Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 25 vildum ekki víxlana þyrftum við ekki meira við ykkur að tala. Það átti að keyra „samninginn" í gegn með góðu eða illu. Þann 4. maí sendir þú og undir- skrifar telex til ITF þar sem þú segist hafa móttekið fullar greiðslur til áhafnarinnar á Þyrli og engin ástæða til að halda skip- inu lengur. Næstu daga fylgdu okkur telex í svipuðum dúr. Hafi þessum telexum verið ætlað að eyðileggja samstöðu bresku verka- lýðsfélaganna með okkur þá voru þau haldlaus. Eina ógagnið sem þú kannt að hafa unnið er að herða útgerðina upp í því að hún þyrfti ekki að borga launin á réttum tima og koma ýmsum öðrum mál- um er áður var frá greint í lag. Vesöld áhafnarinnar spurðist fljótt út, blöðin á S-V-Englandi birtu fréttir um atburðina, ITV hafði viðtal við mig og hámarki náði svo þessi endemis landkynn- ing 3—4 dögum eftir að þú gerðir samninginn, þegar stærsti hlutinn af áhöfninni var sendur á fá- tækraheimili og frétt birtist um það í útvarpi og sjónvarpi BBC þar sem FFSÍ hafði dregið stuðn- ing sinn við okkur til baka og hafði hvatt Alþjóða flutningasam- bandið til hins sama virtust málin vera komin í hnút. Breska sjó- mannasambandið lét hins vegar ekki deigan síga og fyrir tilstilli þess var gerður samningur annars vegar milli 7 af 9 áhafnarmeðlim- um og hins vegar útgerðarinnar. Grundvallarskilyrði fyrir því að samið yrði var að keyptur yrði einhver matur. Með samningnum tókst okkur að fá mestöll þau laun er við áttum inni, auk þess sem tilgreint var hvernig greiða skyldi það sem á vantaði. Samningurinn tók einnig til fjölmargra annarra atriða, svo sem kaupgreiðslna við uppsögn eða afskráningu, sem of langt mál væri að rekja í þessu bréfi. Það má því segja að við höfum siglt á breskum og íslenskum kjarasamningum. Til að tryggja að samkomulag þetta yrði haldið lofuðu forystumenn breska sjó- mannasambandsins því að beita sér fyrir stöðvun skipsins hvar sem væri í heiminum ef samning- urinn yrði ekki haldinn. Til þess átti einnig eftir að koma u.þ.b. V4 mánuði síðar, nánar tiltekið i Esbjerg. Þetta sýnir ljóslega að forustu- menn breska sjómannasambands- ins lögðu NB ekki meiri trúnað en við á yfirlýsingu þína um að þú hefðir móttekið laun okkar. Til að geta látið úr höfn urðum við að fá undanþágu vegna ónýtr- ar brunadælu. Auk þess höfðu 3 skipverjar strokið af fátækra- heimilinu og komist heim með að- stoð sendiráðsins, eftir því sem ég veit best. En það mun vera allal- gengt að skipverjar á Þyrli komi heim með þeim hætti. Aðalatriði málsins er þó það, að þið hjá FFSÍ höfðuð ekki heimild áhafnarinnar til að semja við út- gerðina um eitt eða neitt. Þrátt fyrir að við sendum ykkur skeyti fyrir 2% mánuði þar sem við báðum ykkur að innheimta launin hefur slík innheimta ekki farið af stað. Því langar mig að leggja fyrir þig eftirtaldar spurn- ingar varðandi samkomulag það, sem þú gerðir við útgerðina fyrir okkar hönd: 1. Var samkomulagið munnlegt eða skriflegt? 2. Hver voru helstu efnisatriði? 