Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 Videó 150 orginal VHS spólur til sölu, meö fjölbreyttu efni. Uppl. í síma 96-26111 milli kl. 13—16. Verslanir - Verksmiðjur Heildverslun getur tekiö aö sér aö leysa út vörur í banka og tolli fyrir verslanir og verksmiöjur, gegn sanngjarnri þóknun. Hægt er aö lána vörurnar nokkurn tíma. Vinsamlega leggiö nafn og símanúmer inn á afgr. blaðsins merkt: „Traust — 2113“. Er móða á rúðunum hjá þér? Ef til vill getum viö leyst þetta hvimleiöa vandamál fyrir þig. Viö veitum frekari upplýsingar og tökum á móti pöntun- um í símum 91-79846, 42867, 79420 og 99-1697. Fjöltak hf. Dalalandi 6 — Reykjavík (93-7369) (96-22308) Félagsheimili — Veitingahús Nckkur billiardborö verða til afgreiðslu í haust. Þeir sem áhuga hafa vinsamlega geriö pöntun. Verð ca 48.000- Skermaspil frá Löehe, V-Þýzkalandi. Stór skermur. Nýjasta tækni. Þrautreynd V-Þýzk gæðaspil. Aukaleikir sem kosta ekki neitt. Wí- is Gísli Jónsson & Co hf., Sundaborg 41. Sími 86644. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Joseph Campbell fréttamann AP _ Radwan, útaendari Khadafys. Skipun hans er: „DrepiA þennan óþekkta djöful." Þar er vitnað til Habre. lögðu stjórnvöldum til háþróuð vopn í baráttunni við uppreisn- armenn, en kennsla í meðferð þeirra hefur sömuleiðis setið á hakanum. Fréttaskýrendur hafa enn- fremur dregið gildi baráttuað- ferða stjórnvalda í efa. Stjórn- arherinn hefur reynt að sporna gegn uppreisnarmönnum hvar sem til þeirra hefur sést í land- inu og það hefur leitt af sér að hann er nú á víð og dreif um allt og varnirnar því máttlausari en ella. Hafa þeir bent á, að vitur- legra sé að safna liðinu saman á þeim stöðum þar sem bardagar eru hvað harðastir. Átök í Chad eru ekkert ný- næmi. Þar hefur borgarastyrjöld ríkt með hléum undanfarin 18 ár. Hefur iðulega verið haft á orði, að mun erfiðara sé að halda um stjórnartaumana í landinu en komast þar að völdum. Sú Stjórnvöld líta nú bæn- araugum til veðurguðanna Chad: MEI) FÁGUÐUM aðferðum, samansafni nútímalegs vopnabúnaðar og stuðningi flughers Líbýumanna, hefur uppreisnarmönnum í Chad tekist að halda uppi linnulausri sókn um norður- og austurhluta þessa fátækasta ríkis Afríku. Enn sem komið er hefur ekki tekist aó stöðva framrás uppreisnarmannanna þótt stjórnarher landsins hafi kaft appi tílburói í þá að er sama hvar á er litið, alls staðar hefur herliði upp- reisnarmanna tekist að sækja fram frá upphaflegum bæki- stöðvum sínum er sókn þeirra hófst fyrir mánuði. Sóknin hófst í eyðimörkinni í norðurhluta landsins, þar sem fáa fýsir að fara um. Állt frá þeim tíma hef- ur henni verið haldið markvisst áfram og uppreisnarmenn unnið sigra, sem vakið hafa mikla at- hygli fulltrúa þeirra vestrænu ríkja, sem styðja við bakið á stjórnvöldum í Chad í viðleitni þeirra til að brjóta sókn upp- reisnarmannanna á bak aftur. Þau átök, sem orðið hafa á milli uppreisnarmanna og stjórnarhersins á stöðum, þar sem óhægt er um vik, hafa stutt þær grunsemdir manna, að e.t.v. sé styttra í endalok ríkisstjórnar Hissine Habre en margan grun- ar. Stjórn Habre hefur setið að völdum í 13 mánuði. Fari svo, að uppreisnarmenn beri sigur úr býtum í baráttu sinni gegn stjórnarhernum, færði það Moammar Khadafy, Líbýuleiðtoga, á silfurbakka tækifæri til þess að treysta sig í sessi í löndunum fyrir sunnan Sahara-eyðimörkina. Chad, sem eitt sinn laut stjórn franskra, er umlukið á alla vegu og landa- mæri ríkisins liggja að fimm öðrum ríkjum; Súdan, Mið- Afríkulýðveldinu, Kamerún, Níger og Nígeríu, sem er