Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 23 byggingu verslunarmiðstövarinn- ar Sunnuhlíðar, sem við skiluðum af okkur í októberlok á sl. ári. Sú framkvæmd var alfarið á okkar vegum og höfum við nú selt um 75% byggingarinnar, sem er alls um 4700 fermetrar, undir ýmiss konar verslunarrekstur, en enn eigum við óselt um 25%. Þetta er langstærsta verkefni, sem Smár- inn hefur fengist við frá því hann var stofnaður." — Að lokum, Tryggvi, hvað er til bjargar í byggingariðnaðinum? „Byggingariðnaður á Akureyri byggist að sjálfsögðu á vexti og viðgangi bæjarfélagsins í heild. Undanfarin tvö ár höfum við á Akureyri vart haldið meðaltali í fólksfjölgun á landinu. Þess hlýtur að sjá stað í byggingariðnaðinum. Til að breyta þessu þarf að fjölga atvinnutækifærum í bænum. Auk þess þurfa ráðamenn Akureyrar- bæjar að gæta betur að okkar hluta gagnvart ríkisvaldinu í opinberum byggingum. Skipu- leggja þarf betur byggingar- framkvæmdir á vegum bæjarfé- lagsins, þannig að sem mest jafn- vægi haldist á milli ára. Þessi at- vinnugrein er auk þess viðkvæm- ari fyrir öllum sveiflum í þjóðlíf- inu, hún á erfiðara en margar aðr- ar að standa af sér langvarandi óðaverðbólgu vegna hins mikla fjármagns, sem bundið er í fram- kvæmdum á hverjum tíma. Bygg- ingariðnaðurinn hefur verið hornreka í sambandi við láns- fjármagn og það lánsfé sem fæst á síðustu tímum er allt verðtryggt, sem ekki tiðkast í afurðalánakerfi annarra atvinnuvega. Þetta ásamt ýmsu öðru smálegu er það helsta sem kreppir að hjá okkur nú á þessum tímum. Verði breyting á stjórn þjóðmálanna og takist að ráða niðurlögum verðbólgu, þá óttumst við ekki framtíðina." Að lokum sagði Tryggvi Páls- son: „Stærsta mál byggingariðn- aðarins í lan dinu í dag er það, að lán til íbúðarbygginga einstakl- inga verði þau sömu og nú er í verkamannabústaðakerfinu. Jafn- framt, að það kerfi verði aflagt, þar sem í gegnum það eru að mínu mati framleiddar dýrustu íbúðirn- ar á landinu í dag, sem raunar enginn veit hvað koma til með að kosta." GBerg. Bifhjól ók á mann- lausan bíl DRENGUR á skellinöðru ók á kyrrstæðan bíl f Ölduseli við Selja- berg á miðvikudagsmorgun. Bfllinn var mannlaus og drengurinn, sem er 15 ára, lærbrotnaði. Rigning og vont skyggni var þegar atburðurinn átti sér stað og er hluti skýringarinnar á slysinu talinn vera sá að drengurinn var með lokaðan hjálm með gleri að framan, sem móða kemur á og regnvatn sest á glerið. Hjólið er talið gjörónýtt og að sögn lögregl- unnar má telja að drengurinn hafi sloppið vel miðað við hve harður áreksturinn varð. Þá varð árekstur þriggja bíla á horni Bíldshöfða og Höfðabakka seinnipartinn sama dag. Árekst- urinn varð með þeim hætti að biðskylda var brotin, en biðskylda er á þessu horni á Bíldshöfðanum. Áreksturinn var harður og er einkum einn bílanna mikið skemmdur. Engin slys urðu á mönnum. Utanríkisráðherra Danmerkur í opinbera heimsókn Utanríkisráðherra Danmerkur, Uffe Elleman-Jensen og eiginkona hans, frú Alice Vestergaard, koma í opinbera heimsókn 24.-28. júlí næstkomandi. (Króttatilkynning frá utanríkisráAuneytinu.) Er Gullver kom inu á SeyMiQM komu margir smábátar til móts vió Jón Pálsson, skipstjóri og Ótafur M. Ólafason, útgerðarmaður, en þeir hann og fylgdu honum til hafnar. eru frumkvöólar útgeröar Gullbergs hf. Gullver á Seyðisfirði ÞAÐ var mikið um dýrðir á Seyðisfirði er hinn nýi togari Gullbergs hf. kom í fyrsta sinn til heimahafnar síðast- liðinn þriðjudag. Bátar sigldu út á fjörðinn til að taka á móti skipinu og fylgdu þeir því síðan til hafnar í indælis veðri. Eftir tollskoð- un lagðist skipið að bryggju klukkan 16.00 og tók fjöldi fólks á móti skipinu og var hátíðarblær yfir bænum. Sóknarprestur flutti bless- unarorð, bæjarstjórinn bauð skipið og áhöfn þess vel- komna og til máls tóku al- þingismennirnir Tómas Árnason, Egill Jónsson og Helgi Seljan. Síðan skoðuðu gestir skipið. Skipstjóri á hinu nýja skipi er Jón Páls- son en 15 manna áhöfn verð- ur á skipinu, sem kemur í stað gamals skips með sama nafni. Meðfylgjandi ljós- myndir tók Ólafur Sigurvins- son. Velkominn Guttver. Jónas Hallgrímsson bæjarstjóri flytur ávarp vtá komu skipsins. Það voru margar hendur á lofti til að taka við endanum ( fyrsta sinn. Nýr glæsilegur Opiö Irá 9—18 dagiega Vegna mikiUar söiu undanfariö þá vantar í inn og á söluskrá nötaöa Daihatsu-bíla. Daihatsu-umbodiö, Ármúla 23, atmar 85870 — 81733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.