Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 Karlmannafðt 1795—2450 kr. Terelyn buxur 475 kr. Permanent press buxur 495 kr. Gallabuxur 365—425 kr. Strets gallabux- ur 525 kr. Gallabuxur kvensniö 380 kr. Regngallar og fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22 Sími 18250. Opið laugardaga 9—12. Sumarfló FEF!!! Félag einstæöra foreldra heldur flóamarkað í Selja- nesi 6, laugardaginn 16. júlí frá kl. 14 e.h. Fatnaöur — leikföng — húsgögn — gúrn Allt á aldarmótaverði. Strætisvagn nr. 5 hefur enda- stöð við húsið. Fjölmennið. Flóamarkaösnefndin. GEÐVERNDARFÉLAG ÍSLANDS FULLGILT ÖRYRKJABANDALAGSFÉLAG PÓSTGÍRÓ 3-4-5-6-7-9 Dregið verður 15. júlí 1983 \ ATHUGIÐ — ÁHUGAVERÐA VINNINGA ALLTAF Á LAUGARDÖGUM Heimur hins heyrnarskerta Hér er lýst þeim vandkvæöum, sem heyrnar- skert fólk býr viö í samskiptum sínum viö þá sem vel heyra og skilja ekki alltaf sem bezt, hvernig ætti aö bregðast viö þessari fötlun. Hvíld frá gerfiheimi niöursoöinna lystisemda Nú er hásumar og af því tilefni hverfum viö til náttúrunnar og kynnum nokkra fugla, sem allir ættu aö þekkja. Málar á brotiö leirtau, flauel og skinn Bandaríkjamaöurinn Julian Schnabel hefur mikinn meöbyr í listinni þessa dagana og til- heyrir nýju hreyfingunni, sem byggir á olíumál- verki. Vönduð og menningarleg helgarlesning AF ERLENDUM VETTVANGI ista Figueiredo forseta hafa tvístigið yfir, er að af fullu verði tekið fyrir víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags, að numdar verði úr gildi allar vísitölur, sem áhrif hafa m.a. á laun, vexti, sparifé og veðskuldalán. Það var lítið skref í þessa átt í síðasta mánuði, sem varð kveikjan að verkföllunum, sem enn sér ekki fyrir endann á. Þó hefur ríkis- stjórnin í ráði að taka nýlega 45% hækkun benzíns út úr verð- bólgunni og næstum 100% hækkun hveitis, sem þýða mundi minni kauphækkanir, þar sem laun eru tengd vísitölu fram- færslukostnaðar. Efnahagsörðugleikar Brazilíumanna: Mótmælagöngur og verkfoll hafa verið daglegt brauð í Brazilíu að undan- fornu, þar sem landsmenn hafa auðsýnt andúð sfna á ýmsum efnahagsað- gerðum ríkisstjórnarinnar, sem glímir við metverðbólgu og gífurlegar erlendar skuldir. Stjórnin þarf að herða tökin ef árangur á að nást Umfangsmikil verkföll eiga sér stað í Brazilíu þessa dagana og hætta i að þau geri að engu tímabundinn efnahagsbata, sem Brazilíumenn höfðu orðið aðnjótandi í kjölfar mikilla efnahagsþrenginga. Jafnframt munu þau torvelda stjórnvöldum tilraunir til að endurheimta tiltrú banka- manna, en um þessar mundir eru samningamenn Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (IMF) staddir í Ríó og hefur boðskapur þeirra verið sá, að stjórnvöld þurfí að herða tökin enn frekar ef árangur f efnahagsmálum eigi að nást. Brazilíumenn eiga við mikla efnahagsörðugleika að etja og skulda meira en nokkurt annað þróunarríki eða 90 milljarða dollara. Talið er að örðugleikarnir eigi eftir að tefja fyrir auknu lýðræði í Brazilíu. Efnt hefur verið til verkfall- anna til að mótmæla efna- hagsaðgerðum ríkisstjórnarinn- ar, og er talið að allt að 100 þús- und manns séu í verkfalli víða um Brazilíu. Aðgerðirnar hafa verið lýstar ólöglegar af dómstól og þótt þess séu engin merki að gripið verði til aðgerða gegn verkfallsmönnum er herdeild viðbúin að skerast í leikinn í Sao Paulo, stærstu borg landsins. Verkalýðsleiðtogar segja mót- mælin ekki beinast gegn atvinnurekendum heldur séu launþegar að láta í ljósi andúð sína á efnahagsstefnu stjórnar- innar. Mestar áhyggjur hafa launþegar af nýlegum aðgerðum, sem hafa það í för með sér að laun hækka ekki í samræmi við hækkun framfærslukostnaðar, en einnig af niðurskurði ríkis- útgjalda og öðrum aðgerðum til að draga úr verðbólgu. Undanfarin þrjú ár hafa Braz- ilíumenn átt við vaxandi efna- hagsörðugleika að etja. Gjald- þrot fyrirtækja og uppsagnir eru nær daglegt brauð þar í landi. Hins vegar var tilkynnt í síðustu viku að viðskiptajöfnuður hefði verið jákvæður um 834 milljónir dollara í júní, en það þýðir að utanríkisviðskiptin eru neikvæð um tæpa þrjá milljarða fyrstu sex mánuði ársins. Daginn eftir þessar góðu fréttir var hins veg- ar tilkynnt um mikla hækkun verðbólgu í 127%, og samninga- menn IMF héldu til Brazilíu til að kynna sér árangur af aðgerð- um í efnahagsmálum, sem um var samið er Braziiíumenn tryggðu sér 4,9 milljarða lán hjá sjóðnum. Þróun utanríkisvið- skipta var í samræmi við sam- komulagið, en verðbólgustigið miklu