Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 39 vélaverkfræði, en Rafteikning á sviði rafmagnsverkfræði. Hér skulu aðeins nefnd verkefni fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja, Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, Járnblendiverk- smiðjuna á Grundartanga og Kís- ilmálmvinnsluna á Reyðarfirði. Við mörg þessara verkefna áttum við einnig gott samstarf við aðrar verkfræði- og arkitektastofur. Ennfremur var náið og gott sam- starf við margvíslegar húsbygg- ingar, svo sem sjúkrahús, skóla, skrifstofuhúsnæði o.fl. Þegar Fjarhitun hf. þurfti að nota allt húsnæðið að Álftamýri 9 flutti Rafteikning í annað hús- næði, en samskipti voru alltaf ná- in, vegna sameiginlegra verkefna. Á árinu 1978 hófst undirbúningur að því að þessi fyrirtæki, ásamt Arkitektastofunni sf., reistu sam- an skrifstofuhús að Borgartúni 17, og þangað fluttu öll fyrirtækin í ársbyrjun 1982. Guðmundur var góður stjórn- andi, fljótur að setja sig inn í mál, og finna kjarna þeirra, ákveðinn en þó lipur í samskiptum. Hann var reglusamur í öllum rekstri, fjármál fórust honum einkar vel úr hendi og hjá honum stóð allt sem stafur á bók. Þessum eigin- leikum kynntist ég sérstaklega þegar unnið var að undirbúningi og byggingu Borgartúns 17. Á árum áður hygg ég að Guð- mundi hafi fundist að ég og félag- ar mínir í Fjarhitun eyddum mikl- um tíma í veiðiferðir á sumrin, því að allir höfum við mikið yndi af laxveiðum. Þó skildi hann þetta að nokkru, því að á Akranes-árum hans hafði hann tekið bakteríuna, og veiddi talsvert mikið í Borg- arfjarðaránum. Um margra ára skeið fór hann ekki í veiðiferðir, en tók aftur upp þráðinn fyrir nokkrum árum, og naut þess í ríkum mæli að fara til veiða með fjölskyldunni og vinum sínum. Hann gekk í Stangaveiðifé- lag Reykjavíkur, og þegar hann var að sækja um veiðileyfi hjá fé- laginu leitaði hann oft ráða hjá mér. Þannig áttum við sameigin- legt áhugamál utan vinnunnar, og í amstri dagsins gat oft verið upp- lyfting í að segja eina og eina veiðisögu. Það varð þó ekki fyrr en á síðastliðnu sumri að Guðmundur og Gulla fóru með okkur hjónum og nokkrum öðrum völdum vinum í eina af Borgarfjarðaránum. Það voru yndislegir dagar, og því var ekkert hik á því hjá hjónahópnum að fá veiðileyfi í sömu á nú í sumar, og það á besta tíma. Veiði- ferðin er framundan, en Guð- mundur verður ekki með, menn- irnir ráðgera, en Guð ræður. Guð- mundar verður sárt saknað. Ég mun ætíð verða þakklátur fyrir hið gæfuríka og nána samstarf sem við áttum saman í tæp 16 ár, en mest þakka ég að hafa eignast vináttu Guðmundar Jónssonar. Guðmundur átti því láni að fagna að eiga elskulegan lífsföru- naut, Guðfinnu Jóhannesdóttur (Gullu). Hennar harmur er mest- ur, svo og barnanna og annarra náinna ættingja. Fyrir hönd starfsfólks Fjarhit- unar hf. færi ég henni og fjöl- skyldunni dýpstu samúðarkveðjur. Karl Ómar Jónsson Vinur minn Guðmundur Jóns- son er látinn. Hann varð bráð- kvaddur fimmtudaginn sjöunda þessa mánaðar, 56 ára að aldri. Um mörg undanfarin ár hefir vinnustaður okkar verið í sama húsi og síðast sá ég Guðmund dag- inn fyrir andlátið, þá fullfrískan að því er virtist og hressan að vanda. Því er enn í huga mér ein- hver óraunveruleika blær yfir því, að Guðmundur skuli vera horfinn fyrir fullt og allt, að ég geti aldrei oftar átt von á að mæta honum á förnum vegi eða leita til hans um ráð eða til að spjalla um eitthvað til tilbreytingar í dagsins önn. Ég kynntist Guðmundi fyrst fyrir meira en þrjátíu árum á Ákranesi. Reyndar er „kynnst" varla rétta orðið því aldursmunur okkar, sem með árunum týndist, var slíkur þá að kynnin voru mjög einhliða. Þá, eins og oftar, voru allir smástrákar á Akranesi á kafi í fótbolta og við litum auðvitað upp til stóru strákanna í meist- araflokki og fylgdumst vel með