Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 Sigurður Guðgeirsson prentari — Minning Fæddur 30. maí 1926 Dáinn 8. júlí 1983 Þegar starfsfóík Húsnæðis- stofnunar ríkisins kom til starfa að morgni mánudagsins 6. júlí sl. spurðist skjótt, að Sigurður Guð- geirsson, nýráðinn forstöðumaður Byggingarsjóðs verkamanna, hefði veikzt alvarlega þá um helg- ina. Mönnum brá að vonum illa í brún. Hann kvaddi okkur glaður í bragði síðdegis á föstudag og öll reiknuðum við með því að hittast kát og reif á mánudagsmorgun. En í þetta skipti, eins og stundum áður, urðum við vitni að því, að skammt er milli fjörs og feigðar. Því sjáum við nú á bak góðum dreng og einstöku ljúfmenni, sem við höfðum hlakkað til að mega starfa með um mörg ókomin ár. En í þá tauma hafa örlögin nú gripið. Þegar við Sigurður Guðgeirsson hittumst fyrsta sinni vorið 1972 hafði ég margt um manninn heyrt. Mér var t.d. kunnugt um það, að hann var sonur öðlingshjónanna Guðgeirs Jónssonar bókbindara og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur, er nú lifa þennan son sinn í hárri heiðurselli. Og sem áhugamaður um málefni vinnandi fólks og al- þýðuhreyfingarinnar, allt frá unglingsárum, hafði ég snemma veitt því athygli, að hann var ung- ur valinn til margvíslegra forystu- starfa í þeim félagsmálasamtök- um, sem hnn hneigðist helzt að. Sem ungur prentnemi var hann kjörinn til forystu í félagi þeirra og síðar hlóðust á hann mörg og margvísleg trúnaðarstörf í hinum gömlu og merku samtökum prent- ara. Jafnframt gaf hann sig nokk- uð að stjórnmálum, fyrst í Sósial- istaflokknum og síðar í Alþýðu- bandalaginu. Allt þetta sýndi, að hér var á ferðinni greindur og fé- lagslyndur maður með einlæga stéttarvitund, sem sýnilega átti gott með að laða að sér fólk. Loks var mér vel kunnugt um það, að hann og hans fólk var vel og mik- ils metið af þeim, sem til þess þekktu og ég met hvað mest. Allt þetta sýndi mér, að þarna var góð- ur maður á ferð. Þegar Alþingi býr sig undir að kjósa húsnæðismálastjórn hverju sinni er manni að sjálfsögðu mikil forvitni á að vita hverjir veljast til setu í henni. Svo var einnig í maí 1972. Jafnframt var þá uppi sú mikilvæga spurning hver veldist til formennsku fyrir stjórninni. Einn góðan veðurdag um þetta leyti kemur til mín Guðmundur heitinn Vigfússon, þá deildarstjóri fyrir Byggingarsjóði verkamanna, og segir mér, að nú sé tilefni til fagnaðar, því afráðið sé, að Sig- urður Guðgeirsson taki sæti í hús- næðismálastjórn sem fulltrúi Samtaka frjálslyndra og vinstri- manna og jafnframt megi telja víst, að Hannibal Valdimarsson, þáverandi félagsmálaráðherra, muni skipa hann formann. Þetta segir Guðmundur að sé einstakt happ, því að Sigurður sé öðlings- maður, sem manna bezt sé að eiga öll skipti við. Mér þótti maðurinn segja tíðindi og vissi að ekki færi hann með fleipur. Allt fór síðan fram eins og ráðgert hafði verið. Sigurður tók við formennsku hús- næðismálastjórnar hinn 6. júní 1972 og gegndi henni þar til ný húsnæðismálastjórn var kosin hinn 31. maí 1976. Formennskan í húsnæðismála- stjórn verður aldrei tekin neinum vettlingatökum, þvert á móti krefst hún mikils tíma og fórn- fúsrar atorku. Og Sigurður lá svo sannarlega ekki á liði sínu þau ár, sem hann var stjórnarformaður. Hann var vakinn