Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLI 1983 34 Hartmann Pálsson — Minningarorð í dag verður til moldar borinn Hartmann Pálsson, föðurbróðir minn, sem andaðist í Landa- kotsspítala 5. júlí sl. eftir skamma legu. Hartmann fæddist hinn 5. janú- ar 1908 að Illugastöðum í Austur- Fljótum. Faðir hans var Páll Jónsson, bóndi og sundkennari. Páll kenndi sund um fjörutíu ára skeið, fyrst í Fljótum en síðar í ólafsfirði. Páll var einnig barna- kennari í nokkur ár, skólanefndar- maður, einn aðalstofnandi Sam- vinnufél. Fljótamanna, einnig Lestrarfélags Holtshr., í stjórn þoss og bókavörður lengi. Var bókasafn félagsins tií húsa að 111- ugastöðum. Móðir Hartmanns var Kristín Kristjánsdóttir bónda í Lamba- nesi. Hún andaðist er Hartmann var á fysta árinu, aðeins 27 ára gömul. Faðir hennar varð hins vegar allra karla elstur, tæplega 105 ára. Eftir andlát móðurinnar önnuð- ust föðuramma og föðursystir Hartmanns uppeldi hans og syst- ur hans sem var fjórum árum eldri. Árið 1915 kvæntist Páll í annað sinn, Ólöfu Grímeu Þorláksdóttur. Eignaðist Hartmann þar stjúpu, sem reyndist honum vel og var samband þeirra ávallt gott. Þau Páll og Ólöf eignuðust þrjá syni. Hartmann sótti farskóla hjá Guðmundi Davíðssyni, á Hraun- um í Fljótum. Kennari hans var Hannes Hannesson, fræðimaður, kenndur við Melbreið, fósturbróð- ir föður hans. Þá var hann við nám um vetrar skeið hjá frænda sínum, Hartmanni Ásgrímssyni í Kolkuósi. Á æskuheimili sínu stundaði Hartmann almenn sveitastörf eins og þá var títt. Oft fór hann vikulega með af- urðir til Siglufjarðar, fótgangandi eða á skíðum, eftir því sem færð var hverju sinni. Þangað var fjög- urra stunda gangur. Hann hefur síðar sagt að þessar ferðir hafi sér þótt skemmtilegar, einkum skíða- ferðirnar. I byrjun aldarinnar var reist myndarlegt timburhús að Illuga- stöðum. Arið 1918 kviknaði í hús- inu og á örskammri stundu brann það til kaldra kola. Hartmann, sem þá var 10 ára, dvaldi á efri hæð hússins og tókst naumlega að bjarga honum. Þar missti fjöl- skylda hans mikinn hluta aleigu sinnar. Bókasafni sveitarinnar tókst þó að bjarga. Um þetta hefur Hartmann sagt orðrétt í viðtaii: „Á einum saman nærklæðunum horfði ég á eldinn leggja heimili okkar í rúst. Og þar brunnu öll mín leikföng. Síðan hef ég haft mikla samúð með þeim sem illa eru staddir og minna mega sín.“ Sextán ára að aldri fór Hart- mann að stunda vinnu utan heim- ilisins, fyrst vorvinnu á Siglufirði, én það voru ýmis störf tengd sjáv- arsíðunni, svo sem uppskipun, síldarvinna o.fl. Á þeim tímum var atvinna oft stopul, Hartmanni gekk þó vel að komast af og hefur eflaust ráðið þar nokkru um sú árvekni, samviskusemi og þraut- seigja sem einkenndi hannn eins og marga af hans kynslóð. Vorið 1928 réðst Hartmann til starfa í ólafsfirði og þar kynntist hann ungri og myndarlegri stúlku er María Magnúsdóttir hét. Þetta var upphafið að 54 ára farsælu hjónabandi. Næsta vetur fór María til Reykjavíkur í Hússtjórnarskólann og ári síðar, 1929, stofnuðu þau til hjúskapar. í Ólafsfirði stundaði Hartmann almenn störf á landi og sjó. Aðal- starf hans varð þó sundkennsla sem hann tók við af föður sínum 1937. Við sundkennslu og -vörslu vann Hartmann til ársins 1957 eða í tvo áratugi. f bókinni „Mannlíf við Múlann" segir að Páll faðir Hartmanns „hafi vakið og eflt áhuga meðal ungra manna [á sundíþróttinni] í byggðum þeim er nutu leiðsagnar hans.