Morgunblaðið - 15.07.1983, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.07.1983, Qupperneq 1
64 SÍÐUR 158. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stórveldin kýta um niðurstöðu í Madrid Madrid, 14. júlí, AP. Aöalsamningamaður Banda- ríkjanna á öryggismálaráðstefnunni í Madrid kom aftur frá Washington í dag, en neitaði að segja til um hvort Reagan forseti hefði gefið honum umboð til að undirrita lokayfirlýs- ingu, sem gera myndi óþarfa mann- réttindaráöstefnu, sem fylgja átti í kjölfarið. Kampelman sagðist halda að Reagan hefði verið all ánægður með inntak yfirlýsingarinnar, en tók fram að enn ætti eftir að leysa úr vandamálum áður en Bandarík- in gætu léð henni samþykki sitt. Meðal þeirra vandamála, sem Kampelman vék að, var krafa Möltu um að hvatt yrði til sér- stakrar öryggisráðstefnu Miðjarð- arhafsríkja í yfirlýsingunni, þýðing hennar af ensku á rússnesku, og ákvæði um væntanlegan fund um mannleg samskipti í Sviss 1986. Aðspurður um hvort Reagan hefði heimilað honum að samþykkja yf- irlýsinguna svaraði Kampelman: „Hann gaf mér umboð til að semja." Orðrómur hefur að undanförnu verið á kreiki í Washington um að stjórnvöld í Sovétríkjunum hygð- ust sleppa úr haldi kunnum andófs- mönnum svo sem Anatoly Schar- ansky og Yuri Orlov gegn því að vestræn ríki uppfylltu vissar kröf- ur. Kampelman vildi ekkert segja um slíkar sögusagnir og gat þess að Bandaríkjunum væri meira gefið um athafnir en orð. Hlutlaus sendimaður á ráðstefn- unni, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í dag að hrossakaup Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um lokayfirlýsingu ráðstefnunnar væru „auðmýkjandi" fyrir hinar þjóðirnar þrjátíu og þrjár, sem fulltrúa eiga á ráðstefnunni. Kampelman mun hafa átt langan fund með sendimönnum Sovétríkj- anna í dag. Samkvæmt óstaðfest- um fréttum er á döfinni málamiðl- un þar sem kveðið er á um að Sov- étmenn fallist á ráðstefnu í Sviss á næsta ári um sameiningu tvístr- aðra fjölskyldna, en vesturveldin samþykki afvopnunarráðstefnu í Stokkhólmi. Þrjátíu og einn mánuður er lið- inn síðan Madrid-ráðstefnan hófst, en ráðstefnunni var í upphafi ætlað að hafa eftirlit með framkvæmd Helsinki-sáttmálans um mann- réttindi frá 1972. Eldingu laust í elskendur Belgrad, Júgóslavíu, 14. júlí. AP. PILTUR og stúlka, sem heit- bundin voru, létu lífið í þrumu- veðri í Júgóslavíu í dag. Laust eldingu í elskendurna, er þau leituðu skjóls undir eikartré úti á víðavangi. Þau voru bæði nítján ára að aldri. Nedjo Andjelic og unnusta hans, Rada Savavovic, voru á heimleið eftir samkvæmi nærri bænum Mrkonjicgrad er atburðurinn átti sér stað, að sögn dagblaðsins Vecernje Novosti. Yngri systir unnust- unnar var með á heimleiðinni og meiddist hún af völdum eldingarinnar. Alls hafa fjórir látist af völdum þrumuveðurs í Júgó- slavíu á einni viku. Elding varð nýlega konu að bana þar sem hún sat á verönd fyrir framan hús sitt í smáþorpi í miðhluta landsins. Tyrkneskur diplómat drepinn Lögreglumaður rannsakar lík Dursun Aksoys, sendifulltrúa við tyrkn- eska sendiráðið í Brussel, eftir að hann var skotinn til bana í bifreið sinni. Skæruliðasamtök, sem berjast fyrir frelsi Armeníu, hafa lýst sig ábyrg fyrir morðinu. Sjá nánar á bls. 15. Dómur í Chile féll herstjórninni í óhag Santiagó, Chile, 14.júlí. AP. STJÓRNIN í Chile afrýjaði í dag úr- skurði dómstóls um lögmæti frið- samlegra mótmælaaðgerða og vísaði úr starfi verkalýðsforingja, sem haft hafði forgöngu um mótmæli gegn stjórninni. Úrskurður dómstólsins, sem áfrýjað hefur verið til hæstaréttar í Chile, markar fyrsta ósigur Pino- chets forseta fyrir dómstólum síð- an hann kom til valda fyrir nær áratug. Dómstóllinn tilkynnti niðurstöðu sína aðeins sólarhring eftir að háværar mótmælagöngur voru farnar gegn stjórninni. Einu viðbrögð stjórnarinnar voru um- mæli Ramons Suarez, ráðherra, í dag um að valdhafar myndu „virða niðurstöðu dómstóa full- komalega". Talið er ólíklegt að áfrýjun stjórnarinnar muni fá niðurstöðunni breytt. Forseti verkalýðsfélags kopar- verkamanna, Rodolfo Seguel, sem