og sofinn í störf- um sínum, jafnan með hugann við það, að öll mál leystust eins far- sællega og frekast var kostur. Sem formaður húsnæðismálastjórnar var hann ekki „harður húsbóndi" í ströngum skilningi þeirra orða, þvert á móti mætti fremur líkja honum við mildan og góðviljaðan föður, sem lætur festu og elsku ráða gjörðum sínum. Enda var hann bæði virtur og vinsæll, jafnt meðal stjórnarmanna og starfs- manna. Allir vissu, að honum gekk aldrei annað en gott eitt til, hann kom hreint fram og til dyranna eins og hann var klæddur. Því naut hann óskoraös trausts okkar allra. Að leiðarlokum get ég ekki annað sagt en honum hafi farnast vel í formennskunni. Meðan á henni stóð var, eins og jafnan, við mörg erfið fjárhagsvandamál að fást. Meðal þeirra bar ef til vill einna mest á tveimur stórum þátt- um, sem þá ruddu sér mjög til rúms. Var þar annars vegar um að ræða lánveitingar til kaupa á eldri íbúðum, sem hafizt höfðu síðla árs 1970, og stórfelldar lánveitingar til sveitarfélaga vegna byggingu 1000 leiguíbúða. Meðferð þessi, meðal annars, krafðist löngum langra og strangra fundarhalda. Það var vissulega ekki vandalaust, að hafa yfirumsjón með stefnu- mótun og framkvæmd á þessum sviðum, sem svo mörgum öðrum, en sú sanngirni, réttsýni og lipurð, sem voru aðalsmerki Sigurðar, áttu sinn ríka þátt í að leysa málin farsællega. Þegar ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar tók við völdum og dr. Gunnar Thoroddsen gerðist fé- lagsmálaráðherra gekk Sigurður á hans fund og bauðst til að segja af sér formennsku húsnæðismála- stjórnar svo að ráðherrann gæti skipað eigin flokksmann til for- mennskunnar, ef honum svo sýnd- ist. Það er til marks um víðsýni dr. Gunnars og það óskoraða traust, sem Sigurður naut meðal manna úr öllum flokkum, að dr. Gunnar bað hann að sitja áfram sem formaður húsnæðismálastjórnar, allt til ioka kjörtímabils hennar. Máske var þetta einnig eftirtekt- arvert vegna þess, að Sigurður hafði verið pólitískur aðstoðar- maður næsta félagsmálaráðherra á undan, þ.e. Björns Jónssonar. Þegar hins vegar kom að lokum kjörtímabils stjórnarinnar höfðu mál skipazt á þann veg, að ekki var lengur fyrir hendi pólitískur grundvöllur á Alþingi fyrir endur- kjöri Sigurðar í húsnæðismála- stjórn. Okkur þótti öllum sárt að missa hann úr stjórninni og ég tel líklegt, að hann hefði gjarnan vilj- að sitja lengur í henni, en við það varð ekki ráðið, eins og oft vill verða í stjórnmálum. Þegar Guðmundur heitinn Vig- fússon lézt hinn 12. janúar sl. losnaði embætti forstöðumanns Byggingarsjóðs verkamanna. Þeg- ar tekið var nokkru síðar að huga að manni, er væri vel kunnugur sem flestum hnútum þessa elzta og um margt merkasta fjárfest- ingarlánasjóðs landsmanna, beindust augu flestra nokkuð sam- tímis að Sigurði Guðgeirssyni. Vitað var, að hann naut óskoraðs trausts allra þeirra aðila, sem hlut áttu að máli, auk þess sem það var ómetanlegur kostur, að telja mátti víst, að ráðning hans félli verkalýðssamtökunum vel í geð. Hann var því einum rómi ráðinn af húsnæðismálastjórn sem for- stöðumaður Byggingarsjóðs verkamanna hinn 4. maí sl. Um það leyti lét hann af störfum sem forstöðumaður Sjúkrasjóðs Dagsbrúnar, þótt enn hefði hann nokkra umsjón með starfsemi hans. Honum var vel fagnað þegar