fjöl- mennasta land álfunnar. „Hér er um miklu alvarlegra mál að ræða en deilu tveggja eyðimerkurleiðtoga, sem þeir geta síðan útkljáð sjálfir," lét vestrænn diplómat hafa eftir sér. Eins og staðan er nú er þetta hið gullna tækifæri Khadafys." Það er sjaldnast, að embætt- ismenn stjórnar Habres láti tækifærið ónotað að úthúða Khadafy og hans mönnum. Þá eru þeir ekki síður vakandi fyrir hverju tækifæri sem býðst til þess að koma á framfæri hjálp- arbeiðni við fulltrúa Vestur- landa. Hissine Habre eins og hann leit út er hann var í röðum skæruliða. „Við þörfnumst alls þess, sem hjálpað getur til við að brjóta sókn uppreisnarmannanna á bak aftur,“ sagði blaðafulltrúi Habre, Khamis Togoi. Það sem hann sagði helst skorta, væri nægilegur skortur á stuðningi við stjórnarherinn úr lofti. En þetta eru ekki aldeilis einu erfiðleikarnir, sem steðja að stjórn Habre í landinu. Ekki aðeins hefur stjórnarher- inn átt í erfiðleikum með að halda aftur af uppreisnar- mönnum heldur hefur honum og reynst erfiðleikum bundið að færa vígbúnað sinn á milli staða á nægilega skjótan hátt. Vega- kerfi landsins er nánast í molum og að koma vopnum og öðrum nauðsynlegum búnaði til víg- stöðvanna hefur verið hægara sagt en gert. Um helgina var aðalátakasvæðið mörg hundruð kílómetra frá höfuðborginni N’Djamena. Þá hefur það heldur ekki hjálpað upp á sakirnar, að nær enginn tími hefur reynst til að lappa upp á ónóga þjálfun her- manna, þar sem sókn uppreisn- armanna hefur verið svo hröð, að ekki hefur unnist tími til neins utan nauðvarnar. Frakkar staða er einmitt upp á teningn- um hjá Habre nú, þar sem hann stendur andspænis uppreisnar- mönnum, sem njóta stuðnings Khadafy, Líbýuleiðtoga. „Líbýa hefur látið uppreisnar- mönnum nútimaleg vopn í té,“ var haft eftir vestrænum dipló- mat i N’Djamena. Hann bætti því við, að hér væri ekki um nein gervivopn að ræða, alvaran væri augljós og baráttuaðferðirnar eftir bókinni. „Uppreisnarmenn eru ekki lengur illa búinn hópur fyrrverandi stjórnarhermanna Chad.“ í sókn sinni hefur uppreisnar- mönnum gefist sérstaklega vel að beita langdrægum sovéskum skotvopnum. Hafa þeir og beitt dæmigerðum hernaðaraðferðum Sovétmanna og það með góðum árangri. Þeir hafa verið með langdrægar flaugar, auk þess að hafa beitt loftvarnarflaugum með góðum árangri. Einkenni baráttuaðgerða þeirra er, að þeir flana ekki að neinu, heldur kanna jarðveginn með lang- drægu flaugunum áður en þeir láta til skarar skríða. Þannig hefur þeim tekist að hrekja varnarlínu stjórnarhersins á undan sér og forðast að mestu návígi. „A meðan þessu fer fram bíða Líbýumenn rólegir átekta," sagði vestræni diplómatinn, sem vitn- að er í hér að framan. „Þeir vilja sjá hver viðbrögð annarra ríkja, og þá ekki síst ríkja utan Afríku, verða áður en þeir taka sínar ákvarðanir. Það síðasta sem þeir vilja er að glopra þessu gullna tækifæri sínu út úr höndum sér.“ Það eina, sem talið er að geti hugsanlega stöðvað framrás uppreisnarmannanna, eins og málum er háttað nú, eru nátt- úruöflin. Regntímabilið hefst nú um miðjan júlí samkvæmt venju og þar sem vegir landsins eru ákaflega bágbornir eru þeir fljótir að spillast í vatnselgnum. Ekki leikur þó nokkur vafi á, að uppreisnarmenn gera sér einnig fulla grein fyrir þessari yfirvof- andi hættu. Spurningin er því aðeins sú hvort þeir ná að herða sóknina svo, að þeir nái N’Djam- ena á sitt vald áður en úrhellið hefst eða hvort þeir verða fórn- arlömb ytri aðstæðna. Þetta get- ur tíminn einn skorið úr um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.