Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 35 Kveðjuorð: Magnús Ólafsson frá Miklabœ Vér skiljum það eitt, þú er farinn oss frá. Þig faðmar nú ættjörðin blíða. Með trega og söknuði minnast þess má, hve mannsævin stutt er að líða. (Ók. höfundur.) Mér finnst að ég geti ekki látið hjá líða, að minnast frænda míns, Magnúsar ólafssonar frá Miklabæ með nokkrum kveðjuorðum, svo snögglega var hann burtu kallaður frá okkur samferðamönnum þessa lífs. Mig setti hljóðan morguninn 25. júní er mér var sagt að hann Maggi frændi væri dáinn, en þann dag andaðist hann í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, eftir að- eins þriggja vikna legu. Þá getum við tekið undir með skáldinu, sem sagði: Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit. Mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Magnús var fæddur á Sauðár- króki 7. dag júnímánaðar 1930. Foreldrar hans voru ólafur Gunn- arsson og Guðný Stefánsdóttir, bæði komin af stórum skagfirsk- um ættum. Ólafur var einn af 13 börnum þeirra hjóna, Gunnars ólafssonar og Sigurlaugar Magn- úsdóttur frá Keflavík, og Guðný var eitt af 10 börnum hjónanna Stefáns Bjarnasonar og Aðal- bjargar Magnúsdóttur er bjuggu að Halldórsstöðum. Guðrún Jónsdóttir frá Flatey - Minning Guðrún Jónsdóttir frá Flatey á Mýrum, lést á elli- og hjúkrunar- heimilinu Höfn, Hornafirði, mánudaginn 20. júní síðastliðinn. Hún fæddist 16. febrúar 1884 og hefði því orðið 100 ára 16. febrúar næstkomandi. Það voru því marg- ir langir og sumir strangir starfsdagar að baki hjá þessari öldnu konu. Hún átti því láni að fagna að hafa góða heilsu til full- orðinsára, en þegar ellin sækir að, er ekki margt til varnar, það er þá helst að ylja sér við ánægjulegar stundir liðins tíma, ef geta er fyrir hendi. Ekki þurfti þessi góða kona að fórna sér fyrir börnin sín eða eig- inmann. Hversvegna ekki, kannski vegna þess að það var ýmsum hnöppum að hneppa eða annarra vanda að leysa. Guðrún var fædd og uppalin í Flatey í stórum systkinahópi. Þar ól hún allan sinn aldur, að undan- skildum þeim tíma sem hún sótti húsmæðraskóla í Reykjavík, og seinustu árunum á elli- og hjúkr- unarheimilinu á Höfn. Foreldrar Guðrúnar voru Halldóra Pálsdótt- ir og Jón Hálfdánarson, sem bjuggu alla sína búskapartíð í Flatey. Þeirra börn önnur: Ingvar sem tók við búsforráðum eftir föð- ur sinn, hans kona var Halldóra Pálsdóttir frá Svínafelli í Öræf- um, Jón kennari frá Flatey, sem flestir Reykvíkingar könnuðust við á sínum tíma, kvæntur Ingi- björgu Snorradóttur frá Laxfossi í Borgarfirði, Halldóra gift Sigurði Arasyni frá Fagurhólsmýri í Ör- æfum, Pálína gift Guðjóni Gísla- syni, þau bjuggu á Viðborði á Mýr- um og hin síðari ár á Kotströnd í Ölfusi. Halldór og Guðrún voru ógift. Eins og áður er getið tók Ingvar við búi eftir föður sinn ásamt systkinum sínum, Halldóri og Guðrúnu. Jón Hálfdánarson og Halldóra Pálsdóttir létu ekki staðar numið, þó þau væru búin að eignast börn- in 12. Þau misstu 6 á unga aldri, en hinna er áður getið. Þá bættu þau við hópinn sinn sem fyrir var, tveimur munaðarlausum drengj- um frá heimilum þar sem sorgin hafði kvatt á dyr. Þvílík reisn og höfðingsskapur, þarna er ekki ver- ið að opna hurðina í hálfa gátt, þau börn sem eru alin upp af slík- um foreldrum, hafa margt og mik- ið gott til brunns að bera. Þessir drengir voru 3 og 6 ára og þeir eru Sigurður Ketilsson og Bergur Þorleifsson, sem hafa verið hin síðari ár máttarstólpar heimilis- ins ásamt Páli Ingvarssyni, sem tók við búi eftir foreldra sína. Guðrún var innan við tvítugt þeg- ar þessir drengir komu. Síðan og alla tíð hefur hún léð þeim og bróðursyni sínum, Páli, alla sína starfsorku, hógværð og hugulsemi. Seinustu árin æfinnar sem gömlu hjónin Jón Hálfdánarson og Halldóra lifðu, er bætt við einu barninu enn, rúmlega ársgamalli telpu, dóttur Pálínu og Guðjóns sem bjuggu á Viðborði. Það var ekki ætlunin að hún yrði þar nema um stundarsakir, en hún ólst þar upp. Þríbýli var í Flatey á þeim tíma. Það gefur því augaleið, að stund- um hefur verið slegið á létta