hann kom nú á nýjan leik til starfa í stofnuninni. Og ég tel víst, að honum hafi þótt gott að geta nú um nokkurra ára skeið helgað sig þeirri starfsemi, sem hefur átt og á stöðugt hvað ríkastan þátt í að tryggja alþýðu manna hvað bezt híbýli með sem viðráðanlegustum kjörum. En það átti ekki fyrir honum að liggja, svo snöggt og skjótt var klippt á þráðinn. Við, sem störfuðum með Sigurði Guðgeirssyni að húsnæðismálum almennings, munum ætíð minnast hans með þökk fyrir alla hans ljúfmennsku og drengskap. Slík- um valmennum sem honum hef ég fáum kynnzt. Ég færi ekkju hans, frú Guðrúnu Ragnhildi Einars- dóttur, börnum þeirra, systkinum hans og aldurhnignum foreldrum, innilegar samúðarkveðjur vegna andláts hans. Við biðjum um styrk og blessun þeim til handa og mun- um ætíð geyma með okkur minn- inguna um þann hugljúfa og góða dreng, sem Sigurður var. Sigurður E. Guðmundsson Hver hefði trúað því að ég myndi skrifa minningargrein um Sigga á því herrans ári 1983? Tilhugsunin er fráleit — engu að síður staðreynd — því miður. Ég minnist þess að stundum vor- um við að gantast með það (þá gjarnan á kafi í samanburði) þeg- ar við yrðum orðin sjötug eða meir, þá komin að Hrafnistu, þá sætum við þar og nöldruðum hvort í öðru, sérstaklega var það hann sem sagðist myndi sparka í legg- inn á mér og minna mig á eitt og annað, ég yrði félegt gamalmenni. Við höfðum spanskt gaman af. En tilvera okkar er undarlegt ferðalag og þetta átti ekki fyrir okkur að liggja. Ég leit framtíðina björtum aug- um, vitandi að ég myndi njóta samstarfs við Sigurð um langa framtíð, því vinnan er jú svo stór þáttur í lífi hvers manns og betri vinnufélaga en hann var ekki hægt að kjósa sér. Ég var sú lánsmanneskja, og fyrir það er ég þakklát, að hafa þekkt hann og starfað með honum sl. 14 ár og það er mér ómetanlegt, því hann var einstakur maður, hans líkar hljóta að vera vandfundnir. En svo skyndilega — er klippt á lífsþráð hans, og eftir sit ég, ásamt fjölda manns, með stein í brjóstinu, sár yfir missinum sem er svo mikill og svo ótímabær. Ljóðskáldið ástkæra, Tómas Guðmundsson, kemst svo miklu betur að orði er hann segir: „Og því var svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega. Þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt hjarta vor í hugum vina þinna.” Hafi Siggi þökk fyrir allt, og hvíli hann í friði. Við hjónin sendum fjölskyldu hans, foreldrum og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Emma Með nokkrum kveðjuorðum vil ég þakka áratuga samstarf og samvinnu í félagsmálum með Sig- urði Guðgeirssyni. Sigurður hafði staðgóða þekkingu á félagsmálum almennt, en þó einkum á málefn- um verkalýðshreyfingarinnar. Mér var það fljótt ljóst hvaða áhugamál Sigurður helgaði öðru fremur krafta sína. Það fór ekki fram hjá neinum sem til þekktu að það voru ætíð þeir sem minnst máttu sín, þeir sem berskjaldaðir stóðu í lífsbaráttunni og þar af leiðandi áttu allt undir aðstoð manna sem höfðu til að bera hjálpsemi og þekkingu. Höfuðeinkenni Sigurðar Guð- geirssonar, hvar sem hann fór og við hvaða störf hann vann, var háttvísi og meðfædd prúð- mennska. Þessir eðliskostir eru dýrmætir fyrir hvern félagsmála- mann, og hljóta að gera honum starfið auðveldara, en því fylgir aftur að fang slíkra manna