Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 14
14 ______ \ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 Grikkland: Bandarískum her- skipum vísað frá Aþenu, (•rikklandi, 14. júií. AP. GRISK stjórnvöld meinuðu í gær þremur herskipum í 6. flota Banda- ríkjanna að koma til hafnar í borg- inni Píreus og var engin skýring Andófskona í fangelsi Moskvu, 14. júlí. AP. YFIRVÖLD i Litháen dæmdu í gær 32 ára gamla sovéska konu til 4 ára fangelsisvistar fyrir andsovéskan áróður, eft- ir því sem eiginmaður hennar greindi frá í gær. Verður hún flutt í þrælkunarbúðir fljót- lega. Eiginmaðurinn hefur ný- lega lokið afplánun fyrir sömu sakir, en þau höfðu sótt um leyfi til að flytja til Banda- ríkjanna. Sagði eiginmaður- inn, Vitas Abrutis, að eigin- kona sín yrði send í tveggja ára útlegð er afplánuninni lýkur, en hvert væri ekki vit- að. _____»_*_•____ Arafat í írak Nikósiu, Kýpur, 14. júlí. AP. YASSER Arafat kom í gær til Bagdad, höfuðborgar Iraks. Er ferðinni ætla að treysta vináttubönd Iraka og PLO, en Irakar hafa lýst yfir stuðningi við Arafat sem leiðtoga Pal- estínumanna. Með Arafat var nánasti samstarfsmaður hans innan Fatah-hreyfingarinnar, Hani Al-Hassan. Kafbáta- leit hætt Ósló, U. júlí. AP. NORSKI sjóherinn hætti um miðjan dag í gær leit að óþekktum kafbáti, sem til sást til Haroye-firði aðfaranótt miðvikudags. Nokkrir norskir tundurspillar þustu á vett- vang, eftir að áhöfn á flutn- ingskipi taldi sig hafa séð sjónpípu kíkja upp úr hafflet- inum skammt frá skipinu. Þrátt fyrir stutta er Ikafa leit, varð ekki vart við kafbát- inn aftur. Þetta er þriðja kafbátaleitin við strendur Noregs á tæpum þremur mán- uðum. Súluvarp í hættu Newcaatle, Knglandi, 14. júlí. AP. OLÍUBRÁK sem sýnt þykir að hefur verið losuð ólöglega úr skipi að næturþeli, ógnar nú fuglafriðlandinu Bempton Cliff á norðausturströnd Englands. Hreinsi- og upp- leysingarefni hefur verið kastað úr flugvélum yfir flekkinn, en ekki borið tilætl- aðan árangur. Bempton Cliff er eini varpstaður hafsúlunn- ar í Englandi og skipta þær þúsundum á þessum slóðum. Lundavarp er einnig gífurlegt, en nú er óttast um afdrif fugl- anna. önnur gefin en að yfirvöld tækju fyrir hverja umsókn fyrir sig og af- greiddu. Talsmaður stjórnarinnar sagði það ekkert „furðulegt" þó að herskipunum hefði verið bannað að varpa akkerum í Píreus. Vangaveltur voru í grískum blöðum um málið í gær. Voru fréttaskýrendur helst á því að tvær skýringar gætu verið fyrir þessu. I fyrsta lagi að grísk stjórn- völd væru með þessu að setja þrýsting á yfirvöld í Washington, vegna viðræðna sem standa yfir um framtíð fjögurra bandarískra herstöðva í landinu. I öðru lagi að stjórnvöld séu að friða kommún- ista með þessum aðgerðum ef til þess kemur, sem búist er við, að herstöðvarnar starfi áfram sem fyrr. Grænfriðungar létu til sín taka um síðustu helgi, er 14 daga riðstefna hófst ( Bonn þar sem fjalla á um hvernig best sé að nýta náttúruauðlindir Suðurskautslandsins. Grænfriðungar vilja ekki heyra á slíkt minnst, þeir vilja að landsvæðið allt verði gert að heimsþjóðgarði í sameiginlegri eign. Til að vekja athygli klæddu nokkrir grænfriðungar sig í mörgæsabúning og seldu mörgæsabrúður. simamvnd ap. Kjarnorkuvopnaandstæðingar í V-Þýskalandi: lleíja imdirskriftasöfnun og krefjast þjóðaratkvæðis Bonn, 14. júlí. AP. KJARNORKUVOPNAANDSTÆÐINGAR í Vestur-Þýskalandi hleyptu í gær af stokkunum undirskriftasöfnun um gervallt landið, þar sem almenningur er hvattur til þess að lýsa andúð sinni á þeim áætlunum að koma fyrir fjölda meðaldrægra kjarnorkueldflauga á vestur-þýskri grund. Segja aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar, að verði undirtektir nógu góðar, geti stjórnvöld f landinu ekki neitað kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. I fréttatilkynningu, sem fram- þessu ári, því sé verið að ganga í kvæmdanefnd undirskriftasöfn- unarinnar sendi frá sér, sagði m.a. að ákvörðunin um að setja um- ræddar flaugar niður í Vestur- Þýskalandi væri of mikilvæg og hættuleg til þess