Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 25 fltagnntliIfKfcft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakið. Innlendur sparn- aður og skattaleg rányrkja Hugmyndir Alberts Guð- mundssonar fjármálaráð- herra um að losa ríkisbúskap- inn úr ýmiskonar samkeppnis- og áhætturekstri hafa fallið í góðan jarðveg hjá almenningi. Þessum hugmyndum yrði bezt rudd brautin með því að al- mennur sparnaður, sem stýrt er til þátttöku í atvinnulífinu með kaupum á hlutabréfum, félli undir sams konar laga- og skattameðferð og annar sparn- aður, til dæmis spariskírteini ríkissjóðs. Ef laða á sparifé fólks að þátttöku í atvinnulífi, hvort heldur er til kaupa á ríkisfyr- irtækjum eða til að koma á fót nýjum meðalstórum eða stærri fyrirtækjum með takmarkaðri ábyrgð og án þátttöku opin- berra aðila, verður að breyta ákvæðum skattalaga á þá leið að hlutafé fá sömu meðferð og annað sparifé. Án þess leiða sparnaðarsjónarmið ekki til þess að almenningur leggi fé í fyrirtæki. Meginatriði skynsamlegrar skattheimtu felst í því að halda henni innan þeirra marka að hún rýri ekki skattstofnana, þ.e. að koma í veg fyrir skatta- lega rányrkju. Til lengri tíma litið skiptir það meira máli fyrir ríki og sveitarfélög að byggja upp skattstofna en skattstiga. Þetta meginatriði skynsamrar skattastefnu hefur ekki verið virt í þeim skatta- reglum sem gilda um íslenzk atvinnufyrirtæki. Þau hafa verið ofsköttuð. Það hefur nán- ast verið opinber stefna — „núllstefnan" svokallaða — að atvinnurekstur megi ekki búa betur en hanga á horrim. Þröngsýni af þessu tagi er höf- uðástæða þess að takmarkað sparifé, sem til hefur orðið í öfugsnúinni efnahagsþróun okkar, hefur fremur leitað ann- að en til beinnar þátttöku í at- vinnulífinu. Stýring innlends sparnaðar — með skynsamlegri skatta- löggjöf — til þátttöku í atvinnulífi, leggur jafnframt veg að verðbréfamarkaði, sem hér er skemmra á veg kominn en í hliðstæðum ríkjum. Meira máli skiptir þó að stuðla að al- mennum áhuga og átaki fólks til að byggja upp atvinnu- starfsemi; tryggja atvinnu- öryggi, auka framleiðslu- verðmæti og þjóðartekjur, sem lífskjörum ráða í landinu. Annað mál er að forsendur sparnaðar hér á landi hafa veikst verulega. Innlendur sparnaður hefur nánast hrunið á næstliðnum árum og er- lendar skuldir hafa hrannast upp. Þannig hefur verið búið að atvinnustarfsemi, samhliða samdrætti í sjávarafla, að verðmætasköpun í þjóðarbú- skapnum hefur gengið saman. Rýrnun þjóðartekna hefur ekki leitt til sambærilegs eyðslu- samdráttar, heldur komið fram í erlendum skuldum. Skulda- byrðin hremmir fjórðung út- flutningstekna 1983 og rýrir áframhaldandi lífskjör í land- inu. Meira en 100% verðbólga hefur hvorki auðveldað fólki að leggja fé til hliðar né styrkt stöðu útflutningsframleiðslu okkur í samkeppni við fram- leiðslu, sem býr við 5% til 10% verðris. Það er því meginmál að ná niður ríkjandi óðaverð- bólgu; skapa á ný forsendur fyrir innlendum sparnaði, hlið- stæðar þeim sem ráða ferð hjá þjóðum sem kunna fótum sín- um efnahagsleg forráð. Hugmyndir fjármálaráð- herra um sölu tiltekinna ríkis- fyrirtækja ýta undir þá kröfu að almennur sparnaður, sem ráðstafað er til atvinnuupp- byggingar í formi kaupa á hlutabréfum, njóti sömu skattameðferðar og annar sparnaður. Það er skýlaus rétt- lætiskrafa. Það er og höfuðforsenda bættra lífskjara í landinu að atvinnuvegunum vaxi fiskur um hrygg, að framleiðni þeirra og arðsemi aukizt, og þjóðar- tekjur vaxi. Þjóðin hefur það eitt sér til framfæris, ef grannt er gáð, sem atvmnuvegirnir skila henni í tekjum umfram tilkostnað. Ávísun á lífskjör, sem ekki er