Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 1
64 SIÐUR 158. tbl. 70. árg. FOSTUDAGUR 15. JULI 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stórveldin kýta um niðurstöðu í Madrid Madrid, 14. júl[, AP. Aðalsamningamaður Banda- ríkjanna á öryggismálaráðstefnunni í Madrid kom aftur frá Washington í dag, en neitaði að segja til um hvort Reagan forseti hefði gefið honum umboö til að undirrita lokayfirlýs- ingu, sem gera myndi óþarfa mann- réttindaráðstefnu, sem fylgja átti í kjölfarið. Kampelman sagðist halda að Reagan hefði verið all ánægður með inntak yfirlýsingarinnar, en tók fram að enn ætti eftir að leysa úr vandamálum áður en Bandarík- in gætu léð henni samþykki sitt. Meðal þeirra vandamála, sem Kampelman vék að, var krafa Möltu um að hvatt yrði til sér- stakrar öryggisráðstefnu Miðjarð- arhafsríkja í yfirlýsingunni, þýðing hennar af ensku á rússnesku, og ákvæði um væntanlegan fund um mannleg samskipti í Sviss 1986. Aðspurður um hvort Reagan hefði heimilað honum að samþykkja yf- irlýsinguna svaraði Kampelman: „Hann gaf mér umboð til að semja." Orðrómur hefur að undanförnu verið á kreiki í Washington um að stjórnvöld í Sovétríkjunum hygð- ust sleppa úr haldi kunnum andófs- mönnum svo sem Anatoly Schar- ansky og Yuri Orlov gegn því að vestræn ríki uppfylltu vissar kröf- ur. Kampelman vildi ekkert segja um slíkar sögusagnir og gat þess að Bandaríkjunum væri meira gefið um athafnir en orð. Hlutlaus sendimaður á ráðstefn- unni, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í dag að hrossakaup Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um lokayfirlýsingu ráðstefnunnar væru „auðmýkjandi" fyrir hinar þjóðirnar þrjátíu og þrjár, sem fulltrúa eiga á ráðstefnunni. Kampelman mun hafa átt langan fund með sendimönnum Sovétríkj- anna í dag. Samkvæmt óstaðfest- um fréttum er á döfinni málamiðl- un þar sem kveðið er á um að Sov- étmenn fallist á ráðstefnu í Sviss á næsta ári um sameiningu tvístr- aðra fjölskyldna, en vesturveldin samþykki afvopnunarráðstefnu í Stokkhólmi. Þrjátíu og einn mánuður er lið- inn síðan Madrid-ráðstefnan hófst, en ráðstefnunni var í upphafi ætlað að hafa eftirlit með framkvæmd Helsinki-sáttmálans um mann- réttindi frá 1972. Tyrkneskur diplómat drepinn Lögreglumaður rannsakar lík Dursun Aksoys, sendifulltrúa við tyrkn- eska sendiráðið í Brussel, eftir að hann var skotinn til bana í bifreið sinni. Skæruliðasamtök, sem berjast fyrir frelsi Armeníu, hafa lýst sig ábyrg fyrir morðinu. Sjá nánar á bls. 15. Eldingu laust í elskendur Belgrad, Júgóslavíu, 14. júlí. AP. PILTUR og stúlka, sem heit- bundin voru, létu lífið í þrumu- veðri í Júgóslavíu í dag. Laust eldingu í elskendurna, er þau leituðu skjóls undir eikartré úti á víðavangi. Þau voru bæði nítján ára að aldri. Nedjo Andjelic og unnusta hans, Rada Savavovic, voru á heimleið eftir samkvæmi nærri bænum Mrkonjicgrad er atburðurinn átti sér stað, að sögn dagblaðsins Vecernje Novosti. Yngri systir unnust- unnar var með á heimleiðinni og meiddist hún af völdum eldingarinnar. Alls hafa fjórir látist af völdum þrumuveðurs í Júgó- slavíu á einni viku. Elding varð nýlega konu að bana þar sem hún sat á verönd fyrir framan hús sitt í smáþorpi í miðhluta landsins. Dómur í Chile féll herstjórninni í óhag Santiagó, Chile, U.júlí. AP. STJÓRNIN í Chile afrýjaði í dag úr- skurði dómstóls um lögmæti frið- samlegra mótmælaaðgerða og vísaði úr starfi verkalýðsforingja, sem haft hafði forgöngu um mótmæli gegn stjórninni. Úrskurður dómstólsins, sem áfrýjað hefur verið til hæstaréttar í Chile, markar fyrsta ósigur Pino- chets forseta fyrir dómstólum síð- an hann kom til valda fyrir nær áratug. Dómstóllinn tilkynnti niðurstöðu sína aðeins sólarhring eftir að háværar mótmælagöngur voru farnar gegn stjórninni. Einu viðbrögð stjórnarinnar voru um- mæli Ramons Suarez, ráðherra, í dag um að valdhafar myndu „virða niðurstöðu dómstóa full- komalega". Talið er ólíklegt að áfrýjun stjórnarinnar muni fá niðurstöðunni breytt. Forseti verkalýðsfélags kopar- verkamanna, Rodolfo Seguel, sem