að stjórnin ein gæti afgreitt hana, þjóðin yrði að fá að hafa hönd með í bagga. Segir jafnframt í tilkynningunni, að skoðanakannanir sýni fram á að meirihluti Vestur-Þjóðverja sé andvígur kjarnaeldflaugunum sem settar verða niður síðar á berhögg við vestur-þýsku þjóðina með því að virða ekki viðlits óskir hennar. Það sem kjarnorkuvopnaand- stæðingarnir vonast til, er að safna milljónum undirskrifta og knýja með þeim fram óbindandi þjóðaratkvæði. Óttast þeir ekki úrslit í slíkri kosningu. Benda þeir á að upplagt væri að halda slíka könnunarkosningu í nóvember, eftir að afvopnunarviðræðunum í Genf lýkur, en áður en hafist verð- ur handa við að koma fyrir nýju flaugunum, en það á að gerast I desember. Sá hængur er á þessu, að vest- ur-þýska stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir hlutum eins og þjóðar- atkvæði, bindandi eða óbindandi, og í gær sagði talsmaður vest- ur-þýska dómsmálaráðuneytisins, að það sem undirskriftarmenn væru að fara fram á, bryti í bága við stjórnarskrána. „Þá eru það blekkingar að tala um óbindandi þjóðaratkvæði, engin ríkisstjórn myndi loka augunum fyrir úrslit- um slíkrar könnunar. Þetta fólk verður að byrja á því að tryggja sér stuðning % hluta þingheims til að fá stjórnarskránni breytt og þá getur það farið fram á þjóðar- atkvæði og fyrr ekki,“ sagði tals- maðurinn. Síðasta skoðanakönnun, sem gerð var, sýndi fram á að talsverð- ur meirihluti Vestur-Þjóðverja er andsnúinn hinum nýju kjarnorku- flaugum. Úrslit könnunarinnar voru birt í vestur-þýskri sjón- varpsstöð og kom fram að 72 pró- sent aðspurðra eru þeirrar skoð- unar, að verði árangur enginn í Genf, ætti að leggja kapp á frekari viðræður, en fresta því að koma flaugunum fyrir. 25 prósent vildu láta koma flaugunum fyrir og halda áfram viðræðum, en aðeins 2 prósent vildu koma flaugunum umsvifalaust fyrir og hætta við- ræðum. Djarfhuga 13 og 15 ára norskir piltar: Ógnarflugtúr endaði vel Osló, II. júlí. Frá Jan Krik Lnare, fréttaritara Mbl. ÞAÐ ÞYKIR með ólíkindum hvernig tveir drengir, 13 og 15 ára, sluppu ómeiddir úr óvenjulegu flugævintýri er þeir tóku traustataki fjögurra sæta einkaflugvél af gerðinni Cessna Skyhawk á flugvellinum í Hatt- fjelldal í Norður-Noregi og flugu yfir bænum í 50 mínútur. Piltarnir tveir hafa ekki lært íbúar Hattfjell urðu felmtri flug en oft setið í flugvélinni þar slegnir er flugvélin sturtaði sér sem faðir þess yngri er í hópi eigenda, og hafa piltarnir verið haldnir flugdellu lengi og lesið sig mikið til um eðli flugsins. Þeir voru að þvo flugvélina og bóna og datt sem snöggvast í hug að stelast til að aka henni um flugvöllin. En þeir höfðu ekki brunað lengi eftir brautinni er vélin hóf sig til flugs. Og strax var ljóst að þarna voru óreyndir á ferð, því flugvélin tók ýmsar beygjur og sveigjur, dýfur og hlykki, sem ekki er von á hjá kunnáttumönnum. yfir þá misjafnlega lágt yfir hús- þökunum með ókennilegu vél- arhljóði. Héldu þeir ölvaðan flugmann á ferð, en brátt kom hið sanna í ljós. Og þegar pilt- arnir höfðu flogið í 50 mínútur yfir byggðinni voru þeir orðnir ánægðir með flugtúrinn og fóru að huga að lendingu. Ekki tókst þó fyrsta tilraun því vindgusa feykti vélinni upp á ný og þeir urðu að fljúga annan hring, en seinni tilraunin gekk að óskum ef undan er skilið að Stig Olav Bolstad (Lv.) ag Hrt íktlcm fýrir framan flugvélina sem þeir tóku traustataki. tppátæki þeirra hetar vakió athygli og frá því verið sagt í fjölmiðlum um heim allan. nefhjólið sprakk þar sem þeir bremsuðu harkalega. Haft er eftir formanni flug- áhugamannafélagsins í Hattfjell að það sé kraftaverk að piltun- um skyldi takast að lenda flug- vélinni heilu og höldnu. Sá yngri er ekki hærri í loftinu en svo að hann sér vart upp fyrir mæla- borðið, en hann var við stjórn- völinn mestan tímann. Piltarnir sögðust hvergi hafa orðið hræddir, og þótt þeir verði snupraðir fyrir tiltækið kváðust þeir staðráðnir í að leggja flugið fyrir sig og hefja nám er þeir hefðu aldur til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.