Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 19 Mengunarvaldur, eða hvað? — eftir Angantý H. Hjálmarsson Með þessari fyrirsögn á ég við dr. Gunnlaug Þórðarson, sem skrifaði í Morgunblaðið 29. júní sl., grein sem hann nefndi „Mis- notkun áfengis og þjóðarátaks". Greinina skrifar hann fyrst og fremst til að andmæla aðferðum SÁÁ við fjáröflun til lækninga- stöðvar fyrir áfengissjúklinga. Ég legg engan dóm á skoðanir dr. Gunnlaugs á því máli. Það má vel vera að þær hafi við eitthvað að styðjast, en það kemur mér ekki við. Samt vil ég geta þess að ég var einn af þeim sem gáfu fé til framkvæmdanna og ég er ekki farinn að sjá eftir því enn sem komið er, endaþótt ég hafi lesið grein Gunnlaugs. En Gunnlaugur hefur nokkurn formála fyrir grein sinni og þar kemur ýmislegt fram, sem ég held að hann hefði betur látið ósagt, enda virðist það ekki standa i neinu sambandi við aðalefni greinarinnar. Gunnlaugur er gáfaður og virt- ur maður og þess vegna má vænta þess, að ýmsir gefi orðum hans gaum og taki skoðanir hans sér til fyrirmyndar, og þá er ég kominn að tilefni fyrirsagnar minnar og tilefni þess að ég andmæli opin- berlega ýmsu sem kemur fram i inngangi greinar hans. Inngang- urinn er nánast sagt lofsöngur um áfengi og hóflega neyslu þess. Gunnlaugi er heimilt að nota áfengi á hvern þann hátt sem hon- um þykir henta, meðan það varðar ekki við landslög, sem ég býst ekki við að muni henda hann, en hann hefur engan siðferðilegan rétt á því að lofsyngja sitt eigið viðhorf í áfengismálum, ef tilgangurinn með því er að koma sem flestum til að neyta áfengis. Sé það hug- mynd Gunnlaugs, sem helst lítur út fyrir, er hann mikill mengunar- valdur í íslensku mannlífi. Gunnlaugur byrjar grein sína á þessum orðum: „Það er óumdeilt að vín og vín- yrkja eru aflvakar menningar og lista vestrænna þjóða. Áfengi er líka eitt besta meðal til þess að róa menn og vart getur betra svefnlausu fólki en áfengur bjór. Fátt er betra en áfengi til sátta manna á milli." Hér er mikið lof saman komið í fáum orðum og sannfæringar- krafturinn er svo mikill að flest auðtrúa fólk hlýtur að sannfærast um að hvert orð sé sannleikur. Hins vegar dylst engum, sem at- hugar þessar fullyrðingar betur, að sannleikurinn í þeim er fremur hæpinn. Ég er hræddur um að það sem Gunnlaugur telur óumdeilt, sé hins vegar ærið umdeilt, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Ein- hver mesti uppfinningamaður, sem uppi hefur verið, var Thomas A. Edison. Ekki neytti hann áfengis og hann sagði m.a.: „Áfengi í heilanum er eins og sandur í vélarhjóli." Ennfremur sagði hann: „Ég neyti aldrei áfengra drykkja. Mér hefur alltaf fundist ég þurfa á óskertri skynsemi minni að halda." Annar mikill uppfinningamaður og jafnframt einhver mesti lista- maður, sem uppi hefur verið, var Leonardo da Vinci. Ekki notaði hann áfengi og var notkun þess mjög mótfallinn. Það ætti að nægja að benda á þessa tvo mikilhæfu menn til að sýna fram á hversu fáránleg þessi fullyrðing Gunnlaugs er. Þó að hægt sé áð benda á menn sem sköpuðu listaverk undir áhrifum áfengis, getur enginn fullyrt að listaverkin hefðu ekki orðið enn betri og fullkomnari ef áfengis hefði ekki verið neytt. Og hver þessara manna afkastaði fleiri og betri verkum en þeir Edison og Vinci? Þá kem ég að þeirri fullyrðingu að áfengi sé eitt besta meðal til að róa menn. Það má vel vera að þetta eigi við þá menn sem eru orðnir háðir áfengi og hafa ekki aðra leið til að slappa af, sem kall- að er. Hins vegar getur Gunnlaug- ur þess ekki, að áfengi er mikið þekktara fyrir að gera menn óró- lega og uppivöðslusama og að flestir glæpir eru framdir undir áhrifum áfengis. Hann man það kannske ekki, að fangageymslur landsins tæmdust að mestu og löggæslumenn áttu náðuga daga vikurnar sem vínbúðum var lokað vegna verkfalls hér um árið. Þeir sem hafa