Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 MHTHDOR (HUKID OC- ENDURBÆ.TT) Magnús bóndi Sigurðsson í Úlfsstöðum á Völlum við sláttinn Egilsstaðir: Sláttur hafínn á Héraði K^ilsstöðum, 13. júlí. Sláttur er nú hafinn hér um slóðir. Fyrir nokkru hófst sláttur í Fljótsdal og Cgilsstaðabændur hófu að slá lendur sínar skömmu fvrir helgi — enda brakaþerrir. Þá voru bændur á Völlum við slátt í gær. Af Úthéraði er þó ekki sömu sögu að segja. Þar eru tún víða skemmd af kali og leysti snjóa þar naumast fyrr en líða tók á júnímánuð. Að sögn Magnúsar bónda á Úlfsstöðum á Völlum, sem hóf slátt í gær, hefst sláttur nú al- mennt hálfum mánuði seinna hér um slóðir en gerist í meðalári. Þó hófst sláttur ekki fyrr á síðasta ári — og var spretta þá mun lak- ari en nú — að sögn Magnúsar. Að sögn bónda í Tunguhreppi er ástand túna á Úthéraði víða bágt enn sem komið er — og taldi hann óvíst að sláttur hæfist þar al- mennt fyrr en um 10. ágúst. — Ólafur íslenzka bridgelandsliðið heldur utan í dag til Wiesbaden í Þýzkalandi til keppni á Evrópumótinu í bridge. Keppnin hefst á sunnudaginn og stendur til mánaðamóta. Talið frá vinstri: Símon Símonarson, Guðmundur Páll Arnar- son, Guðmundur Pétursson, fyrirliði, Jón Baldursson, Þórarinn Sigþórsson, Sævar Þorbjörnsson og Jón Asbjörnsson. „Stórfelldur misskilninguru — segir formaður skipulagsnefndar um lóðaúthlutun við Sogaveg HÉR er um stórfelldan misskilning að ræða, þar sem ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um lóðarúthlut- un til fyrirtækisins Burstafells enn- þá,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, formaður Skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, er Mbl. ræddi við hann vegna mótmæla sem íbúar við Sogaveg hafa haft í frammi vegna umræddrar lóðarúthlutunar. Undanfarið hafa íbúar við Soga- veg lýst yfir óánægju vegna lóðar- úthlutunar undir verslun fyrir- tækisins Burstafells, og hafa óformleg íbúasamtök sent borgar- yfirvöldum bréf vegna þess. For- maður Skipulagsnefndar Reykja- víkurborgar, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, sagði hins vegar í sam- tali við Mbl. að hér væri um meiri- háttar misskilning að ræða, þar sem engin ákvörðun um lóðarút- hlutun til Burstafells hefði verið tekin. Hann sagði að fyrirtækið hefði sótt um lóð á þessu svæði og hefði skipulagsnefndin tekið þá umsókn fyrir á einum fundi, og óskað eftir að málið yrði kynnt fyrir íbúum götunnar. Á kynn- ingarfundinum hefði komið fram að íbúarnir væru ekki hlynntir byggingu verslunarhúsnæðis við götuna, en nefndin á eftir að ræða þetta mál betur og ekkert meira hefur verið gert í því ennþá að sögn Vilhjálms. I gildandi aðalskipulagi Reykja- víkur, sagði Vilhjálmur að gert hefði verið ráð fyrir að þetta svæði skyldi verða „grænt" og óbyggt, en skipulagið er endur- skoðað á fimm ára fresti og 1979 hefðu verið uppi hugmyndir um að byggingu á hluta af svæðinu. Skipulagsnefndin tók ákvörðun um að ekki skyldi byggt milli Von- arlands og Réttarholtsvegar, með samþykki borgarstjórnar. Varðandi verslun Burstafells, segja íbúar götunnar að slík versl- un eigi ekki erindi í íbúðargötu, þar sem hún dragi að sér við- skiptavini alls staðar að úr Reykjavík. Vilhjálmur sagði í því sambandi að Burstafell hefði haft verslun í hverfinu í nær 20 ár, og hefði sótt um lóð undir nýja versl- un við Sogaveg, en eins og áður segir hefur ekki verið tekin ákvörðun um úthlutun ennþá. „ósk og vilji íbúanna verða að sjálfsögðu tekin til athugunar áð- ur en ákvörðun verður tekin", sagði Vilhjálmur að lokum. Vantar Lítið einbýlishús eða raðhús á verðinu 2—2,5 millj. Vantar 5 herb. íbúö í austurbæ Reykja- víkur fyrir fjársterkan kaup- anda. Vantar Raðhús í Seljahverfi á 2—2,2 millj. Góöar greiðslur í boöi. Vantar í Seljahverfi íbúð eða raöhús með 4 svefnherb. á veröinu 2—2,3 millj. Vantar 3ja til 4ra herb. íbúö nálægt miðbæ Reykjavíkur. Vantar 3ja herb. íbúö í vesturbæ. Kaupmannahöfn: Söngflokkurinn Hálft í hvoru á ferðalagi Jónshúsi, 10. júlí. í