Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 31 Fótbottaskór Æfingaskór Gaddaskór Æfingagallar I wönflworzNuii Inqotf/ Ó/kan/onar Klapparstíg 44,sími 11783 Auðvitað Kári skoraði þrennu „ÉG SPILADI heilan æfingaleik í gærdag og var þad slæmur í náranum að mér varð ijóst að ekki var um annað aö ræöa en fara í annan uppskurð. Ég hef verið slæmur í náranum að und- anfðrnu og ekki náö mér fylli- lega góöum. I fullu samráði viö lækni liðs- ins svo og þjálfara þá var ákveðið að ég legðist inn og gengist undir uppskurð á morg- un,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson í spjalli við Mbl. í gær. Ásgeir hefur átt viö svo þrálát meiösli aö stríöa undanfariö aö hann hefur ekki náö sér góöum þrátt fyrir langt frí. Ásgeir sagöi aö nú yröi hann skorinn beggja megin nárans, um 10 sentimetra langa skuröi ofarlega í náranum. Þaö ætti að gera allt sem hægt væri til þess aö fá hann góöan meö þessum uppskuröi. Ásgeir sagöist veröa um þaö bil 10 daga á sjúkrahúsi og síöan þyrfti hann aö hvíla sig í hálfan mánuö heima fyrir. Hann geröi sér vonir um aö geta leikiö meö aftur í lok ágúst. Fyrsti leikurinn í Bundesligunni fer fram 13. ágúst en annar leik- urinn 20. ágúst. Aö sögn Ásgeirs var ekki um neitt annaö aö ræöa til aö reyna aö fá hann góöan • Ásgeir er nú á ný kominn á sjúkrehús. siðasta uppskurð. mynd ver tekin af honum er hann dvaldist þar eftir Morgunblaðiö/ Lindel. fyrir hið erfiða tímabil, sem er aö hefjast, en aö gangast undir upp- skurð og meöferö á meiðslunum sem ættu aö geta gert hann heil- an á ný. Sá sem framkvæmir skuröaögeröina á Ásgeiri er sami sérfræöingur og var meö hann í meðferö á síöasta hausti. — ÞR. „ÞETTA var frekar lélegt hjá okkur í fyrri hálfleik en í þeim síðari börðumst við vel og þá fór þetta að ganga hjá okkur. Ég vil engu spá um hversu langt við náum í bikarkeppninni, viö vinn- um bara KR-ingana í næsta leik og sjáum svo til,“ sagði Tómas Pálsson, besti maður ÍBV, eftir að þeir höfðu unnið öruggan sigur á Þrótti í bikarkeppninni í gær. Leiknum lauk með 3—0 sigri Eyjamanna og skoraöi Kári Þor- leifsson öll mörkin. i fyrri hálfleik léku Vestmanney- ingar á móti hvössum vindi og sóttu Þróttarar mun meira, en þeir sköpuöu sér ekki mörg færi og voru allt of ragir viö aö skjóta fyrir utan teig. Það virtist eins og þeir vildu ekki skora nema aö leika al- veg inní markiö. Vestmanneyingar áttu nokkrar skyndisóknir og úr einni slíkri skoruöu þeir fyrsta markiö. Ómar gaf lausan bolta fyrir markiö og Guðmundur virtist hafa boltann en hann rann í gegn- um hendurnar á honum og Kári átti ekki í erfiöleikum meö aö renna honum í tómt markiö. Síö- ustu 15 mín. sóttu Þróttarar stíft og er ég ekki frá því aö Vestmann- eyingum hafi þótt þetta langt kort- er, en allt kom fyrir ekki, Þróttur- um var alveg fyrirmunaö aö skora. í síöari hálfleik sóttu Vestmann- eyingar nær allan tímann og léku mjög vel. Boltinn var látinn ganga hratt á milli manna og Þróttarar voru oft frekar eins og áhorfendur, svo miklir voru yfirburöirnir. Á 51. mín. voru