sérkennum þeirra og töktum. Guð- mundur var einn þeirra og í því liði, sem síðar hefur verið kennt við gullöld, mjög snjall og skemmtilegur leikmaður, eld- snöggur kantspilari. En það var fleira, sem vakti að- dáun okkar á Guðmundi. Hann var áberandi glæsilegur maður í útliti og framgöngu, bar með sér blæ stórborgarmannsins, enda kominn alla leið frá Reykjavík, þar sem hann hafði áður leikið með meistaraflokki KR Á Akra- nesi var hann reyndar gjarnan kenndur við það félag og kallaður Guðmundur KR-ingur. Það lýsir vel heilsteyptri lund Guðmundar, að hann gat þannig meðal fót- boltastrákanna verið kenndur við aðalkeppinauta Skagamanna þá, „erkifjendurna", og samt haldið fullum vinsældum meðal nýju fé- laganna. Með „gullaldarliði" ÍA lék Guð- mundur í mörg ár og varð m.a. þrisvar sinnum íslandsmeistari. Hann átti einnig sæti í knatt- spyrnuráði Akraness og þjálfaði yngri flokkana. Hann stuðlaði mjög að samskiptum við Reykja- víkurfélögin, ekki síst í yngri flokkunum. Oft var hann farar- stjóri í keppnisferðum þeirra og kannski var það engin tilviljun að hvergi voru móttökur eins góðar og hjá KR-ingum — að öllum öðr- um ólöstuðum. Á Akranesi kynntist Guðmund- ur konu sinni Guðfinnu Jóhann- esdóttur, Gullu, fallegri stúlku og góðri konu, og frá þessum löngu liðnu dögum standa þau mér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, ung og glæsileg. Árið 1967 hefjast svo eiginleg kynni okkar Guðmundar er við fyrir tilviljun lentum í sama húsi með teiknistofur okkar, sem þá voru nýlega stofnaðar. Það kom fljótt í ljós að Guð- mundur og hans fólk voru góðir nágrannar og innan tíðar voru við farnir að hjálpast að um ýmislegt smálegt. Stofurnar stækkuðu og þegar að því kom, að húsnæðið var orðið of lítið, varð að ráði að við tækjum sameiginlega húsnæði á leigu og hefðum samvinnu um vissa þætti í rekstrinum. Og enn fluttum við og héldum samstarfi en réðumst loks í að byggja saman yfir teiknistofurnar, ásamt verk- fræðistofunni Fjarhitun. í öllu þessu samstarfi varð okkur aldrei sundurorða og það ber fyrst og fremst að þakka Guðmundi, dugn- aði hans, ósérhiífni og sanngirni. Guðmundur Jónsson var fram- kvæmdastjóri Rafteikningar hf. allt frá stofnun fyrirtækisins og undir hans stjórn varð hún ein stærsta og virtasta rafmagnsverk- fræðistofa landsins. Auk stjórun- arstafsins hafði Guðmundur yfir- umsjón hjá fyrirtækinu með öllum raflagnateikningum í hús. Á því sviði unnum við saman að fjöl- mörgum verkum og þá kynntumst við vel frábærri faglegri þekkingu hans og reynslu. Guðmundur var sívökull við að fylgjast með tækni- nýungum. Þegar við bættust óvenju góðir stjórnunarhæfileikar og sú regia hans að lofa aldrei meiru en hann gat staðið við, er ekki að undra að sameiinlegir viðskiptavinir okkar voru jafnan ánægðir með starfsframlag Guð- mundar og hans manna. Það sem erfiðast er að tjá sig um er þó það, sem mest er um vert í minning- unni um góðan dreng, en má segja með einu orði: vinátta. Starfsfólk arkitektastofunnar þakkar að leiðarlokum fyrir gott samstarf og vináttu við Guðmund Jónsson. Við Örnólfur og eiginkonur okkar vottum Gullu og börnunum, Jóni Þór, Ölmu og Hrefnu, móður Guðmundar og bróður, tengda- móður, tengdabörnum og barna- börnum innilega samúð okkar. Orraar Þór Guðmundsson Traustur maður er fallinn frá — langt um aldur fram. í dag er borinn til grafar Guð- mundur Jónsson, framkvæmda- stjóri Rafteikningar hf. í Reykja- vík. Hann var fæddur í Reykjavík 2. júlí 1927, og lést 7. júlí sl. Æviferill hans verður ekki rak- inn hér, því aðrir kunna honum betri skil. Við viljum hins vegar aðeins minnast manns sem við öll höfðum samskipti við daglega, flest okkar árum saman. í fyrirtæki með fáa starfsmenn er framkvæmdastjórinn líkastur fjölskylduföður. Þannig var Guð- mundur, gott að leita til