Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 Egilsstaðir: Hugdetta sem reyndist nýtileg Spjallað við Björn Oddsson, ofnasmið KgiuwtöAum, 13. júlf. BJÓRN Oddsson heitir ungur mað- ur á Egilsstöðum, fæddur og uppal inn Héraðsmaður. Hann hefur feng- ist við margt um ævina — enda harðduglegur — en upp úr 1980 hóf hann framleiðslu panelofna fyrir húsbyggjendur á Egilsstöðum. I fyrstu við nokkuð frumstæð skilyrði á byggingarstað — sem sfðan hefur þróast upp í ofnasmiðju að Lagar- braut 7 í Fellabæ. Þar tók Ofnasmiðja Björns Oddssonar til starfa fyrir réttu ári við allgóðar aðstæður og nauð- synlegan tækjabúnað og þangað lá leið tíðindamanns Morgunblaðsins í gær til að ná tali af Birni. „Rekstur fyrirtækisins hefur gengið vel. Ég framleiði um 20 ofna á dag — sem verður að telj- ast gott þar sem ég hef oftast ver- ið einn við störf hér í smiðjunni," segir Björn. „Blessaður vertu, þetta leikur allt í höndunum á honum," skýtur aðstoðarmaður Björns inn í, „unglingur" á áttræðisaldri og fyrrum bóndi að Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð, Hrafnkell Elíasson. Hvaðan færðu aðföng, Björn? „Ég flyt efnið inn sjálfur beint frá Danmörku. Ms. Norræna flyt- ur efnið fyrir mig núna til Seyð- isfjarðar, svo að flutningskostnað- ur aðfanga er í algjöru lágmarki." Hverjir eru viðskiptamenn þín- ir, Biörn? „Það eru auðvitað húsbyggjend- ur, einstaklingar og félög og fyrir- tæki. Flestir eru viðskiptamenn- irnir á Austurlandi, en ég á við- skiptavini um land allt." Svo að þú stendur ekki höllum fæti í samkeppninni eða hvað? „Nei, það held ég alls ekki. Viðskipti með húshitunarofna í dag fara yfirleitt fram í gegnum tilboð, og ég hef yfirleitt fengið þau verk- sem ég hef boðið í. Þess vegna verð ég að álíta að ég sé vel samkeppnisfær bæði hvað snertir verð og gæði. Og ég vil endilega láta þess getið hér að ég annast flutning ofnanna fyrir viðskipta- vinina. Landsmenn búa því við sama verð — hvort heldur þeir eiga heima hér í Fellabæ, i Reykjavík eða á ísafirði." Hver voru eiginleg tildrög þess að þú hófst þessa ofnafram- leiðslu? „Satt best að segja kviknaði hugmyndin fyrir sunnan þegar ég vann þar um tíma í blikksmiðju hjá tengdaföður mínum. Þangað kom maður eitt sinn með mið- stöðvarofn til smáviðgerðar. Nú, og auðvitað varð nýstofnsett Hita- veita Egilsstaða og Fella ekki til þess að draga úr mér kjarkinn. Þetta hefur alltént reynst nýtileg hugdetta." - Ótafur Hrafnkell Elfasson, 77 ára, aðstoðar Björn við ofnasmíðina. Björn utan við ofnasmiðju sína að Lagarbraut 7 í Fellabæ. t Eiginmaöur minn. lést 14. júlí. GUNNLAUGUR PÁLSSON, arkitokt, Atlaug Zoega t Eiginkona mín og móöir okkar, JAKOBÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Hátúni 10A. andaöist i Vífilsstaöaspítala 14. júlí. Ólafur Pétursson og börn. t Eiginkona mín, MARGRÉT SIGRÍOUR JÓHANNSDÓTTIR frá Akranesi, Blönduhlió 20, Rsykjavík, veröur jarösungin frá Akraneskirkju í dag, föstudaginn 15. júli kl. 14.30. F.h. vandamanna, Lárus Þjóðbjörnsson. t Útför eiginmanns míns og fööur okkar, pAls s. pálssonar, haastaréttarlögmanns, Skildinganesi 28, Reykjavík, verður gerð frá Dómkírkjunni, þriöjudaginn 19. Júlí nk. kl. 13.30. Guörún Stephensen, Stefán Pálsson, Þórunn Pálsdóttir, Sesselja