innistæða fyrir í þjóðartekjum, verður ekki leyst út nema á einn veg: með aukinni verðbólgu. Það skiptir og ríki og sveit- arfélög mestu ef til lengri tíma er litið að skattstofnar þeirra séu traustir og vaxandi. Skattaleg rányrkja leiðir hinsvegar til samdráttar í at- vinnulífinu og smærri skatt- stofna. Oft var þörf en nú er nauð- syn að virkja alla þá fram- taks-hvata með þjóðinni, sem unnið geta hana út úr þeirri efnahags- og verðþenslu- kreppu, er skert hefur lífskjör hennar um stundarsakir. — Breytt skattastefna, sem í senn örvar innlendan sparnað og beinir honum til atvinnulífsins, yrði spor í rétta átt. Fimm í stjörnu í 6.500 fetum. Þeir eru GuAlaugur Þóröarson, Jerry Swovelin Pat Moorhead, Pat Swovelin og Roger Williams. Þegar Larry Bagley hafði tekið þessa mynd bettist hann við í stjörnuna. Frftt fall í 8—8.500 fetum yfir Grímsey. Fimm fallhlífarstökkvaranna eru í stjörnu, en hinir eru frá vinstri talið: Rosemarie Abelsson og síðan saman þeir Sigurður Bjarklind og Jim Johnson. Island var alltaf hennar draumaland — segir Michel Burt, unnusti Rosemarie Albelson, sem fórst við Grímsey „ÍSLAND var lengi búið að vera draumaland Rosemarie. Þegar þessi ferð hingað stóð fyrir dyrum vildi hún ólm og uppvæg koma með og ég var mjög glaöur yfir því að hún skyldi fá þetta tækifæri til að heim- sækja fsland. Og ég veit, að henni féll mjög ve! að vera hér. Endalokin sá auðvitað enginn fyrir. Þau eru ekki í okkar valdi, en með ferðinni hingað rættist gamall draumur Rose- marie.“ Sá, sem svo mælir í samtali við Mbl., er unnusti Rosemarie Abelson, Michel Burt, félagi í fall- hlífarstökksveitinni „Free fall unl- imited“. Móðir Michel var íslenzk kona, Margrét Jónsdóttir Burt. „Upphaf þessarar íslandsferðar nú má rekja til þess, að í fyrra kom ég hingað til lands að fylgja móður minni til grafar," segir Michel. „Ég fór þá út á flugvöil og sá Guð- laug Þórðarson stökkva. Ég gaf mig á tal við hann og upp úr þessu þróaðist svo ferðin hingað. Rosemarie var fædd og uppalin í Winnipeg. Hún gekk í skóla með krökkum af íslenzku bergi brotn- um og átti marga vini í þeim hópi. Hún kom oft til Gimli og hún þekkti orðið vel ýmsa íslenzka siði og sögur, sem hún kunni vel að meta. Hún sagði mér til dæmis, að hún hefði tekið eftir því, að þegar íslendingar drykkju kaffi, þá styngju þeir alltaf molanum fyrst upp í sig, bitu í hann með tönnun- um og sypu svo á. Og þegar við svo komum hingað og settumst að kaffiborði með íslenzkum vinum, þá mikið rétt, hnippti hún í mig og þarna sat íslendingur og drakk kaffið alveg eins og hún hafði tek- ið eftir að Vestur-íslendingarnir gerðu. Ég tek að mér ýmis áhættuat- riði í kvikmyndum og Rosemarie var framleiðslustjóri, mjög fær í sínu starfi og vinsæl. Það var svo einkennileg tilviljun að ísland skyldi vera þessi hluti af okkur báðum og reyndar mun áþreifan- legri hjá henni en mér. Hvað gerðist við Grímsey veit ég ekki fyrir víst, frekar en aðrir. Rosemarie var mjög fær og hún tók ekki áhættu. Ef til vill feykti vindurinn henni á bjargið þegar hún ætlaði að beygja frá. Ég fyrir mitt leyti hélt að ég myndi lenda í sjónum talsvert frá eynni, en þá SKiKSIT Fallhlífastökkvararnir við flugvöllinn í Grímsey áður en þeir fóru í loftið aðfaranótt þriðjudagsins. Frá vinstri: Pat Swovelin og bróðir hans Jerry Sowvelin, Jim Johnson, Michel Burt, Sigurður Bjarklind, Rosemarie Abelson, Guðlaugur Þórðarson, Roger Williams, Larry Bagley og Pat Moorhead. Ljósmynd: Larry Bagley. fékk ég skyndilega austanvind með mér og komst upp í eyjuna. Einn félagi okkar stefndi í bjargið líkt og Rosemarie. Hann beygði frá því mjög