hans, ráðagóður, traustur, leysti mál sem fyrir hann voru lögð. Umfram allt munum við þó minnast hans fyrir orðheldni hans og nákvæmni við alla samninga. Aldrei þurftum við að fylgjast með hvort rétt væru reiknuð launin eða rétt tald- ir unnir tímar. Alltaf stóð allt eins og starfur á bók hjá Guðmundi. Guðmundur, ásamt meðeigend- um sínum, hefur byggt upp fyrir- tæki sem byrjaði smátt, með ein- um starfsmanni, og fékkst í upp- hafi aðallega við að teikna raf- lagnir í hús. En það hefur vaxið yfir í ráðgjafarfyrirtæki, sem undanfarin ár hefur fengist við stærstu iðnaðar- og virkjunar- verkefni sem íslendingar eru nú að vinna að. Hann var sá eini af eigendum fyrirtækisins sem hefur unnið við það samfellt frá stofnun þess 1965. Á sviði ráðgjafar í raftæknimálum á íslandi hlýtur hans því að verða minnst sem brauðryðjanda. Framundan eru í fyrirtkinu mörg verkefni, stór og smá. Mun- um við í framtíðinni sakna trausts félaga við úrlausn þeirra. Gullu, Jóni Þór, ölmu og Hefnu ásamt öðrum aðstandendum Guð- mundar vottum við samúð okkar á sorgarstundu. Starfsfélagar í Rafteikningu. Guðmundur Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Rafteikn- ingar hf., varð bráðkvaddur fimmtudaginn 7. júlí og verður jarðsettur frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag. Hann var fæddur í Reykjavík 2. júlí 1927 og var því réttra 56 ára þegar hann lést. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, sem lengi var verkstjóri hjá Almenna bygg- ingarfélaginu og látinn er fyrir fáum árum, og Þóra Guðmunds- dóttir, sem lifir son sinn í hárri elli. Guðmundur var sá eldri tveggja bræðra. Hinn er Grétar, verkstjóri hjá Jarðborunum ríkis- ins. Guðmundur lærði rafvirkjun á árunum 1944—1948 og vann síðan um hríð hjá þeim Knúti og Ár- manni á Akranesi, en réðst fljót- lega sem eftirlitsmaður til Raf- magnsveitna ríkisins og hafði jafnframt með höndum eftirlits- störf fyrir Rafveitu Akraness meðan hann var búsettur þar. Hann stundaði nám við raf- magnsdeild Vélskólans 1951—1953 og lauk þaðan prófi. Það var þá það lengsta sem hægt var að kom- ast í námi fyrir rafvirkja hérlend- is. Síðar aflaði hann sér há- spennuréttinda. Guðmundur vann sem eftirlits- maður með háspennu- og lág- spennulögnum hjá Rafmagnsveitu ríkisins, síðustu fimm árin sem yf- ireftirlitsmaður. Árið 1965 stofn- aði hann ásamt Agli Skúla Ingi- bergssyni, verkfræðingi, fyrirtæk- ið Rafteikningu og starfaði sem framkvæmdastjóri þess til dauða- dags. Arið 1946 kynntist Guðmundur eftirlifandi eiginkonu sinni, Guð- finnu Jóhannesdóttur. Þau gengu í hjónaband 4. desember 1948. Börnin eru þrjú: Jón Þór, rafvirki, f. 1947, í sambýli við Jónu Guð- varðardóttur, leirlistamann. Alma Hanna, f. 1951, gift Braga Sigur- vinssyni, starfsmanni ISAL, og Hrefna f. 1952, gift Einari Ein- arssyni, tæknifræðingi. Barna- börnin eru 6. Öll eru börnin búsett í nágrenn- inu og samband fjölskyldunnar náið. Ég kynntist Guðmundi fyrst að marki sumarið 1975, þegar hann bauð mér að gerast meðeigandi í Rafteikningu og ég sló til. Áður höfðum við vitað hvor af öðrum, og átt smávegis samskipti sem nægðu til að ég var óhræddur við að fara í samvinnu við hann og Egil Skúla. Frá þessum tíma höfum við starfað saman svo náið, að þegar hann fellur frá með svo skyndi- legum hætti finnst mér ég missa hluta af sjáifum mér. Því er mér nú „tregt tungu að hræra" er ég minnist hans. Þegar ég lít til baka yfir þessi átta ár, sé ég, að verkefnunum hefur verið ójafnt skipt. Hann sá alfarið um erfiðu málin í fyrir- tækinu: fjármál, innheimtu, skatta, starfsmannamál og hús- næðismál, auk þess sem hann hafði umsjón með öllu sem varaði raflagnateikningar í byggingar. Hann bar því hitann og þungann af rekstrinum. Nú, þegar hans nýtur ekki leng- ur við, hygg ég að sú spurning eigi oft eftir að koma upp í