Palsdóttir, Sigþrúður Pálsdóttir, Páll Arnór Pálsson, Anna Heiða Pálsdóttir, Signý Pálsdóttir, fvar Pálsson. Minning: Sr. Þorgrímur V. Sigurðs- son á Staöarstaö Sr. Þorgrímur V. Sigurðsson var um langt skeið meðal kunnustu kennimanna landsins. Hann sat á tveimur merkum og fornfrægum prestssetrum í tveimur lands- fjórðungum, Grenjaðarstað í Þingeyjarþringi og Staðarstað á Snæfellsnesi, Stað á Ölduhrygg, eins og það prestasetur var títt nefnt til forna. Á Grenjaðarstað var sr. Þor- grímur prestur í 12 ár. Sagt var í gamla daga að frá því brauði færi aldrei prestur nema til að verða biskup á Hólum. Hafi þetta verið regla féll hún úr gildi við aftur- nám Hólastóls og sr. Þorgrímur fór að Staðarstað þar sem hann var prestur í tæp þrjátíu ár og prófastur í tíu ár. Mikið orð fór af sr. Þorgrími sem ágætum presti, enda hafði hann til þess alla burði: Mikla, meðfædda hæfileika, samfara góðri menntun, einlæga trú og brennandi áhuga til að láta gott af sér leiða á öllum sviðum samfé- lagsins, bæði í sófnuði og sveitar- félagi. Þó mun hann hafa getið sér einna mest og best orð sem af- burða kennari ungmenna, sem þau t Þökkum af alhug auösýnda samúö og hluttekningu viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÁSTRÓSAR ÞORSTEINSDÓTTUR. Blómvallagötu 12, (Minni Grund) áður Grundarstíg 21. Guö blessi ykkur öll. Þorb|örg Ingólfsdóttir, Ingibjörg Ingólfsdóttir, Guomundur Kr. Októsson, Aðalsteinn Dalmann Októsson, Péll Eggertsson, Bjarni Sigurbjörnsson, Gyfta Erlingadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. hjón tóku á heimili sitt oft til langdvalar. Þegar bókin „Landið okkar" eftir Þorstein Jósefsson kom út, var sr. Þorgrímur enn prestur vestra. Er þess sérstak- lega getið þar, í kaflanum um Staðarstað, að presturinn hafi um margra ára skeið haldið nokkurs konar skóla fyrir unglinga og búið þá undir stúdentspróf. Það má skrifa langt mál um sr. Þorgrím og starf hans í þágu kirkju- og kennslumála og þá jafnframt um þann ómetanlega skerf, sem kona hans, frú Áslaug, átti í lífsstarfi hans. Úm þetta allt verður skrifað af þeim, sem því eru kunnugir. Tilgangurinn með þessum línum er að minnast sr. Þorgríms á út- farardegi hans fyrir hönd Félags fyrrverandi sóknarpresta. Strax og hann fluttist hingað til Reykja- víkur, er hann lét af embætti, ger- ist hann virkur og trúr meðlimur þess félags. Hann var ágætur fé- lagi og sótti manna best fundi meðan heilsa hans leyfði. Lengi var hann fundarritari og leysti það starf af hendi með mik- illi prýði eins og hans var von og vísa. Hans fundargerðir voru eng- in þurr upptalning á venjubundn- um dagskrárliðum heldur lífleg og listileg frásögn af góðum sam- fundum vina og félagsbræðra. — Margs er að minnast frá þeirri samvinnu og mörgum góðum sam- verustundum. Allt er það geymt í sjóði minnninganna með þakklát- um huga. Fyrir hönd Félags fvrrverandi sóknarpresta eru frú Áslaugu og börnunum sendar innilegar sam- úðarkveðjur um leið og góður fé- lagi er kvaddur. Skal sú kveðja áréttuð með lokaerindi úr erfiljóði sr. Matthíasar um kirkjuhöfð- ingja, sem eitt sinn hélt Staðar- stað: Yfir Guðsmanns banabál breiðist Drottins heiði Guði dýrð mót glaðri sál gráti rós á leiði. G.Br.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.