3. Hvað hvatti ykkur til þessa samkomulags, sem þið höfðuð ekki umboð til og var í algerri andstöðu við vilja áhafnarinn- ar? í ljósi þessa máls dreg ég því þá ályktun að FFSÍ annaðhvort vilji ekki eða geti ekki staðið að inn- heimtu launa minna svo viðunandi sé, ég vil því létta af ykkur þvi þunga fargi. Um leið og ég afturkalla ósk mína um að þið innheimtið laun mín skora ég á þig að senda öll þau gögn sem ég hef sent ykkur í þessu máli til lögfræðiskrifstofu Arnmundar Backman, Klappar- stíg 27, sem fyrst, svo mál þetta geti fengið farsæla lausn. Með vinsemd og virðingu, Sigurður 1‘órðarson \ar stýrimaður á „l’yrli". I mest áberandi og grösin vantar að mestu er oft talað um jurta- stóð. Þar sem grastegundir eru ríkjandi heitir aftur á móti graslendi eða valllendi og slíkur gróður er einkum þar í brekkum sem snjór er eitthvað minni og jarðvegur því þurrari, en einnig á grundum, grónum eyrum og bökkum meðfram ám og lækjum. Jurtastóð eða blómlendi Jurtastóð myndast einkum í brekkum, lautum og gilhvömm- um, einnig í hæfilega djúpum gjótum og bollum í hrauni, á klettasyllum og lækjarbökkum. Ýmsar tvíkímblaða jurtir, oft með skrautlegum og áberandi blómum, eru alla jafna ríkjandi en minna ber á grösum eða þau vantar svo til alveg. Burknateg- undir vaxa stundum innan um blómplönturnar og geta verið ríkjandi á blettum, einkum í hrauní. Aftur á móti ber þar lít- ið á mosa. Jurtastóðin eru mjög vöxtuleg þar sem vaxtarskilyrðin eru best, stundum eru þar fleiri teg- undir sem ná hátt í metra hæð og einstaka verða enn hærri. En á hinn bóginn eru þau sjaldnast mikil um sig, oft ekki nema smá- blettir hér og þar, en þó getur verið um að ræða álitlegar blómabreiður. Tegundir jurtastóðanna geta verið nokkuð margar og ýmist ein ríkjandi eða fleiri jafnáber- andi. Algengustu tegundirnar eru oftast blágresi, maríustakk- ur, brennisóley, geithvönn, brönugras, mjaðjurt, undafíflar, smjörgras, túnsúra, hrafna- klukka, fjalladalafífill, kross- maðra, hálíngresi, ilmreyr, bugðupuntur og snarrótarpunt- ur. Fréttir úr heimspressunni. SUNNY Berlinske Tidende Eyðir minna en CITROEN 2 CV og samt sneggri og hrað- skreiðari en BMW. Hinn þekkti bílamaður Finn Knudstup á Berlinske Tidende varð mjög hrifinn af NISSA SUNNY. Hann skrifaði: „Sunny getur við fyrstu sýn litið lit fyrir cið vera hefðbundinn bíll en hin háþróaða tœkni og ná- kvæmni í framleiðslu kemur manni sannarlega á óvart. Þá kemst lengra á hverjum bensínlítra á Sunny en á Citroen 2 CV. Engu að síður er Nissan .. Sunny sneggri og hraðskreiðari en BMW 315. Og ekki er Sunny dýr. I stuttu máli þrjú atriði sem eiga eftir að gera Sunny að stórvinsœlum bíl - bíl sem veitir manni meiri og meiri ánœgju við hvern kílómetra. “ Citroen 2 CV (Citroen braggi) kostar ea. kr. 250.00(1. Samkvæmt upplýsingum umboðsins er hann ekki fluttur inn. Hann er of dýr miðað við aðra bíla í sama verðflokki. BMW 315 kostar kr. 365.500. Hann er 2ja dyra. NISSAN SUNNY 1500 5 gíra 4ra dyra, framhjóladrifínn með allskvns aukahunaði s.s. útvarpi, klukku, snúningshraðamæli, skott og bensínloki sem hægt er að opna úr ökumannssæti o.m.fl. kostar aðeins kr. 269.(KM). Munið bílasýningar okkarum helgar kl. 2-5. Tökum allar gerðir eldri bifreiða upp í nýjar n NISSAN LANG-LANG MEST FYRIR PENINGANA INGVAR HELGASON s,m, SÝNINGARSALURINN /RAUÐAGERÐI Metsölublaó á hverjunt degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.