sýn- endur, en svo er náttúrulega mis- jafnt hvað fyrirtækin eru lagin að raða upp varningi sínum, svo að gestir laðist að. Auk þess er þarna öll möguleg þjónusta sem nauð- synleg er talin, veitingaaðstaða í kjallara og svo mætti lengi telja. Oporto. Tízkusýningar eru tvisvar á dag fyrri tvo daga sýningarinnar. Ég horfði á eina slíka, á öðrum degi, fjörleg og litrík sýning og þar kenndi margra grasa. Fatnaður sýningarfólks bersýnilega gerður með tilliti til þess að athyglin dragist ekki um of frá skónum. Þarna hitti ég Joao Sousa Machado, yfirmann viðskipta- skrifstofunnar í Osló, sem einnig hefur með ísland að gera. Sousa Machado hefur nokkrum sinnum komið hingað og hefur lagt sig í framkróka við að efla viðskipti landanna. Hann sagðist vera undrandi yfir því að ekki skyldu neinir skókaupmenn koma á sýn- inguna að þessu sinni. Fyrsta kvöldið hélt svo stjórn sýningarinnar og forstjórar við- skiptaskrifstofanna erlendum blaðamönnum og bankastjórnum þeirra peningastofnana sem studdu Mocap herlega veislu í púrtvínskjallara í Gaia, handan Douro-árinnar, nánar tiltekið í Real Companhia Velha. Þar voru fyrst bornir fram ýmsir smáréttir, svo að ég var langt komin að verða södd þegar sezt var að borðum og bornar fram aðskiljanlegar krásir næstu tvo þrjá klukkutímana. Þarna rabbaði ég við m.a. for- stjóra ICEP í Angola, Rui Santos. Santos sagði að hann ætti að vera þrjú ár í Angóla og „ég hef nú afplánað tvö“. Hann sagði að ástandið í Angóla væri öldungis ótrúlega erfitt. Þarna á í hlut eitt auðugasta land Afríku og þar ríkir skortur á öllum nauðsynjum og þjónusta er auðvitað í lágmarki. Ferðaiðnaður er enginn og Luanda hálfgerð draugaborg. Samt er ljóst að það er merkilegt, hversu mjög samskipti Portúgals við fyrrverandi nýlendur sínar, Ang- óla og Mosambik, hafa batnað, því að fyrstu árin eftir að þau fengu sjálfstæði ríkti fullur fjandskap- ur. Flýðu þá úr landi hundruð þús- unda manna, margir af því sér- fræðingar sem Angólar máttu illa við að missa, en einnig alþýðufólk og kom flestir slyppir og snauðir til Portúgals. Ekki va'rð þetta til að bæta ringlureiðina sem var þá í Portúgal, en flóttamennirnir hafa sýnt mikla útsjónarsemi og ótví- ræðan dugnað við að reyna að koma undir sig fótunum á ný. Þarna um kvöldið barst forseta- heimsókn daginn eftir í tal, það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.