Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 18 Ragnar Arnalds: Spurningar til utanríkisráðherra Forsætisráðherra hefur greint frá því í viðtölum við fjöimiðla að ósk Bandaríkjastjórnar um nýjar herstöðvar með ratsjárbúnaði á íslandi sé nú á umræðustigi innan ríkisstjórnarinnar og milli ís- lenskra og bandarískra stjórn- valda. Utanríkisráðherra lýsti þeirri afstöðu sinni í ræðu 2. júlí sl. að sjálfsagt væri að verða við þessari ósk. „Það er ennfremur í þágu fs- lendinga að þannig sé almennt bú- ið að varnarliðinu og starfsemi þess að það geti gegnt hlutverki sínu í þágu Islendinga. Bygging eldsneytisgeyma í Helguvík, flug- skýla og radarstöðva eru allt slík- ar framkvæmdir." Vegna þessara ummæla, sem benda til þess að málið sé komið á rekspöl, án þess að nokkrar upp- lýsingar hafi verið lagðar fyrir Al- þingi, fer Alþýðubandalagið þess á leit að utanríkisráðherra svari eftirtöldum spurningum: 1. Hvenær lögðu stjórnvöld í Bandaríkjunum fram greinar- gerð og skýrslur um eðli og til- gang þeirra ratsjárstöðva sem ætlunin er að reisa? Er ríkis- stjórnin reiðubúin að leggja þessar skýrslur fram í utanrík- ismálanefnd Alþingis? 2. Hvers eðlis eru ratsj; rsiöðv- arnar, hve margar þeir; a viija Bandaríkjamenn reisa hér á næstu árum og hvar eiga þær að rísa? 3. Hvert er hlutverk hinna nýju ratsjárstöðva í a) hernaðar- kerfi NATO, b) hernaðarkerfi Bandarikjanna? 4. Hvert skila ratsjárstöðvar þær sem Bandaríkjastjórn vill reisa á íslandi þeim upplýsingum sem þær safna? 5. Hvenær hyggst ríkisstjórnin afgreiða ósk Bandaríkjastjórn- ar um nýjar ratsjárstöðvar? Flugdagur á Sauðárkróki: Flugsýning og loft- belgur frá Bretlandi FLUGDAGUR verður haldinn á Sauðárkróki á morgun, laugar- daginn 16. júlí, og hefst með hon- um Sumarsæluvika. Flugdagurinn sem haldinn er á vegum Flug- klúbbs Sauðárkróks í minningu dr. Alexanders Jóhannessonar hefst kl. 13.30 og mun forseti Flugmálafélags íslands, Jón E. Böðvarsson, flytja setningarræðu. Flugsýning hefst eftir að ávörp hafa verið flutt og koma þar við sögu stórar vélar og litlar. Einnig verður sýnt fallhlífar- stökk, björgun með þyrlu og síðast en ekki síst mun hitaloftbelgur fljúga yfir Sauðárkrók með tveggja manna áhöfn, en hann hefur verið fenginn hingað frá Bretlandi í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá því að menn flugu I fyrsta sinn, en það var einmitt I loftbelg sem þessum. Flugdansleikur verður svo hald- inn um kvöldið og mun hljómsveit Ingimars Eydal leika fyrir dansi. Athugasemd frá V erðlagsstofnun MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Verð- lagsstofnun: „1 verðkynningu Verðlagsstofn- unar nr. 14, þar sem gerður er samanburður á verði á bygg- ingarvörum, er ávallt miðað við nýjasta verð á vörum í Reykjavík í því skyni að samanburðurinn við Svíþjóð verði raunhæfur. Dæmi eru hins vegar um að lægra verð finnist. Þannig er verð á IFÖ Cascade baðkari og salerni 19—25% ódýrara í Byggingar- vöruverslun Kjartans Jónssonar, Tryggvagötu 6, en fram kemur í áðurnefndri verðkönnun. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Verðlagsstofnun hefur, er hér þó um undantekningartilvik að ræða og verðið í verðkönnuninni að öðru leyti í samræmi við verð í verslun- um.