Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 7
[OSGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 7 Okkar frábæru matreiðslumenn sjá um að þú fáir aðeins það besta SigTirþór Kristjánsson Kvöldverður Krabbasúpa bætt með rjóma — O — Djúpsteiktur heill silungur Orly með Kr. 60.- karrýkrydduðum hrísgrjónum Eldsteiktar lambahryggsneiðar með Kr. 245.- frönskum ertum og piparsósu — O — Kr. 240.- Heilsteiktur nautavöðvi með gratíneruðu blómkáli, bakaðri kartöflu og Madeirasósu — O — Kr. 390.- Vanilluís með koníakskremi Kr. 70.- — o — Berið saman verð og gæði. Jón Möller leikur ljúfa tónlist fyrir matargesti okkar. MN Skólavörðustíg 12, sími 10848. • • MEIRA ORYCCI Á VOTUM VECUM STYTTRI VECALENGD VIÐ HEMLUN Þegar þú færð þér dekk undir bílinn, gerir þú þér þá grein fyrir bremsueiginleikum og veg- gripi dekksins? GOODYEAR Grand Prix-S er þeim eiginleikum búið að það er með 74% snertiflöt við veginn á 90 km. hraða í 2 mm. vatnsborði. Þetta er einn sá besti árangur sem náðst hefur hvað varðar öryggi við varasöm akstursskilyrði. ajLi Vaknað til veruleikans Samdráttur fiskafla og mettaður markaður hefð- bundinnar búvöru er smám saman að opna augu fólks, vftt um land, á nauð- syn nýrrar atvinnuupp- byggingar, til að tryggja framtíðaratvinnuöryggi og framtíðarlífskjör í landinu. Árlega bætast fjölmargar vinnufúsar hendur á vinnu- markað samfélagsins — og kjarakröfur kalla á auknar þjóðartekjur til að bera uppi batnandi lífskjör. Vist eru víða möguleikar og matarholur, sem bíða hugvits og framtaks, en Ijóst er að iðnaður verður að axla langstærstan hlut af atvinnu- og kjaraþörfum fólks á næstu árum og ára- tugum. Fiskrækt, sem er tiltölulega ný atvinnugrein, felur í sér stóra möguleika, en öryggi í atvinnu og af- komu verður naumast full- tryggt nema með því að breyta orku fallvatna okkar í einhverskonar út- flutningsverðmæti. hað er mönnum að verða Ijóst, seint og um síöir. I‘á er ekki síöur hitt, aö fráfarinn orkuráðherra Al- þýðubandalagsins, sem stóð á öllum bremsum póli- tískrar stjórnsýslu í árarað- ir, þegar orkumál og orkuiðnaöur áttu í hlut, var þjóðinni dýrastur dragbít- ur, er slysazt hefur til for- ræðis í hagsmunamálum hennar. I>að er ekki nóg með að hann hafi seinkað árum saman, með klúð- urshætti, nauösynlegri verðhækkun orku til stór- iðju, heldur hefur þröng- sýni hans í raun seinkað lífskjarabótum í landinu um ófyrirséðan tíma með því að stöðva eðlilega fram- vindu í orkubúskap og orkuiðnaði íslcndinga. Sovézk gest- risni og yfir- gangur Sovétmenn hafa stöðvað FIMMTUDAGUR 7. JÚU 1983 3?l«uhn0ur Hel/tu nióurstöAur skvrslu Samstarfsnefndar um iðnþrtkin í Ktjalinli Erþetta svort skýrsla? Skýrsla Samstarfsnefndar um iflnþróun f Eyjaf*’”' # og itarlec eftfr því. Þar er Qaliafl um ♦*- _ núverandi atvinnulífi lf«» ' kJL f\l • \>0iÖ r . „i»(t an svai ... .uaarinnar svört skýrsla? *l. .nej»t að svara baefli játandi og neitandi ____ £f tryggja á aframhaldandi fólksfjölgun þarf að gera verulegt átak «h-*< rvðja úr vegi þeirri óvissu, sem rfkir í atvinnumáJum svnflésins. /*“ $0 IWir. ný)um ftörfum i þionustu- gremum. mmm folk\(|olgun a r og ...... *-nu cft. með orkutrckum ,eiði- iðnaði * Verk- • .efndin hetur fiallað ,er- málm- „aklega um orkulrekan iðnað i venð og komiM að heir« Eyfirðingar hafa áhuga á álverksmiðju Skýrsla samstarfsnefndar um iðnþrðun í Eyjafiröi gerir ráð fyrir því að „skaþa þurfi um 1720 ný störf á Eyjafjarðar- svæðinu fram til 1990“, að sögn Akureyrarblaðsins íslend- ings. Telur nefndin að iönaöurinn verði að „bæta við sig 920 nýjum störfum á tímabilinu 1981 — 1990 eöa að með- altali 100 nýjum störfum á ári“. Nefndin leggur áherzlu á að meginuþþistaða atvinnuuþþbyggingar veröi aö byggj- ast á almennum iðnaði, en leggur jafnframt áherzlu á „að atvinnulífið og byggðin í heild