vísað var úr starfi, hefur verið í fangelsi síðan hann efndi til mót- mæla tvisvar, í maí og júní. Verkalýðsfélag Sequels dreifði ljósriti af uppsagnarbréfi hans 12.júlí þar sem vitnað er í ásakan- Manila, Filippseyjum, I4.júlí. AP. SOVÉTMENN hafa gert Filipps- eyingum boð um að auka samskipti landanna eftir að Ferdinand Marcos forseti sagði bandarískum fulltrúa- deildarþingmönnum að hann gæti verið án þess að hafa bandarískar herstöðvar á Filippseyjum og kynni að snúa sér til Sovétmanna. f bréfi, sem hann sendi utanrík- isráðherra Filippseyja, Carlos Romulo, á miðvikudag sagði vara- forseti sovézka Æðstaráðsins, ir stjórnarinnar. Niðurstaða dómstólsins varðar þó ekki mál Sequels beinlínis og bannar ekki að menn séu kærðir fyrir ólög- mæta vinnustöðvun. Ivan Kalin, að til greina kæmi að efla samskipti landanna „á ýms- um sviðum". Tilgangur bréfsins mun hafa verið að þakka utanrík- isráðherranum móttökur í apríl, en þá heimsótti Kalin Filippseyj- ar. í bréfi Kalins sagði orðrétt: „Heimsóknin styrkti þá sannfær- ingu mína að frekari vináttutengsl og samstarf á ýmsum sviðum milli Sovétmenn sýna Velkominn aftur Sergei Kondrashev, einn af forystumönnum sovézku sendinefndarinnar á öryggismálaráðstefnunni í Madrid, tekur í höndina á aðalsamningamanni Bandaríkjanna, Max Kampelman, t.h. Kampelman kom aftur í dag eftir fund með yfirmönnum í Washington og er talið að hann muni leggja fram nýjar tillögur í viðræðunum. Aðalsamningamaður Sovefríkjanna, Antoli Kovalio, er lengst t.v., en maðurinn með dökku gleraugun er Igo Andropov, sonur Sovétleiðtogans Yuri Andropovs. Þing undirbýr afnám herlaga Varsjá. U.júH. AP. PÓLSKA þingið samþykkti í dag heimild um aukin umsvif lögregiu og hóf umræður um aukin völd stjórn- arinnar til að stjórna með tilskipun- um. Talið er að fyrirhugaðar aðgerð- ir þingsins séu til undirbúnings við afnám herlaga í Póllandi í næstu viku. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildarmönnum, sem ekki vildu láta nafns síns getið, er búist við að Jaruzelski hershöfðingi, sem er leiðtogi kommúnistaflokksins og forsætisráðherra landsins, til- kynni afnám herlaganna á þingi næstkomandi fimmtudag. Emb- ættismenn í Varsjá færðust undan að játa eða neita fréttinni. Leiðtogar hinna bönnuðu verka- lýðssamtaka, Samstöðu, hafa látið í veðri vaka að þeir muni halda áfram andspyrnu sinni verði her- lög afnumin en réttur verkalýðsfé- laga ekki viðurkenndur. Hafa þeir einnig sett fram kröfur um að fjöldi þvingunarlaga, sem sett hafa verið frá því í desember 1981, verði felldur niður. Þær tillögur, sem umræður pólska þingsins munu einkum snú- ast um, varða viðbrögð við hugs- anlegum mótmælum og ókyrrð Jaruzelski hershöfóingi þegar herlaga nýtur ekki lengur við. Talið er að samþykkt verði stjórnarskrárbreyting, sem gera mun ríkisstjórn og lögreglu auð- veldara að grípa til þvingunarað- gerða. í uppkasti að breytingar- tillögunni segir að ríkisráð eða forseti, sem í raun þýðir ríkis- stjórnin, geti lýst yfir neyðarást- andi um óákveðinn tíma í hluta Póllands eða landinu öllu, ef ör- yggi þjóðarinnar er á einhvern hátt ögrað eða náttúruhamfarir eiga sér stað. Slík stjórnarskrár- viðbót myndi að áliti vestrænna sérfræðinga gera stjórninni kleift að lýsa yfir neyðarástandi án sér- stakrar samþykktar þingsins. Marcos vinalæti Sovétríkjanna og Filippseyja þjónaði hagsmunum þjóðanna beggja." Skrifstofa Romulos gerði bréfið opinbert fimm dögum eftir að Marcos forseti sagði sendii'efnd bandarískra þingmanna að Bandaríkin gætu haft sig á brott með herstöðvar sínar ef Filippsey- ingar þyrftu að borga of mikið fyrir þær. Bandaríkjamenn lofuðu Filippseyingum nýlega níu hundr- uð milljónum Bandaríkjadala í ef- nahags- og hernaðaraðstoð, ef þeir fengju að halda flugherstöð og flotastöð á eyjunum til ársins 1989, að minnsta kosti. Margir þingmenn í bandarísku fulltrúa- deildinni hafa gagnrýnt stjórn forsetans vegna brota á mannreft- indum og hótað að greiða atkvæði gegn aukinni fjárhagsaðstoð við Filippseyjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.