yfir- fyllist af verkefnum. Sú varð raunin á með Sigurð. Innan fjölmennrar félagsmála- heyfingar þar sem Sigurður átti sinn aðalstarfsvettvang, hlýtur af og til að koma upp álitamál sem niðurstöður þurfa að fást í. Mér er kunnugt að Sigurður var æði oft fenginn til að vinna að lausn | slíkra viðfangsefna, og mér hefur skilist að það hafi verið farsæll árangur, enda fór saman haldgóð þekking á hinum óskyldustu mál- efnum ásamt góðri greind. Persónulega þakka ég Sigurði áratuga samstarf að málefnum Landssambands vörubifreiða- stjóra. Ég og kona mín vottum fjöl- skyldu hans dýpstu samúð. E.Ö. Fallinn er frá, langt um aldur fram vinur minn og félagi, Sigurð- ur Guðgeirsson, aðeins 57 ára að aldri. Sigurður var sonur hjónanna Guðgeirs Jónssonar bókbindara, og konu hans, Guðrúnar Sigurð- ardóttur. Sigurður lærði setningu í Prentsmiðjunni Eddu, og starf- aði síðan í mörg ár við vélsetningu í Prentsmiðju Þjóðviljans, þar sem okkar kynni hófust fyrir 27 árum. Sú vinátta sem lagður var grunnur að þá entist alla tíð og aldrei féll þar á nokkur skuggi. Ekki get ég látið hjá líða að minn- ast á vináttu Sigurðar og Guðrún- ar konu hans við tengdaforeldra mína, þau Mörtu Kristmundsdótt- ur og Guðmund Vigfússon. Þau voru öll mjög samhent og samval- inn hópur, þau ferðuðust saman bæði innan lands og utan og var gaman að hluta á hressilegar ferðalýsingar þegar þau komu heim. Einnig verða ógleymanlegar allar þær stundir sem við höfum átt á sunnudagsmorgnum um margra ára skeið að heimili mínu. Þar hittumst við Sigurður og tengdafaðir minn ásamt fleiri vin- um okkar og þá var rætt um dag- inn og veginn og skipst á skoðun- um í gamni og alvöru. Einkum var gaman að hlusta á þá félaga rifja upp gamlar minningar. í janúar sl. dró ský fyrir sólu, því þá féll tengdafaðir minn frá mjög snögg- lega, og var hans sárt saknað og veit ég að Sigurður tók andlát hans mjög nærri sér. Sigurður sagði mér það að honum fyndist eins og hann hefði misst bróður sinn. Eins er farið með mig nú. Skammt er stórra högga á milli, því frá áramótum eru látnir báðir tengdaforeldrar mínir og nú Sig- urður vinur minn. Sigurður kvæntist eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Ragnhildi Einarsdóttur þann 22. júlí 1950, og eignuðust þau þrjá syni, Einar Má, Rúnar Geir og Sigurð Örn. Einnig lifa Sigurð foreldrar hans, háöldruð. Sigurður var hamingjusamur í einkalífi sínu, átti góða konu, góða syni og gott heimili. Nú þegar við kveðjum vin okkar Sigurð Guðgeirsson, sendum við fjölskyldan í Stuðlaseli 5 innilegar samúðarkveðjur til þín Guðrún mín, sona ykkar og annarra ætt- ingja. Megi góðar minningar verða huggun í harmi. Gylfi Sigurðsson f dag þegar við kveðjum Sigga frænda í hinsta sinni koma upp í hugann minningar um góðan frænda, sem alltaf var boðinn og búinn að aðstoða og hjálpa f ðrum jafnt og stóru sem smáu. Á hverjum afmælisdegi mátti maður eiga von á að Siggi bankaði upp á og heilsaði hress í bragði með gamansömu ávarpi. Þær heimsóknir og aðrar voru ávallt skemmtilegar, enda var góða skapið alltaf tekið með. Þá var ekki síðra að koma í heimsókn í Háagerðið þar sem samhent fjöl- skylda tók vel á móti gestum sem báru að garði. Við viljum þakka elsku Sigga fyrir allt það góða sem hann gerði fyrir okkur. Afi, amma, Gunna, Einar, Rún- ar