“ Sömu sögu hefi ég heyrt marga ólafsfirðinga segja um Hart- mann. f fyrstu norrænu sundkeppninni sem háð var, synti annar hver íbúi ólafsfjarðar og var það met hér- lendis. Ekki hafa vinsældir og hvatning sundlaugarvarðarins og kennar- ans spillt fyrir. Hann vann á sama tíma fleiri störf. Má geta þess að á þeim ár- um var enginn lærður rakara- meistari í Ólafsfirði og tók Hart- mann að sér herraklippingu utan hefðbundins vinnutima í 27 ár. Þessi frístundavinna varð hon- um þó meira til ánægju en fjár- hagslegs ávinnings. Hartmann tók virkan þátt í margs konar félagsstarfsemi, lék oft í leiksýningum og spilaði fyrir dansi í mörg ár, ýmist á harmon- ikku eða fiðlu. Þá hafði hann mikla ánægju af manntafli. Hartmann var vel hagmæltur og orti tækifærisvísur og gam- ankvæði, en allan kveðskap sinn taldi hann tilheyra líðandi stund og hélt slíku aldrei til haga. Hartmann var valinn til ýmissa trúnaðarstarfa. Hann var einn af stofnendum Verkalýðsfélags ólafsfjarðar, 1933, og sat í fyrstu stjórn þess og síðar. I framhaldi af þessum störfum sat hann í Bæjar- stjórn Ólafsfjarðar í 6 ár, 1952—1958, hann var um skeið í stjórn Kaupfélags Ólafsfjarðar, í sjúkrasamlagsstjórn o.fl. Um 1957 hóf Hartmann störf sem síldarmatsmaður. í upphafi vann hann hjá Síldarmati ríkisins, en eftir að það var lagt niður, hjá Framleiðslueftirliti sjávarafurða, sem yfirtók hlutverk síldarmats- ins. Starfi þessu gegndi Hartmann í tvo áratugi eða þar til hann varð sjötugur og lét af störfum sakir aldursákvæða. Síldarmatsstarfið fólst í því að vega og meta þessar mikilvægu útflutningsafurðir þjóðarinnar. Má ljóst vera að miklu máli skipt- ir hvernig staðið er að slíku verki. Fyrri störf Hartmanns við síldar- vinnu og glöggskyggni hans hafa eflaust komið hér að góðum not- um. Mér er tjáð af þeim er til þekktu að í þessu starfi hafi Hart- mann eins og í öðru sýnt mann- kosti sína og notið trausts bæði síldarsaltenda og kaupenda. Þessi vinna krafðist mikilla ferðalaga um landið, sem stundum stóðu mánuðum saman. Hart- mann og félagar hans leiðbeindu síðar þeim er lögðu stund á nám í þessari iðngrein. Þau Hartmann og María eign- uðust 7 dætur og einn son, Hauk, sem dó kornungur. Dætur þeirra eru: Kristín María, Halldóra Maggý, Ásta Margrét, Guðrún Elín, Adda Sigurlina, Erna Sigur- björg og Ásdís, aliar búsettar í Reykjavík, nema Guðrún Elín, sem býr á Akureyri. Barnabörnin eru orðin 24 og barnabarnabörnin 13. Árið 1965 fluttu þau Hartmann og María til Reykjavíkur. I hjúskap sínum reyndust þau samrýnd og ólu þau dætur sínar upp við myndarskap. Á heimilinu ríkti glaðværð og reisn og gestrisni var þar í háveg- um höfð. Hartmann var gæddur góðri kímnigáfu. Frásagnir hans voru gjarnan kryddaðar skopi og marg- ar gamansögur kunni hann að segja. Þar sem aðrir greindu aðeins gráa og hversdagslega tóna lífsins, tókst manninum, sem áður fyrr lék ýmist í gamanleikjum eða á fiðlu, að töfra fram þessa léttu tóna sem gefa lífinu svo mikið gildi og eru nauðsynlegir öllum ærlegum mönnum. Sú virðing fyrir bókum er Hart- mann ólst upp við, fylgdi honum ávallt. Síðari árin bætti hann í bókaskáp sinn og hafði ánægju af bóklestri og ýmiss konar grúski. Eins og áður hefur komið fram tókst Hartmann ýmis hlutverk á hendur í lífi sínu. Ég hygg að hon- um