hærra, átti að vera komið niður í 90%, og rikisútgjöld milljarði hærri en gert hafði verið ráð fyrir fyrstu fjóra mán- uði ársins. Brazilíumenn undirrituðu í febrúar þriggja ára samkomulag um 4,9 milljarða dollara fyrir- greiðslu úr Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum, en í maí hélt sjóðurinn eftir hluta lánsins þar sem Braz- ilíumenn höfðu ekki breytt í samræmi við skilyrði sem sett voru fyrir láninu. Verðbólga hafði aukizt úr 99,7% í árslok 1982 í 127,2% og greiðsluhalli ríkissjóðs jókst með hraða sem var 26% umfram það sem sam- komulag hafði náðst um. Hafa Brazilíumenn að undanförnu reynt að fá fram breytingar á viðmiðunum, sem gengið var út frá, og halda því fram að ella sé lítils árangurs að vænta, en þótt IMF félli frá skilyrðum sínum er nú ljóst að fyrirgreiðslan hrekk- ur hvergi til að endurgreiða er- lendu skuldirnar, og hafa Brazilíumenn því leitað ásjár annarra lánastofnana. Ýmsir efnahagssérfræðingar í Brazilíu halda því fram að skil- yrði IMF séu óraunhæf og von- laust sé að koma verðbólgunni niður í 70% á þessu ári, eins og sjóðurinn gerði að skilyrði, þar sem kröfur IMF neyddu ríkis- stjórnina til að fella gengi gjald- miðils landsins, cruzeiro, um 30%, en við það hækkuðu ýmsar innfluttar nauðsynjar verulega. Þeir sem gagnrýnt hafa stjórn- völd í Brazilíu hafa hins vegar haldið því fram að stjórnin hafi ekki gengið nógu einarðlega fram í því að draga úr erlendum skuldum og benda á að verulegur árangur hafi náðst af aðhaldsað- gerðum í Mexíkó, sem rambaði á barmi gjaldþrots í fyrra. En samkvæmt heimildum blaðsins Estado de Sao Paulo eru litlar vonir um að á þessar til- lögur verði fallizt, því samninga- menn IMF fóru til Brazilíu með þau fyrirmæli í veganesti að gera enga samninga við Brazilíu- menn nema gegn loforðum um ákveðnar aðgerðir er leiða myndu til verulegrar lækkunar verðbólgu. Það er þó trú áhrifa- manna í Brazilíu að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn muni Sreyta og slaka á ýmsum skilyrðum sín- um, þar sem bæði Brazilíumenn og lánardrottnar þeirra eigi ekki margra kosta völ, þar sem hvorir séu háðir hinum. Meðal þess sem samninga- menn IMF hafa lagt til og sér- fræðingar stjórnar Joao Bapt- Og þegar út spurðist að eitt af skilyrðum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins væri niðurskurður út- gjalda ríkisfyrirtækja og stofn- ana, var þegar í stað efnt til fjöl- mennra mótmæla í Ríó de Jan- eiro, þar sem flest fyrirtækjanna 353 eru staðsett. A svipstundu fylltu um 30 þúsund manns götu í miðborginni, og báru spjöld og borða þar sem stjórnvöld voru hvött til að selja ekki sjálfstæði þjóðarinnar. Hafa aðgerðir IMF og alþjóðabanka orðið til þess að auka andúð í garð Bandaríkj- anna, að því er lesa mátti á spjöldum mótmælenda. Þó hafa andstæðingar stjórnarinnar beint skeytum sínum einna mest gegn helzta efnahagssérfræðingi stjórnarinnar, ráðherranum Antonio Delfim Netto, sem fer með efnahagsmál í ríkisstjórn- inni. Orðrómur er á kreiki um að hann verði látinn víkja, en Figu- eiredo hefur sagt ýmsum vinum sínum að Delfim muni halda stöðu sinni. Forseti á förum Ólgan í Brazilíu á sér stað einnig á sama tíma og Figueir- edo forseti er á förum til Banda- ríkjanna, hugsanlega til langrar dvalar þar. Búizt var við því að hann færi í þessari viku en sér- fræðingar við sjúkrahús í Cleve- land munu á næstunni úrskurða hvort hershöfðinginn þurfi að ganga undir mikla hjartaaðgerð. Forsetinn fékk slag í september 1981 og hefur verið við misjafna heilsu síðan. „Hann er eins og björn með særðan hramrn," sagði vinur forsetans í vikunni. í fjarveru Figueiredo gegnir Aur- eliano Chaves varaforseti störf- um forseta, en starfsfrelsi hans er þó verulega takmarkað. Brazilía er smátt og smátt á leið til aukins lýðræðis og voru fyrstu kosningarnar í landinu í 17 ár haldnar í nóvember sl. For- setakosningar eru ráðgerðar 1985 og er kosningaslagurinn þegar hafinn. Opinberir leið- togar og fjölmiðlar hafa fjallað mikið um kosningaundirbúning- inn og leitt hugann frá aðsteðj- andi örðugleikum þjóðarinnar, og hefur það hlotið sína gagn- rýni. „Á meðan hungrið sverfur að okkur og við þurfum að ein- blína á efnahagsmálin tala menn bara um hver næstur verði for- seti,“ sagði Luiz Gonzaga Mota fylkisstjóri í Ceara í norðaust- urhluta landsins eftir fund í for- setahöllinni á mánudag. Byggt i grcinum AP, New York Timeo og Newsweek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.