nálægt og gat lent í fjöruborðinu. Hjá honum gekk allt vel. Hún fórst. Ég veit að ég á eftir að sakna hennar mikið. Hún var góður fé- lagi og ég unni henni heitt. Ein- hvern tíma mæta allir sínum ör- lögum. Það vitum við vel, sem stundum fallhlífarstökk. En það gerist líka á götu, ef til vill heima hjá þér. Einhvern veginn er eins og það bara gerist þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir. Og hjá Rose- marie gerðist það hér. Á íslandi sem var hennar draumaland." Michel Burt fer í dag með lík Rosemarie Abelson áleiðis til Winnipeg, þar sem útför hennar verður væntanlega gerð á laugar- daginn. Leiguflug fransks flug- jr félags til Islands umdeilt SÚ ÁKVÖRÐUN Matthíasar Bjarnasonar, samgönguráðherra, að veita frönsku flug- félagi leyfi fyrir þrjár leiguflugferðir hingað til lands í sumar, og Ferðaskrif- stofu Austurlands leyfí til að selja ferðir til Frakklands til að nýta ferðirnar til baka, hefur mælst misjafnlega fyrir. Morgun- blaðið hafði samband við talsmenn Flug- leiða, Arnarflugs og Ingólf Guðbrandsson, forstjóra ferðaskrifstofunnar Útsýn, og innti þá eftir skoðunum þeirra á þessu máli. „Rangt staðið að sölumálum“ — segir Björn Theodórsson hjá Flugleiðum „VIÐ höfum ekkert um þetta að segja nema það, að við tcljum að rangt hafí verið staðið að sölumál- um í sambandi við þessar ferðir miðað við þær reglur sem í gildi eru. Það eru reglur sem gilda um að hvernig á að selja leiguflug. leiguflugi á að fylgja með ákveðinn hótel- og dvalarkostn- aður og þessum reglum hefur ekki verið fylgt í sambandi við þetta flug,“ sagði Björn Theo- dórsson framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða í samtali við Mbl. í gær, vegna ákvörðunar samgönguráðherra. Aðspurður sagði Björn, að rétt væri að Flugleiðir hefðu ákveðið að fella niður þrjár flugferðir til Parísar í sumar, en sú ákvörðun hefði ekki verið í beinum tengsl- um við þetta mál. „Vinnubrögð sem tíðkast“ — segir Stefán Halldórsson hjá Arnarflugi „ÞAÐ ER þannig og hefur alltaf verið varðandi leiguflug, að ísland á ákaflega erfítt með að standa gegn umsóknum leiguflugfélga i hinu landinu þannig að franskt flugfélag er i sjálfu sér alveg jafn rétthátt til að fljúga með farþega í leiguflugi á milli Frakklands og ís- lands eins og íslenskt. Þetta eru þau vinnubrögð sem tíðkast í Evr- ópu,“ sagði Stefán Halldórsson hjá Arnarflugi í samtali við Mbl. í gær. „Við höfum núna í sjö ár stað- ið í samningagerð og leitast við að fá samninga um leiguflug til og frá íslandi og við höfum alla tíð gert okkur grein fyrir því að við erum í samkeppni, ekki bara við önnur íslensk flugfélög, held- ur einnig við erlend flugfélög ef því er að skipta. Ef við erum ekki samkeppnisfærir um verðið, þá eru þess fjölmörg dæmi að er- lend flugfélög hafa flogið með erlenda farþega til landsins og íslenska farþega frá landinu. Að þessu leyti kemur þessi ákvörð- un samgönguráðuneytisins okkur ekki á óvart og við höfum enga sérstaka athugasemd við hana að gera. Það sem málið snýst um er að samkeppnis- möguleikar séu fyrir hendi,“ sagði Stefán. „Við vorum núna rétt í þessu að fá synjun frá ráðuneytinu við umsókn okkar um leiguflug til Þrándheims og ástæða ráðu- neytisins var sú, að Þrándheim- ur er inni á Flugleiðasvæði, ef svo má segja. Þetta er að þeirra mati of nálægt þeirra áætlun- arstað og er raunar í þeirra áætlunarlandi. Eftir því sem ég best veit, þá gæti norskt flugfé- lag alveg flogið þetta flug og ís- lendingar ekki gert athugasemd við það. Þetta sýnir, að ráðu- neytið á í ákveðnum erfiðleikum með að halda uppi þessari svæðaskiptingarstefnu," sagði Stefán Halldórsson