Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 19 Á myndinni má sjá yfltlukk hias nýja veitingastaðar í Súlnasal Hótel Sögu ásamt nokkrum gestum við opnunina. Mynd: Gu«jón Nýr veitingastaður opnaður í Súlnasal OPNAÐIJR var nú í vikunni nýr veit- ingastaður í Súlnasal Hótel Sögu, „That Fish Place“, á vegum Gildis hf., þar sem ýmsar tegundir fiskrétta eru á boðstólum. Er ætlunin að bjóða upp á þessa veitingaþjónustu næstu 6 vikur og er staðurinn opinn frá kl. 18 alla daga nema laugardaga. Að sögn Wilhelms Wessman, framkvæmdastjóra Gildis, var lögð áhersla á að halda verðingu á þeim tuttugu fiskréttum sem hér um ræðir í lágmarki og væri hinn nýi veitingastaður fyllilega samkeppn- isfær við önnur smærri veitingahús borgarinnar. Hann sagði ennfrem- ur að sá háttur væri hafður á við afgreiðslu matarins að gestir pönt- uðu sér ákveðinn fiskrétt, sem þjónustufólk mundi síðan bera fram, en gestirnir næðu sér hins vegar sjálfir í drykkjarföng og brauðmeti með málsverðinum. Því væri að nokkrum leyti um sjálfsaf- greiðslufyrirkomulag að ræða. Sig- þór Sigurjónsson, sem aðstoðar Wilhelm við rekstur „That Fish Place" sagði er blaðamönnum og öðrum getum var boðið að bragða á fiskréttunum í tilefni opnunar staðarins, að þar væri mörgum nýjungum í matgerð til að dreifa. Þ.á m. væri unnt að fá karfa mat- reiddan á þrjá mismunandi vegu. Auk þess væri nú í fyrsta skipti boðið upp á blálöngu, sem fáir Is- lendingar hafa neytt, en væri öld- ungis ljúffeng. Loks má geta þess að yfirmatsveinn á hinum nýja veitingastað er Sveinbjörn Frið- jónsson. Hjóli stolið við Tívolí TÓLF ára drengur, Jóhann Davíð Snorrason, varð fyrir því að reiðhjóli hans, sem hann fékk í 12 ára afmæl- isgjöf í síðasta mánuði, var stolið fyrir utan Tívólí á Miklatúni sl. sunnudag. Þrátt fyrir mikla leit milli runna og trjánna á Miklatúni og í nánasta nágrenni hefur Jóhanni og vinum hans ekki tekist að finna hjól- ið. Hjólið er tveggja gíra torfæru- hjól af gerðinni AMF HAWK 6, svart og koparlitað, með svörtum púðum á stýri og stöng. Þeir sem kynnu að hafa orðið varir við hjól- ið eru vinsamlegast beðnir að láta lögregluna í Reykjavík eða Jóhann Davíð vita, en hann er í síma 29308. Lóðum úthlutað í Setbergslandi Á FUNDI bæjarráðs Hafnarfjarðar 23. júní sl. voru lóðaumsóknir tekn- ar fyrir og samþykkt að gefa eftir- töldum aðilum kost á lóð fyrir ein- býlishús í fyrsta byggingaráfanga í Setbergi: Aðalsteinn Þórðarson, Lundarbrekku 14, Kóp. Agnar Guðlaugsson, Furugrund 73, Kóp. Eiríkur Jónsson, Heiðvangi 10. Friðrik Bergsveinsson, Dalseli 23, Rvík. Gísli Sveinbergsson, Blómvangi 9. Guðlaugur Sigurðsson, Miðvangi 163. Gunnar Sönderskov, Engihjalla 19, Kóp. Haraldur Jónsson, Breiðvangi 11. „Gaukurinn ’83“ í Þjórsárdal „GAIJKURINN ’83“ er yfirskrift úti- samkomu sem haldin verður í Þjórs- árdal um Verslunarmannahelgina. Er samkoman kennd við Gauk Trandilsson sem bjó á Stöng í Þjórs- árdal, en að henni standa Héraðs- sambandið Skarphéðinn og Ung- mcnnasamband Kjalarnesþings. Fjórar hljómsveitir leika fyrir dansi á hátíðinni, Kaktus, Deild 1, Kikk og Lotus. Auk þess verður leikflokkurinn „Svart og sykur- laust" með „karnivaldagskrá", Jörundur og Laddi bregða á leik og Magnús Þór Sigmundsson kynnir nýjustu plötu sína. Kynnir á samkomunni verður Haraldur Sigurðsson. Heimir Ólafsson, Laufvangi 14. Hlynur Andrésson, Furugrund 56, Kóp. Ljótur Ingason, Álfaskeiði 76. Már Gunnþórsson, Eskihlið 12B, Rvík. Pétur Jóhannesson, Sólbergi, Álftanesi. Svavar R. Ólafsson, Engihjalla 9, Rvík. Þórir E. Magnússon, Hvassaleiti 18, Rvík. Ingvi I. Ingvason, Heiðvangi 68. Jón T. Guðjónsson, Laufvangi 3. Sigurður J. Arnórsson, Sléttahrauni 25. Þá var einnig samþykkt að gefa eftirtöldum kost á lóðum fyrir parhús í 1. áfanga Setbergs: Fagrabergi 2—4: Guðm. I. Lúðvíksson, Leirubakka 2, Rvík. Jón S. Sigurðsson, Blikahólum 6, Rvík. Álfaberg 28 og tvær aðrar eftir vali: Pétur Einarsson, Suðurgötu 72. Hljómleikar í Fellahelli í félagsmiðstöðinni Fellahelli I Breiðholti verða haldnir tónleikar í kvöld kl. 21.00. Er þar á ferðinni hljómsveitin Nefrennsli og flytur hún frumsamið efni. „Galleri Grjótu opnar „GALLERÍ Grjót“ nefnist sýningarsalur sem opnaöur verður í dag aö Skólavöröu- stíg 4A. Eru það sjö listamenn sem að sýningarsalnum standa, þau Hjördís Gissurardóttir, gullsmiður, Jónína Guðnadótt- ir, leirlistamaður, Magnús Tómasson, myndlistamaður, Marlín Örlygsdóttir, fata- hönnuður, Ófeigur Björnsson, gullsmiður, Ragnheiður Jóns- dóttir, myndlistamaður og Örn Þorsteinsson, mynd- listamaður. Galleríið verður opið alla virka daga á milli kl. 12.00—18.00 og verða á boð- stólum munir ýmiss konar sem aðstandendur hafa unnið. i staðinn fyrir tvistinn og tuskurnar POLER-TORK == Polér-Tork er mjúkur og sterkur klútur, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hjá bílaeigendum. Pú losnar við tvistinn, tuskurnar, ló og trefjar - og bónar bílinn þinn á hreinlegan og snyrtilegan hátt. Með Polér-Tork bónarðu bílinn, strýkur óhreinindi af skónum, fægir silfrið og snýtir þér. Polér-Tork færðu í handhægri, 32 metra rúllu, sem samsvara u.þ.b. því magni af tvisti, sem sést á myndinni Polér-Tork fæst í öllum betri verslunum og á bensínstöðvum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.