Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 Hef opnað tannlæknastofu aö Hátúni 2A, sími 23370. Guörún Haraldsdóttir, tanniæknir. »Skiptinemar — fjölskyldur Nemendaskipti Þjóökirkjunnar óska eftir gistifjölakyldum baeöi á höfóuborgarsvœöinu og úti á landsbyggðinni fyrir skiptinema sem koma til landsins í iok júlímánaðar. Frekari upplýsingar veittar í síma 22735 frá kl. 1—4 virka daga. : Otrúlegt : : ávaxtatilboð: Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri Smára hf. á Akureyri: „Byggingariönaðurinn hornreka í sambandi við lánsfjármagn" Appelsínur 29,90 kr. kg. Ferskjur 79,00 kr. kg. Plómur 89,99 kr. kg. Nektarínur 89,00 kr. kg. Gerið verðsamanburð. 1 Opið til kl. 10 í kvöld. VörumarkaDurinn hf. Ármúla 1 A, sími 86111. Afleggja ber verkamannabústaðakerfið Akureyri, 5. júlí. Þaö vakti töluverða athygli manna á dögunum, þegar tilboð voru opnuð í smíði húss fyrir verkalýðsfélögin á Akureyri, að tilboð byggingarfyrir- tækisins Smára hf. á Akureyri nam aðeins 67,3% af kostnaðarverði, sem áætlað hafði verið af útboðsaðilum. — Hvernig stóð á þess? Var hér um undirboð að ræða, eða hvað? Bauð fyrirtækið undir kostnaðarverði vegna þess eins að atvinnuleysi hef- ur gert vart við sig hjá bygginga- fyrirtækjum á Akureyri og betra var að hafa eitthvaö að gera en ekki neitt. Til þess að forvitnast um þessi mál og ástand byggingariðnaðar al- mennt á Akureyri um þessar mundir leitaði Mbi. svara hjá Tryggva Páls- svni, framkvæmdastjóra Smárans - Tryggvi, er hér um undirboð æða? /itanlega ber tilboð okkar n af því atvinnuástandi í bæn- sem flestum er kunnugt um. vitanlega má lengi deila um hvað er rétt tilboð eða rétt lun á hverjum tíma. Til frek- skýringar má geta þess að til- jupphæð okkar i þessu tæplega íelda húsi hljóðar upp á kr. 8.- pr. fermetra. Til saman- iar er gaman að skoða tilboðs- r í hliðstætt verk, sem nýlega boðið út á Blönduósi. Þar var ið við verktaka, sem bauð kr. 0.- pr. fermetra og var hans )ð talið nema um 81,6% af luðum byggingarkostnaði. Af iu má sjá, að varlega ber að i í að meta slíkar tölur út frá i sjónarmiði. Það sem ég vil a er það, að áætlun þarf ekki endilega að vera hin eina og sanna viðmiðun. Áætlun er gerð af manneskjum — alveg eins og til- boðin — svo að hvað er rétt og hvað er rangt? Ætli hver og einn verði ekki að meta það.“ — Þú talar um atvinnuástandið og að tilboð ykkar sé við það mið- að. Er atvinnuástandið mjög al- varlegt í byggingariðnaðinum á Akureyri? „Ég hef starfað sem fram- kvæmdastjóri Smárans hf. í fimmtán ár og ég man ekki eftir eins ótryggu ástandi og verið hef- ur síðustu tvö til þrjú árin. Það má segja að á þeim tíma hafi starfsfólk okkar verið að mestu lausráðið milli þess sem fyrirtæk- ið hefur haft einhver stærri verk að vinna. Fram á síðustu ár byggðist rekstur okkar að mestu á byggingu og sölu íbúðarhúsnæðis til einstaklinga, auk tilboðsverka inn á milli, en íbúðarbyggingarnar eru nú gjörsamlega dottnar út úr myndinni. Ekkert hefur þýtt að ætla sér að fara í slíkar fram- kvæmdir síðustu árin. Þar hefur verkamannabústaðakerfið yfir- tekið markaðinn, þótt vissulega séu ákveðin takmörk fyrir því hverjum það getur sinnt. Fram að þessu má segja, að hlutirnir hafi slampast einhvern veginn, sem stafar af því að veruleg fækkun hefur orðið á mannafla í bygg- ingariðnaði og einnig hafa til komið „björgunaraðgerðir" opin- berra aðila, svo sem verkamanna- bústaðirnir, sem hafin var bygg- ing á sl. haust. En ástandið fram- undan er svart. Þau útboð, sem Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri. farið hafa fram og eiga eftir að fara fram á næstunni, miðast öll við það, að því er ég best veit, að framkvæmdum verði lokið um áramót. Hvað þá tekur við get ég ekki svarað. Hugsanlega einhver frágangsvinna á þessum verkum, en það er langt í frá að það nægi þeim mannafla hér á Akureyri, sem hefur framfærslu af vinnu í byggingariðnaðinum. Það er því vissulega svart framundan." — Að hverju hefur fyrirtækið helst verið að vinna undanfarið? „Við erum þessa dagana að skila af okkur 18 íbúða fjölbýlishúsi, sem byggt er fyrir stjórn verka- mannabústaða á Akureyri. Við skilum því fullfrágengnu þannig að fólk getur flutt inn daginn eftir að við skilum af okkur bygging- unni. Þetta er eina meiriháttar verk okkar síðan við lukum við Vegna breytinga á rekstri fyrirtækisins seljum viö lítiö gallaöar vörur meó 50—60% afslætti, t.d. eldhúsborö — símasæti — kolla — staka stóla og hvíldarstóla meó skammeli. Ennfremur takmarkaöar aftirstöóvar af áklæða- og gólfteppalager okkar. Einnig seljum vió allar aórar vörur í verzluninni meö 20% staögreiösluafslætti. Tilboð þetta stendur til þriöjudagsins 19. júlí. Ath: Verzlunin verður opin tii kl. 4 laugardag- inn 16. júlí. Smiöjuvegi 6, Kópavogi, sími 44544.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.