og Siggi, þið hafið misst mikið því að þið áttuð mikið. Megi guð styrkja ykkur í sorg ykkar. „Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfr it sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur." Hildisif og Kjartan. Óneitanlega bregður manni er félagi fellur frá á besta aldri. Þannig var það með mig, er mér var sagt lát Sigurðar Guðgeirs- sonar. Nokkrum dögum áður höfð- um við hist á förnum vegi, og vissi ég ekki annað en allt væri í besta gengi. Þannig er lífið, dauðinn gerir ekki boð á undan sér. Við vitum þó að eitt sinn skal hver maður deyja, en erum samt ávallt óviðbúin að taka því. Sigurður Guðgeirsson var fædd- ur hér í borg þann 30. maí 1926, sonur hjónanna Guðgeirs Jóns- sonar bókbindara og Guðrúnar Sigurðardóttur og lifa þau nú öldruð kæran son. Sigurður hóf nám í prentiðn 1943 og tók sveinspróf 1948 og starfaði við þá iðngrein um nokkur ár. Hann gerðist starfsmaður ASÍ 1962 og Dagsbrúnar 1963, til dauðadags. Fljótlega kom í ljós áhugi hans á félagsmálum og var hann brátt kon.inn í forystusveit fyrir sitt fagfélag og verkalýðshreyfinguna í heild, og voru honum falin marg- vísleg störf, sem hann leysti vel af hendi. Ungur að árum kynntist Sigurð- ur félagsstörfum er hann varð fé- lagi í barna- og unglingastúkunni Unni, IOGT. Þar starfaði hann um árabil undir forystu Magnúsar V. Jóhannessonar. Þetta var honum góður skóli í þeirri félagsmálabaráttu sem síð- ar varð. Sigurður fetaði í fótspor for- eldra sinna, og gerðist félagi í St. Víkingi og var þar nú í formanns- sæti er hann lést. Gott var að starfa með honum, hann var til- lögugóður og yfirvegaði öll mái vel, og flanaði ekki að neinu. Margir leituðu til hans með margskonar málefni og frekar þeir sem minna máttu sín, og reyndi hann þá að leiðbeina og að- stoða eftir megni. Slíka menn er gott að þekkja. Kvæntur var Sigurður Guðrúnu Ragnhildi Einarsdóttur, bónda í Eystri-Leirárgörðum Gíslasonar, og konu hans, Málfríðar Jóhann- esdóttur. Þau Sigurður og Guðrún áttu þrjá syni, Einar Má, Rúnar Geir og Sigurð Örn. Með þessum fáu orðum vildi ég fyrir hönd okkar félaganna í St. Víkingi þakka Sigurði störf hans í þágu stúkunnar og votta konu hans, sonum og öðru skylduliði samúðarkveðjur. Kristján Guðmundsson. Mikill öðlingur er fallinn frá. Sigurður Guðgeirsson, Háagerði 20, Reykjavík, lést miðvikudaginn 6. júlí sl. svo langt um aidur fram, aðeins 57 ára að aldri. Harma- fregnin um skyndileg veikindi og lát hans kom sem reiðarslag. Fyrir okkur var sem einn úr fjöl- skyldunni hefði verið kallaður á braut. Þegar fjölskyldan okkar hóf að reisa sér hús við Háagerði 22 fyrir 25 árum grunaði okkur ekki að næstu nágrannar myndu reynast slíkt öðlingsfólk eins og Siggi og Gunna hafa verið okkur öll þessi ár. Glaðværð þeirra hjóna, alþýð- legt og traustvekjandi viðmót hlaut að afla þeim fjölda vina og kunningja og höfum við notið þess láns að mega vera meðal þeirra. Vináttan óx og styrktist með ár- unum og um árabil hafa þau verið sem hluti af fjölskyldu okkar. Hvenær sem fjölskyldan kom saman við hin ýmsu tækifæri var ómissandi að Siggi og Gunna væru þar með og voru allar okkar sam- verustundir með þeim okkur dýrmætar. Nú er Siggi fallinn frá og spurn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.