vísað var úr starfi, hefur verið í fangelsi síðan hann efndi til mót- mæla tvisvar, í maí og júní. Verkalýðsfélag Sequels dreifði ljósriti af uppsagnarbréfi hans 12-júlí þar sem vitnað er í ásakan- ir stjórnarinnar. Niðurstaða dómstólsins varðar þó ekki mál Sequels beinlínis og bannar ekki að menn séu kærðir fyrir ólög- mæta vinnustöðvun. Velkominn aftur Sergei Kondrashev, einn af forystumönnum sovézku sendinefndarinnar á öryggismálaráðstefnunni í Madrid, tekur í höndina á aðalsamningamanni Bandaríkjanna, Max Kampelman, t.h. Kampelman kom aftur í dag eftir fund með yfirmönnum í Washington og er talið að hann muni leggja fram nýjar tillögur í viðræðunum. Aöalsamningamaður Soveíríkjanna, Antoli Kovalio, er lengst t.v., en maðurinn með dökku gleraugun er Igo Andropov, sonur Sovétleiðtogans Yuri Andropovs. Þing undirbýr afnám herlaga Varsjá, U.júlí. AP. PÓLSKA þingið samþykkti í dag heimild um aukin umsvif lögreglu og hóf umræður um aukin völd stjórn- arinnar til að stjórna með tilskipun- um. Talið er að fyrirhugaðar aðgerð- ir þingsins séu til undirbúnings við afnám herlaga í Póllandi í næstu viku. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildarmönnum, sem ekki vildu láta nafns síns getið, er búist við að Jaruzelski hershöfðingi, sem er leiðtogi kommúnistaflokksins og forsætisráðherra landsins, til- kynni afnám herlaganna á þingi næstkomandi fimmtudag. Emb- ættismenn í Varsjá færðust undan að játa eða neita fréttinni. Leiðtogar hinna bönnuðu verka- lýðssamtaka, Samstöðu, hafa látið í veðri vaka að þeir muni halda áfram andspyrnu sinni verði her- lög afnumin en réttur verkalýðsfé- laga ekki viðurkenndur. Hafa þeir einnig sett fram kröfur um að fjöldi þvingunarlaga, sem sett hafa verið frá því í desember 1981, verði felldur niður. Þær tillögur, sem umræður pólska þingsins munu einkum snú- ast um, varða viðbrögð við hugs- anlegum mótmælum og ókyrrð Jaruzelski hershöfðingi þegar herlaga nýtur ekki lengur við. Talið er að samþykkt verði stjórnarskrárbreyting, sem gera mun ríkisstjórn og lögreglu auð- veldara að grípa til þvingunarað- gerða. í uppkasti að breytingar- tillögunni segir að ríkisráð eða forseti, sem í raun þýðir ríkis- stjórnin, geti lýst yfir neyðarást- andi um óákveðinn tíma í hluta Póllands eða landinu öllu, ef ör- .vggi þjóðarinnar er á einhvern hátt ögrað eða náttúruhamfarir eiga sér stað. Slík stjórnarskrár- viðbót myndi að áliti vestrænna sérfræðinga gera stjórninni kleift að lýsa yfir neyðarástandi án sér- stakrar samþykktar þingsins. Sovétmenn sýna Marcos vinalæti Manila, Kilippsrvjum, I l.júlí AP. SOVÉTMENN hafa gert Filipps- eyingum boð um að auka samskipti landanna eftir að Ferdinand Marcos forseti sagði bandarískum fulltrúa- deildarþingmönnum að hann gæti verið án þess að hafa bandarískar herstöðvar á Filippseyjum og kynni að snúa sér til Sovétmanna. í bréfi, sem hann sendi utanrík- isráðherra Filippseyja, Carlos Romulo, á miðvikudag sagði vara- forseti sovézka Æðstaráðsins, Ivan Kalin, að til greina kæmi að efla samskipti landanna „á ýms- um sviðum". Tilgangur bréfsins mun hafa verið að þakka utanrík- isráðherranum móttökur í apríl, en þá heimsótti Kalin Filippseyj- ar. f bréfi Kalins sagði orðrétt: „Heimsóknin styrkti þá sannfær- ingu mína að frekari vináttutengsl og samstarf á ýmsum sviðum milli Sovétríkjanna og Filippseyja þjónaði hagsmunum þjóðanna beggja." Skrifstofa Romulos gerði bréfið opinbert fimm dögum eftir að Marcos forseti sagði sendh'efnd bandarískra þingmanna að Bandaríkin gætu haft sig á brott með herstöðvar sínar ef Filippsey- ingar þyrftu að borga of mikið fyrir þær. Bandaríkjamenn lofuðu Filippseyingum nýlega niu hundr- uð milljónum Bandarikjadala í ef- nahags- og hernaðaraðstoð, ef þeir fengju að halda flugherstöð og flotastöð á eyjunum til ársins 1989, að minnsta kosti. Margir þingmenn í bandarísku fulltrúa- deildinni hafa gagnrýnt stjórn forsetans vegna brota á mannreft- indum og hótað að greiða atkvæði gegn aukinni fjárhagsaðstoð við Filippseyjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.