Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 Pourqoui pas? leið- angrinum frestað FRANSKA köfunarleiðangrinum sem fyrirhugað var að kæmi hingað til lands í sumar í þeim tilgangi að rannsaka leifar frönsku rannsóknar- skútunnar Pourqoui pas?, sem fórst út af Straumfirði á Mýrum fyrir 47 árum, hefur verið frestað til næsta sumars af fjárhagsástæðum. Leiðangursmenn höfðu aflað pas? sökk eftir að það hafði sér allra tilskilinna leyfa hér á strandað á skerinu Hnokka fyrir landi til köfunar niður að flak- utan Straumfjörð og fórust 39 inu og höfðu fengið aðstöðu í menn með því en einum var Straumfirði fyrir bækistöðvar bjargað á land í Straumfirði. svo og fylgdarmenn. Pourqoui Aðstandendur Spegilsins, f.v. Hjörleifur Sveinbjörnsson og Úlfar Þormóðs- son með plakat sem á er sama mynd og prýðir forsíðu þriðja tölublaðs Spegilsins. Teljum ekkert sak- næmt í þriðja tölublaði SpegiIIinn kemur á blaðsölustaði í dag ÞRIÐJA tölublað tímaritsins „Speg- illinn, samviska þjóðarinnar,“ kem- ur á blaðsölustaði í dag, en frestur sakadómara til að skila greinargerð að kröfu Spegilsmanna um hvort lögregluaðgerðir vegna síðasta tölu- blaðs séu réttmætar, rennur einnig út í dag. Á fundi sem þeir Spegilsmenn, Úlfar Þormóðsson og Hjörleifur Sveinbjörnsson, héldu með blaða- mönnum í gær, sögðust þeir ekki leggja annan skilning í aðgerðir yfirvalda en að þær ættu einungis við um útgáfu annars tölublaðs, og útgáfa þriðja tölublaðs bryti þvi ekki í bága við lög. Töldu þeir ekk- ert vera í blaðinu nú sem talist gæti saknæmt. Sjávarútvegsráðherra Sovétríkjanna í opin- bera heimsókn hingað FIMMTUDAGINN 14. júlí nk. er væntanlegur hingað til lands í opinbera heimsókn V.M. Kam- entsev, sjávarútvegsráðherra Sov- étríkjanna, ásamt föruneyti sínu í boði Halldórs Ásgrímssonar, sjáv- arútvegsráðherra. Munu Sov- étmennirnir heimsækja Haf- rannsóknastofnun og Rannsókna- stofnun fiskinaðarins og eiga við- ræður við íslenska ráðamenn um sjávarútvegsmál. Á föstudag verður flogið til Hafnar í Hornafirði, þar sem skoðuð verða fiskiðjuver og á laug- ardag ekið til Skaftafells, þar sem snæddur verður hádegisverður í boði Síldarútvegsnefndar. Síðdeg- is á laugardag verður flogið til Vestmannaeyja og farin stutt skoðunarferð um Heimaey. Um kvöldið heldur Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, gest- unum veislu í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík. Heimsókninni lýkur mánudaginn 18. júlí. (FrétUtilkynning.) GULLBRÚÐKAUP eiga í dag, 14. júlí, hjónin Ragnheiður Þorgeirs- dóttir og Hinrik Jóhannsson, bóndi á Helgafelli í Helgafells- sveit. Þar hafa gullbrúðkaups- hjónin búið allan sinn búskap. Börn þeirra eru sjö talsins og dótturson ólu þau einnig upp. — Þau eru að heiman í dag. „Júnínótt á Þingvöllum“. Kjarvalsstöðum gefið olíumálverk Kjarvals „Júnínótt á Þingvöllum“ Kjarvalsstödum barst nýlega góð gjöf frá Bretlandi. Var þaö olíumálverk eftir Jóhannes Kjar- val sem nefnist „Júnínótt á Þing- völlum“, 64x137 sm að stærð, mál- að árið 1935. Málverkið gaf Leslie Tunks til minningar um Þórunni Dagmar Sigurðardóttur, sem lést í vetur. Þórunn eignaðist þessa mynd ár- ið 1935 og flutti með sér til Bretlands, þar sem verkið hefur verið alla tíð síðan. „Júnínótt á Þingvöllum" er nú á sýningu Kjarvalsstaða „Kjar- val á Þingvöllum", almenningi til sýnis í fyrsta sinn eftir 48 ára útivist. Eurotékkar í gildi hérlendis: Erlendir tékkar gefnir út í íslenskum krónum NÝLEGA tóku gildi hér á landi svokallaðir Eurotékkar. Erlendir ferðamenn geta gefið þá út í gjald- miðli þess lands sem þeir eru stadd- ir í, hérlendis í íslenskum krónum, í þeim 17 löndum sem aðilar eru að þessu samstarfi. Eurotékkarnir eru meðhöndlaðir á svipaðan hátt og innlendu tékkarnir og eru jafn gild- ir. Gegn því að ákveðin skilyrði séu uppfyllt getur