strengi þegar barnahópurinn á bæjunum kom saman til leikja. Sá tími var oft naumt skammtaður. Allstaðar biðu verkefnin úrlausn- ar, þótt höndin væri smá sem verkið átti að vinna. En tvisvar verður gamali maður barn, segir máltækið. Guðrún hafði því betri tíma seinni ár æfinnar eftir að starfsorkan rénaði, að líta yfir farinn veg til bernskustunda, ekki síst eftir að sjóninni hrakaði og dagsbirtunni lauk. Þessi kona fórnaði sér fyrir aðra allt sitt líf. En hennar fórnfýsi hefur líka bor- ið ávöxt. Þeir sem yngri voru hafa kannski miklu fórnað, eða jafnvel öllu. Mér er ekki grunlaust um, að ferðamenn, sem marga að garði bar í Flatey, minnist Guðrúnar sem vildi allra vanda leysa með hógværð og sínu elskulega milda brosi, en 'ét sem allra minnst á sér bera. Guðrún kunni vel að taka á móti gestum, það var ekki ósjald- an sem Guðrún varð að taka á móti ferðamönnum sem komu hraktir og blautir yfir Heina- bergsvötnin eða utan frá Mela- tanga. Fólkið á Flateyjarbæjunum fór ekki varhluta af þessum ferða- löngum, það var gengið úr rúmi um miðjar nætur fyrir ferðalúnu fólki, heimahestar færðir af stalli og ferðalúnir teknir inn. Guðrún vakti margar bjartar og líka dimmar nætur við að dytta að föt- um þeirra er sváfu og hvíldust. En hún var ekki ein um þetta, þó hún réði ríkjum um þessi mál hin síð- ari ár, þetta var ríkjandi hefð á þessum bæ. Ég, sem þessar línur rita, á svo margar góðar minningar. Þær eru mér ógleymanlegar, þegar þessi elskulega brosmilda kona færði okkur kaffið í rúmið, slíkar stund- ir gleymast ei, en verða að sólar- geislum. Ekki síst fyrir konu mína, sem þess hefur notið frá barnsaldri að sofna og vakna við barm þessarar góðu konu. Við hjónin og venslafólk þökk- um starfsfólki elli- og hjúkrun- arheimilisins á Höfn frábæra að- hlynningu og hjúkrun. Sigurður Bjarnason Magnús ólst svo upp hjá föður sínum, sem stofnaði bú að Milabæ í óslandshlíð með Elísabetu Hall- dórsdóttur, og reyndist hún hon- um ætíð sem besta móðir. Þau ólafur og Elísabet eignuðust 3 börn, Halldór Þorleif, er býr að Miklabæ, Ingibjörgu, húsfreyju að Krossi, og Sigurlaugu, sem starfað hefur sem ráðskona við barnaskól- ann að Hólum. Með þessum hálf- systkinum sínum ólst Magnús upp, þar til hann fór að vinna fyrir sér, eins og lífið heimtar af okkur öllum. Hugur hans leitaði snemma að sjónum, og var hann mikið með Stefáni frænda sínum, eftir að hann fór að gera út á sínum eigin bát. Magnús var veiðimaður af lífi og sál, sama hvort það var a sjón- um eða í landi, enda miklir veiði- menn í báðum hans ættum; í föð- urættina Jón ósmann, bróðir ömmu hans, Sigurlaugar, sem var þekktur um allan Skagafjörð og víðar, sem afburða skytta og veiði- maður, og í móðurætt Borgar- Bjarni, afi Guðnýjar, sem var ann- áluð skytta, enda kunni Magnús vel að fara með byssu, og margur málsverðurinn var búinn að falla fyrir sigtinu hans. Magnús var lífsglaður maður, og átti létt með að blanda geði við vini og kunningja, og aldrei man ég eftir að ég hitti hann öðru vísi en glaðan og hressan, þótt stund- um blési á móti í lífsins ólgusjó. Hann bjó hér á Sauðárkróki að Víðigrund 4, og átti þar litla og huggulega íbúð. Síðustu árin vann hann við löndun úr togurum Út- gerðarfélags Skagfirðinga, og sýndu vinnufélagar hans þar hon- um þá virðingu að bera kistu hans úr kirkju. Magnús var vinmargur maður, sem og útför hans bar vott um. Hann var jarðsunginn frá Sauðár- krókskirkju laugardaginn 2. júlí að viðstöddu miklu fjölmenni. Jarðsetur var hann í Viðvík, en" þar hvílir faðir hans, Ólafur. Ég vil með þessum fáu orðum þakka hinum látna allar þær ánægjustundir, sem ég átti með honum, en þær voru of fáar, þegar kallið kemur svo óvænt, sem það gerði nú. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Haukur Haraldsson RAWLPLUG Allar skrúfur, múrfestingar, draghnoð og skotnaglar SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRU SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033 }ll*qpttiMbifrft MetsöluUad á hverjutn degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.