geti án teljandi röskunar tekið við stóru fyrirtæki í orkufrekum iðnaði“. í því sam- bandi er álverksmiðja „eini kosturinn sem til greina kem- ur“, svo enn sé vitnaö í íslending. Formaður samstarfs- nefndarinnar er Helgi Guðmundsson, einn af oddvitum Alþýðubandalagsins á Akureyri. leiðangur nokkurra Svía, sem hugðust sigla fornar leiðir norrænna manna frá Eystrasalti til Svartahafs. l)m þessa gjörð segir Oddur Ólafsson í Tíman- um í gær: „Sovétmenn ráða aö sjálfsögöu hverjir fá aö sigla á fljótum þeirra og í hvaða tilgangi. En mikil er sú ógestrisni og tortryggni sem þeir sýna nokkrum Svíum að leyfa þeim ekki að ferðast á litium trébáti opnum innan landamæra þeirra. l>eir eru ekki svona smá- smugulegir þegar þcir bjóða sjálfum sér í leið- angra inn í sænska lög- sögu. Kafbátar þeirra svamla þar um skerjagarð- inn, allt inn í Stokkhólms- höfn, liggja við í álum utan við flotastöðvar og frægt er dæmið um sovéskan kaf- bát sem strandaði uppi á skeri langt inni í sænskri lögsögu og var sá óvefengj- anlega búinn kjarnorku- vopnum. 1 skjóli valds og undir merki sósíalisma leyfa Sov- étmenn sér ruddalegan yf- irgang gagnvart smáríkjum og virða fullveldi þeirra að vettugi þegar þeim sýnist svo en þykir samt ekkert athugavert við að reka saklausa ferðalanga af hönduin sér, sem fara þess góðfúslega á leit að fá að ferðast með frumstæðum hætti um lönd þeirra. K'ssi þursaháttur og rótgróna tortryggni Kússa í garð útiendinga er eitt höf- uðvandamál alþjóðlegra samskipta í dag.“ Huvudstadsbladet í Finnlandi: Lofsamleg ummæli um íslenskt ljóðaúrval Fullkomin hjólbarðaþjónusta Tölvustýrð jafnvægisstilling GOOD0YEAR GEFUR RÉTTA GRIPIÐ Huvudstadsbladet í Finnlandi birti fyrir nokkru ritdóm um bókina „Europa slutar hár“, sem er úrval Ijóða eftir fimm íslensk Ijóðskáld í þýðingu Maj-Lis Holmberg og kom út í byrjun maímánaðar síöastliöins. í bókinni eru ljóð eftir Snorra Hjart- arson, Nínu Björk Árnadóttur, Ólaf Jóhann Sigurðsson, Hannes Péturs- son og Vilborgu Dagbjartsdóttur. í ritdómnum sem er eftir Roger Holström segir: Menn kynnu að spyrja sig hvað það er sem er svo séríslenskt við ljóðin í Europa slutar hár. Svarið er: Þáttur náttúrunnar. Það er sjaldan sem maður rekst á skáld- skap, sem er jafn gegnsýrður af því umhverfi sem hann er sprott- inn úr. Þetta gildir engan veginn aðeins um sjálf náttúruljóðin, heldur jafnvel um þau ljóð sem fjalla t.d. um þrúgandi hversdags- leikann á sjúkrastofu. Samverkan lífsreynslu, stemningar, smáatr- iða og tungumáls gefur víða af sér sterka listræna heild.“ Holström nefnir síðan dæmi úr ljóðum Snorra Hjartarsonar og Europa slutar hár Schildts Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Ljóð Snorra nefnir hann miðleitin endurminningaljóð, en Ólafur er að dómi Holströms frekar skáld frásagnar. „Kvenskáldin tvö í þessu safni, Vilborg Dagbjartsdóttir og Nína Björk Árnadóttir, eru fulltrúar skáldskapar, sem felur í sér meiri umræðu og nýsköpun." „Hin yngsta ljóðskáldanna fimm, Nína Björk Árnadóttir, er sú sem mest gaman er að kynnast, a.m.k. hvað mig snertir,“ segir Holström. „Ljóð hennar hafa í sér tilgerðarlausan, talmálskenndan tþn. Fjölbreytileiki yrkisefna hennar í þessu ljóðaúrvali gefur til kynna að hér fer skáldkona sem á mikla framtíð fyrir sér. Sér- staklega er ljóðið Júnínótt gott, en þar er ástin skilgreind á ástríðu- fullan hátt." Holström segir einnig: „Mikið af þeirri ljóðlist sem fram hefur komið á íslandi undanfarna ára- tugi hefur orðið til í þeim skurð- punkti þar sem mætast pólltískir, efnahagslegir og hernaðarlegir hagsmunir umheimsins og sjálf- stæði þessa eyríkis. í því síðar- nefnda setja hinar sterku menn- ingarhefðir og hin stórbrotna náttúra mark sitt á sjálfa heims- mynd skáldanna.“ Askriftcirsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.