viðtakandi Eurotékka framvísað honum í næsta banka eða sparisjóði án þess að eiga það á hættu að þurfa að innleysa hann til baka þó innistæða sé ekki fyrir hendi. Landsbanki íslands er umboðs- aðili fyrir Eurotékkana hér á landi. Að sögn Jóhanns Ágústs- sonar, afgreiðslustjóra bankans, þá sér Landsbankinn einungis um að greiða tékkana út fyrir hinn erlenda aðila en gefur ekki út tékkhefti. Geta íslendingar sem hyggja á ferðalög erlendis því ekki fengið þessa þjónustu, og sagði Jó- hann að á meðan núverandi tak- markanir á ferðagjaldeyri giltu, væri það ekki á dagskrá að taka þessa þjónustu upp hérlendis, þó tæknilega séð væri ekkert því til fyrirstöðu. Jóhann sagði að þessir tékkar hefðu verið í gangi í mörg ár, en útgefnir í erlendri mynt, og ein- ungis hefði verið hægt að skipta þeim í gjaldeyrisbönkunum. Nú Húsbyggjand- inn 1983 HÚSBYGGJANDINN 83, sem er ár legt rit um húsbyggingariðnaö er komið út. Hér er um að ræða 200 síðna rit með samtals 40 greinum um ýmis málefni húsbyggjenda. Ritið er ókeypis og gefið út af Blaða- og fréttaþjónustunni sf. Meðal greinahöfunda eru Davíð Oddsson borgarstjóri, Haraldur Ásgeirsson framkvæmdastjóri Rannsóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins, Othar Örn Petersen framkvæmdastjóri Verktakasam- bands íslands, Tómas Kaaber raf- iðnaðarfræðingur, verkfræð- ingarnir Björn Marteinsson, Jón Sigurjónsson og Haildór Hannes- son og Jóhannes Kristinsson bygg- ingarmeistari. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Jón Birgir Pétursson. hefði Landsbankinn hins vegar samið við alla viðskiptabankana og sparisjóðina um að innleysa tékkana frá viðskiptavinum sín- um, og gætu verslanir, hótel og aðrir nú óhræddir tekið við þess- um tékkum sem greiðslu fyrir selda þjónustu, ef áður hefði verið gætt að ákveðnum atriðum, en þau EIMSKIPAFÉLAG fslands vinnur nú að innköllun og útgáfu jöfnun- arhlutabréfa samkvæmt samþykkt félagsins frá í vetur. Verða ný hluta- bréf með þreföldu verðgildi nýkrónu send hluthöfum í stað þeirra gömlu. Hefur hluthöfum félagsins verið sent bréf með yfirliti yfir núver- andi hlutabréf þeirra samkvæmt hluthafaskrá félagsins og þess óskað að hlutabréfum yrði skilað á skrifstofu félagsins, segir meðal eru: Að gildu korti reikningshafa sé framvísað á greiðslustað, þann- ig að undirskrift og aðrar upplýs- ingar á því stemmi við undirskrift á tékkanum. Hver tékki má ekki vera hærri en 3.000 krónur og númer kortsins verður að vera skrifað af viðtakanda aftan á tékkann. annars í nýútkomnu fréttabréfi Eimskips. Þar segir ennfremur, að innköllun þessi sé nauðsynleg, meðal annars vegna gjaldmiðils- breytingar íslenzku krónunnar 1. janúar 1981. Talsvert magn hluta- bréfa hafi þegar borizt félaginu, en vonast sé til að þeir hluthafar, sem ekki hafa skilað inn hluta- bréfum sínum, sjái sér fært að gera það hið fyrsta. Kiwanishátíð að Vigdísarvöllum KIWANISMENN í Ægissvæði ís- lenska Kiwanisumdæmisins, efna til fjölskylduhátíðar á Vigdísarvöll- um í Reykjanesfólkvangi, helgina 16.—17. júlí nk. í fréttatilkynningu frá Kiwan- is segir að þáttiakendur á hátíð- inni skuli hafa með sér eigin út- búnað, s.s. tjöld og mat, en á svæðinu verður sameiginlegt útigrill og hreinlætisaðstaða. Þátttakendur byrja að safnast saman á föstudagskvöld, og verður þá ýmislegt sér til gam- ans gert, en á laugardag verður fjöldasöngur og verðeldur. Há- tíðinni lýkur á sunnudag. Þá segir að þetta sé í annað sinn sem Kiwanisklúbbar á Ægissvæði efna til fjölskyldu- hátíðar á Vigdísarvöllum, og að allt Kiwanisfólk sé velkomið. Tvær helstu leiðir að hátíðar- svæðinu eru um Grindavíkurveg og um Krísavíkurveg, Djúpa- vatnsleið, og verða þær báðar merktar þátttakendum til glöggvunar. Eimskip: Endurútgáfa hluta bréfa stendur yfir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.