GÆRKVÖLDI komu góðir gestir hingað. Þrír félagar úr söngflokknum Hálft í hvoru, þeir Gísli Helgason, Ingi Gunnar Jóhannsson og Örvar Aðalsteinsson, sem héldu skemmtun í félagsheimili íslendinga í Jónshúsi. Fjórði félaginn úr söngflokknum, Eyjólfur Kristjánsson, var horfinn til annarrar áttar eftir ein- staklega vel heppnað ferðalag þeirra um þvera og endilanga Svíþjóð í fullan hálfan mánuð. Rikskonserter í Svíþjóð, List um landið, gekkst fyrir kynningu á ís- lenzkri tónlist að þessu sinni, og bauð, auk fjórmenninganna í Hálft í hvoru, íslenzku kammersveitinni, Hamrahþ'ðarkórnum, Þorkeli Sig- urbjörnssyni tónskáldi og Manuelu Wiesler flautuleikara til Svíþjóðar til listflutnings. Rómuðu þeir fé- lagar gott skipulag Rikskonserter og þakkaði Gísli einkum íslands- vininum Göran Bergendal, sem ferðast hefur til íslands sem sænskur dagskrárgerðarmaður, að íslenzk tónlist var valin. Söngskráin í Jónshúsi var fjöl- breytt, að sjálfsögðu flest íslenzk lög, m.a. sérlega athyglisverðar tónsmíðar Gísla og Arnþórs Helga- sona. Vakti lag Arnþórs, Vest- mannaeyjar, sem hann samdi ungl- ingur, sérstaka athygli, bæði meðal landanna hérna og á tónlistar- ferðalaginu í Svíþjóð. Landar í Höfn eru þakklátir listamönnunum fyrir komuna og ógleymanlega samverustund. G.L.Ásg. FASTEIGIMAMIOLUIM SVERRIR KRISTJANSSON HUS VERSLUNARINNAR 6.HÆÐ Kúrland — Raðhús Til sölu vandaö ca 200 fm raöhús á 2 hæöum ásamt bílskúr. Markarflöt — Einbýlishús Til sölu ca 200 fm einbýlishús á einni hæö ásamt bílskúr. Lindarflöt — Einbýlishús Til sölu ca 140 fm einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Álftanes — Einbýlishús Til sölu ca 140 fm vandað einbýlishús ásamt bílskúr. Til greina kemur aö taka góöa 4ra—5 herb. íbúö uppí. Opiö 9—6 Leitum aö einbýli, raöhúsi eöa sérhæö í Kópavogi fyrir fjár- sterkan kaupanda. Hamraborg — Kóp. Falleg og vönduö 3ja herb. íbúö með sérsmíöuöum innrétting- um úr furu. Stór og björt stofa. Öll gróf meö furugólfborðum. Verð 1.300—1.350 þús. Kárastígur 3ja herb. + 2ja herb. í risi. Gam- alt hús en í endurnýjun. Kaup- andi tekur þátt í skipulagi og vali á innréttingum a.ö.l. Kárastígur 3ja herb. íbúö á 1. hæð. Gamalt hús í endurnýjun. Kaupanda frjálst að ráöa innri gerð húss- ins. Sérhæö — Melar Sérhæö og ris. Mjög skemmti- leg eign. Aöeins gegn skiptum á 4ra herb. ibúö í Vesturbæ. Bollagaröar Seltj. 250 fm raöhús á 4 pöllum. Inn réttingar í sér klassa. Dyngjuvegur— Einbýli Gott 250 fm einbýli á þrem hæðum. Mikiö útsýni. Möguleiki á sér íb. í kjallara. Skipti koma til greina. Tjarnargata 170 fm hæö og ris á besta staö í bænum. Gott útsýni. Lítið áhv. Verð 2 millj. Laufásvegur 200 fm íbúö á 4. hæð. 3 svefn- herb. og tvær stórar stofur. Gott útsýni. Lítið áhv. Framnesvegur 4ra herb. 114 fm íbúö á 5. hæö. Frábært útsýni. Verð 1500 þús. Skólagerði Kóp. 4ra herb. 90 fm íbúö á 2. hæö í tvíbýlihúsi. Gamlar innréttingar. Verö 1300 þús. Engihjalli 4ra herb. 100 fm íbúö á 7. hæö. Mjög góö eign. Ákv. sala. Hringbraut Hafn. 4ra herb. 110 fm íbúö. Mjög skemmtileg íbúö. Verö 1250—1300 þús. Klepppsvegur 4ra herb. íbúö á 8. hæö. Ákv. sala. Nýbýlavegur Kóp. 3ja herb. 75 fm íbúö í fjórbýlis- húsi á 1. hæð. Þvottahús inn af eldhúsi. Verö 1250—1300 þús. Dunhagi 3ja herb. 90 fm ibúö á 2. hæö. 2 saml. stofur og svefnherb., stórt og gott eldhús. Ákv. sala. Verö 1400 þús. Karfavogur 3ja herb. kjallaraíbúö ca 80 fm, mjög góð ibúö. Ákv. sala. Laus fljótlega. Verö 1250—1300 þús. Grettisgata Tveggja herb. íbúö 60 fm á ann- arri hæö í járnvörðu timburhúsi. Bein sala. Hverfisgata 2ja herb. ca 55 fm íbúð í járn- vöröu timburhúsi. Fallegur garöur. Laus fljótlega. Verð 790 þús. Laugavegur Einstaklingsíbúö í nýju húsi. Mjög skemmtileg eign. Ákv. sala. Súluhólar 2ja herb. 60 fm íbúð á 3. hæð. Góðar innréttingar. Verð 950—1 millj. Vantar Vantar Vantar 2ja herb. 3ja herb. 4ra herb. Vantar allar gerðir eigna á skrá. Pétur Gunnlaugsson löglr. _Apglýsinga- síminn er 2 24 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.