hafi tekist best í því hlutverki sem allir fá að spreyta sig á — að vera maður. Megi slíkt verða eiginkonu hans, dætrum og öðrum nánustu huggun harmi gegn er hann gengur á vit feðra sinna. Sverrir Kristinsson Eiríkur Ingimundar- son — Minningarorð Um kvöldmatarleytið þann 20. júní síðastliðinn var mér og for- eldrum mínum tilkynnt um slysið hörmulega, sem tók Eirík svo skyndilega frá okkur úr þessum heimi ásamt tveim félögum sín- um. Foreldrar hans eru Ingimundur Eiríksson, slökkviliðsmaður, og Guðný Þorsteinsdóttir, kennari. Auk mín á hann aðra systur, Láru Maríu, 11 ára. Eiríkur er fæddur 30. apríl 1963 í Reykjavík. Þá var ég 8 ára og var hann mér kærkominn. Gleymi ég því aldrei hve vonsvikin ég varð þegar mér var sagt að börn fengju ekki að fara í heimsókn á Fæð- ingardeildina og ekki einu sinni stíga fæti sínum þar inn fyrir dyr. En vonbrigði mín hurfu úti veður og vind þegar hann var kominn út í bíl og lá sofandi í burðarrúminu sínu í aftursætinu hjá mér. Þótti mér stax afar vænt um hann og gætti hans oft í bernsku. Kom í ljós fljótlega að augu hans störf- uðu ekki eðlilega og varð hann því, 5 ára gamall, að leggjast á sjúkra- hús til að láta laga bæði augun með uppskurði. Sá eiginleiki Ei- ríks að vera harður af sér sýndi sig sterklega við þessar aðstæður og óx með honum síðan. í æsku eignaðist Eiríkur félaga og vin, Þorstein Karlsson. Voru þeir sem bræður alla tíð og eyddu mest öllum frítíma sínum saman. Um vorið 1973 fluttist Eiríkur með foreldrum sínum búferlum til Svíþjóðar um eins árs skeið. Þá um veturinn, 10 ára gamall, þurfti hann að setjast á skólabekk með sænskum börnum. Ekki vafðist honum tunga um tönn þá frekar en endranær því Eiríkur var fljót- ur bæði að tala og skilja sænskuna og um vorið þegar skóla lauk, var frammistaða hans síst verri en þeirra bestuJnnfæddu-------------- Um það leyti sem Eiríkur fermdist, fékk hann mikinn áhuga á fjallgöngum og útivist. í páska- vikunni 1977, skeði sá atburður sem lengi verður í minnum hafð- ur. Fór hann ásamt félaga sínum og frænda, Lárusi Ástvaldssyni, í eina gönguna, stefnan var á Fagradalsfjall. Á leiðinni skall á þoka og rigning sem varð til þess að þeir fóru út af sporinu og villt- ust. Við sem heima vorum, fórum að óttast um ferðir þeirra því þeir skiluðu sér ekki heim á réttum tíma. Var farið að leita þeirra, fyrst feðurnir og nákomnir, síðan, þar sem leit þeirra bar engan árangur, voru kallaðar út allar hjálparsveitir á Suðurnesjum og í Hafnarfirði. Var þaulleitað á svæðinu alla nóttina, en ekkert spurðist til þeirra. Það var ekki fyrr en morguninn eftir að þeir skiluðu sér sjálfir, hraktir og blautir eftir að hafa grafið sig undir mosa og haldið kyrru fyrir þar til birti og létti. Má segja að þar hafi hurð skollið nærri hælum og fá engin orð lýst þeim fögnuði er fylgdi heimkomu þeirra. Eftir þessa svaðilför, fró áhugi Eiríks dvínandi fyrir fjallgöngum en að sama skapi vaxandi fyrir bílum. Eyddi hann oft frítíma sínum í að lagfæra og gera upp notaða bíla. Vor þeir félagar Þorsteinn saman við þessa iðju. Á sínum uppvaxtarárum hænd- ist Eiríkur mjög að móðursystur sinni, Maríu, og manni hennar, Hákoni Kristinssyni, og átti hann oft sitt annað heimili hjá þeim, enda var komið fram við hann þar eins og hann væri eitt af þeirra börnum. Eins var hann mjög hændur að og í miklu uppáhaldi hjá