Tómas og Ásgeir í miklu kapphlaupi á kantinum og haföi Tómas betur, kom boltanum fyrir markiö þar sem Kári var á réttum staö og skoraöi yfir Guðmund í markinu en hann reyndi aö koma út á móti. Um tíu mínútum selnna uröu Kristjáni Jónssyni, bakverði Þróttar, á slæm mistök. Hann ætl- aöi aö gefa boltann á samherja en Tómas komst auðveldlega á milli, lék í átt aö markinu og í staö þess aö skora sjálfur þá renndi hann boltanum til Kára, sem var einn fyrir miöju marki og renndi honum í netiö, hans þriöja mark í leiknum. Þarna heföi Tómas getað skoraö sjálfur en hann var mjög óeigin- gjarn og sendi frekar á Kára sem var í betra færi. „Þetta var miklu öruggara svona,“ sagöi Tómas eft- ir leikinn. Vestmanneyingar léku mjög vel í þessum leik, sérstaklega í síöari hálfleik og ef þeir leika svona þaö sem eftir er sumars þá er engin spurning um þaö hverjir vinna mótiö, en þaö verður aö sjálfsögöu aö hafa þaö í huga aö mótstaöan var lítil sem engin. Bestir hjá ÍBV voru þeir Tómas sem lék mjög vel og var besti maður vallarins, Kári var einnig góöur, svo og Hlynur, sem er mjög leikinn og fljótur aö átta sig á veikleikum andstæöings- ins. Hjá Þrótti bar Ásgeir af og var hann sá eini sem einhver kraftur var í, sívinnandi og hvetjandi sína menn. Dómari í þessum leik var Sævar Sigurösson og dæmdi hann mjög vel, bókaöi tvo leikmenn, einn úr hvoru liöi, Ársæl hjá Þrótti og Val- þór hjá IBV. sus • Kári Þorleifsson skoraði þrennu í leiknum í gær. Hér er hann að skora þriðja markið sitt án þess að varnarmaður Þróttar komi neinum vörnum við. Morgunt>i«6i«/Gi>ðjón Evrópukeppninlíknattspyrnu: Vestmanneyingar vilja leika úti í Eyjum VESTMANNEYINGAR hafa sett sig í samband viö mótherja sína í Evrópukeppni félagsliða, a-þýska félagið Carl Zeiss Jena, og óskað eftir því að fyrri leikur liðanna í EFA-keppninni verði leikinn hér á landi, en samkvæmt drætti á fyrri leikurinn að vera í Jena 14. sept- ember. Eyjamenn stefna aö því aö heimaleikur liösins veröi leikinn á Hásteinsvellinum í Eyjum og eru taldar miklar líkur á aö svo verði. Veröur þaö þá í fyrsta skiptiö sem ÍBV leikur Evrópuleik á sínum heimavelli, en þetta veröur í 7 skiptiö sem fólagiö tekur þátt í Evrópukeppni. IBV hefur fariö mjög illa fjár- hagslega út úr Evrópukeppninni Meíðsli Asgeirs taka sig upp: Enn á ný þarf Asgeir að gangast undir uppskurð undanfarin ár og telur sig fá mun betri aösókn á leikinn heima í Eyj- um en von væri á í Fteykjavík. Auk þess hefur þaö haft mikinn auka- kostnaö í för meö sér fyrir félagiö aö vera meö liö sitt í borginni í þrjá daga þegar keppt er. Aðalástæöa þess aö ekki hefur veriö hægt aö hafa Evrópuleiki í Eyjum hefur ver- iö skortur á viðunandi hóteli, en nú á næstu vikum veröur opnað í Eyj- um nýtt fullkomiö hótel svo hægt veröur aö veita þá hótelþjónustu sem reglur krefjast. Mál þetta mun skýrast á næstu dögum en knatt- spyrnuáhugafólk í Eyjum bíöur spennt eftir úrslitunum og vonar þaö besta. — hkj. ÍBV yfir- spilaði Þrótt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.