hugann við úrlausn aðkallandi vandamála hvað Guðmundur hefði gert í þeim sporum. Guðmundur var glöggskyggn maður og gætinn, traustur maður og áreiðanlegur og gæddur mikl- um stjórnunar- og skipulagshæfi- leikum. Til hans þótti mér allra manna best að leita með vanda- mál. Erfið mál urðu jafnan auð- veldari viðfangs eftir viðræður við hann. Guðmundur var á yngri árum frækinn íþróttamaður. Hann byrj- aði ungur að æfa knattspyrnu með KR í Vesturbænum, og þegar hann fluttist til Akraness varð hann einn af leikmönnum „gull- aldarliðs" þeirra Skagamanna. Hann var áhugamaður um fé- lagsmál og starfaði að slíkum málum, m.a. starfaði hann í sam- tökum ungra sjálfstæðismanna á Akranesi. Hann starfaði einnig í Lions-hreyfingunni og var jafnan tilbúinn að veita góðu máli lið. Guðmundur Jónsson á að baki langan starfsdag og árangursrík- an, þó hann hafi fallið frá langt um aldur fram. Ungur var hann valinn til að hafa með höndum eftirlit og ábyrgð og úr hópi eftir- litsmanna var hann valinn til að vera yfirmaður. Hann var talinn frábær í því starfi. Síðar stofnaði hann fyrirtæki, sem hann var alla tíð framkvæmdastjóri fyrir og óx í hans höndum á 18 árum úr því að vera eins manns stofa í 16 manna traust ráðgjafarfyrirtæki. Vinnudagar hans voru margir og vinnutíminn langur lengst af, því hann var ósérhlífinn maður. Það var fyrst nú í sumar að hann fór að minnka vinnuálagið og eyða helgunum með fjölskyldunni í nýreistum sumarbústað á fögrum stað. Framundan voru mörg ár við störf og margar ánægjustundir í hópi fjölskyldunnar, þegar kallíð kom með svo skyndilegum hætti. Hans er því sárt saknað. Við, meðeigendur hans og sam- starfsmenn í Rafteikningu, sökn- um vinar og stjórnanda, en sárast- ur er söknuðurinn hjá fjölskyldu hans. Við hjónin sendum Gullu, börn- unum, aldraðri móður hans og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðj ur. Tryggvi Sigurbjarnarson. SVAR MITT eftir Billy Graham Trúarvissa Er nokkur leið til þess að öðlast vissu þess, að eg sé kristinn, og að eignast frið í hjarta? Já, með því að trúa því, sem Guð segir í orði sínu! Hugsum okkur, að frægur auðmaður kæmi til yðar, þegar þér væruð skuldum vafinn og ættuð ekki grænan eyri, og hann tilkynnti yður hátíðlega, að hann ætlaði að greiða allar skuldir yðar og fullnægja öllum óskum yðar. Þér skiljið, að þetta mundi valda róttækum breyt- ingum á öllum högum yðar — ef þér tryðuð orðum þessa velgjörðamanns. Ef þér tækjuð orð hans trúanleg og vilduð þiggja, að hann sýndi yður höfðingsskap, kæmust þér upp úr skuldum og fátækt. Þér færuð að njóta sumra þeirra gæða, sem fá má fyrir peninga. Nú kemur Jesús Kristur til sérhvers manns og segir: „Eg er kominn, til þess að þeir hafi líf og hafi nægtir" (Jóh. 10,10). Hvernig getum við verið vissir um það? Jesús Kristur sagði líka: „Eg er vegurinn, sannleikurinn og lífið" (Jóh. 14,6). Hann er sannleikurinn. Við getum treyst orðum hans. Við getum fundið sálum okkar hvíld um tíma og eilífð með því að reiða okkur á orð hans. Við getum fundið fótfestu í fyrirheitum hans og komizt að raun um, að við stöndum á bjargi, því að Kristur mun aldrei sleppa af okkur hendinni. Þetta er trúin, sem frelsar og veitir yður frið í hjarta. Það er Jesús Kristur og hann einn, sem getur gætt tilveru okkar tilgangi, krafti og friði. Einhver hefur sagt: „Án Jesú Krists, sem er vegur- inn, er enginn fær vegur til. Án Jesú Krists, sem er sannleikurinn, er engin þekking til. Án Jesú Krists, sem er lífið, er ekkert markmið til.“ Það er dásamlegt að geta veitt Jesú Kristi viðtöku og eiga frið hans í hjartanu. Þér getið öðlazt samfélag við Krist. Þá takið þér undir með Páli, er hann talar um „son Guðs, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurn- ar fyrir mig“ (Gal. 2,20).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.