ömmu sinni, Steinunni Guð- brandsdóttur, en hún var búsett hjá Maríu og Hákoni lengst af sín seinni ár. Lést hún af veikindum í fyrravor, Hjá móður - Hákonar; • Stefaníu, var Eiríkur tíður gestur meðan hún lifði. Kom þeim vel saman og margar pönnukökur þáði Eiríkur hjá ömmu Stebbu, eins og hann kallaði hana. Au- fúsugestur var hann alltaf á heim- ili föðurömmu sinnar og afa, þeim Lárettu Björnsdóttur og alnafna sínum, Eiríki Ingimundarsyni. Bjuggu þau lengst af hér í innra hverfinu. Eru þau nú bæði látin. Eftir grunnskólann lá leið Ei- ríks í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í iðnnám en eftir það vann hann ýmsa vinnu, m.a. hjá Hákoni Kristinssyni í vélsmiðju, hjá fisk- verkun Brynjólfs í Innri-Njarðvík og síðast sem sjómaður á mb Gunnjóni GK-506. Alla sína ævi bjó hann í foreldrahúsum að Njarðvíkur- braut 27, en frá sumrinu 1982 bjó Eiríkur á heimili mínu í ytra hverfinu í Njarðvík. Líkaði mér ágætlega við félagsskap hans, varð vinskapur okkar meiri en áð- ur og ræddum við oft saman um framtíðardrauma og möguleika hans. Hafði hann m.a. ákveðið að taka upp þráðinn upp að nýju í Fjölbrautaskólanum á vetri kom- anda og fara á menntabraut. Ei- ríkur var mjög fróðleiksfús. Beindist hugur hans oft að vísindalegum og jafnvel yfirskil- vitlegum málefnum. Eiríkur var vinsæll og tryggur vinur. Auðvelt var fyrir hann að eignast vini, hress og lífsglaður, hafði til að bera mikið jafnaðar- geð, sama á hverju bjátaði. Hann hvílir nú í Guðs friði við hliðina á föðurömmu sinni og afa í krikjugarðinum í Innri-Njarðvík. Við sem næst stóðum Eiríki munum sakna hans sárt, hann sem var svo fullur af lífi og átti svo margt eftir ógert. Drottins vegir eru órannsakanlegir, en þeir sem guðirnir elska, deyja ungir. Ég bið Guð að styrkja foreldra mína, systur og aðra nána ástvini í sorg þeirra. Huggun er það harmi gegn, að vel hefur verið tek- i& A jnóti géðum- dreng,- þvl -þar bíða vinir 1 varpa sem von er á gesti. Guð blessi minningu Eika mins, Helga systir. Kveðja Þegar íslendinga erlendis fer að dreyma illa þá hringja þeir heim og vona að hafa ekki fréttir af ótíðindum við þá gerð. Alveg eins var fyrir mér farið á ferðalagi erlendis, einhvernveginn fann ég að eitthvað var að ske eða hafði gerst. Það var mér mikill harmur að frétta lát Eiríks Ingimundarsonar frænda míns er fórst af slysförum um borð á MB Gunnjóni þann 20. júní, ásamt tveim félögum sínum. Eiríkur og hans systur hafa í umgengni við okkur systkinin ver- ið nær því sem systkin, svo mikill og náinn umgangur var milli heimila foreldra okkar, og ég minnist þess með trega að hafa e.t.v. verið harðari og afskiftasam- ari við frænda minn en skyldi, eins og vill verða milli bræðra. Þegar manni er málið skylt þá koma afskiftin. En ég minnist líka góðra stunda með harðgerðum og fróðleiksfúsum dreng sem var hluti hinnar daglegu tilveru minn- ar, og eins og áður þá skilur mað- ur ekki að það skuli þurfa að enda. Þó menn séu sáttir við lífsins gang og lögmál, þá ná menn ekki sáttum við að ungir menn skuli hverfa svo skyndilega og hugurinn leitar skýringa og finnur engar. Ég kveð Eirík frænda minn með söknuði og trega og við hjónin vottum foreldrum hans og systr- um dýpstu samúð. Ég bið Guð að blessa Eirík og vera honum líknsamur. Þorsteinn Hákonarson Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.