“ Briem, y-nir Eggeria, afbendir GréUri Ólafssyni lækni gjafabréf meö hinai fullkomnu vökvadæhi. Segir í því að tækið sé gefið til að sýna Landspítalanum og starfsfólki þakklæti og aðdáun fyrir umönnun Eggerts Briem læknis. Landspítala færð vökvadæla að gjöf LANDSPÍTALANUM var afhent í júní síðastliðnum mjög fullkomin tölvustýrð vökvadæla að gjöf frá ættingjum Eggerts heitins Briem. Við afhendingu tækisins var auk ættingja Eggerts viðstatt starfsfólk handlækningadeildar 11G og gjörgæsludeildar. Guðrún Briem, systir Eggerts, afhenti tækið og Grétar Olafsson yfir- læknir, þakkað f.h. handlækn- ingadeildar 11G. Gunnlaugur E. Briem, faðir Eggerts, sagði í stuttu ávarpi að tækið væri gefið í þakklætisskyni fyrir þá ágætu þjónustu, sem Eggert hefði notið í langri legu sinui í Landspítalanum og þakk- aði i.ann læknum, hjúkrunarliði og öðru starfsfólki sérstaklega fyrir alúð og natni. Davið Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítala, þakkaði gefendum f.h. stjórnarnefndar ríkisspítal- anna fyrir höfðinglega gjöf. Einnig lýsti hann sérstakri ánægju og þakklæti til starfs- fólks fyrir vel unnin störf. Við afhendinguna, foreldrar Eggerts, Gunnlaugur og Þóra Briem, milli þeirra situr mágkona Eggerts, Hrafnhildur Briem. Davíð A. Gunnarsson, forstjórí ríkisspítaianna, flytur ávarp. Við borðið sitja Kristján Gíslason, móðurbróðir Eggerts og kona hans, Garðar Briem, bróðir Eggerts og tveir hjúkrunarfræðingar á handlækningadeild 11G. Skagafjörður: Beðið með óþreyju eft- ir þurrki B*. Skagafírði, 14. júlí. HÉR ER nú súld og rigning annað slagið. Nokkrir eru byrjaðir að slá en aðeins þeir sem byrjuðu um mánðamót hafa náð inn einhverju af heyjum. Alls staðar er orðið vel sprottið og eru tún í Fljótum ekki verrí, þó snjór lægi þar lengi í vor. Kal frá fyrra ári er að gróa, þó ekki verði þar sláandi fyrr en síðar í sumar, en nú bíða menn með óþreyju eftir þurrki. Umferð um vegi er orðin nokkur en þó á hún örugglega eftir að aukast mjög mikið. A Hólum í Hjaltadal gengur með ágætum, þar hafa dvalið börn í sumar, eina viku hver flokkur. Er það á vegum kirkjunnar og Hólastaðar. Einnig hefur þar verið nokkuð um funda- höld. Um síðustu helgi var fjöl- skyldumót þar sem Lions-félagar af Norðurlandi vestra komu sam- an með fjölskyldum sínum og skemmtu sér þar með ágætum. Silungsveiði hefur verið nokkur í vötnum og sjó en þorskafli enginn hér innfjarðar. Togarar hafa þó aflað vel. Sæmileg heilbrigði er talin í héraðinu. Björn í Bæ. Sumarferð sjálfstæð- ismanna á Vestfjörðum Sjálfstæðismenn á Vestfjörð- um fara í sína árlegu sumar- ferð helgina 22. til 24. júlí næstkomandi. Að þessu sinni verður farið um ísafjarðardjúp. Ferðin hefst á ísafirði föstudag- inn 22. júlí kl. 16.30 og verður ekið eins og leið liggur inn í Reykjanes. Þaðan verður farið morguninn eftir kl. 10.30 og ekið út eftir Snæfjallaströnd og farið út í Æð- ey. Um kvöldið verður kvöldvaka og dansleikur. Á sunnudeginum verður síðan ekið heim. Með í ferðinni verða sem jafnan áður kunnugir leiðsögumenn. Það er árlegur siður sjálfstæð- ismanna á Vestfjörðum að fara sumarferð sem þessa og hafa þær jafnan tekist vel. í fyrra var farið á Látrabjarg. Þátttakendur hafi samband við Hildi Einarsdóttur í Bolungarvík, Engilbert Ingvason, Tyrfilmýri, eða Guðmund S. Guðjónsson, Bíldudal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.