vanið sig á að drekka bjór á kvöldin eiga vafa- laust erfitt með að sofna án þess að fá bjórglasið sitt. Að því leyti getur þessi fullyrðing Gunnlaugs staðist, en að alhæfa þetta er harla fáránlegt. Það mætti alveg eins með sanni segja: „Vart getur betra svefnlausu fólki en“ að fá sér bók að lesa, og fleiri aðferðir mætti nefna eftir því hvað hver hefur vanið sig á. Þá telur Gunnlaugur fátt betra en áfengi til sátta manna á milli. Það er nánast öfugmæli. Þó væri hugsanlegt að það gæti átt við í milliríkjasamningum eða við ein- hver þessháttar tækifæri. Áfengi er annars þekktast fyrir að valda ósætti og sundrung manna á milli og það held ég að flestir kannist við, þó að Gunnlaugur sé hins veg- ar á annarri skoðun. Það er ýmislegt fleira sem orkar tvímælis í grein Gunnlaugs, en þar eru líka ljósir punktar, og manni ber að virða það sem vel er gert. Á einum stað segir Gunnlaugur: „En þá er hins að gæta, að þeim sem ganga Bakkusi algjörlega á hönd, verður fyrr eða síðar alls staðar úthýst." Ennfremur segir hann á öðrum stað: „Hins vegar hefur það verið Angantýr H. Hjálmarsson „Heilbrigt almenningsálit er það eina sem komið getur í veg fyrir áfengis- vandann. En mér er spurn. Er Gunniaugur að skapa þetta heilbrigða al- menningsálit með grein sinni? Það held ég að sé langt í frá.“ heilbrigt almenningsálit, sem átt hefur sinn þátt í því að halda áfengisvandanum i skefjum hjá okkur, því það hefur löngum þótt til vansa að vera áfengissjúkling- ur.“ Þarna kemur dr. Gunnlaugur að kjarna málsins. Heilbrigt almenn- ingsálit er það eina sem komið getur í veg fyrir áfengisvandann. En mér er spurn: Er Gunnlaugur að skapa þetta heilbrigða almenn- ingsálit með grein sinni? Það held ég að sé langt í frá. Þessi lofsöng- ur hans um áfengið örvar örugg- lega ýmsa til áfengisneyslu, og þar með er hann orðinn einn af skað- legustu mengunarvöldum þessa lands, samanber greinar mínar, „Mengun í mannlífinu", sem birt- ust í Tímanum dagana 31. maí til 2. júní sl. Það má vel vera að ýmsir þeir, sem ekki hafa lesið áminnstar greinar, skilji ekki til fullnustu hvers vegna ég er að reka hornin í grein og skoðanir Gunnlaugs, en þá er hægurinn hjá að fara á safn og lesa þær þar, og það ráðlegg ég einmitt dr. Gunnlaugi að gera, ef hann sér ástæðu til að svara þessu greinarkorni mínu að einhverju leyti. Angaatfr H. Hjílmnrsson er kenn- nri rið Hrafnagilsskóla í Eyjafírói. / JH Ef þú mólar með STEINAKRÝLI fnl Mólningu hf þarftu ekki að bíða eftir málningarveðri! Frábærar niðurstöður fslenskra sérfræðlnga. Efnaverkfræðingar MÁLNINGAR h/f hafa staðið fyrir víðtækum prófunum á STEINAKRVLI í rúmlega þrjú ár. Niðurstöður þeirra eru m.a. þær, að STEINAKRÝL er hægt að nota á flestum árstfmum og STEINAKRÝL er endingargóð útimálning. STEINAKRÝL er þvi einstaklega hæf fyrir islenskar aðstæður. Duftsmitandi fletir valda ekki lengur erfiðlelkum. Með STEINAKRÝLI geturðu málað beint á duftsmitandi fleti án þess að eiga á hættu flögnun málningar, sem er óhugsandi með hefðbundinni plastmálningu. Rigningarskúr er ekkert vandamál. STEINAKRÝL er terpentínuþynnanleg málning, sem er óvenjulega hæf fyrir Islenskar aðstæður STEIN- AKRÝL endist. Rigningarskúr skiptir litlu máli, þú færð þér bara kaffisopa á meðan rigningin gengur yfir - og heldur svo áfram að mála; STEINAKRÝL þolir rigningu fljótlega eftir málun. Nú geturðu málað I frostl. Yfirburðakostur nýju útimálningarinnar frá MÁLNINGU h/f er einfaldlega sá, að þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af veðrinu. STEINAKRÝL er akrýlbundin útimálning með sléttri áferð. Þú getur málað með STEINAKRÝLI við mjög lágt hitastig. Jafnvel 110 gráðu frosti (celcius) ef þú endist til að mála I svo miklum kulda. STEINAKRÝL ENDISTI STEINAKRÝL • málningin sem andar málninghlf aal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.