að lokum. „Vegið að íslenskum flugrekstri“ — segir Ingólfur Guðbrandsson forstjóri ferðaskrifstofunnar Útsýn yÉg er auðvitað hlynntur því, að Islendingum gefíst kostur á sem ódýrustum fargjöldum milli landa. Enda þykist ég hafa stuðlað manna mest að því sjálfur með því að halda uppi leiguflugi með ís- lenskum flugfélögum í meira en tuttugu ár á verði sem er hlutfalls- lega lægra miðað við vegalengd en þetta umrædda Parísarflug," sagði Ingólfur Guðbrandsson forstjóri Ferðaskrifstofunnar Útsýn í viðtali við Mbl. vegna ákvörðunar sam- gönguráðherra. „Samgönguráðherra hlýtur að vita um offramboð íslensks leiguflugs við núverandi aðstæð- ur. Of mikil dreifing viðskipt- anna stuðlar að verri viðskipta- kjörum og hækkar ferðakostnað- inn þegar til lengri tíma er litið. Ég tel það algjörlega siðlaust og óverjandi að vega að íslensk- um flugrekstri á þennan hátt og heimila erlendu leiguflugfélagi að taka hér upp íslenska farþega á áætlunarleið íslensks flugfé- lags þegar vitað er að áætlunar- flug beggja íslensku flugfélag- anna berst í bökkum. Þetta flug og auglýsing þess hér á landi er brot á öllum lögum og reglum um íslensk ferðamál. Hér er ver- ið að grafa undan íslenskum hagsmunum, bæði flugfélag- anna, ferðaskrifstofanna og í raun þar með neytenda. Erlend flugfélög hafa öll gefist upp á því að reka áætlunarflug til Islands. Hvað ætlar ráðherrann að gera ef íslenskt áætlunarflug leggst niður? Er ríkisjatan tilbúin að taka við?“ sagði Ingólfur Guð- brandsson að lokum. „Þetta var erfitt en skemmtilegt“ Rætt við Unni Steinsson sem kom heim i gær „ÞETTA VAR í einu orði sagt erfitt,“ sagði llnnur Steinsson fegurðardrottn- ing íslands aðspurð um Miss Universe keppnina. Hun kom heim í gærmorg- un, eftir þriggja vikna dvöl í Saint Louis í Bandaríkjunum þar sem keppnin fór fram. „Þessi ferð var mjög skemmtileg samt sem áður og ómetanlegt tækifæri til að kynnast fólki og sjá sig um,“ sagði Únnur. „Dagskráin hjá okkur var bara svo stíf að stundum var maður alveg að gefast upp. Hitinn var líka ofboðsleg- ur og þegar manni féll ekki við mat- inn, hugsaði maður með söknuði heim til hafgolunnar og físksins. Þessi keppni leggur mikið upp úr sviðssetningu, söng og dansi og sér- stök sjónvarpsstöð sér um að sjón- varpa frá þessu. Við þurftum því að æfa heilu dagana fyrir hverja sýn- ingu, en þær voru þrjár. Á þeirri fyrstu sem var opnunarkvöld komum við fram á þjóðþúningum og kynnt- um okkur. Viku seinna hittum við svo dómnefndina, og komum við þá aftur fram í þóðbúningum og á síð- um kjólum og sundbol. Kvöldið fyrir krýninguna fórum við í persónuleg viðtöl við dómnefndina og töluðum við hvern og einn í fimm til tíu mín- útur. Þetta voru allt einhverjir þekktir menn, söngvarar, boxarar og blaðaútgefendur. Milli æfinga fórum við í átta manna hópum í skoðunar- ferðir um nágrennið og voru teknar kvikmyndir af okkur fyrir sjónvarps- þáttinn. Á kvöldin voru svo ailtaf einhverjar veislur og boð og var maður oft alveg búinn eftir daginn. En þrátt fyrir þessa stífu dagskrá var alltaf gaman hjá okkur. Ég deildi herbergi með ungfrú Kanada, kom okkur mjög vel saman og urðum góð- ar vinkonur. Úrslit keppninnar komu á óvart eins og endranær. Ungfrú Nýja Sjá- land heitir Lorraine og er ósköp lát- laus og venjuleg stelpa, annars kynntust henni fáir því hún var mjög hlédræg meðan á keppninni stoð.“ Unnur fer svo I aðra keppni í haust, Miss World, og verður hún haldin í London. Unnur kynnir sig Undirbúningur fyrir eina sýninguna. Unnur Steinsson og ungfrú Finnland, Nina Rekola, að setja f sig rúllur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.